Fréttablaðið - 16.10.2019, Side 4

Fréttablaðið - 16.10.2019, Side 4
Aðeins um sex prósent karla styðja VG en um 21 prósent kvenna. 58% sögðu Borgarlínu vera sér­ akreinar fyrir almennings­ samgöngur. 18,5% mælist fylgi Samfylkingar­ innar nú sem er tæplega fimm prósentustigum meira en í síðasta mánuði. Fyrsti stóri slípirokkurinn knúinn af einni rafhlöðu sem skilar ai til þess að slípa, er léttari en snúrurokkur í sinni stærð. Sveigjanlegt rafhlöðuker sem virkar með öllum Milwaukee ® M18™ rafhlöðum. Verð 136.900 kr. (með rafhlöðu) M18 FLAG Alvöru slípirokkur frá Milwaukee vfs.is Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is 1 Sækir kærastana til saka eftir að sonurinn lést Móðir í Wash- ington sagði þá hafa neytt hann til að sprauta silíkoni í getnaðarlim sinn og eistu. 2 Lítið barn brennd ist í heima­húsi og var flutt á sjúkrahús Barnið hafði teygt sig í bolla með heitu vatni og hellti óvart yfir sig. 3 Maðurinn sem sóttur var á Skóga foss látinn Sam kvæmt upp lýsingum frá lög reglunni er um að ræða er lendan ferða mann frá Suður-Kóreu. 25% 20% 15% 10% 5% 0% n Kosningar 2017 n 26. júl n 9. sept n 14. okt Sjálfstæðisflokkurinn 25,3% 20,5% 21,5% 19,6% Samfylkingin 12,1% 14,4% 13,9% 18,5% Vinstri græn 16,9% 12,9% 12,9% 12,7% Miðflokkurinn 10,9% 13,4% 12,5% 11,6% Viðreisn 6,7% 10,6% 12,3% 11,3% Píratar 9,2% 12,3% 11,4% 10,9% Framsóknarflokkurinn 10,7% 8,2% 6,2% 7,3% Flokkur fólksins 6,9% 3,2% 4,0% 4,0% Aðrir 1,5% 4,6% 5,2% 4,0% ANNAÐ ✿ Hvaða flokk myndir þú kjósa ef kosið yrði nú? STJÓRNMÁL Samfylkingin sækir mjög í sig veðrið samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og frétta- blaðið.is. Mælist flokkurinn nú með 18,5 prósenta fylgi, aðeins rúmu prósentustigi á eftir Sjálfstæðis- f lokknum sem er áfram stærsti f lokkurinn með 19,6 prósent. Samfylkingin bætir við sig 4,6 prósentustigum frá síðustu könnun Zenter sem gerð var í september. Sjálfstæðisflokkurinn tapar tæpum tveimur prósentustigum milli kannanna. Fylgi f lokksins hefur verið á niðurleið frá kosningunum 2017 þegar hann fékk 25,3 prósent atkvæða. Sem fyrr er mjótt á munum milli Vinstri grænna, Miðf lokksins, Viðreisnar og Pírata. Vinstri græn mælast nú með 12,7 prósent sem er örlítið minna en í síðustu könnun. Miðflokkurinn og Viðreisn tapa um einu prósentustigi milli kannana. Miðflokkurinn mælist nú með 11,6 prósent en Viðreisn 11,3 prósent. Píratar eru með 10,9 prósent og tapa hálfu prósentustigi. Fylgi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar nánast jafnt Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin eru stærstu flokkarnir samkvæmt nýrri könnun en mjög dreg- ur saman með þeim. Fjórir flokkar koma í hnapp þar á eftir. Framsókn virðist ekki ætla að ná vopnum sínum. Fylgi ríkisstjórnarflokkanna þriggja mælist nú rúmum 13 prósentustigum undir kjörfylgi. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er komið undir 40 prósent samkvæmt könnuninni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Framsóknarf lokkurinn bætir rúmu prósentustigi við sig og mælist nú með 7,3 prósent. Fylgi Flokks fólksins helst óbreytt, eða fjögur prósent, og þá segjast 2,9 pró- sent ætla að kjósa Sósíalistaflokk- inn. Fimm prósent atkvæða þarf til að flokkur fái uppbótarþingmenn. Ríkisstjórnarf lokkarnir þrír mælast nú samtals með 39,6 pró- senta fylgi. Í kosningunum 2017 fengu flokkarnir samtals 52,9 pró- sent atkvæða. Athygli vekur að aðeins rúm 70 prósent aðspurðra svöruðu spurn- ingunni um hvaða flokk fólk myndi kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag. Tveir f lokkar skera sig úr þegar svör eru greind eftir kyni. Vinstri græn njóta stuðnings 20,9 prósenta kvenna en einungis 6,1 prósents karla. Hjá Miðf lokknum snýst dæmið við því 15,6 prósent karla styðja f lokkinn en 6,7 prósent kvenna. Ekki mælist marktækur munur á stuðningi eftir kyni hjá öðrum flokkum. Könnunin var gerð á tímabilinu 10.