Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.10.2019, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 16.10.2019, Qupperneq 34
Þorsteinn Friðrik Halldórsson SKOÐUN Skotsilfur Tollastríð Bandaríkjanna og Kína dregur úr hagvexti á heimsvísu Hagvöxtur á heimsvísu í ár verður með minnsta móti frá fjármálahruni, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, um þrjú prósent. Tollastríð Bandaríkjanna og Kína leiði til stöðnunar í alþjóðlegum viðskiptum. Gopinath, aðalhagfræðingur sjóðsins, segir að seðlabankar grípi til vaxtalækkana til að vega upp á móti mistökum stjórnvalda. Það sé takmörkuð auðlind. Seðlabankar geti því mögulega lítið beitt sér þegar hagkerfin kólna. NORDICPHOTOS/GETTY Fyrr á þessu ári var haldið upp á að 50 ár eru liðin síðan álverið í Straumsvík hóf starfsemi. Landsvirkjun fagnaði 50 ára afmæli sínu 2015 en fyrirtækið var á sínum tíma stofnað í kringum byggingu Búrfellsvirkjunar, sem var fyrsta stórvirkjun Íslendinga, en skilyrði fyrir lánveitingu til virkjunarinnar var samningurinn um álverið í Straumsvík. Markaði þetta upphaf orkusækins iðnaðar hér á landi og uppbyggingu á tengdu raforkukerfi. Allar götur síðan hefur saga orku­ sækins iðnaðar og raforkukerfisins verið samofin og sú uppbygging verið til hagsbóta fyrir heimili og fyrirtæki í landinu. Á þessu 50 ára tímabili hefur landsframleiðsla á mann, sem er Orkusækinn iðnaður skapar þjóðhagslegan ávinning Ingólfur Bender aðalhagfræð­ ingur Samtaka iðnaðarins Hvað næst? Það ætlar ekki af Arion banka að ganga. Dóttur­ félag hans, Valitor, hefur verið rekið með um 5 milljarða tapi síðustu 18 mánuði og í fyrradag var tilkynnt að aukið tap Valitors á þriðja fjórðungi hefði neikvæð áhrif á bankann sem nemur 900 milljónum. Fyrirtækið hefur lagst í mikla fjárfestingu samhliða alþjóðlegum umsvifum sem væntingar hafa verið um að myndu skila sér í auknum verð­ mætum. Í síðustu viku skipti Arion út meirihluta stjórnarmanna. Þykir sú breyting til marks um að farið sé að hitna undir stól Viðars Þorkels- sonar, forstjóra félagsins til níu ára. Undir þrýstingi Bandarísk stjórn­ völd hafa farið í hart gegn Huawei og er fyrirtækjum þar í landi bannað að nota fjarskipta­ búnað frá kínverska fjarskiptarisanum. Varaforseti Bandaríkjanna varaði íslensk stjórnvöld sérstaklega við að nota slíkan búnað í heimsókn sinni á Íslandi. Bæði Nova og Sýn nota búnað frá Huawei en helmings­ eigandi Nova, sem stýrt er af Mar- gréti Tryggvadóttur, er bandaríska félagið PT Capital. Ætla má að bandarísk stjórnvöld séu óánægð með tengsl þess við Huawei og að þau séu að þrýsta á fyrirtækið. Gæti klikkað Ragnar Þór Ingólfs- son, formaður VR, reynir að fá lífeyrissjóði til að fjármagna húsnæðisfélagið Blæ sem á helst að vera góðgerðar­ stofnun. Til að lokka sjóðina að sagði hann að raunhækkun hús­ næðis á höfuðborgarsvæðinu frá 1997 væri rúmlega fjögur prósent. Lífeyrissjóðir eru ekki braskarar sem selja húsnæði til að leysa út verðhækkanir. Hækkunin, ef það er forsenda, yrði að vera í formi húsaleigu. Hún gæti rokið upp í góðæri. Formaðurinn þarf að beygja sig undir markaðslögmálin vilji hann koma á fót húsnæðis­ félagi með annarra manna fé. Miðf lokkurinn hefur sótt í sig veðrið. Með markviss­um hætti hefur f lokkur­ inn náð að endurheimta fylgið sem tapaðist í kringum Klausturmálið og gott betur. Fylgið er að miklu leyti sótt til Sjálfstæðisf lokksins sem sjálfur er í sögulegri lægð. Þessi þróun ætti ekki að koma neinum á óvart. Orð, efndir og afturhald Í stjórnmálaályktun landsfundar Sjálfstæðisf lokksins á síðasta ári voru jafnréttismál og málefni hælis­ leitenda sett efst á listann. Það var með ráðum gert enda töldu sumir innan flokksins að hann glímdi við ímyndarvanda á þessum sviðum. Þetta var rangt mat á stöðunni. Flokkurinn glímir vissulega við ímyndarvanda en sá vandi er fólginn í því að f lokkurinn virð­ ist getulaus gagnvart hinu opin­ bera kerfi sem er á sjálfstýringu. Almennir launþegar og atvinnu­ rekendur horfa upp á báknið þyngjast á herðum sér og opin­ bera starfsmenn leiða launaþróun í landinu. Enginn ráðherra virðist vera tilbúinn að taka slagi, hvorki stóra né litla. Miðf lokkurinn hefur því reynt að f ylla tómar úmið á hæg r i vængnum. Nýlega birti f lokkurinn áherslur sínar fyrir þingveturinn og mátti þar finna margt gott, eins og lækkun skatta og það að ríkið þyrfti að fara betur með þá fjár­ muni sem það hefur til ráðstöf­ unar. Efst á listanum stóð „Báknið burt“. Hressandi tilbreyting frá sýndarstjórnmálum