Fréttablaðið - 16.10.2019, Side 25

Fréttablaðið - 16.10.2019, Side 25
Í yfirlýsingu sem Evrópu-þingið sendi frá sér 2012 var kallað eftir verkefnum sem stuðlað gætu að aukinni lifun eftir skyndilegt hjartastopp. Meðal þeirra verkefna var að auka þjálfun og kunnáttu almennings í grunnendurlífgun, fjölga sjálf- virkum hjartastuðtækjum á opin- berum stöðum og vekja almenn- ing til vitundar um málefnið. „Við getum öll bjargað lífi“ var yfirskrift alþjóðlega endur- lífgunardagsins 16. október árið 2018. Það er til mikils að vinna, því hjartastopp utan spítala deyðir þrjár milljónir manna í heiminum á ári, þar af 700.000 manns í Evrópu. Talið er að á Íslandi fari um 150 til 200 manns í hjartastopp á ári, en hjartastopp er þriðja algengasta dánarorsökin á Vesturlöndum. Allt að sjö af hverjum tíu hjarta- stoppum eiga sér stað í heimahúsi, þar sem einhver nákominn er til staðar í meira en helmingi tilfella. Lífslíkur þessa fólks hafa verið undir 10% en rétt meðhöndlun á fyrstu þremur til fjórum mínút- unum eftir hjartastopp getur bætt þær um allt að 50%. Sleglatif einkennist af hraðri og óreglulegri afskautun í hjartanu. Hjartað missir samhæfingu sína og hættir að dæla blóði. Kjör- meðferð við hjartastoppi af völdum sleglatifs er hjartahnoð og hjartarafstuð eins f ljótt og hægt er. Með því að hefja hjartahnoð strax er blóðf læði, og þá um leið súrefnisf læði, haldið við í líkam- anum. Einstaklingar geta því lifað af hjartastopp ef nærstaddir bregðast strax við á réttan hátt á meðan sleglatif er enn til staðar. Því skiptir öllu máli að bregðast hratt við og að alsjálfvirk hjarta- stuðtæki séu sem víðast. Fyrstu mínúturnar eru alltaf mjög mikilvægar til bjargar Það er nefnilega ekki nóg að ein- ungis heilbrigðisstarfsfólk kunni að bregðast við. Það eru allra fyrstu mínúturnar eftir hjarta- stopp sem skipta meginmáli. Liðið geta margar mínútur þar til sjúkra- bíll og heilbrigðisstarfsfólk mætir á staðinn og þá getur það verið orðið of seint. Því skiptir í raun engu hvort þú ert ritari, smiður eða hjartaskurðlæknir, þegar ein- staklingur fer í hjartastopp geta allir viðstaddir bjargað honum kunni þeir að bregðast rétt við og bregðist strax við. Endurlífgun má nefnilega veita í þremur einföldum skrefum (sjá mynd). Fræðsla og kennsla skilar sér alltaf á góðan hátt Endurlífgunarráð Íslands hefur verið með átak á hverju ári, mis- munandi frá ári til árs. Hinn 16. október 2016 var helgaður verkefninu „börnin bjarga“ eða „Kids safe lifes“. Börn hika nefni- lega ekki við að hefja hjartahnoð ef á þarf að halda og hafi þeim verið kennd handtökin. Enn fremur eru þau mjög áhugasöm, vekja athygli á málinu við fjöl- skyldu og vini og kenna jafnvel aðstandendum og breiða þann- ig út boðskapinn um mikilvægi málefnisins úti í samfélaginu. Margföldunaráhrif endurlífg- unarkennslu til barna eru því gríðarleg. Á Íslandi hefur mikil vinna farið fram við að koma endur- lífgunarkennslu inn í grunnskóla. Þróunarmiðstöð heilsugæslu á landsvísu ákvað að taka verkefnið „börnin bjarga“ upp á arma sína árið 2018 og gera kennsluna hluta af skyldufræðslu skólahjúkrunar- fræðinga um allt land. Verkefnið hefur verið unnið í samvinnu við ýmsa aðila, svo sem Rauða krossinn, Neyðarlínuna og Endur- lífgunarráð Íslands, auk þess sem Thorvaldsensfélagið styrkti verk- efnið. Til stendur að kenna öllum nemendum 6. til 10. bekkjar endurlífgun á hverju ári, með sér- stakri áherslu á hjartahnoð. Námskeið á heimasíðu Rauða krossins Hægt er að finna námskeið í grunnendurlífgun á heimasíðu Rauða krossins. Þar má líka sjá kennslumyndband um notkun sjálfvirkra hjartastuðtækja fyrir fullorðna og einnig fyrir börn. Alsjálfvirk hjartastuðtæki eru einföld í notkun og hefur þeim fjölgað hratt á almenningstöðum undanfarin ár. Nemum í heilbrigðisfræðum og heilbrigðisstarfsfólki er skylt að læra grunnendurlífgun. Ætlast er til að allir sem á einhvern hátt koma að aðhlynningu sjúklinga fari á slík námskeið. Áhersla er lögð á verklegar æfingar og eru námskeiðin skipulögð með tilliti til þess hvers konar deild starfs- maður vinnur á og hvers konar heilbrigðisstarfsmann um er að ræða. Endurlífgunarráð Íslands hefur umsjón með öllum námskeiðum í sérhæfðri endurlífgun fullorðinna og barna á landinu. Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri, ásamt Sjúkraf lutningaskólanum, skipu- leggja námskeiðin í samvinnu við Endurlífgunarráð. Skoða – hringja – hnoða Líklegt er að Ísland eigi hæsta hlutfall almennings sem lært hefur endurlífgun. Endurlífgunarráð og þeir sem lært hafa endurlífgun vilja vekja athygli og umræðu á þessum málum og hvetja alla til að læra réttu viðbrögðin. Því alltaf er hægt að gera betur. Lærum öll endurlífgun, svo við séum í stakk búin þegar á þarf að halda, í þremur einföldum skrefum – skoða – hringja – hnoða. Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir og Valgerður Hermannsdóttir Við getum öll bjargað lífi Alþjóða endurlífgunardagurinn „Restart a Heart Day“ er haldinn um allan heim 16. október ár hvert. Tilgangurinn er að vekja athygli á mikilvægi þess að allir læri grunnendurlífgun. Þegar einstaklingur fer í hjartastopp geta allir viðstaddir bjargað honum kunni þeir að bregðast rétt og fljótt við. Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir. Valgerður Hermannsdóttir. Allt að sjö af hverj- um tíu hjartastopp- um eiga sér stað í heima- húsi, þar sem einhver nákominn er til staðar í meira en helmingi til- fella. Rétt meðhöndlun á fyrstu þremur til fjórum mínútunum getur bætt lífslíkur um allt að 50%. R EYKJ AN ESBÆ R R EYKJ AN ESBÆ R Við þökkum fyrir stuðninginn KYNNINGARBLAÐ 5 M I ÐV I KU DAG U R 1 6 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 ÞÚ GETUR HJÁLPAÐ 1 6 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :1 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 6 -C F A C 2 4 0 6 -C E 7 0 2 4 0 6 -C D 3 4 2 4 0 6 -C B F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.