Fréttablaðið - 16.10.2019, Side 32
Það er okkar stefna
í dag að byggja upp
sem mest verðmæti í gegn-
um núverandi hluthafahóp.
Og það hefur gengið býsna
vel hingað til.
Þorsteinn Friðrik
Halldórsson
tfh@frettabladid.is
60
50
40
30
20
10
✿ Smásöluvirði Bioeffect á alþjóðavísu
(milljónir Bandaríkjadala)
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
H
ei
m
ild
: O
RF
L
íf
tæ
kn
i
Þetta er nógu stór mark-aður til að við getum margfaldast að stærð og fyrirtækið hefur metnað til að halda áfram að vaxa af krafti,“
segir Frosti Ólafsson, forstjóri ORF
Líftækni, sem er í miklum vaxtar-
fasa. Tekjur félagsins námu 1,6 millj-
örðum króna á síðasta ári og jukust
um 30 prósent á milli ára. Þá nam
hagnaðurinn 161 milljón króna og
fjórfaldaðist yfir sama tímabil.
ORF Líftækni hefur þróað tækni
til að framleiða sérvirk prótein í
byggi, en aðferðin er afrakstur ára-
tuga vísinda- og þróunarstarfs. Pró-
tein þessi, oft kölluð vaxtarþættir,
eru notuð sem innihaldsefni í Bio-
effect-húðvörur fyrirtækisins, seld
til læknisfræðilegra rannsókna og
nýtt í önnur þróunarverkefni fyrir-
tækisins. Bioeffect er hins vegar
langstærsta tekjustoðin.
„Margir gera sér ekki alveg grein
fyrir því hversu langt vörumerkið
er komið á erlendum mörkuðum.
Smásöluverðmæti Bioef fect á
alþjóðavísu er á bilinu 7-8 milljarð-
ar króna í dag og við erum búin að
koma vörunum í allar leiðandi smá-
sölukeðjur á þeim mörkuðum sem
við störfum á. Ég held að fá íslensk
neytendavörumerki séu komin
jafnlangt eða lengra á alþjóðlegum
vettvangi,“ segir Frosti og nefnir í
því samhengi 66°Norður og Bláa
lónið sem önnur dæmi um vel-
gengni.
Það er hörð samkeppni í fram-
leiðslu og sölu á húðvör um.
Aðgangshindranir eru litlar og því
spretta upp ný fyrirtæki á hverjum
degi. Spurður hvernig fyrirtækið
hafi náð að marka sér sérstöðu í
slíku umhverfi nefnir Frosti það
mikla vísindastarf sem liggur að
baki vörunni.
„Sérstaða vörunnar er gríðarlega
mikil og í þeim skilningi stöndum
við betur en margir á þessu sviði.
Það er mjög mikið vísindastarf sem
liggur að baki vörunni okkar og
fyrstu 7-8 árin í starfsemi ORF Líf-
tækni fóru eingöngu í rannsóknir og
þróun. Að vera með vöru sem hefur
vísindi og sögu á bak við sig gefur
okkur forskot í sölu- og markaðs-
starfi,“ segir Frosti. Tengingin við
Ísland hafi auk þess styrkt ímynd
vörunnar.
Erfitt að keppa á Bandaríkja-
markaði
Söluvöxturinn á síðasta ári var
mestur á Asíumarkaði þar sem
hann nam 67 prósentum á milli ára
en ORF hefur auk þess náð góðri
fótfestu í Bandaríkjunum. Þar jókst
salan um 35 prósent.
„Þarna sjáum við stærstu tæki-
færin. Okkur hefur gengið vel að
hasla okkur völl í Asíu, bæði í Japan
og Kína, og nú síðast í Kóreu. Á síð-
asta ári var slagkrafturinn mestur
á þessu svæði. Við fórum ekki inn á
Bandaríkjamarkað fyrr en í árslok
2016 og höfum náð ágætis fótfestu
þar.
En þetta er að mörgu leyti erfiðari
markaður. Það eru enn meiri læti og
samkeppni á snyrtivörumarkað-
inum í Bandaríkjunum en annars
staðar og í því samhengi lítum við
á Bandaríkin sem verðuga áskorun.
Ef við náum virkilega að brjótast
í gegn á Bandaríkjamarkaði þá
teljum við að það muni á endanum
skila sér víðar. En ég myndi ekki
mæla með því fyrir íslensk vöru-
merki að byrja á þeim markaði enda
vorum við búin að selja Bioeffect í
6-7 ár þegar við hófum innreiðina í
Bandaríkin.“
Er á dagskrá að skrá ORF Líftækni
á markað til að ýta undir frekari
vöxt á alþjóðavísu?
