Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.10.2019, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 25.10.2019, Qupperneq 18
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Fyrirtækið Aflvélar er að byrja vetrarvertíðina, en þar er meðal annars hægt að fá allt sem þarf fyrir snjóruðning; snjó- ruðningsbúnað, sanddreifara, salt- dreifara og snjóblásara og ýmsar aðrar vinnuvélar frá vönduðustu og þekktustu merkjum heims. Afl- vélar selja vörur sem henta ýmsum ólíkum fyrirtækjum og þar fást bæði ódýrari græjur sem og þær allra dýrustu og flottustu. „Við erum með mikið af tækjum fyrir flugvelli,“ segir Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri Aflvéla. „Við höfum allar gerðir af snjóruðnings- búnaði ásamt sameykjum sem eru notuð til að hreinsa flugbrautir. Við erum líka með risastóra dreifara sem dreifa 40 metra breidd af afísingarefni. Eins erum við með alls kyns sópa; götusópa, gang- stéttarsópa og önnur slík tæki. Það er svo ekki langt síðan við hófum að bjóða aðra þjónustu, en það er að breyta vörubílum í snjó- ruðningstæki. Við setjum í þá nýjar vökvadælur, vökvakerfi og rafkerfi og festum tennur og dreifara á bílana svo þeir séu tilbúnir til vetrarnotkunar,“ segir Friðrik Ingi. „Við setjum upp nýtískulegt alhliða kerfi sem er samstillt í tölvu og gerir manni kleift að stýra nánast öllum hreyfingum með einum stýripinna. Á sumrin er síðan hægt að nota sama stýrikerfi til að lyfta pallinum. Við höfum breytt flugvallarvöru- bílum með þessum hætti síðan árið 2008, þannig að við höfum orðið góða reynslu, en fyrir tveimur árum byrjuðum við að bjóða fleiri fyrirtækjum þessa þjónustu,“ segir Friðrik Ingi. Við vorum líka að fá nýjar tennur fyrir snjóruðning, sem eru af dýrari gerðinni,“ segir Friðrik Ingi. „Þær hafa marga kosti sem þær ódýrari hafa ekki, bæði hvað varðar öryggi og afköst. Það er hröð þróun á þessu sviði.“ Bestu dempararnir og bilanagreiningartölvur „Við höfum líka verið að færa okkur á nýja markaði og erum komin með umboð fyrir gæða- demparana frá Koni, sem eru bæði fyrir vörubíla og venjulega bíla sem fá mikla notkun,“ segir Friðrik Ingi. „Þeir sem eru gamlir í hettunni þekkja þetta merki vel og margir segja að þetta séu bestu demparar sem til eru. Svo erum við líka að selja bilanagreiningartölvur frá Texa inn á bílaverkstæði og aðra stærri notkunaraðila, eins og verktaka og þess háttar,“ segir Friðrik Ingi. „Það er margt nýtt og spennandi að gerast í þeim geira. Nú erum við að byrja með nýja og handhæga tölvu frá Texa sem les upplýsingar frá skynjurum í ventlum á dekkjum bílsins,“ segir Friðrik Ingi. „Þessir skynjarar gefa upplýsingar um loftþrýsting og fleira. Við getum ekki bara lesið upplýsingarnar frá ventlunum heldur getum við líka forritað skynjarana.