Fréttablaðið - 16.10.2019, Side 14
10
milljarðar króna er heildar-
fjárfesting lífeyrissjóða og
Íslandsbanka í PCC.
MARKAÐURINN
ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000
Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5051
Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is
Alltaf til taks
Nánar á vodafone.is/fyrirtaeki
Algjörlega
hnökralaust
Vodafone hentar mínum rekstri
best. Þau hafa þjónustað okkur
með allt sem þarf, algjörlega
hnökralaust.
Arion banki hyggst hætta f já rst uðning i v ið St a r-tup Reykjavík viðskipta-
hraðalinn, samkvæmt heimildum
Markaðarins. Bankinn hefur stutt
við verkefnið frá árinu 2012 í sam-
starfi við Icelandic Startups sem er
rekið án hagnaðarsjónarmiða og
aðstoðar frumkvöðla við að koma
sprotafyrirtækjum á koppinn.
Startup Reykjavík er tíu vikna
viðskiptahraðall og þátttakendur fá
2,4 milljónir króna frá Arion banka
í skiptum fyrir sex prósenta hlut í
sprotafyrirtækinu. Einar Gunn-
ar Guðmundsson, forsvarsmaður
frumkvöðlamála Arion banka, mun
í kjölfarið láta af störfum.
Haraldur Guðni Eiðsson, for-
stöðumaður samskiptasviðs, sagði
í samtali við Markaðinn að málið
væri í skoðun innan bankans.
Frá árinu 2012 til ársbyrjunar
2019 nam heildarfjárfesting Arion
banka í Startup Reykjavík 176 millj-
ónum króna. Í sumar höfðu 78 fyrir-
tæki farið í gegnum hraðalinn.
Eignir Startup Reykjavík Invest,
sem samanstóðu af 48 sprotum,
námu 313 milljónum króna við
árslok 2018. Bókfært virði byggir
á viðskiptum annarra með hlutafé
fyrirtækjanna. Að öðrum kosti eru
fyrirtækin metin út frá líkum á
árangri.
Mest munar um rúmlega fjög-
urra prósenta hlut í Authenteq,
sem skapar rafræn skilríki, sem
metinn er á 110 milljónir króna. Þá
er tæplega fjögurra prósenta hlutur
í Activ ity Stream, sem framleiðir
næstu kynslóðar viðskiptahug-
búnað, metinn á 41 milljón króna
og rúmlega þriggja prósenta hlutur
í Florealis, sem framleiðir jurta-
lyf og lækningavörur, metinn á 32
milljónir króna.
Á meðal annarra fyrirtækja í
eignasafninu eru Klappir Grænar
lausnir, sem skráð er á First North-
hliðarmarkað Kauphallarinnar,
Travelade og Wasabi Iceland. – hvj
Arion banki hættir að
styðja Startup Reykjavík
Einar Gunnar
Guðmundsson,
forsvarsmaður
frumkvöðlamála.
Unnið er að því að opna veit-ingastaðinn Dill, sem er sá eini á Íslandi sem
skartað hefur Mich-
elin-stjörnu, á ann-
arri hæð í Kjörgarði
á Laugavegi 59. Veit-
ingastaðurinn Nostra
var þar áður til húsa
en honum var lokað í
maí. Á meðal hluthafa
er Gunnar Karl Gíslason
kokkur sem opnaði
Dill árið 2009, sam-
kvæmt heimildum
Markaðarins.
Veitingahúsinu
var lokað tíma-
bundið í ágúst.
Á sama tíma
v a r t ve i m u r
stöðum, sem
reknir voru í
sama húsi við
H v e r f i s g ö t u
12 og lutu
sama eignarhaldi, lokað fyrir fullt
og allt.
Gunnar Karl sagði við fjölmiðla
við það tilefni að þungur rekstur
Mikkeller & Friends og Systur
hefði sligað Dill. Staðirnir hefðu
allir verið reknir á sömu kenni-
tölu og á sama veitingaleyfi.
Gatnaframkvæmdir á Hverfis-
götu hefðu ekki bætt stöðuna.
Hann sagði að Dill hefði
ekki farið í þrot,
reksturinn hefði
g e ng ið mjö g
vel og aðsókn
verið mikil
frá upphafi.
Ekki náð-
ist í Gunn-
ar Karl við
vinnslu frétt-
arinnar. – hvj
Dill opnað í Kjörgarði
Íslenskir lífeyrissjóðir, sem eru á meðal hluthafa kísilversins PCC á Bakka við Húsavík, hyggjast ekki leggja fyrir-tækinu til nýtt fjármagn í bili en áætlanir hafa gert ráð fyrir
að kísilverið þurfi mögulega að fá
innspýtingu að fjárhæð 40 millj-
ónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 5
milljarða króna, svo að tryggja megi
rekstrargrundvöll þess.