„Það hefur að minnsta kosti ekki
verið tekin nein ákvörðun um slíkt
en umræðan um fjármögnun fyrir-
tækisins er tekin reglulega. Eftir
því sem þú stækkar á snyrtivöru-
markaði þarftu að fjárfesta þeim
mun meira í sölu- og markaðsstarfi
á alþjóðlegum grundvelli. Það setur
okkur ákveðnar vaxtarskorður en
við erum aftur á móti komin í þá
forréttindastöðu að vera með sjálf-
bæran rekstur. Við þurfum sem sagt
ekki að sækja fjármagn til okkar
hluthafa til að standa undir vext-
inum,“ segir Frosti.
„Skráning er ein leið til að af la
fjármuna til að ýta undir frekari
vöxt en það eru ýmsar aðrar leiðir
sem standa til boða í því samhengi.
Við getum sótt erlent fjármagn í
gegnum sjóði eða jafnvel unnið með
alþjóðlegu stórfyrirtæki að frekari
uppbyggingu á vörumerkinu. Það
líður varla sá mánuður að við fáum
ekki fyrirspurnir frá erlendum
sjóðum eða stórfyrirtækjum. Það er
aftur á móti okkar stefna í dag, og
verður það þangað til annað kemur
í ljós, að byggja upp sem mest verð-
mæti í gegnum núverandi hluthafa-
hóp. Og það hefur gengið býsna vel
hingað til.“
Fleiri snertifletir
ORF opnaði í síðustu viku gesta-
stofu í Grænu smiðju fyrirtækisins
í Grindavík. Græna smiðjan er
vistvænt 2.000 fermetra hátækni-
gróðurhús sem nýtir jarðvarma,
íslenskan vikur og hreint, íslenskt
vatn til þess að rækta byggplöntur.
Gróðurhúsið getur hýst allt að 130
þúsund byggplöntur á sama tíma.
„Hugmyndin er í grunninn sú að
ferðamenn séu í snertingu við vöru-
merkið á ólíkum stöðum í ferða-
laginu. Við erum sýnileg á helstu
verslunarstöðum landsins og salan
um borð í f lugvélum er mjög sterk,
en okkur fannst ekki nóg að vera
með vörurnar fyrir framan ferða-
mennina heldur vildum við líka
gera þeim kleift að kynnast sögunni
og vísindunum sem liggja að baki,“
segir Frosti.
Hagnýting á ýmsum sviðum
Vaxtarþættir eru nýttir af öðrum
snyrtivörufyrirtækjum en ORF
var fyrst til að notast við vaxtar-
þætti sem eru framleiddir gegnum
plöntukerfi. Það gefur fyrirtæk-
inu forskot í gæðum og ímynd að
sögn Frosta en ORF hefur ekki sótt
um einkaleyfi á tækninni. „Það
er tvíeggjað sverð að fara þá leið
vegna þess að þú þarft að opin-
bera tæknina á bak við kerfið um
leið og þú sækir um einkaleyfi. Við
ákváðum að verja frekar tæknina í
gegnum innanhússþekkingu og við-
halda þannig tæknilega forskotinu.“
Þá segir Frosti að fyrirtækið sé að
skoða ýmis önnur tækifæri í notkun
á vaxtarþáttunum samhliða upp-
byggingu á Bioeffect, meðal annars
útvíkkun á húðvörulínunni til að
hún geti nýst sem meðferðarúrræði.
Vaxtarþættirnir geti auk þess nýst
við ræktun á kjöti með stofnfrum-
um. Sú aðferð er í dag kostnaðarsöm
en búist er við að með tímanum
verði unnt að koma slíkum vörum
á neytendamarkað. Þá er ORF að
skoða svokölluð sætuprótein sem
geta komið í stað sykurs og hefð-
bundinna sætuefna.
ORF hefur metnað til að margfaldast
Frosti Ólafsson, forstjóri ORF Líftækni, segir fá íslensk neytendavörumerki komin jafnlangt á erlendum mörkuðum og Bioeffect.
Söluverðmætið er á bilinu 7 til 8 milljarðar króna á alþjóðavísu. Fær fjölda fyrirspurna frá erlendum sjóðum og fyrirtækjum.
Frosti Ólafsson var ráðinn forstjóri ORF Líftækni fyrir tveimur árum en hann var áður framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs á árunum 2013 til 2017. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
1 6 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R8 MARKAÐURINN
1
6
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:1
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
0
6
-F
7
2
C
2
4
0
6
-F
5
F
0
2
4
0
6
-F
4
B
4
2
4
0
6
-F
3
7
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
1
5
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K