Fréttablaðið - 16.10.2019, Side 31
„Við viljum því nýta gott aðgengi að fjármálamarkaðnum til að vaxa enn frekar,“ segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood. „Fjármálamarkaðurinn hér skilur sjávarútveg.“ FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Ibérica, gengu í eina sæng og geta nú
einbeitt sér að því að þjónusta við
skiptavini og verða stærsti aðilinn
í sölu á íslensku sjávarfangi á þeim
markaði.
Jafnframt fengu eigendur Ice
landic Ibérica fyrst og fremst greitt
með hlutabréfum í Iceland Seafood.
Fjárhagslegur styrkur jókst því til
muna og þessir aðilar eru kjölfestan
í eignarhaldinu í dag.
Á Írlandi er félagið að fara með
öflugum hætti í ferskar og reyktar
vörur. Við erum stærstir á mark
aðnum á því sviði. Með kaupum á
meirihluta í fyrirtækinu Oceanpath
var fjárfest í aðgangi að markaðnum
og sterkri stöðu. Það býður upp á að
auka skilvirkni með skynsamlegum
fjárfestingum og að sækja enn frek
ar fram á grundvelli styrkleika og
stærðar sem við búum þar yfir.
Þar í landi er stærsti viðskiptavin
ur okkar Musgrave Group, stærsti
smásöluaðili á Írlandi, og því liggja
tækifæri til sóknar í að sækja næst
fram í sölu til hótela og veitinga
staða.
Þessu er raunar öfugt farið hvað
varðar samsetningu viðskiptavina
á Spáni. Þar erum við fyrst og fremst
að selja til 1.300 dreifingaraðila
sem selja áfram til hótela og veit
ingastaða. Þar skapar stærsti við
skiptavinurinn einungis 1,3 pró
sent af veltunni. Á Spáni er mikill
ferðamannastraumur, ferðamenn
til landsins telja um 80 milljónir
en íbúarnir eru 50 milljónir. Þar er
jafnframt mikil hefð fyrir því að
fara út að borða.“
Geta ekki bara selt rjóma
Yfir 90 prósent af hagnaði Iceland
Seafood má rekja til virðisaukandi
starfsemi en einungis 61 prósent af
veltunni. Hefur þú hug á að auka
enn frekar virðisaukandi starfsemi
fyrirtækisins?
„Við erum í þeirri stöðu að
þjónusta útgerðir annars vegar og
viðskiptavini úti á mörkuðunum
hins vegar. Við höfum ákveðnum
skyldum að gegna í að bjóða upp á
heildarlausnir fyrir viðskiptavini
okkar. Fyrir útgerðir er ekki nóg að
selja einungis þorskhnakka, það
þarf einnig að selja miðstykkið,
þunnildið og sporð fisksins. Þetta
gengur því út á einhvers konar
bestun fyrir báða aðila.
Það má líkja þessu við rekstur
mjólkurbús, það er ekki hægt að
selja einungis rjóma, það þarf einn
ig að koma undanrennu í verð. Við
þurfum því að finna gott jafnvægi
hvað þetta varðar. Við munum
áfram miðla sjávarfangi en fjárfest
ingar fyrirtækisins verða einkum í
virðisaukandi starfsemi sem skapa
mun bróðurpartinn af hagnaðinum
af starfseminni.“
Hvað hefur komið mest á óvart frá
því að þú hófst störf í sjávarútvegi?
„Það er spurning hvort segja
mætti að það komi á óvart en ég er
fullur aðdáunar á aðlögunarhæfni
íslensks sjávarútvegs.
Ég upplifi að margir hafi rang
hugmyndir um með hvaða hætti er
staðið að alþjóðlegri markaðssetn
ingu og sölu á íslensku sjávarfangi.
Þeir telja að verkefnið sé auðvelt
viðureignar og það sem gert hafi
verið undanfarna áratugi sé ekki af
miklum gæðum. Það er alrangt.
Það hefur verið unnið öflugt starf
sem er í eðli sínu flókið. Það er við
festir. Þá er ég ekki að vísa til efnis-
legra gæða heldur að þú gast ráðið
tíma þínum betur en margir.
„Þetta kom til af því að Helgi
Anton Eiríksson forstjóri óskaði
eftir því að hætta. Í kjölfarið var
ég beðinn um að taka við keflinu,“
segir Bjarni. Hann sat þá í stjórn
Iceland Seafood í krafti þess að
hann var næststærsti hluthaf i
fyrirtækisins eftir samrunann við
Icelandic Ibérica.
