Fréttablaðið - 11.10.2019, Page 8
Að mínu mati er
ábyrgð bankans
mikil. Eftirlitsmaður þeirra
kvittaði upp á framvindu
verksins og síðan var lánað
út í samræmi við það.
Sturla Sighvatsson, fyrrverandi
framkvæmdarstjóri Heimavalla, var
í forsvari fyrir verkið
Ekki hafa veiðst færri
laxar á stöng frá árinu 2000.
VIÐSKIPTI Í Gerplustræti 2-4 eru
32 íbúðir í tveimur stigagöngum.
Íbúðirnar voru auglýstar til sölu
í byrjun árs 2018 og átti af hend-
ingartími að vera í apríl sama ár.
Sú afhending hefur dregist í rúma
18 mánuði. Fyrirtækið sem byggði
húsið heitir Gerplustræti 2-4 ehf. og
er í eigu fjölmargra aðila í gegnum
fyrirtækið Burð Invest.
Stærsti eigandinn er Orri Guð-
mundsson lögmaður með 49 pró-
senta hlut en síðan er hópur fjár-
festa með minni hluti. Þar á meðal
knattspyrnukapparnir Arnar og
Bjarki Gunnlaugssynir og Gylfi
Einarsson. Þá á fjölmiðlamaðurinn
Ásgeir Kolbeinsson einnig hlut í
fyrirtækinu. Ásgeir tók nýlega sæti
í stjórn þess en hann er sem stendur
eini stjórnar maðurinn.
„Þetta verkefni var komið í
veruleg vandræði og því var skipt
um aðila í brúnni til þess að bjarga
því sem bjargað varð,“ segir Ásgeir.
Hann segist ánægður með að verk-
efnið sé þó að klárast miðað við
stöðuna sem upp var komin en
harmar það tjón sem orðið hefur.
„Það hafa margir orðið fyrir tjóni,
einstaklingar, fjárfestar og lánar-
drottnar, og það er auðvitað mjög
leiðinlegt. Við leggjum allt kapp á
að klára verkefnið sómasamlega og
lágmarka tjónið fyrir alla hlutað-
eigandi,“ segir Ásgeir.
Stærstu lánardrottnar verkefnis-
ins eru Arion banki með rúmlega
680 milljóna króna lán á 1. veðrétti
eignarinnar, Arctic Capital með
150 milljóna króna lán á 2. veð-
rétti og félagið Leiguafl slhf. sem er
í eigu Kristrúnar S. Þorsteinsdóttur,
eiginkonu Sigurjóns Þ. Árnasonar,
fyrrverandi bankastjóra Lands-
bankans. Ólíklegt verður að teljast
að síðari veðhafar fái kröfur sínar
greiddar að fullu.
Sá sem var í forsvari fyrir verk-
efnið var athafnamaðurinn Sturla
Sighvatsson, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Heimavalla, sem sat
í stjórn Burðar Invest ásamt bróður
sínum, Kára Sighvatssyni. Sturla
segir að verkefnið hafi farið í upp-
nám þegar verktakafyrirtækið sem
stóð að uppbyggingunni hafi orðið
gjaldþrota. Þá segir hann að ábyrgð
Arion banka sé mikil því lánað hafi
verið til verksins í takt við fram-
vindu sem reyndist vera skemur á
veg komin en verktakinn gaf upp.
„Þegar styttist í verklok boðaði
verktakinn til fundar og sagðist
þurfa að hækka verðið. Það setti allt
verkefnið eðlilega í uppnám enda
vorum við búnir að festa söluverð
íbúðanna,“ segir Sturla.
Að endingu varð verktakinn
gjaldþrota. Þá hafi komið í ljós að
verkefnið var skemur á veg komið
en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Að
mínu mati er ábyrgð bankans
mikil. Eftirlitsmaður þeirra kvitt-
aði upp á framvindu verksins og
síðan var lánað út í samræmi við
það,“ segir Sturla sem þó efast um
að hægt verði að sækja bankann til
saka vegna þessa. „Slíkt hefur verið
reynt í sambærilegum málum en
ekki gengið,“ segir hann.
Þó að bygging fjölbýlishússins sé
að klárast er ljóst að mikið verk er
fyrir höndum í að sætta deiluaðila.
