Fréttablaðið - 16.10.2019, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.10.2019, Blaðsíða 2
Þú getur ímyndað þér þegar skipið kom til Flateyjar, þetta var eitthvað sem enginn hafði séð áður. Þrjú möstur, fallbyssur um borð, þetta hefur verið magnað. Kevin Martin, doktorsnemi í fornleifafræði Veður Austan 8-15 m/s í dag, en 15-23 SA-lands. Þurrt að kalla, en rigning með köflum A-til. Hiti 4 til 12 stig að deginum, mildast S-lands, en kólnar N- og A-til seinnipartinn. SJÁ SÍÐU 16 Stórleikur á Kópavogsvelli Erum með mikið úrval af allskonar bílaverkfærum á frábæru verði! ViAir 12V loftdælur í miklu úvali. Hleðslutæki 12V 6A 6T Búkkar 605mm Par Jeppatjakkur 2.25t 52cm. Omega Viðgerðarkollur 4.995 9.999 17.995 7.495 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Verkfæralagerinn FORNLEIFAR „Svona lagað hefur aldrei verið gert áður hér á landi. Með þessu getur almenningur áttað sig betur á hvernig skip Melckmeyt var, og það á mjög f lottan máta,“ segir Kevin Martin, doktorsnemi í sjávarfornleifafræði við Háskóla Íslands. Sýningin á Sjóminjasafninu um Melckmeyt var opnuð sumarið 2018 og þar geta gestir sett á sig sýndar­ veruleikagleraugu til að kafa niður að f lakinu. Á morgun verða 360 ár frá því að Melckmeyt sökk við Flat­ ey í Breiðafirði. Kafararnir Erlendur Guðmunds­ son og Sævar Árnason fundu f lak Melckmeyt í gömlu höfninni í Hafnar ey við Flatey árið 1992. Í kjölfarið var sett upp sýning á Þjóðminjasafninu. Melckmeyt, sem sökk árið 1659, er elsta þekkta skipsflakið við landið. Einnig er það eina flakið sem tengist einokunar­ verslun Dana. Melckmeyt þýðir mjaltastúlka. Kevin, ásamt sérfræðingum frá Hollandi, kafaði aftur niður að flak­ inu árið 2016 þar sem stærri hluti skipsins var grafinn upp. Héldu þeir áfram með verkið í fyrrahaust ásamt sérfræðingi frá Ástralíu. „Að finna svona f lak er mjög sjaldgæft og það er það eina sinnar tegundar hérlendis,“ segir Kevin. Sýndar veruleikasýningin er hönnuð af John McCarthy, dokt­ orsnema í sjávarfornleifafræði við Háskólann í Flinders í Ástralíu, en hann sérhæfir sig í þrívíddarendur­ gerð á skipum af þessu tagi. Fór hann til Hollands til að skanna inn sjaldgæft skipsmódel frá 17. öld sem notað er við að endurgera skipið eins nákvæmlega og hægt er. Í gegnum sýndarveruleikagler­ augun verður þá bæði hægt að sjá f lakið eins og það lítur út í dag á hafsbotni og einnig hvernig það leit út þegar það sökk. Kevin segir samstarfið við Sjó­ minjasafnið og Ástralana gefandi í þessu skemmtilega verkefni. „Það er ansi svalt að sjá skipið þarna á hafsbotni, þetta gefur líka færi á að leyfa fólki að kynnast hvernig forn­ leifafræðingar vinna neðansjávar.“ Hann segir að það megi líkja þessu við Vasa­skipið sem er til sýnis í Stokkhólmi. „Það er dálítið eins og það. Nema auðvitað í dag þá getum við ekki, og megum ekki, taka skipið til að setja það á sýn­ ingu,“ segir Kevin. Melckmeyt var tignarlegt skip, svipað því sem margir þekkja úr kvikmyndunum um sjóræningjana í Karíbahafinu. „Þú getur ímyndað þér þegar skipið kom til Flateyjar, þetta var eitthvað sem enginn hafði séð áður. Þrjú möstur, fallbyssur um borð, þetta hefur verið magnað.