„Það er alveg rétt, ég þurfti ekki
að taka við starfinu peninganna
vegna, svo það sé sagt hreint út, en
þetta er spurning um í hvað maður
vill setja tímann sinn. Þetta var ekki
planið hjá mér – en æxlaðist svona –
eins og margt annað sem hefur gerst
í mínu lífi.
Ég hef unnið að uppbyggingu
fyrirtækja með stjórnendum þeirra
um margra ára skeið. Mér þykir
of boðslega spennandi að vinna að
verðmætasköpun á íslensku sjávar
fangi og skapa fullvinnslueiningar á
alþjóðlegum mörkuðum.
Sjávarútvegur er í samþjöppun.
Það er ljóst að rekstrareiningar
munu stækka og að öllum líkindum
fækka. Það er að hluta til vegna þess
að smásöluaðilum fer fækkandi
vegna samþjöppunar og vegna þess
að hið sama er upp á teningnum hjá
útgerðum. Það rekstrarumhverfi
kallar á að vera keyptur eða kaupa
aðra.
Íslendingum hefur tekist vel upp
í tilviki fyrirtækja eins og Marels og
Össurar að nýta fjármálamarkað
inn til vaxtar. Fjármálamarkaður
inn hér skilur sjávarútveg sem er
alþjóðlega samkeppnisfær atvinnu
grein. Það hjálpar okkur að vaxa og
styrkja stöðu okkar alþjóðlega. Við
viljum því nýta gott aðgengi að fjár
málamarkaðnum til að vaxa enn
frekar.
Það var reyndar nokkuð sérstakt
að þegar starfstækifærið kom upp
hafði ég löngu áður ákveðið að
ganga á Everest um svipað leyti og
ég var ekki reiðubúinn að fórna því.
En ég var eindregið hvattur til að
taka þetta að mér og að tíminn sem
færi í að fara á Everest væri f ljótur
að líða, sem var raunin.“
50 nætur í tjaldi í Nepal
Var það ekki þannig að þú réðst þig
til starfa og fórst beint í frí?
„Jú, það var einmitt þannig. Ég fór
í launalaust leyfi í rúma tvo mánuði.
Ég gisti 5060 nætur í tjaldi í Nepal.“
Þýðir þetta að þú munir leggja
minni áherslu á eigin fjárfestingar
á næstu misserum?
„Já, það felur það í sér. Ég er fyrst
og fremst að einbeita mér að rekstri
Iceland Seafood.“
Sjávarsýn, f jár festingar félag
Bjarna, á Gasfélagið sem er helsti
innflytjandi á f ljótandi gasi og gas
hylkjum til landsins og á meirihluta
í Ísmar og Tandra sem framleiðir og
dreifir hreinlætisvörum. Það á 40
prósenta hlut í S4Ssamstæðunni
sem rekur meðal annars Ellingsen,
Steinar Waage og Nikeverslunina
Air.is.
Bjarni er sömuleiðis hluthafi í
f lutningafyrirtækinu Cargow sem
lét nýlega smíða fjögur 12.000 tonna
f lutningaskip. Næsta áratuginn
munu skipin f lytja að minnsta
kosti tíu milljónir tonna af áli og
aðföngum fyrir álver Alcoa í Noregi
og á Íslandi.
Hver var hugmyndafræðin við
það að fjárfesta í Icelandic Ibérica
í lok árs 2016?
„Hjörleifur Ásgeirsson, fram
kvæmdastjóri fyrirtækisins, og
útgerðirnar FISKSeafood, Jakob
Valgeir og Nesfiskur, auk mín,
keyptu félagið af Framtakssjóði
Íslands. Hugmyndin var fyrst og
fremst að ef la sölustarfsemina í
SuðurEvrópu til hagsbóta fyrir
fyrrnefndar útgerðir og aðra birgja
félagsins sem höfðu selt Icelandic
Ibérica fisk. Það gekk afar vel.
Við bættum jafnframt argent
ínurækju við framboðið okkar og
náðum góðum tökum á landvinnslu
í Argentínu. Vorið 2018 veittum
við því athygli að Mark Holyoake,
sem hafði verið meirihlutaeigandi
Iceland Seafood, seldi hluta af eign
sinni í fyrirtækinu og var ekki leng
ur í meirihluta. Þá vaknaði sú hug
mynd hvort það væri ekki rökrétt
að sameina þessa keppinauta enda
var meginhugmyndafræði Iceland
Seafood að vaxa með kaupum á
fyrirtækjum í fullvinnslu og nálægt
mörkuðum.“
Spilunum ekki haldið of þétt
Fram hefur komið í fjölmiðlum að
ávöxtun ykkar hafi verið afar góð.
