Vinnuafl - 15.01.1996, Page 11

Vinnuafl - 15.01.1996, Page 11
Vinnuafl 1963-1990 9 4. Uppgjörsaðferðir Þrátt fyrir að uppgjörsaðferðir hafi ekki breyst í grundvallar- atriðum á því tímabili sem skýrsla þessi nær til hafa ýmsar breytingar verið gerðar. Astæða er til að geta helstu breytinga hér þannig að notendur geti betur glögg vað sig á því talnaefni sem skýrsla þessi hefur að geyma. Ný lög um tekju- og eignarskatt voru gefin út árið 1978 3 og komu þau til framkvæmda við álagningu skatta á árinu 1980 (tekjuár 1979). Þessi lög komu í stað laga nr. 68/1971 með síðari breytingum. Með þessum lögum voru gerðar mikilvægar breytingar á skattálagningu. Meðal annars voru í 59. gr. þeirra ákvæði um að skattstjórar skuli ákvarða einstaklingum með eigin rekstur tekjur til skattlagningar ef þeir hefðu talið sér til tekna lægri fjárhæð af rekstri en ætla mætti að launatekjur hans hefðu orðið ef hann hefði unnið starfið sem launþegi hjá óskyldum aðila. Þessar kerfis- breytingar höfðu ekki teljandi áhrif á skýrslur skattyfirvalda um vinnuvikur. Fram að vinnuárinu 1979 voru eiginkonur bænda svo til allar sjálfkrafa slysatryggðar miðað við fullt starf í land- búnaði, 52 vinnuvikur, hvort sem þær unnu meira eða minna eða yfirleitt nokkuð við búrekstur. Þá var slysatrygging bænda yfirleitt miðuð við 52 vinnuvikur í búrekstri á ári án tillits til þess hvort þeir hefðu verið við störf í öðrum atvinnugreinum á árinu eða ekki. Frá vinnuárinu 1979 breyttist þetta hvort tveggja og jafnframt varð hliðstæð breyting á ákvörðun vinnuvikna einstaklinga með eigin rekstur í öðrum greinum en búrekstri, ef þeir höfðu jafnframt tekjur af launavinnu. I starfsreglum ríkisskattstjóra til skattstjóra um skattlagningu 1980 (vinnuár 1979) segir svo m.a.: “Sé .... um framteljanda að ræða, sem að hluta til er launþegi og að hluta til með vinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, skal ákvarða vikufjölda í sama hlutfalli og reiknað endurgjald er ákvarðað miðað við launuð störf. Sé maður launþegi sem svarar 26 vikum og vinnur við atvinnurekstur 26 vikur, skal skipting vikufjölda verða samkvæmt þvf’. Þessi regla, sem hefur ekki verið breytt, leiddi til fækkunar vinnuvikna í allmörgum atvinnugreinum, sérstaklega þar sem voru hlutfallslega margir einstaklingar með eigin rekstur en höfðu jafnframt tekjur af launavinnu. Vinnuvikumbænda í atvinnugrein 011 (almennur búrekstur) fækkaði því mjög frá árinu 1978 til ársins 1979, eða um rúmlega 42 þúsund vikur á öllu landinu. Reiknaðar vinnuvikur bónda gátu eftir umrædda breytingu farið allt niður í 13 vikur á ári. I búrekstri tók þessi niðurfærsla vinnuvikna jafnt til bóndans sem eiginkonu hans. Eitthvað var um það að eiginkonur bænda stunduðu launavinnu utan heimilis og einnig þess vegna urðu vinnuvikur í landbúnaði árið 1979 færri en árið 1978. Sjálfvirk slysatrygging eiginkvenna bænda hefur valdið því að einstakar stofnanir hafa talið vinnuvikur eiginkvenna bænda á mismunandi hátt. Hagstofan hefur talið þær að fullu í uppgjöri á heildarfjölda vinnuvikna en að hálfu leyti við hlutfallslega skiptingu vinnuaflsins á atvinnugreinar. Þjóðhagsstofnun fækkaði hins vegar vinnuvikum eiginkvenna bænda um 75% fram til ársins 1979 og um 45% eftir skattkerfisbreytinguna það ár. Byggðastofnun hefur fækkað öllum vinnuvikum í landbúnaði um 30%. Til að auka samræmi í meðferð þessara