Fréttablaðið - 16.10.2019, Síða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 4 1 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 1 6 . O K T Ó B E R 2 0 1 9
Svona eignast þú íbúð
Fræðsla Íslandsbanka
islandsbanki.is/vidburdir
Norðurturn17:30-18:3017. október
Skoppa og Skrítla snúa aftur á leiksviðið á sunnudag þegar sýning þeirra, Skoppa og Skrítla – brot af því besta, verður frumsýnd á Eldborgarsviðinu í Hörpu. Æfingar hafa
staðið yfir síðan í ágúst og var generalprufa í gær þar sem kátínan var við völd. Nokkur fjöldi barna er í sýningunni og þurftu þau frí úr skóla til að sinna leikhúsinu. Með
helstu hlutverk fara Linda Ásgeirsdóttir, Hrefna Hallgrímsdóttir, Viktor Már Bjarnason og Vigdís Gunnarsdóttir. Þórhallur Sigurðsson er leikstjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR
+PLÚS
STJÓRNMÁL „Þetta er náttúru-
lega bara mjög gott veganesti inn
í f lokksstjórnarfundinn sem við
munum halda um helgina og vís-
bending um að kannski vilji fólk
fara að sjá djarfari og víðsýnni
ríkis stjórn sem þorir að takast á við
áskoranir framtíðar.
Samfylkingin er tilbúin til þess
að leiða saman umbótaöflin til að
svo megi verða,“ segir Logi Einars-
son, formaður Samfylkingarinnar,
um niðurstöður nýrrar könnunar á
fylgi f lokkanna.
Samkvæmt könnuninni sem
Zenter rannsóknir gerðu fyrir
Fréttablaðið og fréttablaðið.is
munar aðeins um einu prósentu-
stigi á fylgi Sjálfstæðisflokksins og
Samfylkingarinnar.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn
stærstur með 19,6 prósent en Sam-
fylkingin er með 18,5 prósent.
Samfylkingin bætir tæpum fimm
prósentustigum við sig frá síðustu
könnun sem gerð var í september
en flokkurinn fékk rúm 12 prósent
í kosningunum 2017.
Fylgi annarra f lokka breytist
minna en fjórir f lokkar koma í
hnapp á eftir Sjálfstæðisflokknum
og Samfylkingunni.
Samfylkingin stóreykur fylgið
Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur í nýrri skoðanakönnun Zenter rannsókna fyrir Fréttablaðið og
Samfylkingin fylgir nú þar fast á eftir sem næst fylgismesti flokkurinn eftir fimm prósentustiga stökk.
Vísbending um að
kannski vilji fólk
fara að sjá djarfari og
víðsýnni ríkisstjórn sem
þorir að takast á við áskor-
anir framtíðar.
Logi Einarsson,
formaður Sam-
fylkingarinnar
Vinstri græn, Miðf lokkurinn,
Viðreisn og Píratar mælast með á
bilinu 10,9 til 12,7 prósent. Fram-
sóknarf lokkurinn fengi rúm sjö
prósent samkvæmt könnuninni og
Flokkur fólksins fjögur prósent.
Ríkisstjórnarf lokkarnir þrír
mælast nú samtals með innan við
40 prósenta fylgi.
Tveir f lokkar skera sig úr er svör
eru greind eftir kyni. Vinstri græn
njóta stuðnings 20,9 prósenta
kvenna en 6,1 prósents karla. Hjá
Miðflokknum snýst dæmið við, 15,6
prósent karla styðja flokkinn en 6,7
prósent kvenna. – sar / sjá síðu 4
VIÐSKIPTI Íslenskir lífeyrissjóðir
hyggjast ekki leggja kísilverinu PCC
til nýtt fjármagn í bili en áætlanir
hafa gert ráð fyrir að kísilverið þurfi
mögulega að fá innspýtingu að fjár-
hæð um 5 milljarðar svo tryggja
megi rekstrargrundvöll þess.
Boðað hefur verið til fundar hjá
hluthöfum samlagshlutafélagsins
Bakkastakks, sem er í eigu lífeyris-
sjóða og Íslandsbanka og fer með
13,5 prósenta hlut í PCC, í næstu
v ik u . Samk væmt heimildu m
Markaðarins vilja sjóðirnir að
verksmiðjan nái fyrst stöðugum og
fullum afköstum samfellt í nokkra
mánuði, auk þess að sjá hvort við-
snúningur verði í kísilverði á næst-
unni, áður en þeir skuldbinda sig til
að leggja fyrirtækinu til aukið fjár-
magn. – hae / sjá Markaðinn
Leggja PCC
ekki til aukið fé
1
6
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:1
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
0
6
-C
5
C
C
2
4
0
6
-C
4
9
0
2
4
0
6
-C
3
5
4
2
4
0
6
-C
2
1
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
1
5
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K