Fréttablaðið - 11.10.2019, Side 12
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FRAMKVÆMDASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is,
MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Hörður
Ægisson
hordur@frettabladid.is
Á sama tíma
og og
almenni
vinnu-
markaður-
inn er að
grípa til
sársauka-
fullra
aðgerða eru
opinberir
starfsmenn
staddir í
sínum
hliðarveru-
leika.
Að mínum
dómi hefur
verið gengið
of langt í því
að skerða
nám í
þessum
fögum.
Á þessu hausti eru 100 ár liðin frá stofnun stærð-fræðideildar í Menntaskólanum í Reykjavík. Af þessu tilefni var nýverið haldið skemmtilegt
málþing um notkun stærðfræði og mikilvægi góðrar
stærðfræðikennslu á Sal MR.
Stærðfræði er nauðsynlegur grunnur að tæknilegri
nýsköpun á mörgum sviðum. Það er engin tilviljun
að frumkvöðlar í stafni tæknilegrar nýsköpunar og
atvinnuþróunar á ótal sviðum skuli koma úr hópi
tæknimenntaðs fólks með góðan stærðfræðigrunn.
Flest þau fyrirtæki sem við Íslendingar erum hvað
stoltastir af byggja á góðri stærðfræði- og raungreina-
þekkingu.
Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, flutti skemmtilegt
erindi á málþinginu þar sem hann sýndi að stærð-
fræði er undirstaða gervigreindar og djúpnáms tölva,
sem fjórða iðnbyltingin byggir á. Hún er nú hafin með
tölvu- og reiknistuddri þjónustu af ýmsu tagi, m.a. full-
sjálfvirkri framleiðslu, sjálfstýrðum skipum og bílum.
Stærðfræði er stoð undir þessu öllu.
Nú hefur framhaldsskólanámi á Íslandi verið breytt
verulega og það hefur m.a. verið á kostnað stærðfræði-
og eðlisfræðikennslu sem hefur verið meiri í MR en
sumum öðrum framhaldsskólum. Að mínum dómi
hefur verið gengið of langt í því að skerða nám í þessum
fögum. Sérkenni MR og annarra framhaldsskóla sem
lagt hafa áherslu á raungreinanám hafa verið rýrð. Þetta
hefur minnkað tækifæri þeirra mörgu metnaðarfullu
nemenda sem hafa sett markið hátt í lífinu og vilja
standast alþjóðlega samkeppni.
Góður stærðfræðigrunnur frá framhaldsskóla er eins
og lykill sem opnar nemendum leið inn í „raungreina-
rýmið“. Slíkur grunnur auðveldar fólki nám, m.a. í verk-
fræði og hvers kyns raunvísindum en það eru einmitt
þau svið sem eru undirstöður tæknilegrar nýsköpunar.
Miklu skiptir að stjórnvöld standi vörð um metnaðar-
fullt stærðfræðinám því það er forsenda þess að Íslend-
ingar geti nýtt sér 4. iðnbyltinguna. Við þurfum að snúa
af þeirri óheillavegferð sem stjórnvöld hafa, vonandi
ómeðvitað, markað með því að takmarka verulega það
nám sem í boði er í stærðfræði og raungreinum.
Stærðfræðin opnar dyr
Svana Helen
Björnsdóttir
framkvæmda-
stjóri hjá
Klöppum
grænum
lausnum hf.
og formaður
Verkfræðinga-
félags Íslands
Járn & Gler hf. - Skútuvogur 1h.
Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík
S: 58 58 900. www.jarngler.is
50% Afsláttur af
myndlistarvörum
Olíulitir, vatnslitir, akrýlitir,
penslar, spaðar, pappír
o.fl o.fl. o.fl.
ÚTSALA - ÚTSALA
Opið 8 - 16
Lagt að jöfnu
Hressar umræður urðu á þingi
í gær um nýjar höfuðstöðvar
ríkisbanka. Margrét Tryggva-
dóttir, þingmaður Samfylkingar-
innar, spurði Bjarna Benedikts-
son hvort hann ætlaði ekki að
gera neitt í því að ríkisbankinn
ætlaði að reisa höfuðstöðvar á
dýrasta stað landsins en ekki á
Raufarhöfn. Það skyti skökku
þar sem aðrir vinnustaðir
ríkisins glímdu við manneklu
og hor. Bjarni benti á að hann
væri bundinn lögum um að mega
ekki gera neitt í neinu. Eru allar
ákvarðanir í höndum einhverra
sem myndu aldrei leggja fjár-
málaþjónustu að jöfnu við heil-
brigðisþjónustu eða löggæslu.
Katrín notar bannorð
Katrín Jakobsdóttir hljóp illilega
á sig þegar hún flutti opnunar-
ræðu á Arctic Circle í gær. Varð
grátur, gnístran tanna og almenn
eymd á ráðstefnunni. Hvernig
gat þetta gerst? Frá svona víð-
sýnni og frambærilegri stjórn-
málakonu? Hún vék orðum
sínum að fylgjendum Gretu
Thunberg og sagði: „Við ættum
að hlusta af athygli á unga fólkið
sem skrópar í skólann til að
mótmæla fyrir loftslagið.“ Já, þið
lásuð rétt. Hún sagði skrópar!