Virði fyrirtækisins fjórfaldaðist á
einu og hálfu ári?
„Já, verkefnið gekk afar vel.
Þrennt kom til: okkur tókst að draga
úr kostnaði, fjárfestingin í Arg
entínu lukkaðist og náið samstarf
á milli útgerða og fullvinnsluaðila
skilaði sér í auknum verðmætum.
Þessir aðilar töluðu meira saman,
hvort sem það laut að vöruþróun,
framleiðslustýringu eða birgða
haldi. Reksturinn verður auðveld
ari þegar spilunum er ekki haldið
of þétt upp að brjóstinu heldur er
upplýsingum deilt og unnið náið
saman. Það var lykill að því hve vel
gekk.
Það er mikilvægt fyrir útgerðir að
skilja hvað er að gerast á mörkuðum
og fyrir seljendur að þekkja betur
rekstur útgerða. Það er best tryggt
í gegnum eignarhald og að borin sé
gagnkvæm virðing fyrir starfi hver
annars.“
Fyrir utan Ísland
Þú hefur setið fjölda funda með
mögulegum fjárfestum í aðdrag-
anda hlutafjárútboðs Iceland Sea-
food. Hvað eru fagfjárfestar að
spyrja um á fundunum?
„Það sem er áhugavert er að fjár
festar horfa til þess að f lest önnur
félög sem skráð eru í Kauphöllina
snúast mikið um íslenska mark
aðinn og þá krafta sem hér eru
að verki, hvort sem það er minni
ferðamannastraumur, áhersla á
kostnaðaraðhald eða annað sem er
á döfinni í efnahagslífi í samdrætti
eða litlum vexti.
Við erum annars konar f jár
festingarkostur. Við störfum fyrst
og fremst fyrir utan Ísland. Af 620
starfsmönnum eru innan við 30
hérlendis og allar okkar fjárfest
ingar munu liggja utan Íslands. Þar
liggja tækifærin okkar.
Að sama skapi, eftir því sem sjón
deildarhringurinn víkkar og tæki
færin verða fleiri, eykst áhættan og
óvissan.
Af þeim sökum er mikið spurt
um þróun á alþjóðlegum vettvangi
og útgöngu Bretlands úr Evrópu
sambandinu. Það eru óveðursský
á lofti á einhverjum stöðum, eins
og mögulegt tollastríð Evrópusam
bandsins við Bandaríkin og tolla
stríð þess síðarnefnda við Kína. Það
er auk þess spurt um aðgang okkar
að hráefni, sem við metum góðan,
og mögulega hagsmunaárekstra
því stórir hluthafar eru jafnframt
birgjar. Það er tæpt á fjölmörgum
atriðum.“
Góður grunnur
Eru spurningar þeirra svipaðar og
þær sem þú spurðir þig þegar þið
fjárfestuð í Icelandic Ibérica sem
síðar sameinaðist Iceland Seafood?
„Bæði og. Ég hef verið mikill aðdá
andi sjávarútvegs sem atvinnu
greinar á Íslandi og aðdáandi fisks
sem matar. Þegar ég starfaði hjá
FBA og síðar Íslandsbanka/Glitni
var lögð rík áhersla á alþjóðlegan
sjávar útveg. Þegar ég lét af störfum
hjá bankanum áttum við í við
skiptum við 10 af 20 stærstu sjávar
útvegsfyrirtækjum í heimi. Í mínum
huga hefur ávallt verið heillandi að
tengjast starfsgreininni. Útgerðar
fólk er líka skemmtilegt og lifandi
fólk sem gaman og gefandi er að
umgangast.
Ég hef trú á að verðmæti villts
fisks sem próteingjafa muni vaxa.
