Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.10.2019, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 16.10.2019, Qupperneq 44
Kristín Mjöll Bjarna-dóttir Johnson lista-kona er mikil áhuga-m a n n e s k j a u m fallega, heilbrigða og rétt nærða húð. Nú næða haustvindarnir og víst er að það á eftir að kólna enn frekar á næstunni. Margir kannast við að fá leiðinlega þurrkbletti og að húðin missi ljóma sinn á þessum tíma árs. Því fannst Fréttablaðinu kjörið að fá Kristínu til að deila með lesendum hverjar hennar uppáhaldshúðvörur eru. steingerdur@frettabladid.is Fullkomin húð í haust Kristín Mjöll starf- aði áður sem flugfreyja og hafði því gott aðgengi að góðum vörum sem fást bara erlendis. Delikatny Fluid meikið frá Pharmaceris Ég elska það, ég er með frekar þurra og viðkvæma húð en þetta meik gefur fallega og jafna þekju og endist lengi. Fæ ekki bólur eða þurrku- bletti af því. Svo er það með góðri sólarvörn, það er alveg 20 SPF. Hef ekki keypt annað í nokkur ár, en þetta meik fæst í flestum apó- tekum. Listakonan Kristín hugsar vel um húðina og á góð ráð fyrir þá sem vilja halda húðinni fal- legri í haust, hvort sem það er lausn við þurrki og þreytu eða einfaldlega fyrirbyggjandi fyrir vetrarkuldann. Foundation Primer Radiance og Loose Setting Powder frá Laura Mercier Farðagrunnurinn gefur fallegan ljóma undir meikið og farðinn helst betur á. Áferðin verður enn sléttari og mýkri. Púðrið er svo algjört „must have“. Ég nota það sparlega og bara á þá staði sem ég vil ekki hafa of mikinn gljáa á, til dæmis á hökuna og ennið. Báðar vörurnar er hægt að nálgast í Seph ora og á netinu. Mineralize Skin Finish frá MAC í litnum Soft And Gentle Ég elska þennan highlighter, set hann á kinnbein, nefbrodd og stundum enni og við efrivör þegar ég mála mig. Náttúrulegur og fal- legur ljómi sem kemur af honum, hef átt sömu dósina í tvö ár og það sér varla á henni. A-Passioni Retinol Cream frá Drunk elephant Þetta er mjög sterkt retinol-krem og ég mæli með að fara varlega í það. Það gerir húðina jafna og slétta og eyðir fínum línum. Þegar ég nota það blanda ég því alltaf saman við annaðhvort Multi Fusion Vitamin Oil frá Murad eða Emerald Deep Moisture Glow Oil frá Herbivore. Þú gætir flagnað í húðinni daginn eftir svo ég mæli með að hafa dag á milli ef þú ert að fara eitt- hvað fínt. Fæst í Sephora og á internetinu. “Buffet” Copper Peptides 1% frá The Ordinary Ég nota þetta serum á hverjum degi, helst kvölds og morgna, eftir að ég hef þvegið mér í framan. Ég ber yfirleitt Penzim-ið góða svo á eftir á þegar serumið er farið inn í húðina eða set Herbi- vore serumið eða Natural Moisturizing Factors + HA Surface Hydr- ation frá The Ordinary fyrir háttinn. – Vörurnar frá The Ordinary er hægt að nálgast á mai. is Dr. Jart+ Hydration Lover rubber mask Suðurkóreskar snyrtivörur eru bestar. Mæli mikið með þeim. Þessi gúmmímaski kælir, nærir og frískar upp húðina. Tilvalið áður en ég er að fara út eða er þurr og þreytt í húðinni og hana vantar smá TLC. Hann fæst í Sephora eða á netinu. Ultra Facial Cleanser frá Kiehl’s Hreinsikrem sem þurrkar ekki húðina en skilur hana eftir tandur- hreina og mjúka. Keypt á netinu. L’Occitane Immortelle Mousse Nettoyante Précieuse Uppáhalds hreinsiefnið mitt. Milt, gott og ég elska ilminn. 1 6 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R20 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ 1 6 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :1 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 0 6 -E D 4 C 2 4 0 6 -E C 1 0 2 4 0 6 -E A D 4 2 4 0 6 -E 9 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.