Fréttablaðið - 25.10.2019, Side 6

Fréttablaðið - 25.10.2019, Side 6
Hugbúnaðarkerfið og eignarhald þess var rætt í óundirbúnum fyrir- spurnatíma á Alþingi fyrr í mánuð- inum og sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra við það tækifæri að hætta væri á því að ríkið festist í viðskiptum við þá aðila sem taka að sér að þróa hugbúnað og séu eig- endur hans. „Í því felst þá að það getur orðið óyfirstíganlegt að hætta þeim viðskiptum og leita eitthvert annað,“ sagði Bjarni. Fyrirspyrjandinn í það skipti, Helgi Hrafn Gunnarsson, rifjaði upp að á síðasta kjörtímabili hefðu komið fram efasemdir hjá þing- mönnum í stjórnskipunar- og eftir- litsnefnd um kosti þess að ríkið væri að fjármagna sérsmíðaðan hugbúnað sem endi síðan ekki í eignarhaldi ríkisins. „Því miður hefur mér í gegnum árin sýnst þetta vera ákveðin venja, að opinberar stofnanir þurfa sérlausnir, jafn- vel sérsniðnar að sínum þörfum, ráða eitthvert hugbúnaðarfyrir- tæki sem er eflaust fínt og frábært, eins og Advania, til að búa til þá lausn en svo á framleiðandinn enn þá vöruna og ríkið er fast í viðjum þess fyrirtækis það sem eftir er ef ekki á að byrja upp á nýtt,“ sagði Helgi Hrafn. Hann vísaði til álits stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar frá 2014 þess efnis að endurskoða þyfti eignarhaldið á kerfinu, með það fyrir augum að ríkið geti nýtt það fyrir allar stofnanir sínar án þess að þurfa að kaupa aðgang að því fyrir hverja og eina ríkisstofnun. Bjarni sagði málið hafa verið rætt í fjármálaráðuneytinu og málið væri mikilvægt. Tillaga að lausn til framtíðar hefði hins vegar ekki verið mótuð. adalheidur@frettabladid.is BúÚH! 599 kr.stk. Grasker, stór Afgreiðslutímar á www.kronan.is TIL HAMINGJU HARPA! H A R P A R Ú N K R I S T J Á N S D Ó T T I R hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina Eddu þann 22. október. Af því tilefni blæs Bókaútgáfan Sæmundur til fögnuðar í Kornhúsinu í Árbæjarsafni föstud. 25. okt. kl. 17–19. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir til að fagna með skáldkonunni frá Hólum á Rangárvöllum. STJÓRNSÝSLA Kostnaður ríkisins við ORRA, fjárhags- og mannauðs- kerfi ríkisins, var tæpur tveir og hálfur milljarður á árunum 2009 til 2018. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármála- ráðherra við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Upprunalegur þróunarkostnaður við hugbúnaðinn var einn og hálfur milljarður sem féll til á árunum 2001 til 2005. Kerfið sem þróað var fyrir ríkið er í eigu fyrirtækisins Oracle og eftir atvikum Advania. Kostnaður ríkisins við kerfið er því ekki undir fjórum milljörðum á þeim tæpu tveim áratugum sem liðnir eru frá því þróun þess hófst upp úr aldamótum. Í svari við fyrirspurn frá síðasta þingi kemur fram að á árinu 2018 var viðhaldskostnaður við kerfið 275 milljónir, en ný útgáfa þess var innleidd á árinu sem kostaði rúmar 163 milljónir. Rekstrarkostnaður vegna kerfisins kostaði tæpar 400 milljónir í fyrra. „Þetta eru rosalegar fjárhæðir en fyrir árlegan viðhaldskostnað gæti ríkið rekið myndarlega hugbúnað- ardeild sem héldi eignarhaldi á hug- búnaðinum í opinberri eigu,“ segir Björn Leví. Óábyrgt sé að ríkið eyði svona fjárhæðum í hugbúnað án þess að eiga leyfið á honum. Eignar- hald ríkisins á hugbúnaði þurfi jafn- vel ekki að koma í veg fyrir að hægt sé að bjóða þróunarvinnu út. Háar fjárhæðir árlega frá ríkinu vegna Orra Gríðarlegur kostnaður fer í viðhald og rekstur bókhaldskerfis ríkisins. Kerfið er í eigu Oracle og Advania. Fyrirtækin fá hundruð milljóna árlega frá ríkinu vegna kerfisins. Fjármála- og efnahagsráðherra telur rétt að skoða málið.   Bjarni Benediktsson sagði í umræðum á Alþingi fyrr í mánuðinum að tilefni væri til að skoða framkvæmdina um kerfið. Rætt hefði verið um málið í ráðuneytinu en engar tillögur að lausn lægju fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þróunarkostnaður 2001 – 2005 1.501 milljón Rekstrar- og viðhaldskostnaður á 10 árum 2009 – 2018 2.474 milljónir Viðhaldskostnaður í fyrra 2018 275 milljónir – þar af ný uppfærsla á ORRA 2018 163,6 milljónir Heildarrekstrarkostnaður í fyrra 2018 396,5 milljónir ✿ Kostnaður ríkisins við bókhaldskerfið ORRA Þetta eru rosalegar fjárhæðir en fyrir árlegan viðhaldskostnað gæti ríkið rekið myndarlega hugbúnaðar- deild. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata SAMGÖNGUR Icelandair gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX-flug- vélar verði komnar aftur í rekstur fyrr en í fyrsta lagi í lok febrúar 2020. Þetta kemur fram í frétta til- kynningu Icelandair. Á kvörðunin mun ekki koma til með að hafa mikil á hrif á f lug á ætlun vetrarins að sögn Icelandair en þegar var búið að gera fjölda af á herslu breytingum á flug leiðum fé lagsins. „Eins og við höfum áður sagt, teljum við ó lík legt að MAX-vélarn- ar verði komnar aftur í rekstur fyrir lok þessa árs. Við viljum hins vegar lág marka á hrif á far þega okkar og fram lengja þetta tíma bil með góðum fyrir vara, enda gott svig rúm hjá okkur á þessum árs tíma að nýta aðrar vélar í f lotanum hjá okkur,“ segir Bogi Nils Boga son, for stjóri Icelandair Group. Icelandair hyggst halda á fram að fylgjast með þróun mála varð- andi af léttingu kyrr setningar MAX-vélanna. Yfir grips mikið og vandað ferli fer nú fram sem stýrt er af al þjóða f lug mála yfir völdum með það að mark miði að tryggja öryggi vélanna og koma þeim aftur í rekstur. Síðast liðinn septem ber gerði Icelandair Group bráða birgða sam- komu lag við Boeing um bætur fyrir hluta þess tjóns sem fé lagið hefur orðið fyrir vegna kyrr setningar MAX-vélanna. Á fram haldandi við- ræður við Boeing um að fá heildar- tjón vegna kyrr setningarinnar bætt standa enn yfir. – kdi MAX-vélarnar kyrr settar út febrúar Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. 2 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 5 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 1 5 -B 8 5 C 2 4 1 5 -B 7 2 0 2 4 1 5 -B 5 E 4 2 4 1 5 -B 4 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.