Fréttablaðið - 11.10.2019, Síða 24

Fréttablaðið - 11.10.2019, Síða 24
Mörgum finnst frábært að fá pen- ingagjöf eða matarkörfu enda kosta jólin mikið. Samkvæmt könnun eyða Norðmenn í kringum 150 þúsund krónum í mat og gjafir í desember. Hjá Lín Design er mikið úrval af glæsilegum, vistvænum vörum. Falleg hönnun er í fyrirrúmi hjá versluninni og gjafavara er alltaf að aukast. Lín Design býður ekki einungis upp á rúmföt úr hágæða Pima bómull, vistvænar dúnsængur og -kodda, heldur einnig glæsileg útsaumuð handklæði, dúka og svuntur. Hið nýjasta í vörulínu Lín Design eru íslensk ullarteppi framleidd úr íslenskri ull á Hvammstanga. Hægt er að nota teppin bæði sem yfirbreiðslu við sjónvarpið eða sem rúmteppi. Teppin eru prýdd fallegu íslensku mynstri og koma í þremur litum. Að sögn Ágústu Gísladóttur, sem er annar eigandi Lín Design, hafa fyrirtæki í vaxandi mæli valið nytsamar gjafir í jólapakka starfs- manna eða viðskiptavina. „Rúm- fötin eru alltaf vinsæl gjafavara,“ segir hún. „Hjá Lín Design erum við með sérhönnuð falleg gjafabréf sem hentar mörgum því þá getur fólk komið í verslunina og valið sér gjöf að eigin smekk. Við getum sér- hannað gjafapakkningar eftir ósk stærri fyrirtækja og þá fylgir hlýleg kveðja til starfsmannsins,“ bendir Ágústa á og bætir við að innblástur í hönnun hjá Lín Design sé íslensk náttúra og gömul, íslensk mynstur. „Allar pakkningar eru vistvænar og ekki er notað plast. „Við erum með auk rúmfatnaðar, handklæða og annarrar heimilisvöru glæsi- lega franska gjafavöru sem nefnast COTE TABLE. Í þeirri línu eru glös, diskar og skrautmunir til að gera heimilið enn fallegra,“ segir hún. „Við erum stolt af miklu úrvali af vandaðri og glæsilegri gjafavöru. Í versluninni er boðið upp á per- sónulega þjónustu og starfsfólkið er reiðubúið að aðstoða við val á vöru. Löng reynsla okkar í hönnun og framleiðslu á vistvænum rúmfatn- aði þar sem eingöngu er notuð sér- valin Pima bómull gefur fólki kost á góðum svefni og að því líði vel. Val á rúmfatnaði skiptir nefnilega mjög miklu máli,“ segir Ágústa. Verslunin Lín Design er á Smára­ torgi í Kópavogi og síminn er 533 2220, Kringlunni og á Glerártorgi á Akureyri. Skoða má vörur og kaupa í netversluninni lindesign.is og eru þær sendar um allt land. Fylgist með á Facebook.com/lindesign­ iceland Gjöf sem veitir hlýju og gleði Gjafabréfin frá Lín Design hafa gert mikla lukku hjá starfsmönnum fyrirtækja um jólin enda margt fallegt. Falleg gjafabréf frá Lín Design sem eru í umhverfisvænum umbúðum.. Hjá Lín Design erum við með sérhönnuð falleg gjafa- bréf sem hentar mörgum því þá getur fólk komið í verslunina og valið sér gjöf að eigin smekk. Ágústa Gísladóttir Það hefur tíðkast í Noregi eins og hér á landi að vinnuveit-endur færi starfsmönnum sínum glaðning fyrir jólin. Undanfarin ár hefur komið upp sú umræða að þeirri upphæð sem varið er til jólagjafa yrði betur komið í einhvers konar hjálpar- starfi. Einn af hverjum þremur var jákvæður fyrir því að jólagjöfin færi í góðan málstað en var samt á því að hún ætti þá að fara í hjálpar- starf í nágrenninu, ekki utanlands. Flestir vilja þó fá sína jólagjöf og líta á það sem viðurkenningu fyrir gott starf á árinu. Þau fyrirtæki sem hafa ákveðið að nota peninginn sem átti að fara í jólagjafir í góðgerðarstarf telja sig með því vera að sýna sam- félagslega ábyrgð. Greitt er fyrir menntun barna í þróunarlöndum eða settur peningur í tiltekin verk- efni. Aðrir nota upphæðina til að styðja við innlend hjálparsamtök. Í desember 2016 var gerð könnun meðal 1.005 Norðmanna hjá TNS Gallup um viðhorf til jólagjafa frá vinnuveitendum. Þátttakendur voru á aldrinum 18-68 ára og bjuggu víðs vegar um landið, höfðu mismunandi menntun og heimilistekjur. Sams konar könnun var gerð 2014 en þá Líta á jólagjöfina sem umbun Samkvæmt könnun sem gerð var í Noregi vilja flestir frekar fá jólagjöf frá vinnuveitanda sínum heldur en að hún fari til hjálparstarfa. Starfsmönnum þykir notalegt að fá góða jólagjöf. Starfsmönnum finnst alltaf spennandi að vita hvað kemur upp úr jólapakkanum. NORDICPHOTOS/GETTY svöruðu 60% þátttakenda að þau væru ánægð með að fá jólagjafir frá vinnuveitendum. Árið 2016 voru það 55%. Einungis 6% töldu að það ætti að sleppa jólagjöfum alfarið en voru 8% árið 2014. Hin dæmigerða manneskja sem vill að jólagjöfin fari til góðgerðar- mála er vel menntuð kona. Eldra fólk var frekar á þessari skoðun líka en yngra fólk vildi fá sína jóla- gjöf. Mörgum finnst frábært að fá peningagjöf eða matarkörfu enda kosta jólin mikið. Samkvæmt könnun eyða Norðmenn í kring- um 150 þúsund krónum í mat og gjafir í desember. Í könnuninni sem gerð var í fyrra sögðust 56% vilja draga úr gjafakaupum. Sjö af hverjum tíu sögðust aldrei hafa keypt notaðar vörur til jólagjafa. Margir voru þó jákvæðir fyrir því að endurnýta hluti. Mikið hefur verið rætt um umhverfismál og sóun. Með því að endurnýta hluti er hægt að gefa persónulega gjöf. Að auki væri það gott fyrir sam- félagið og budduna. Askalind 4 · 201 Kópavogur · Sími 552 8400 Glæsilegar starfsmannagjafir Við pökkum inn og komum gjöfinni til þín Við getum ekki komið í veg fyrir að þú breytist í foreldra þína ... En við getum tryggt að þú vitir hvað er að frétta! 6 KYNNINGARBLAÐ 1 1 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RFYRIRTÆKJAGJAFIR 1 1 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 0 -7 1 1 0 2 4 0 0 -6 F D 4 2 4 0 0 -6 E 9 8 2 4 0 0 -6 D 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 1 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.