„Við höfum lent í miklum kostn-
aði og vandræðum vegna þessara
vanefnda. Það er sárt að borga
fasteignagjöld fyrir eign sem er
óíbúðarhæf,“ segir Sveinn Fannar
Brynjarsson, einn þeirra sem
keyptu íbúð í húsinu.
Hann segist ætla að leita rétt-
ar síns með aðstoð lögfræðings og
hann telur að það sama gildi um
flesta aðra kaupendur íbúða í hús-
inu. „Það var erfitt að fá skýr svör
frá Sturlu og maður gat ekki treyst
þeim svörum sem bárust,“ segir
Sveinn.
Þá herma heimildir Fréttablaðs-
ins að aðrir hluthafar íhugi mál-
sókn gegn Sturlu vegna verkefnis-
ins. Hann hafi lofað þeim gulli og
grænum skógum en þeir setið uppi
með dúfnaskít.
bjornth@frettabladid.is
Íbúar flytja inn í Gerplustræti
einu og hálfu ári á eftir áætlun
BÍLAÚTSALA
Allir okkar útsölubílar eru bílaleigubílar frá Procar bílaleigu.
Léttskoðun ásamt útleiguvottorði fylgir öllum bílum.
Þetta er aðeins brot af þeim útsölubílum sem eru í boði.
Kíktu í kaffi.
AKRALIND 3
S: 4162120
Opið virka daga
kl. 10:00 – 19:00
Opið laugadaga
og sunnudaga
kl. 12:00 – 16:00
Verkið er loks að klárast og kaupendur geta flutt inn, átján mánuðum of seint. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Fólk sem keypti íbúðir í
Gerplustræti 2-4 í byrj-
un árs 2018 getur loks
flutt inn á næstunni.
Afhenda átti í apríl í
fyrra. Röð óheppilegra
atvika hefur valdið
verulegum töfum. Að
verkinu kemur fjöl-
breyttur hópur hlut-
hafa og lánardrottna,
þar á meðal fyrrverandi
bankastjóri, fyrrver-
andi atvinnumaður í
knattspyrnu og þekkt-
ur fjölmiðlamaður.
Sturla
Sighvatsson.
EFNAHAGSMÁL Alþýðusamband
Íslands leggst gegn fyrirhuguðu
frumvarpi Bjarna Benediktssonar
fjármálaráðherra um þrepaskipt-
ingu og lækkun erfðafjárskatts.
BSRB hefur einnig lagst gegn frum-
varpinu.
Í umsögn um frumvarpið segir
Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ, að
sambandið telji erfðafjárskatt skil-
virka og réttláta leið til tekjuöflunar
ríkissjóðs. En samkvæmt frum-
varpinu yrði ríkissjóður af tveimur
milljörðum árlega. Einnig að hann
vinni gegn ójöfnuði og óæskilegri
auðsöfnun á milli kynslóða.
„Þá áréttar ASÍ afstöðu sína um
að þegar hafi verið of hart gengið
fram í að rýra tekjustofna ríkisins
og rekstur ríkissjóðs er samkvæmt
fyrirliggjandi frumvarpi til fjár-
laga í járnum á komandi ári,“ segir
Henný. – khg
ASÍ leggst
gegn lækkun
erfðafjárskatts
Henný Hinz,
hagfræðingur
ASÍ.
LAXVEIÐI Fjöldi laxa sem veiddist
á stöng í sumar var sá minnsti frá
árinu 2000 og sjöundi minnsti frá
1974. Þetta sýna bráðabirgðatölur
sem Hafrannsóknastofnun birti í
gær.
Alls voru veiddir um 28.800
laxar og var samdrátturinn mestur
á vestanverðu landinu. Á síðasta
ári veiddust til samanburðar um
45.300 laxar. Tekið skal fram að í
einhverjum ám mun veiði standa til
loka október. Þar er um að ræða ár
þar sem uppistaðan er lax úr slepp-
ingum gönguseiða.
Ef veiði í haf beitarám er undan-
skilin og leiðrétt er fyrir áhrifum
„veiða og sleppa“ voru veiddir tæp-
lega 20 þúsund laxar. Miðað við
sömu forsendur þeir ekki verið
færri frá því að skráningar hófust
árið 1974. – sar
Gríðarlegur
samdráttur í
laxveiðinni í ár
1 1 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
1
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:3
9
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
0
0
-6
C
2
0
2
4
0
0
-6
A
E
4
2
4
0
0
-6
9
A
8
2
4
0
0
-6
8
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
5
6
s
_
1
0
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K