Vinnuafl - 15.01.1996, Blaðsíða 23
Vinnuafl 1963-1990
21
Þróun vinnuafls eftir stærð sveitarfélaga var með þeim
hætti á tímabilinu, að einungis sveitarfélög með fleiri en
1.000 íbúa árið 1990 höfðu meiri árlegan meðalvöxt í
vinnuaflsnotkun en landsmeðaltalið tímabilið 1972-1990. 1
smærri sveitarfélögum var meðalvöxtur vinnuaflsnotkunar
ýmist mjög lítill eða neikvæður. Ástæðan þess var fyrst og
fremst sú að atvinnulíf þessara smáu sveitarfélaga einkennist
af landbúnaði sem dróst verulega saman á tímabilinu. Þetta
olli því að vægi stóru sveitarfélaganna (með yfir 1.000 íbúa)
jókst úr 80% árið 1972 í 85% árið 1990.
Þetta má einnig sjá á 11. yfirlitsmyndinni sem sýnir þessa
framvindu með hliðsjón af fjölda starfa sem hafa flust milli
ólíkra stærðarflokka sveitarfélaga. Á árunum 1972-1980
drógu sveitarfélög með 1.000-9.999 íbúa til sín störf á
kostnað bæði stærstu og minnstu sveitarfélaganna. Á árunum
1980-1987 fjölgaði störfum í stærstu sveitarfélögunum á
kostnað hinna minnstu. Síðan hafa litlar breytingar átt sér
stað.
Mynd 11. Þróun ársverka eftir stærð sveitarfélaga. Frávik ársverka frá landsmeðaltali 1972-80 1980-87 og 1987-90 Arsverk
„PH! 1111
-1.000 - illl
-md
000 -
1 S 1972-80 0 1980-87 ffl 1987-90 -
íbúar 10.000 eða fleiri íbúar 5.000-9.999 íbúar2.000-4.999 íbúar 1.000-1.999 íbúarfærrien 1.000
Forvitnilegt er einnig að athuga hvort þróun helstu
atvinnuvega landsmanna, skipt eftir stærð sveitarfélaga,
hafi vikið í veigamiklum atriðum frá þessari heildarþróun.
Iðnaður
Nokkuð önnur mynd birtist ef litið er á þróun iðnaðar eftir
stærðarflokkum sveitarfélaga, sbr. 8. yfirlitstöflu. Þarkemur
fram að hlutdeild stórra sveitarfélaga í vinnuaflsnotkun í
iðnaði hefur verið minni en hlutdeild þeirra í atvinnulífmu
í heild auk þess sem það minnkaði á umræddu tímabili. Árið
1972 voru um 56% iðnaðarstarfa í sveitarfélögum með
10.000 íbúa eða fleiri en 52% árið 1990. Sveitarfélög með
5.000-9.999 íbúa og 2.000-4.999 íbúa misstu einnig töluvert
af hlutdeild sinni á tímabilinu. Önnur og minni sveitarfélög
hafa hins vegar aukið hlutdeild sína í vinnuaflsnotkun í
iðnaði.
8. yflrlit. Vinnuaflsnotkun í iðnaði eftir stærð sveitarfélaga 1972-Í990
Summary 8. Employment in manufacturing by size of municipalities 1972-1990
Ársverk 1972 1980 1987 1990 Mismunur Dijference 1972-1990 Vísitala Indices 1990 Man-years
íslandalls 20.334 25.608 28.392 23.236 2.901 114,3 Total
íbúar 10.000 eða fleiri 11.294 13.062 14.137 12.107 813 107,2 Inhabitants 10,000 and more
íbúar 5.000-9.999 1.584 1.963 1.861 1.399 -185 88,3 Inhabitants 5,000-9,999
íbúar 2.000-4.999 3.129 3.391 4.225 3.408 279 108,9 Inhabitants 2,000-4,999
íbúar 1.000-1.999 2.280 3.715 4.278 3.053 774 133,9 lnhabitants 1,000-1,999
íbúar 500-999 987 1.678 1.751 1.626 639 164,7 Inhabitants 500-999
íbúar 300-499 759 1.210 1.389 1.037 278 136,6 Inhabitants 300-499
íbúar 200-299 99 154 172 126 27 127,1 Inhabitants 200-299
íbúar 100-199 125 306 413 369 244 295,4 Inhabitants 100-199
íbúar 50-99 3 9 27 12 9 413,8 Inhabitants 50-99
fbúar 49 eða færri 75 120 112 100 25 132,8 Inhabitants 49 or less
Keflavíkurflugvöllur 28 - Keflavík Airport