Fréttablaðið - 16.10.2019, Side 2
Þú getur ímyndað
þér þegar skipið
kom til Flateyjar, þetta var
eitthvað sem enginn hafði
séð áður. Þrjú
möstur,
fallbyssur
um borð,
þetta hefur
verið magnað.
Kevin Martin, doktorsnemi
í fornleifafræði
Veður
Austan 8-15 m/s í dag, en 15-23
SA-lands. Þurrt að kalla, en rigning
með köflum A-til. Hiti 4 til 12 stig
að deginum, mildast S-lands, en
kólnar N- og A-til seinnipartinn.
SJÁ SÍÐU 16
Stórleikur á Kópavogsvelli
Erum með mikið úrval af allskonar
bílaverkfærum á frábæru verði!
ViAir 12V loftdælur
í miklu úvali.
Hleðslutæki
12V 6A
6T Búkkar
605mm Par
Jeppatjakkur
2.25t 52cm.
Omega
Viðgerðarkollur
4.995
9.999
17.995
7.495
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Verkfæralagerinn
FORNLEIFAR „Svona lagað hefur
aldrei verið gert áður hér á landi.
Með þessu getur almenningur áttað
sig betur á hvernig skip Melckmeyt
var, og það á mjög f lottan máta,“
segir Kevin Martin, doktorsnemi
í sjávarfornleifafræði við Háskóla
Íslands.
Sýningin á Sjóminjasafninu um
Melckmeyt var opnuð sumarið 2018
og þar geta gestir sett á sig sýndar
veruleikagleraugu til að kafa niður
að f lakinu. Á morgun verða 360 ár
frá því að Melckmeyt sökk við Flat
ey í Breiðafirði.
Kafararnir Erlendur Guðmunds
son og Sævar Árnason fundu f lak
Melckmeyt í gömlu höfninni í
Hafnar ey við Flatey árið 1992.
Í kjölfarið var sett upp sýning á
Þjóðminjasafninu. Melckmeyt,
sem sökk árið 1659, er elsta þekkta
skipsflakið við landið. Einnig er það
eina flakið sem tengist einokunar
verslun Dana. Melckmeyt þýðir
mjaltastúlka.
Kevin, ásamt sérfræðingum frá
Hollandi, kafaði aftur niður að flak
inu árið 2016 þar sem stærri hluti
skipsins var grafinn upp. Héldu
þeir áfram með verkið í fyrrahaust
ásamt sérfræðingi frá Ástralíu. „Að
finna svona f lak er mjög sjaldgæft
og það er það eina sinnar tegundar
hérlendis,“ segir Kevin.
Sýndar veruleikasýningin er
hönnuð af John McCarthy, dokt
orsnema í sjávarfornleifafræði við
Háskólann í Flinders í Ástralíu, en
hann sérhæfir sig í þrívíddarendur
gerð á skipum af þessu tagi. Fór
hann til Hollands til að skanna inn
sjaldgæft skipsmódel frá 17. öld sem
notað er við að endurgera skipið
eins nákvæmlega og hægt er.
Í gegnum sýndarveruleikagler
augun verður þá bæði hægt að sjá
f lakið eins og það lítur út í dag á
hafsbotni og einnig hvernig það leit
út þegar það sökk.
Kevin segir samstarfið við Sjó
minjasafnið og Ástralana gefandi í
þessu skemmtilega verkefni. „Það
er ansi svalt að sjá skipið þarna á
hafsbotni, þetta gefur líka færi á að
leyfa fólki að kynnast hvernig forn
leifafræðingar vinna neðansjávar.“
Hann segir að það megi líkja
þessu við Vasaskipið sem er til
sýnis í Stokkhólmi. „Það er dálítið
eins og það. Nema auðvitað í dag
þá getum við ekki, og megum ekki,
taka skipið til að setja það á sýn
ingu,“ segir Kevin.
