Fréttablaðið - 16.10.2019, Side 8
Utanríkisráðherra
Tyrklands birti grein á
frettabladid.is í gær þar sem
hann rakti ástæður Tyrkja
fyrir innrásinni í Sýrland.
Best fyrir...?
Morgunverðarfundur EAPN á Íslandi um fátækt og matarsóun
17. október á Grand hóteli frá kl. 8:30-10:30
Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt efnir EAPN til morgunverðarfundar um fátækt
og matarsóun og verður m.a. leitast við að svara eftirfarandi spurningum:
Er nýting afgangsmatar sóknarfæri í valdeflingu þeirra sem búa við fátækt?
Getum við nýtt mat sem gengur af á annan hátt en að gefa hann sem ölmusu til fátækra?
Hvernig getur nýting á afgangsmat leitt til farsældar fyrir samfélagið í heild sinni?
Frummælendur:
Rakel Garðarsdóttir, aðgerðarsinni og stofnandi samtakanna „Vakandi“.
Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar.
Kristín Ólafsdóttir, fræðslustjóri hjá Hjálparstarfi Kirkjunnar.
Hildur Oddsdóttir, fulltrúi frá Pepp Ísland.
Ásta Þórdís Skjalddal, samhæfingarstjóri Pepp Ísland, opnar fundinn með ávarpi
fundarstjóri er Sigfús Kristjánsson.
Borðumræður að afloknum erindum.
Komdu og taktu þátt!
Fundargjald er 3000 kr. (morgunverður innifalinn) en hægt er að fá undanþágu frá greiðslu
með því að haka við möguleikann „sæki um styrk fyrir greiðslu” á skráningarsíðunni.
Skráningarupplýsingar er að finna á eapn.is og á Facebook síðum EAPN á Íslandi
og Pepp Ísland, samtaka fólks í fátækt.
Fundurinn er haldinn í samstarfi
við Velferðarvaktina.
BRETLAND Michel Barnier, aðal-
samningamaður Evrópusambands-
ins, gaf Bretum til miðnættis í nótt
til að sætta sig við kröfur Evrópu-
sambandsins um tollalandamæri
á Írlandshafi. Samningaumleitanir
standa yfir en óvíst er hvort samn-
ingur liggi fyrir í vikunni.
Samkvæmt Benn-lögunum svo-
kölluðu þarf Johnson að biðja
Evrópusambandið um frekari
útgöngufrest ef samningur verður
ekki samþykktur fyrir laugardag.
Johnson vill fyrir alla muni koma
í veg fyrir það enda byggði hann
framboð sitt á að klára útgönguna
þann 31. október, sama hvað.
Fyrir helgi virtist vera að rofa til
eftir að Johnson og Leo Varadkar,
forsætisráðherra Írlands, funduðu
í Liverpool. Ekki fékkst upp gefið
hvað hefði breyst en stjórnmála-
skýrendur ytra telja að Johnson
hafi gefið verulega eftir í kröfum
sem settar voru fram skömmu áður í
„lokatilboðinu“. Talið er að Johnson
hafi í grunninn fallist á tollalanda-
mæri á Írlandshafi og þar með
brugðist DUP, f lokki sambands-
sinna á Norður-Írlandi.
Síðan þá hefur hins vegar dregið
úr bjartsýninni og andrúmsloftið í
herbúðum Evrópusambandsins ber
vitni um að meiri tíma þurfi til þess
að vinna að samningi. Ekki megi
f lýta ferlinu of mikið því mikið sé
í húfi, sérstaklega til þess að halda
friðinn á Norður-Írlandi. – khg
Johnson verður
að gefa eftir
Michel Barnier er orðinn þreyttur á
Johnson. NORDICPHOTOS/GETTY
SÝRLAND Mevlut Cavusoglu, utan-
ríkisráðherra Tyrklands, sendi
Fréttablaðinu grein sem birt var á
frettabladid.is í gær. Þar rekur hann
ástæður Tyrklandsstjórnar fyrir
innrásinni í Kúrdahéröð Sýrlands.
„Tyrk land hóf að gerðina til þess
að tryggja þjóðar öryggi sitt með því
að af létta þeirri hættu sem stafaði
af hryðju verka mönnum með fram
landa mæra svæðum landsins. Að-
gerð þessi mun frelsa Sýr lendinga
sem þar búa úr á nauð hryðju verka-
sam taka og upp ræta þá ógn sem
vofir yfir frið helgi yfir ráða svæðis
Sýr lands og stjórn mála legri heild
landsins,“ segir Cavusoglu í grein-
inni.
Hafnar hann því alfarið að inn-
rásinni sé beint gegn Kúrdum sem
slíkum og einnig að hún dragi tenn-
urnar úr baráttunni gegn ISIS. Segir
hann ranga mynd hafa verið dregna
upp af innrásinni.
„Við höfum í trekað lagt fram til-
lögu um að komið verði upp öruggu
svæði, þ.m.t. á vett vangi alls herjar-
þings Sam einuðu þjóðanna. Við
höfum hvatt Banda ríkin til að hætta
að veita hermdar verka mönnum
efnis legan stuðning. En banda ríska
skrif stofu veldið í öryggis málum
gat ekki komið sér til að losa sig
við þann hóp sem þekktur er með
skamm stöfuninni P.Y.D./Y.P.G., þ.e.
