Fréttablaðið - 16.10.2019, Side 23

Fréttablaðið - 16.10.2019, Side 23
KYNNINGARBLAÐ 3 M I ÐV I KU DAG U R 1 6 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 ÞÚ GETUR HJÁLPAÐ Einkenni hjartastopps eru fyrst og fremst skyndilegt með-vitundarleysi og að öndun stöðvast eða verður mjög óeðlileg,“ segir dr. Felix Valsson, svæfinga- og gjörgæslulæknir á Landspítala. „Þegar hjartastopp verður eru sérfræðingar sjaldnast á staðnum. Fyrstu viðbrögð eru þó tiltölulega einföld og hafi þeir, sem þar eru staddir, réttar upplýsingar geta þeir veitt dýrmæta fyrstu hjálp og jafnvel bjargað mannslífi,“ segir Felix. Mikilvægt sé að kalla strax á hjálp, hringja í 112 ef unnt er og gefa skýr skilaboð um hjartastopp og staðsetningu. „Strax á eftir því er nauðsyn- legt að byrja hjartahnoð því með hnoðinu fer blóðið á hreyfingu um líkamann, þar með talið til heila og hjarta. Með hjartahnoði setur maður báðar hendur á miðhluta bringubeins og þrýstir mjög fast, helst svo að bringubeinið gangi inn, sirka fimm til sex sentimetra, og hnoðar svo 100 til 120 sinnum á mínútu,“ útskýrir Felix. Eftir hver 30 hnoð eru gefnir tveir blástrar munn við munn. „Ef sá sem hnoðar treystir sér ekki til að blása af einhverjum ástæðum er samt mjög mikilvægt að halda stöðugt áfram að hnoða,“ segir Felix. Námskeið og hjartastuðtæki Námskeið í endurlífgun eru víðs vegar í boði, oft á vegum vinnu- veitenda. „Með því að sækja slík námskeið getum við bjargað fleiri mannslíf- um og það hefur margoft sýnt sig að þeir sem hafa sótt námskeiðin vita hvað gera skal, jafnvel þó nokkuð langt sé um liðið,“ upplýsir Felix. Sömuleiðis þurfi sem flestir að kynna sér notkun sjálfvirkra og hálfsjálfvirkra hjartastuðtækja sem nú eru komin mjög víða. „Mikilvægt er að fólk kynni sér hvar hjartastuðtækin er að finna, því það getur skipt sköpum um björgun,“ segir Felix. Tækin tala við okkur Hjartastuðtæki eru ótrúlega auð- veld í notkun. „Þegar þau hafa verið opnuð og sett í gang byrja þau yfirleitt að tala og leiða fólk með öryggi í gegnum ferlið,“ útskýrir Felix. Venjulega eru tveir límpúðar með tækinu sem settir eru á sjúkl- inginn og alltaf á bera húð. „Á límpúðunum sést með myndum hvar á að setja þá og tækið gefur fyrirmæli um þetta. Jafnframt því sem farið er að leið- beiningum þarf stöðugt að halda áfram að hnoða. Ef tveir eru saman er best að annar hnoði á meðan hinn sinnir tækinu,“ útskýrir Felix. Tækið ákveði hvort það telji að sjúklingurinn sé í „stuðanlegum takti“. „Ef tækið metur að svo sé biður það nærstadda að færa sig fjær og snerta ekki sjúklinginn á meðan rafstuð er gefið og gefur svo raf- stuð. Sum tæki biðja um að ýtt sé á takka til að virkja stuðið. Það er þá rauður blikkandi takki og tækið segir hátt og skýrt: „Ýtið á takkann“. Flest stuðtæki hér á landi tala íslensku nema þau sem eru í f lugvélum eða á öðrum stöðum sem telja má alþjóðlega; þar er tungumálið yfirleitt enska,“ útskýrir Felix. Hjartastuðtækin veita einnig leiðbeiningar um hnoð og blástur og leiða viðkomandi í gegnum ferlið. „Oft eru merki þar sem þessi tæki eru til staðar, með grænu hjarta og brotinni ör í gegnum það,“ segir Felix. Þekkjum staðsetningu hjartastuðtækjanna Það getur skipt miklu um endur- lífgun að geta leiðbeint þeim sem koma fyrstir á staðinn um hvar næsta hjartastuðtæki sé staðsett. „Það er aðallega tvennt sem bjargar sjúklingum sem fara í hjartastopp,“ segir Felix. „Það er að fá hjartahnoð og að það sé gert f ljótt og rétt. Alls ekki hika við að byrja að hnoða og gera það af þrótti og ekki vera hræddur því það eru í raun engar líkur á að maður geti gert skaða sem neinu nemur. Mögulega geta rif bein brotnað en það er bara minni háttar mál í stóra samhenginu. Hitt atriðið er að fá rafstuðtæki sem allra fyrst.