Melckmeyt var tignarlegt skip,
svipað því sem margir þekkja úr
kvikmyndunum um sjóræningjana
í Karíbahafinu. „Þú getur ímyndað
þér þegar skipið kom til Flateyjar,
þetta var eitthvað sem enginn hafði
séð áður. Þrjú möstur, fallbyssur um
borð, þetta hefur verið magnað.“
arib@frettabladid.is
Mjaltastúlkan gerð
fyrir sýndarveruleika
Í dag eru 360 ár liðin frá því hollenska skipið Melckmeyt, eða Mjaltastúlkan,
sökk við Flatey í Breiðafirði. Sjávarfornleifafræðingar standa að sýndarveru-
leikasýningu þar sem hægt er að skoða skipið í 360 gráðum í nútíð og fortíð.
Svona lítur skipið út á sýningunni. Á skut þess má sjá málverk Vermeers af
mjaltastúlku, sem málað var ári áður en skipið sökk. MYND/JOHN MCCARTHY
HEILBRIGÐISMÁL Fyrirtækið Arc
ticLAS ehf. fékk á dögunum leyfi frá
Umhverfisstofnun til afmarkaðrar
notkunar á erfðabreyttum rottum.
Um hvítar brúnrottur er að ræða.
Heimild er til þess að flytja inn og
rækta sextíu erfðabreyttar rottur
á ári en dýrin eru fengin úr alþjóð
legum rottubönkum.
Ráðgert er að nýta tilraunarott
urnar við rannsóknir á arfgengri
heilablæðingu sem greinst hefur á
Íslandi.
Rotturnar bera stökkbreytingu
sem gerir það að verkum að dýrin
gætu verið sjúkdómsmódel fyrir
arfgenga heilablæðingu. Umrætt
fyrirtæki er einnig í nánu samstarfi
við Háskóla Íslands um rannsóknir
á músum. – bþ
Erfðabreyttar
bankarottur á
leið til Íslands
Sextíu rottur koma úr
alþjóðlegum rottubönkum.
DANMÖRK Mette Fredriksen, for
sætisráðherra Dana, lýsti því yfir á
mánudag að íslamistar með tvöfalt
ríkisfang yrðu sviptir því danska.
Ástæðan er innrás Tyrkja í Kúrda
héröð Sýrlands og hættan á því að
þúsundir ISISliða sleppi úr haldi.
„Þetta fólk sneri bakinu við Dan
mörku og notaði of beldi til þess að
berjast gegn lýðræði og frelsi. Þau
ógna öryggi okkar. Þau eru óæskileg
í Danmörku,“ sagði Fredriksen.
Frumvarp þessa efnis kemur frá
Sósíaldemókrataf lokknum sem
leiðir ríkisstjórnina, en það nýtur
jafnframt stuðnings flestra flokka á
danska þinginu. Talið er að það gæti
orðið að lögum á nokkrum vikum.
Samkvæmt dómsmálaráðuneyt
inu er vitað um 36 Dani sem hafa
haldið til Miðausturlanda til að
berjast með hryðjuverkasamtök
um. Tólf þeirra eru í varðhaldi. – khg
Svipta ISIS-liða
ríkisborgararétti
Mette Fredriksen forsætisráðherra
Danmerkur. NORDICPHOTOS/AFP
Kraftur var í leikmönnum meistaraflokks Breiðabliks á æfingu liðsins í gær þrátt fyrir leiðindaveður. Mikið liggur undir hjá Breiðabliki sem mætir
franska stórliðinu PSG í sextán liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvelli klukkan 18.30 í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
REYKJAVÍK Tillaga borgarfulltrúa
Sjálfstæðisf lokksins um heildar
úttekt á umferðarmerkingum var
samþykkt í borgarstjórn í gær.
Tillagan snýr að því að Reykjavík
verði leiðandi í aðlögun umferðar
merkinga og aðlagi þær sjálfkeyr
andi bílum og tækninýjungum.
Felur þetta í sér heildarúttekt
umferðarmerkinga samhliða end
urskoðun reglugerðar ríkisins. – bdj
Skilti samþykkt
1 6 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
6
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:1
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
0
6
-C
A
B
C
2
4
0
6
-C
9
8
0
2
4
0
6
-C
8
4
4
2
4
0
6
-C
7
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
1
5
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K