-14. október síðastliðinn en hún var send á könnunarhóp Zenter rannsókna. Í úrtaki voru 2.300 ein- staklingar 18 ára og eldri en svar- hlutfall var 53 prósent. Gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. sighvatur@frettabladid.is GARÐABÆR Samþykkt var í bæjar- ráði Garðabæjar í gær að af þakka jólatré frá vinabænum Asker í Nor- egi. Hefð var fyrir því síðastliðin 49 ár að Asker gæfi vinabæ sínum stórt og íburðarmikið jólatré sem staðið hefur á Garðatorgi. „Við vorum búin að vera að velta þessu fyrir okkur lengi og þegar við vöktum máls á þessu við vini okkar í Asker voru þau búin að vera að velta þessu fyrir sér líka,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar. „Svo var tekin sameiginlega ákvörðun um að ekki yrðu gefin fleiri tré út frá meðal annars breytt- um áherslum í loftslagsmálum,“ bætir Gunnar við. Enginn hafi mót- mælt á bæjarráðsfundinum. „Þarna sparast flutningskostnað- ur og kolefnissporið minnkar, svo er þetta auðvitað táknrænt í umhverf- ismálum. Við höfum verið að leggja aukna áherslu á umhverfis mál hér Afþakka jólatré númer 50 frá Noregi Tréð sem Garðabær fékk að gjöf í fyrra var fellt í garði íbúa í Asker. í bænum og erum að stíga öll þau skref sem hægt er að stíga í því sambandi hægt og bítandi því við viljum vera umhverfisvæn, það er engin spurning,“ segir Gunnar. Bæjarstjórinn segir að þrátt fyrir að tréð hafi verið afþakkað verði að sjálfsögðu jólatré í bænum. „Nú förum við bara á stúfana og finnum fallegt jólatré í Heiðmörk eða jafnvel í görðum bæjarbúa,“ segir hann. „Stundum hafa íbúar óskað eftir því að losna við greni- tré úr garðinum sínum og það má vel vera að það dúkki eitthvað slíkt upp.“ – bdj SAMGÖNGUMÁL Rétt rúmur helm- ingur þeirra sem tóku afstöðu í könnun Zenter rannsókna fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is er hlynntur Borgarlínu. Um fjórð- ungur er andvígur og álíka margir eru hvorki hlynntir né andvígir. „Ég fagna bara þessum afgerandi stuðningi en hann kemur mér hins vegar ekki á óvart,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Fólk ruglað á Borgarlínunni Einnig var spurt um hvað Borgar- lína væri. Rúm 58 prósent voru með á hreinu að Borgarlína væri sérak- reinar fyrir almenningssamgöngur. Um 19 prósent sögðu Borgarlínu léttlestakerfi, tæp 11 prósent hrað- lestakerfi og jafnmargir að um spor- vagna væri að ræða. 19,5 prósent sögust ekki vita hvað Borgarlína er. „Ég skil mjög vel að fólk sé svolítið ruglað í þessu. Þeir sem halda utan um verkefnið hafa ekki verið nógu samhentir í skýringunum,“ segir Hilmar Þór Björnsson arkitekt. Sjá nánar á fréttablaðið.is. – sar 1 6 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 6 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :1 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 6 -D E 7 C 2 4 0 6 -D D 4 0 2 4 0 6 -D C 0 4 2 4 0 6 -D A C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.