Þess vegna tel ég skynsamlegt að
fjárfesta í greininni. Svo þarf stöð
ugt að laga reksturinn að breyttum
neysluvenjum, kröfum neytenda,
aukinni umhverfisvitund og tækni
breytingum. Í grunninn teljum við
þetta gott viðskiptamódel til að
byggja á.“
Reksturinn verður
auðveldari þegar
spilunum er ekki haldið of
þétt upp að brjóstinu heldur
er upplýsingum deilt og
unnið náið saman.
varandi samkeppni og umhverfið
tekur sífelldum breytingum. Eina
stundina skiptir verð öllu máli og
þá er gæðum ýtt til hliðar, á öðrum
tímum skipta gæðin, afhendingar
öryggið og að gengið sé vel um auð
lindina, sköpum. Nú er vaxandi
krafa um að hugað sé að umhverfis
sjónarmiðum eins og plastnotkun,
kolefnisspori, súrnun hafsins
og öðru slíku. Þetta er lifandi og
skemmtilegt umhverfi.
Það getur verið f lókið að átta sig
á hvað skiptir hvern og einn við
skiptavin máli og hvernig best sé
að mæta þeim kröfum, og hvernig
samkeppnisumhverfið er að þróast.
Magn af villtum fiski í sjó mun
ólíklega aukast og hefur raunar ekki
gert það undanfarna áratugi. Verk
efnið er því að hámarka verðgildi
hans og nýta allan fiskinn, til dæmis
með því að færa neyslu úr dýrafóðri
til manneldis og nýta hluta fisksins í
lyf eða í aðrar afurðir sem eru meira
virðisaukandi en í dag.“
Er tækifæri til að hækka verð á
fiski?
„Því verkefni lýkur aldrei að auka
verðmæti afurða sem fara um okkar
hendur en að sama skapi má ekki
missa sjónar á því að horfa verður
á verð á fiski í samhengi við önnur
matvæli, eins og önnur dýraprótein,
og val neytenda um aðra næringu.
Það er afar spennandi að vinna með
þau náttúrulegu auðævi sem finn
ast í fisknum í sjónum og keppa á
stórum mörkuðum erlendis þar sem
stundum er keppt við feykilega stór
fyrirtæki á heimsvísu.“
Eruð þið tiltölulega stórt fyrirtæki
á heimsvísu í fiskvinnslu?
„Nei, ekki á heimsvísu. Ísland
er lítið land í sjávarútvegi, jafnvel
þótt það sé einn af þeim geirum
þar sem við höfum náð að marka
okkur góða stöðu og skiptum því
einhverju máli í stóru myndinni.
Iceland Seafood einblínir á til
tekna markaði í Evrópu. Við viljum
stækka á þeim mörkuðum þar sem
við erum fyrir með sterka stöðu.“
Stundaði sjóinn
Í ljósi þess að þú ert frá Akranesi og
þar hafa margir haft lifibrauð sitt af
sjávarútvegi, fórst þú á sjó þegar þú
varst yngri?
„Já, ég var nokkur sumur á ísfisk
togurum sem gerðir voru út frá
Akranesi. Fór túra á Haraldi Böðv
arssyni, Sturlaugi H. Böðvarssyni
og Höfðavíkinni. Svo var ég líka á
Eyrinni sem kallað er og vann við
saltfisksvinnslu og þurrkun á fiski.
Mikið af minni fjölskyldu hefur
tengst sjónum. Pabbi vann hjá Har
aldi Böðvarssyni frá 16 ára aldri
þar til hann fór á eftirlaun, mamma
vann á sama stað í áraraðir og bróð
ir minn hefur verið vélstjóri á sjó í
30 ár þannig að komandi úr sjávar
þorpi hefur mjög margt í uppeldinu
og lífinu tengst sjónum.“
Sjóveikur á útstíminu
Fór þokkalega í þig að vera á sjón-
um?
„Ég var einungis á sjó á sumrin
enda var það gert samhliða námi.
Ég varð nú yfirleitt sjóveikur á
útstíminu og hefði ekki horft með
tilhlökkun á að vera á sjó yfir
vetrartímann. Svo lagaðist þetta
þegar trollið var komið í botninn og
báturinn stöðugri. Mér fannst þetta
mjög þroskandi og skemmtileg lífs
reynsla sem ég hefði ekki viljað vera
án.“
Hvers vegna ákvaðst þú að taka
við sem forstjóri Iceland Seafood?
Ég hefði haldið að þú hefðir það ansi
gott sem sjálfstætt starfandi fjár-
MARKAÐURINN 7M I Ð V I K U D A G U R 1 6 . O K T Ó B E R 2 0 1 9
1
6
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:1
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
0
6
-F
C
1
C
2
4
0
6
-F
A
E
0
2
4
0
6
-F
9
A
4
2
4
0
6
-F
8
6
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
1
5
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K