PCC SE, sem á 86,5 prósent alls
hlutafjár í kísilverinu, hafði leitað
til sjóðanna um að koma að þeirri
fjármögnun í samræmi við hlutfalls-
legan eignarhlut lífeyrissjóðanna
ásamt þýska fyrirtækinu, en lagt
hefur verið upp með að hún yrði þá
annaðhvort í formi nýs hlutafjár eða
hluthafaláns.
Boðað hefur verið til fundar hjá
hluthöfum samlagshlutafélagsins
Bakkastakks, sem er í eigu lífeyris-
sjóða og Íslandsbanka og fer með
13,5 prósenta hlut í PCC, í næstu
viku en samkvæmt heimildum
Markaðarins áforma lífeyrissjóð-
irnir að koma ekki með frekara
fjármagn inn í rekstur kísilversins
á þessari stundu. Vilja sjóðirnir að
verksmiðjan nái fyrst stöðugum og
fullum afköstum samfellt í nokkra
mánuði, auk þess að sjá hvort við-
snúningur verði í kísilverði á næst-
unni, áður en þeir skuldbinda sig til
að leggja fyrirtækinu til aukið fjár-
magn.
Miklar tafir og erfiðar aðstæður
Leggja kísilveri PCC
ekki til aukið fé í bili
Lífeyrissjóðirnir hyggjast ekki leggja PCC til nýtt fjármagn á þessari stundu.
Verksmiðjan þurfi fyrst að ná stöðugum og fullum afköstum í lengri tíma.
Kísilverið þarf 40 milljóna dala innspýtingu. Viðræður í gangi um tafabætur.
Gunnar Karl
Gíslason.
Árleg framleiðsla kísilversins PCC á Bakka við Húsavík á að nema 32 þúsund tonnum.
á hrávörumörkuðum, þar sem kísil-
verð hefur farið lækkandi samhliða
tollastríði Bandaríkjanna og Kína,
hafa einkennt starfsemi kísilversins
en það var formlega gangsett í maí
í fyrra. Þá hafa vandræði í hreinsi-
virki verksmiðjunnar valdið því að
slökkva hefur þurft á ljósbogaofnum
en vonir standa til að hægt verði
að byrja að starfrækja þá á fullum
afköstum áður en árið er liðið.
Íslenskir lífeyrissjóðir, meðal
annars Gildi, Stapi og Birta, hafa
auk þess í gegnum félagið Bakka-
stakk fjárfest í breytanlegu skulda-
bréfi útgefnu af kísilverinu PCC að
fjárhæð 62 milljónir dala. Samtals
nemur fjárfesting félagsins í kísil-
verinu, bæði í forgangshlutafé og
breytanlegu skuldabréfi, jafnvirði
um tíu milljarða króna.
Samkvæmt heimildum Markað-
arins er áætlað að samkomulag til
skamms tíma náist hjá hluthöfum
sem feli þá í sér að PCC SE komi með
aukið fjármagn í reksturinn auk þess
sem rætt hefur verið um að lífeyris-
sjóðirnir samþykki, í því skyni að
bæta sjóðsstreymi kísilversins, að
fresta tímabundið vaxtagreiðslum af
breytanlega skuldabréfinu. Skulda-
bréfið, sem var bókfært á nærri
9,5 milljarða króna í árslok 2018 í
reikningum Bakkastakks, er með
breytirétti og ber 8,5 prósenta vexti.
Miðað við það nema árlegar vaxta-
greiðslur af bréfinu því um 800 millj-
ónum króna.
Þá hafa einnig staðið yfir viðræður
við þýska fyrirtækið SMS group
GmbH, alverktaka byggingarfram-
kvæmda PCC á Bakka, um tafa-
bætur. Engar niðurstöður hafa enn
fengist í þær viðræður en fallist SMS
group á greiðslu slíkra bóta gæti það
minnkað verulega það fjármagn
sem hluthafar kísilversins þyrftu að
öðrum kosti að leggja því til.
Það er Summa rekstrarfélag sem
hefur á síðustu vikum og mánuðum
unnið að því að leita leiða sem séu
færar til að bæta fjárhagsstöðu kísil-
versins. Þá var í síðasta mánuði einn-
ig leitað til Íslandsbanka til að kanna
f leiri valkosti í tengslum við fjár-
mögnun og eins mögulegar breyt-
ingar á fjármagnsskipan félagsins.
Framkvæmdir við verksmiðjuna
hófust fyrst í júní árið 2015 og á árleg
framleiðsla að nema um 32 þúsund
tonnum. Eignir PCC BakkaSilicon
námu um 360 milljónum dala í lok
síðasta árs og var eigið fé félagsins
um 40 milljónir dala.
hordur@frettabladid.is
1 6 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN
1
6
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:1
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
0
6
-D
4
9
C
2
4
0
6
-D
3
6
0
2
4
0
6
-D
2
2
4
2
4
0
6
-D
0
E
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
1
5
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K