gagna hefur Hagstofan tekið upp aðferð Þjóðhagsstofnunar og fækkað áætluðum fjölda vinnuvikna eiginkvenna bænda um 75% fram til ársins 1979 og um 45% eftir það vegna breytinga á lögum um tekju- og eignaskatt sem komu til framkvæmda árið 1980. Þessi breyting hefur einnig verið látin ná hlutfallslega til einstakra sveitarfélaga þannig að fjöldi ársverka í almennum búrekstri hefur verið lækkaður sem því nemur. Önnur breyting, sem varð frá og með árinu 1979, er að vinnuvikur atvinnubílstjóra (leigu-, sendi-, vöru- og lang- ferðabflstjóra, atvgr. 712-714) sem eiga bfla sína sjálfir, voru fram til þess tíma fengnar úr gögnum hlutaðeigandi stéttarfélaga. Samkvæmt upplýsingum þein-a unnu þessir bflstjórar í flestum tilvikum 52 vinnuvikur á ári. Frá og með vinnuárinu 1979 eru hér hins vegar birtar tölur byggðar á gögnum skattyfirvalda. Þessi breyting ásamt með reglunni um niðurfærslu úr 52 vinnuvikum, þegar það á við, leiddi til þess að vinnuvikum í umræddum þremur atvinnugreinum fækkaði um 20 þúsund frá árinu 1978 til ársins 1979, þar af 14 þúsund hjá vöru- og sendibflstjórum í atvinnugrein 714. Auk þessa fara hér á eftir almennar athugasemdir um úrvinnslu einstakra liða sem hafa ber í huga við túlkun talna- efnisins: 1. Upplýsingar um vinnuvikur sjómanna á öllum skipum (þar á meðal á trillubátum) eru frá og með árinu 1967 fengnar frá skattstofum. Aður voru vinnuvikur sjómanna á skipum 12 brúttólestir og stærri fengnar úr gögnum Tryggingastofnunarríkisins og fylgdu þær lögskráningar- stað skips. Eftir 1967 fy lgja vinnu vikur hins vegar sveitar- félaginu þar sem útgerðarfyrirtækið er skráð. 2. Vinnuvikur bflstjóra í þjónustu annarra teljast til þeirrar greinar sem fyrirtæki hlutaðeigandi bflstjóra tilheyrir en sé það með starfsemi i fleiri en einni grein, teljast vinnu- vikur bílstjóra til viðamestu greinarinnar, reiknað í vinnuvikum. Þessi regla veldurþví að vinnuvikurbflstjóra geta flust milli atvinnugreina hjá einu og sama fyrirtæki frá einu ári til annars. Þetta átti sér t.d. stað hjá Mjólkur- samsölunni árin 1976 og 1977.4 Skráning vinnuvikna atvinnubflstjóra á eigin bflum breyttist frá og með vinnu- ári 1979, eins og áður er getið. 3. Flugáhafnirflugfélagateljasttilatvinnugreinar717(flug- rekstur) en flugmenn Landhelgisgæslunnar til atvinnu- greinar 813 (stjórnsýsla ríkisins ót.a.). Viðgerðar- verkstæði flugfélaga eru talin sérstakar rekstrareiningar í atvinnugrein 386 (flugvélaviðgerð). 4. Utanríkisþj ónusta Islands erlendis og íslenskir starfsmenn alþjóðastofnana teljast til atvinnugreinar 812 (utanríkis- þjónusta, nema utanríkisráðuneytið). Islenskt starfslið hjá erlendum sendiráðum hér á landi, sem telst til atvinnugreinar 814 (erlend sendiráð, íslenskt starfslið), mun að litlu eða engu leyti koma fram í slysatrygginga- skrám. 5. Reynt hefur verið eftir föngum að skipta fyrirtækjum í rekstrareiningar þegar um starfsemi í fleiri en einu sveitarfélagi er að ræða. Starfsemi á því yfirleitt að vera talin í þeim kaupstað eða þeirri sýslu sem hún fer fram. Margs er að gæta í þessu sambandi, m.a. eftirtalinna atriða: Starfsemi sláturhúsa sem ekki eru sjálfstæðir rekstrar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238

x

Vinnuafl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnuafl
https://timarit.is/publication/1394

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.