“ arib@frettabladid.is Mjaltastúlkan gerð fyrir sýndarveruleika Í dag eru 360 ár liðin frá því hollenska skipið Melckmeyt, eða Mjaltastúlkan, sökk við Flatey í Breiðafirði. Sjávarfornleifafræðingar standa að sýndarveru- leikasýningu þar sem hægt er að skoða skipið í 360 gráðum í nútíð og fortíð. Svona lítur skipið út á sýningunni. Á skut þess má sjá málverk Vermeers af mjaltastúlku, sem málað var ári áður en skipið sökk. MYND/JOHN MCCARTHY HEILBRIGÐISMÁL Fyrirtækið Arc­ ticLAS ehf. fékk á dögunum leyfi frá Umhverfisstofnun til afmarkaðrar notkunar á erfðabreyttum rottum. Um hvítar brúnrottur er að ræða. Heimild er til þess að flytja inn og rækta sextíu erfðabreyttar rottur á ári en dýrin eru fengin úr alþjóð­ legum rottubönkum. Ráðgert er að nýta tilraunarott­ urnar við rannsóknir á arfgengri heilablæðingu sem greinst hefur á Íslandi. Rotturnar bera stökkbreytingu sem gerir það að verkum að dýrin gætu verið sjúkdómsmódel fyrir arfgenga heilablæðingu. Umrætt fyrirtæki er einnig í nánu samstarfi við Háskóla Íslands um rannsóknir á músum. – bþ Erfðabreyttar bankarottur á leið til Íslands Sextíu rottur koma úr alþjóðlegum rottubönkum. DANMÖRK Mette Fredriksen, for­ sætisráðherra Dana, lýsti því yfir á mánudag að íslamistar með tvöfalt ríkisfang yrðu sviptir því danska. Ástæðan er innrás Tyrkja í Kúrda­ héröð Sýrlands og hættan á því að þúsundir ISIS­liða sleppi úr haldi. „Þetta fólk sneri bakinu við Dan­ mörku og notaði of beldi til þess að berjast gegn lýðræði og frelsi. Þau ógna öryggi okkar. Þau eru óæskileg í Danmörku,“ sagði Fredriksen. Frumvarp þessa efnis kemur frá Sósíaldemókrataf lokknum sem leiðir ríkisstjórnina, en það nýtur jafnframt stuðnings flestra flokka á danska þinginu. Talið er að það gæti orðið að lögum á nokkrum vikum. Samkvæmt dómsmálaráðuneyt­ inu er vitað um 36 Dani sem hafa haldið til Miðausturlanda til að berjast með hryðjuverkasamtök­ um. Tólf þeirra eru í varðhaldi. – khg Svipta ISIS-liða ríkisborgararétti Mette Fredriksen forsætisráðherra Danmerkur. NORDICPHOTOS/AFP Kraftur var í leikmönnum meistaraflokks Breiðabliks á æfingu liðsins í gær þrátt fyrir leiðindaveður. Mikið liggur undir hjá Breiðabliki sem mætir franska stórliðinu PSG í sextán liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvelli klukkan 18.30 í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI REYKJAVÍK Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisf lokksins um heildar­ úttekt á umferðarmerkingum var samþykkt í borgarstjórn í gær. Tillagan snýr að því að Reykjavík verði leiðandi í aðlögun umferðar­ merkinga og aðlagi þær sjálfkeyr­ andi bílum og tækninýjungum. Felur þetta í sér heildarúttekt umferðarmerkinga samhliða end­ urskoðun reglugerðar ríkisins. – bdj Skilti samþykkt 1 6 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 6 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :1 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 6 -C A B C 2 4 0 6 -C 9 8 0 2 4 0 6 -C 8 4 4 2 4 0 6 -C 7 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.