Rétta orðið er að sjálfsögðu
skólaforðun, stórhættulegt heil-
kenni. Þetta á Katrín að vita og
vonandi var þetta einsdæmi.
arib@frettabladid.is
kristinnhaukur@frettabladid.is
Rekstrarumhvefi fyrirtækja hefur ekki verið jafn krefjandi og nú í langan tíma. Það birtist okkur í auknum launakostnaði, hratt vaxandi atvinnuleysi, miklum samdrætti í nýjum útlánum til fyrirtækja á milli ára og kólnandi
byggingargeira. Við þessar aðstæður er viðbúið að fjár-
festing í atvinnulífinu dragist verulega saman. Verð-
lækkanir á hlutabréfamarkaði eru hugsanlega viðvör-
unarbjöllur um það sem koma skal. Seðlabankinn hefur
brugðist við með því að lækka vexti í fjórgang – saman-
lagt um eitt prósentustig – frá því í vor. Það er ekki nóg.
Vaxtalækkanir hafa ekki skilað sér til fyrirtækja heldur
eru þau í mörgum tilfellum að sjá hækkandi vaxtaálag í
bankakerfinu. Veturinn verður tími hagræðingar, sem
mun einkum felast í uppsögnum, og sameiningum fyrir-
tækja í atvinnugreinum á borð við ferðaþjónustu.
Staðan er um margt fordæmalaus. Óumdeilt er að
þjóðarbúið hefur aldrei staðið á styrkari stoðum, meðal
annars þegar litið er til 840 milljarða gjaldeyrisforða
Seðlabankans, lítillar skuldsetningar ríkisins, viðvarandi
viðskiptaafgangs og jákvæðrar eignastöðu við útlönd, en
það eru samt blikur á lofti. Hættan er sú að óvissa og stig-
vaxandi svartsýni heimila muni smitast í einkaneysluna,
helsta drifkraft hagvaxtar, fasteignamarkaðinn og fjár-
festingaráform fyrirtækja. Slíkur spírall, sem við sjáum
vísbendingar um að sé þegar hafinn, veldur því að allir
rifa seglin á sama tíma. Nýta þarf betur tæki og tól pen-
ingastefnunnar til að afstýra slíkri atburðarás, einkum
nú þegar verðbólguvæntingar fara lækkandi, með skýrari
skilaboðum um vaxtalækkunarferlið í stað þess að bíða
og sjá til. Nýr seðlabankastjóri nýtti því miður ekki það
tækifæri á síðasta vaxtaákvörðunarfundi bankans.
Á meðan almenni vinnumarkaðurinn er að grípa til
sársaukafullra aðgerða eru opinberir starfsmenn staddir
í sínum hliðarveruleika. Stéttarfélög þeirra álíta að þau
geti sótt sér meiri kjarabætur en um var samið í Lífskjara-
samningunum fyrr á árinu. Það er ekki í boði að eftirláta
opinberum starfsmönnum, sem eru með hæstu heildar-
laun á Norðurlöndum, að leiða launaþróun á vinnumark-
aði. Ríkið hefur hlutverki að gegna við að sporna gegn
niðursveiflunni, sem ætti að felast í auknum innviðafjár-
festingum og lækkun skatta á heimili og fyrirtæki, en það
verður ekki gert með því að standa undir enn meiri rekstr-
arútgjöldum til handa opinberum stofnunum. Frá alda-
mótum hefur ríkisstarfsmönnum fjölgað um 55 prósent
á meðan fjölgunin á almennum vinnumarkaði nemur 18
prósentum. Þá eru skattar á Íslandi einir þeir hæstu innan
OECD og útgjaldaþensla ríkisins er stjórnlaus.
Það gætir vaxandi óþreyju með þessa þróun. Stærsti
flokkur landsins, sem mælist nú með minna en 20 pró-
senta fylgi, hefur löngum talið sér það til tekna að vera
málsvari einkaframtaks og minni ríkisumsvifa. Ekki fer
þó mikið fyrir þeim áherslum, hvorki í orði né á borði, og
sú staðreynd að fylgið er í botni þarf því ekki að koma á
óvart. Áætlað er að útgjöld ríkissjóðs verði yfir þúsund
milljarðar á næsta ári og hafa þau aukist um nærri 300
milljarða á einum áratug. Í stað þess að aukin útgjöld
séu sjálfkrafa talin besti mælikvarðinn á árangur og
þjónustu opinberra stofnana þarf ríkið að koma á skýrari
mælikvörðum hvað skattgreiðendur eru að fá fyrir pen-
inginn. Verði ekki snúið af þessari braut stefnir í óefni.
Báknið kjurrt
1 1 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
1
1
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:3
9
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
0
0
-5
3
7
0
2
4
0
0
-5
2
3
4
2
4
0
0
-5
0
F
8
2
4
0
0
-4
F
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
5
6
s
_
1
0
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K