“ Fyrstu viðbrögð mikilvæg Þetta eru fyrstu viðbrögð og þau geta skipt sköpum. Síðan koma yfirleitt sérhæfðir sjúkraflutninga- menn eða heilbrigðisstarfsfólk á staðinn. „Ef sjúklingurinn hefur náðst í gang er hann fluttur á sjúkrahús og þá hefst næsta stig meðferðar, sem getur verið hjartaþræðing ef grun- ur leikur á að orsökin sé krans- æðastífla. Oft er tekin sneiðmynd af höfði til að ganga úr skugga um að ekki sé blæðing í heilanum. Síðan hefst gjörgæslumeðferð sjúklingsins, sérstaklega ef um er að ræða meðvitundarleysi. Það er alltaf ótti við skemmdir á heila því hann þolir bara mjög stuttan tíma án blóðflæðis,“ segir Felix en hlutverk hjartahnoðsins er ekki síst að halda blóðflæði til heilans því hnoðið heldur pumpunni gangandi að verulegu leyti. „Ef tekst að koma hjartanu í takt með rafstuði tekur það sjálft við dælingunni sem er auðvitað það æskilegasta,“ segir Felix. Kæling hjálpar Við hjartastopp hefur oft orðið einhver skerðing því sjúklingar geta verið meðvitundarlausir í ein- hvern tíma. „Þá hafa verið reyndar ýmsar aðferðir til að minnka skaða. Ein aðferðin er kæling, að kæla sjúklinginn allan. Það sést mjög greinilega þegar heilinn er kældur að þá minnkar orkunotkun heilans sem getur numið allt að 10 prósentum fyrir hverja gráðu sem kælt er. Þannig er maður að hvíla heilann á meðan hann er að jafna sig,“ segir Felix sem vill árétta eftirfarandi atriði: n Hringið strax í 112 ef hjálpar er þörf n Ekki hika við að beita hjarta- hnoði af krafti og festu n Sækið endurlífgunarnámskeið ef þið hafið möguleika á því n Kynnið ykkur hvar hjartastuð- tæki eru staðsett nálægt ykkur n Munið alltaf að fyrstu viðbrögð geta bjargað mannslífi Hringja, hnoða og stuða Dr. Felix Valsson, svæfinga- og gjörgæslulæknir, segir hjartastuðtæki vera ótrúlega auðveld í notkun. RÉTT VIÐBRÖGÐ RÁÐA ÚRSLITUM! HJARTASTOPP Dr. Felix Valsson, svæfinga- og gjörgæslulæknir hjá Landspítala, segir tvennt bjarga sjúklingum sem fara í hjarta- stopp; hjarta- hnoð og hjarta- stuðtæki. Hér gefur hann góð ráð um endur- lífgun, fyrstu viðbrögð við hjartastoppi og auðvelda notkun hjartastuðtækja. Hlutverk Hjartaheilla er: l að sameina hjartasjúklinga, aðstandendur þeirra og áhuga- fólk um heilbrigt hjarta l að stuðla að betri heilsu og bættum lífsgæðum í íslensku sam- félagi, með áherslu á framfarir í forvörnum, fræðslu og með- ferð hjartasjúk- dóma l að standa vörð um hagsmuni og réttindi hjartasjúklinga l að starfa faglega l að framfylgja markmiðum sam- takanna Framtíðarsýn Hjartaheilla: l Hjartaheill verði öflug hags- munasamtök á sviði heilbrigðis- mála á Íslandi með stóran og virkan hóp félagsmanna. l Hjartaheill verði leiðandi við að bæta lífsgæði landsmanna með eflingu forvarna og fræðslu um hjartasjúkdóma. Hjartaheill 1 6 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :1 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 0 6 -D 4 9 C 2 4 0 6 -D 3 6 0 2 4 0 6 -D 2 2 4 2 4 0 6 -D 0 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.