Lýð ræðis sam bands flokkur Kúrda/
Verndar sveitir al þýðunnar.“
Líkt og Recep Erdogan forseti
segir Cavusoglu að P.Y.D/Y.P.G. hafi
tengsl við Verkamannaflokk Kúrda,
Segir innrás Tyrkja beint gegn
hryðjuverkamönnum Kúrda
Tyrk land er með
hæstu út gjöld til
mann úðar mála í heiminum
og hýsir flesta flótta menn á
heims vísu.
Mevlut Cavusoglu,
utanríkisráðherra
Tyrklands
sem skilgreindur er sem hryðju-
verkasamtök í Tyrklandi, og smygli
sprengiefnum undir landamærin í
gegnum jarðgöng. Kúrdar, Arabar
og kristnir verði betur settir þegar
Tyrkjaher frelsi þá undan oki sam-
takanna.
Þá segir Cavusoglu að Tyrkir veiti
miklum fjölda flóttamanna athvarf,
þar á meðal 300 þúsund Kúrdum.
„Tyrk land er með hæstu út gjöld
til mann úðar mála í heiminum og
hýsir f lesta f lótta menn á heims-
vísu,“ segir hann. – khg
BANDARÍKIN Donald Trump, 45. for-
seti Bandaríkjanna, hefur nú verið í
embætti í 1.000 daga. Eitt það sem
hefur einkennt forsetatíðina er
notkun hans á samfélagsmiðlinum
Twitter. Þar tístir hann ótt og títt
þannig að fjölmiðlar og kjósendur
geta nánast fylgst með í rauntíma
hvað leiðtoganum er efst í huga.
Varla verður sagt að öll þau skilaboð
séu djúphugsuð og ef til vill ekki í
þeim anda sem menn hefðu vænst
af manni í einu valdamesta embætti
veraldar.
Vefurinn trumptwitterarch-
ive. com heldur saman margvísleg-
um upplýsingum um tíst forsetans
sem gjarnan er beint að óvinum.
234 tíst eru um „aula“, 183 tíst um
„heimskingja“, 156 um „veiklynda“,
115 tíst um „óheiðarlega“, 92 um
„óhæfa“, 91 um „leiðinlega“, 52 um
„hálfvita“ og 45 tíst eru um „trúða“.
„Falsfréttir“ eru Trump mjög ofar-
lega í huga. Í gær hafði hann tíst 602
sinnum um það hugðarefni.
Forsetinn hefur í tístum sínum
gjarnan ráðist að fjölmiðlum sem
hann segir marga hverja flytja fals-
fréttir eða vinna gegn honum. Frá
árinu 2015 hefur hann tíst tæplega
300 sinnum þar sem hann lítilsvirð-
ir fjölmiðla á borð við CNN, New
York Times, Washington Post, Time
Magazine og Wall Street Journal.
Eins og alkunna er hefur Trump í
tístum sínum beint sjónum sínum
í æ ríkari mæli að loftslagsmálum
sem hann segir ítrekað að sé kostn-
aðarsöm blekking, fals, byggjast á
mýtum eða sé hreinlega kjaftæði.
Þetta sé byggt á gölluðum vísindum
og gögnum sem átt hefur verið við.
Þá hefur hann sagt að hlýnun lofts-
lags sé búið til af Kínverjum og fyrir
þá.
Þrátt fyrir að október sé einungis
hálfnaður hafði Trump forseti tíst
510 sinnum þennan mánuðinn (um
miðjan dag í gær) Með því virðist
hann ætla að slá eigin met þennan
mánuðinn. david@frettabladid.is
Trump tístir sem aldrei fyrr
Í dag hefur Donald Trump verið forseti Bandaríkjanna í 1.000 daga. Hann hefur aldrei verið virkari á
Twitter og er að slá eigin met. Auli, hálfviti og trúður eru á meðal algengustu orðanna í búri forsetans.
Ég laða að
mestan mann-
fjölda, og líka
langbestu
niðurstöður
skoðanakann-
ana.
Greindarvísi-
tala mín er ein
sú hæsta – og
þið vitið það
öll!
Ég mun vera
langbestur
í baráttunni við
hryðjuverk.
Ég mun vera
sá forseti sem
skapar mesta
atvinnu í sögu
Bandaríkjanna.
Ég er BESTUR
í uppbyggingu,
skoðið bara
það sem ég hef
byggt.
Margir segja
að ég sé besti
rithöfundur
140 stafabila
í öllum heim-
inum.
800
600
400
200
2017 2018 20192016
✿ Mánaðarlegur fjöldi tísta @realDonaldTrump
Nokkur af tístum forsetans
Okt. 2016 495
Sept. 2019 797
1 6 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
6
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:1
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
0
6
-E
D
4
C
2
4
0
6
-E
C
1
0
2
4
0
6
-E
A
D
4
2
4
0
6
-E
9
9
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
1
5
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K