Vinnuafl - 15.01.1996, Blaðsíða 22
20
Vinnuafl 1963-1990
Arsverk
Mynd 10. Svæðisbundin þróun opinberrar starfsemi.
Frávik ársverka frá landsmeðaltali 1972-80, 1980-87 og 1987-90
150
100
50
o
-50
-100
-150
-200
-250
-300
-350
Höfuðborgar- Suðumes Vesturland Vestfirðir Norðurland Norðurland Austurland Suðurland
svæði vestra eystra
Á 10. yfirlitsmynd sést tilfærsla starfa hjá hinu opinbera
miðað við íjölda starfa. Þar kemur fram að á árunum 1972-
1980 missti höfuðborgarsvæðið rúmlega 300 störf hjá hinu
opinbera til annarra landshluta en Vestfjarða. Má vafalítið
rekja það til uppbyggingar heilsugæslustöðva og fjölbrauta-
skóla víða um land. Á árunum 1980-1987 var þróunin á
höfuðborgarsvæðinu og utan þess jafnari, en eftir 1987 jók
landsbyggðin hlut sinn á ný.
Þróun eftir stœrð sveitarfe'laga
Eins og áður hefur komið fram má einnig greina svæðisbundna
þróun vinnuaflsins með því að skipta því eftir stærð þeirra
sveitarfélaga þar sem atvinnustarfsemin fer fram.
í 7. yfirlitstöflu kemur fram þróun alls vinnuafls eftir
stærðarflokkum sveitarfélaga árin 1972-1990. Fjögur stærstu
sveitarfélögin (með yfir 10.000 íbúa) juku hlutdeild sina í
öllu vinnuafli úr 57% árið 1972 í ríflega 60% árið 1990.
Hlutfall þessara sömu sveitarfélaga af íbúafjölda árið 1990
var 56% og því var hér um nokkra samþjöppun að ræða. í
sveitarfélögum með 1.000 íbúa og fleiri (en þau voru 33
talsins) störfuðu um 85% af vinnuaflinu árið 1990. í minnstu
sveitarfélögunum (með undir 200 íbúa) var hlutfall bæði
ibúafjölda og vinnuafls af heildinni álíka hátt, 4%. I sveitar-
félögum með 200-1.000 íbúa bjuggu rúmlega 11% lands-
manna en þar störfuðu 10% af vinnuaflinu.
7. yflrlit. Vinnuaflsnotkun eftir stærð sveitarfélaga 1972-1990
Summary 7. Employment by size of municipalities 1972-1990
Ársverk 1972 1980 1987 1990 Mismunur Difference 1972-1990 Vísitala Indices 1990 Man-years
Island alls 88.028 105.596 131.836 124.763 36.735 141,7 Total
íbúar 10.000 eða fleiri 50.257 58.919 78.349 75.291 25.034 149,8 Inhabitants 10,000 and more
íbúar 5.000-9.999 4.501 6.005 7.201 6.656 2.155 147,9 Inhabitants 5,000-9,999
íbúar 2.000-4.999 8.638 10.576 14.029 12.957 4.319 150,0 Inhabitants 2,000-4,999
íbúar 1.000-1.999 6.960 10.122 12.012 10.778 3.818 154,9 Inhabitants 1,000-1,999
íbúar 500-999 4.555 6.043 6.282 6.186 1.631 135,8 Inhabitants 500-999
íbúar 300-499 3.671 4.288 4.491 4.136 465 112,7 Inhabitants 300-499
íbúar 200-299 2.286 2.262 2.224 2.011 -276 87,9 Inhabitants 200-299
íbúar 100-199 4.089 3.889 3.634 3.393 -696 83,0 Inhabitants 100-199
íbúar 50-99 1.483 1.379 1.231 1.023 -459 69,0 Inhabitants 50-99
íbúar 49 eða færri 503 500 455 425 -78 84,5 Inhabitants 49 or less
Keflavíkurflugvöllur 1.086 1.615 1.930 1.906 820 175,5 Keflavík A irport