“ Allt fyrir slátt og ýmis þrif „Fyrir utan þetta erum við líka með línu fyrir sum- arið fyrir slátt. Við erum með umhverfisvænar sláttuvélar og sláttuorf og fleira í þeim dúr, en þetta er allt drifið áfram af lithíum rafhlöðum en ekki bensíni, sem er mjög spennandi ný þróun,“ segir Friðrik Ingi. „Við erum líka með litla trakt ora fyrir slátt sem henta vel bæði fyrir bæjarfélög og verktaka. Þegar kemur að minni vélunum erum við með gólfþvottavélar sem þrífa gólf og henta vel fyrir íþróttahús, verslanir og önnur stærri rými,“ segir Friðrik Ingi. „Mest selda slíka vélin er i-mop, lítil og umhverfisvæn vél sem er drifin áfram af litíum-raf- hlöðum en afkastar samt sem áður álíka miklu og stóru gólfþvottavélarnar. Þetta eru litlar vélar sem komast á miklu fleiri staði en stóru vélarnar og henta því bæði til að þrífa minni og stærri svæði, jafnvel litlar skrif- stofur. Það er magnað og einstakt að þessi litla vél geti skilað sömu afköstum og stóru vélarnar. Svo erum við líka að TEXA TPS er forritari fyrir dekkja- skynjara sem gefa upplýsingar um loftþrýsting og fleira í dekkjum. Aflvélar selja líka götusópa. Þessi er útbúinn með segulstáli að framan. i-mop gólfþvottavélin er lítil og umhverfisvæn og afkastar álíka miklu og stóru vélarnar. Cleanfix gólf- þvottaróbot. Vélin forðast hindranir og er frábær fyrir iðnaðarfyrir- tæki, verslunar- miðstöðvar, verslanir, íþróttasali eða önnur svæði þar sem mikil vinna fer í þrif. Það er hægt að festa þessar snjótennur á dráttarvélar til að ryðja snjó.. Framhald af forsíðu ➛ bjóða gólfþvottaróbot frá Cleanfix í Sviss. Vélin tekur eftir því hvort það er fólk eða aðrar hindranir á leiðinni og keyrir í kringum þær,“ segir Friðrik Ingi. „Þetta er frábært fyrir iðnaðarfyrirtæki, verslunar- miðstöðvar, verslanir, íþróttasali eða önnur svæði þar sem mikil vinna fer í þrif. Það sparar pening og mannskap að hafa róbot til að sinna þessu. Að sjálfsögðu sinnum við svo líka allri þjónustu í kringum þessi tæki, erum með varahluti og annað þess háttar,“ segir Friðrik Ingi. „Hjá okkur færðu alla viðeigandi þjónustu og við sinnum henni vel á eigin verkstæði.“ Stór lager og gott úrval „Við erum með mjög sterk vöru- merki, þetta eru allt vörur í hæsta gæðaflokki,“ segir Friðrik Ingi. „Við eigum líka mikið til á lager og erum að undirbúa okkur fyrir veturinn með stórum lager. Þannig að við erum með frábærar vörur í miklu úrvali, en í þessum bransa getur oft tekið langan tíma að fá vörur sem þarf að sérpanta.“ Umhugað um umhverfið „Okkur er mjög umhugað um umhverfismál og það kemur fram á margan hátt hjá okkur. Nú erum við komin með fimm rafbíla í notkun og við erum með hleðslustöðvar í fyrirtækinu sem eru einnig í boði fyrir viðskiptavini okkar,“ segir Friðrik Ingi. „Þar að auki eru þær lausnir sem við bjóðum í tækjum með þetta í huga. Við bjóðum nú mikið af vélum sem nota rafgeyma í stað jarðefnaeldsneytis. Þar að auki erum við að bjóða lausnir í vökva- kerfum fyrir vörubíla með dælum sem spara mikla orku og þar með eldsneyti.“ Það er svo ekki langt síðan við hófum að bjóða aðra þjónustu, en það er að breyta vörubílum í snjóruðnings- tæki. Hjá Aflvélum er hægt að fá allt sem þarf til snjóruðnings. Hér sést fullbúinn snjóruðningsbíll sem er með öllu tilheyrandi, bæði tönn og dreifara. 2 KYNNINGARBLAÐ 2 5 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RVÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR 2 5 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 1 5 -C 2 3 C 2 4 1 5 -C 1 0 0 2 4 1 5 -B F C 4 2 4 1 5 -B E 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.