nútímans. Eða hvað? Það er nauðsynlegt að taka þessu útspili með miklum fyrir vara enda hafa fæstir þing­ menn f lokksins haft sérstakan áhuga á að koma böndum á kerfið. Ekki nema kannski formaðurinn. Ætla má að f lokkurinn sé einfald­ lega með puttann á þjóðarpúls­ inum og viti nákvæmlega hvernig eigi að stíla orðræðuna inn á óánægða hægrimenn. Óhjákvæmi­ lega vakna spurningar um hvort orð og efndir geti farið saman. Þá er erfitt að sjá fyrir sér hvernig Miðf lokkurinn getur komið í stað Sjálfstæðisf lokksins sem borgara­ legt af l af málf lutningi sumra þing­ manna f lokksins að dæma. Þorsteinn Sæmundsson, þing­ maður Miðf lokksins, var á meðal gesta í Silfrinu um síðustu helgi. Í umræðu um farveitur á borð við Uber lagðist hann gegn þeim og kallaði hann deilihagkerfið „fínt nafn yfir skattsvik“. Í sama þætti hélt hann því fram að Sjálfstæðis­ f lokkurinn ætlaði að hækka erfða­ fjárskattinn en ekki lækka hann. Það var leiðrétt af öðrum gesti í snatri. Stuttu síðar birti Þorsteinn skoðunarpistil til að halda uppi vörnum fyrir einkasölu ríkisins á áfengi. Hætta er á því að þeir sem leita að skynsamlegri íhaldsstefnu í Miðf lokknum finni mestmegnis illa grundaða afturhaldssemi. einn mælikvarði á efnahagslega vel­ megun, farið úr því að vera til jafns við meðaltal Evrópu yfir í að vera nú tæplega 50% meiri. Á þessu 50 ára tímabili hefur því skilið verulega á milli efnahagslegrar velmegunar hér á landi og í flestum öðrum Evrópu­ ríkjum. Fjölmargir þættir skýra þessa miklu og jákvæðu breytingu í lífs­ kjörum landsmanna. Stór hluti skýringarinnar er hins vegar sá að á þessum tíma tóku Íslendingar að nýta ríkulegar orkuauðlindir lands­ ins í meiri mæli en verið hafði en fram að þeim tíma hafði gjaldeyris­ sköpun Íslendinga nær alfarið byggst á sjávarútvegi. Vöxtur orkusækins iðnaðar gerði Íslendingum kleift að byggja upp raforkuframleiðslu í stórum skrefum og með hagkvæm­ ari hætti en ella hefði verið. Á síðustu 50 árum má áætla að framlag stórnotenda raforku til verðmætasköpunar hér á landi hafi verið um 2.100 milljarðar króna. Um 80% þess framlags hafa fallið til á 21. öldinni. Þá er metið beint framlag greinarinnar til landsframleiðslu og óbeint framlag, þ.e. sá virðisauki sem greinin skapar í viðskiptum sínum við aðrar greinar. Til að setja þetta í samhengi þá var landsframleiðslan í heild hér á landi 2.812 milljarðar króna á árinu 2018. Fjárfestingar tengdar stóriðju og tengdri raforkuframleiðslu hafa að sama skapi verið miklar á tíma­ bilinu. Samanlagt yfir síðastliðin 50 ár nemur þessi fjárfesting um 1.600 milljörðum. Til að setja þetta í samhengi nam heildarfjárfesting í hagkerfinu, þ.e. heimila, fyrirtækja og hins opinbera, 628 milljörðum á síðasta ári. Raforkukerfið hefur byggst upp samhliða uppbyggingu á starfsemi orkusækinna iðnfyrirtækja hér á landi. Má í því sambandi nefna að þessi iðnfyrirtæki nota rétt um 80% allrar raforku í landinu. Önnur atvinnustarfsemi og heimilin hafa notið góðs af þessari uppbyggingu í auknu orkuöryggi og lægra raforku­ verði. Óstöðugleiki íslenska hagkerfisins hefur meðal annars átt rætur sínar að rekja til einhæfni útflutnings­ atvinnuvega. Óstöðugt efnahagslegt umhverfi kemur niður á lífsgæðum, framleiðni og innlendri verðmæta­ sköpun. Leiðin að auknum stöðug­ leika í efnahagslífi íslensku þjóðar­ innar á síðustu áratugum fólst í að auka fjölbreytni í gjaldeyrissköpun og byggja upp greinar sem voru óháðar sveiflum í aflabrögðum ein­ göngu. Síðustu tvo áratugi hafa gjald­ eyristekjur þjóðarinnar vegna stór­ iðju margfaldast. Gjaldeyrissköpun orkusækinna iðnfyrirtækja er nú orðin meiri en heildargjaldeyris­ tekjur af útflutningi sjávarafurða, eða um 260 milljarðar króna á árinu 2018. Vöxtur þessarar greinar hefur aukið stöðugleika hagkerfisins. Við höfum verið að sækja okkar efnahagslegu velmegun í starfsemi raforkusækinna iðnfyrirtækja að stórum hluta síðustu 50 ár. Til þess að geta haldið áfram að sækja okkar efnahagslegu velmegun þangað þurfum við að tryggja samkeppnis­ hæfni greinarinnar. Með aðgerðum sem ef la samkeppnisstöðuna má tryggja að við byggjum þessa starf­ semi áfram upp hér á landi til heilla fyrir fyrirtækin og heimilin í land­ inu. 1 6 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN 1 6 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :1 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 0 6 -E 3 6 C 2 4 0 6 -E 2 3 0 2 4 0 6 -E 0 F 4 2 4 0 6 -D F B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.