Fréttablaðið - 11.10.2019, Page 17

Fréttablaðið - 11.10.2019, Page 17
KYNNINGARBLAÐ Framhald á síðu 2 ➛ Helgin F Ö ST U D A G U R 11 . O K TÓ BE R 20 19 Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Elskuð mest í heimi Kristín Eva Geirsdóttir er konan sem Sverrir Bergmann syngur fyrir alþjóð að hann elski mest í heimi. Hann uppskar ást hennar eftir vinarbeiðni á Facebook. Kristín Eva Geirsdóttir er lögfræðingur á Útlendingastofnun með sérhæfingu í flug- og geimrétti. Hún á von á sér í febrúar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ég náði nú að halda andlitinu þegar ég heyrði lagið komið í sinn endanlega búning og bara brosti, knúsaði hann og kyssti mikið en ég viðurkenni að hafa tárfellt þegar ég sá myndbandið við lagið. Þá var ég nýkomin heim þreytt eftir vinnudaginn og fannst hversdagsleikinn allsráðandi en heima beið mín myndbandið og hversdagsleikinn breyttist í ævin- týri,“ segir Kristín Eva Geirsdóttir, spurð hvernig henni hafi orðið við þegar hennar heittelskaði, söngvarinn Sverrir Bergmann, f lutti fyrir hana ástaróðinn „Þig ég elska“ sem hann orti af heitri ást til Kristínar og heyrist nú oft á öldum ljósvakans. „Sverrir hafði sungið til mín í svolítið langan tíma og ég hlustað með stjörnur í augum. Ég fylgdist því með frá upphafi þegar hann byrjaði að glamra „Þig ég elska“ á gítarinn og lagið varð alltaf æ fegurra. Ég var auðvitað dolfallin en myndbandið gerði útslagið og meira að segja pabba vöknaði um augun þegar hann horfði á það í fyrsta sinn. Það er svo ótrúlega fallegt og skemmtilegt og lýsir mér eins og ég er; elskandi tabaskó- sósu út á allt sem Sverrir teiknaði sjálfur eins og allt annað í mynd- bandinu,“ segir Kristín, ástfangin upp fyrir haus og elskuð mest í heimi. Bjargvættur á bílaþvottastöð Kristín er lögfræðingur að mennt og var nýflutt heim frá Hollandi þar sem hún hafði lokið sér- hæfingu í f lug- og geimrétti við háskólann í Leiden þegar ástin bankaði svo óvænt upp á eitt mánudagskvöld í febrúar í fyrra. „Þá sendi Sverrir mér vinar- beiðni á Facebook og ég svara með undrun: „Ég veit ekki hvort minnið sé að leika mig grátt en þekkjumst við?“ Hann svaraði um hæl: „Neibb, við þekkjumst ekki neitt. Minnið þitt er í toppstandi.“ Mér fannst það bæði fyndið og krútt- legt og Sverrir reyndist einstaklega skemmtilegur að tala við. Hann var þá í Þýskalandi hjá vini en kom heim á fimmtudeginum í sömu viku og við ákváðum að hittast og fórum á rúntinn eins og sautján ára unglingar,“ rifjar Kristín upp og hlær. „Á laugardeginum fór ég svo að þrífa bílinn á bílaþvottastöð þar sem hann varð rafmagnslaus í miðri stöðinni en þá kom Sverrir og bjargaði mér úr klípunni. Síðan hef ég verið með honum á hverjum einasta degi enda féll ég kylliflöt fyrir honum.“ Kristín hafði lítið fylgst með tónlistarsenunni heima þau fjögur ár sem hún bjó í útlöndum en vissi sem var að Sverrir hafði sungið Sölustaðir: apótek, heilsubúðir og heilsuhillur verslana. AUKIN ORKA SKARPARI HUGSUN 1 1 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 0 0 -4 9 9 0 2 4 0 0 -4 8 5 4 2 4 0 0 -4 7 1 8 2 4 0 0 -4 5 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 1 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.