Fréttablaðið - 25.10.2019, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 25.10.2019, Blaðsíða 20
Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@frettabladid.is Viktor Arnar er spurður að því hvenær áhugi hans á umferðarmerkjum hafi vaknað. „Þegar ég var í tólf ára bekk í barnaskóla 1967 var haldin spurn- ingakeppni um umferðarreglurnar í skólum. Ég komst í mitt skólalið en var lasinn heima vikuna fyrir keppnina. Ég notaði tímann til að læra umferðarmerkjareglugerðina utan að og megnið af umferðarlög- unum. Því miður var ég enn lasinn þegar keppnin fór fram og mér var ekki hleypt út. En þetta varð til þess að síðan hef ég horft á öll umferðar- merki með sérstakri athygli.“ Hvað er svona áhugavert við umferðarmerki? „Tákn umferðarmerkja eru alþjóðleg samkvæmt svokölluðu Vínarsamkomulagi frá 1968 sem Ísland hefur reyndar enn ekki undirritað. Teikning táknanna er hins vegar mismunandi milli landa. Það er mjög gaman að bera saman þessar teikningar og það er til frábær Wikipedia-síða sem sýnir öll merki, slóðin er: wiki- pedia.org/wiki/Comparison_of_ European_road_signs.“ Lærði reglugerðina 12 ára Viktor Arnar Ingólfsson byggingartæknifræðingur hefur starfað hjá Vegagerðinni síðastliðin 30 ár. Það eru fáir, sennilega engir, landsmenn jafn fróðir og Viktor Arnar um umferðarskilti. Viktor með við- vörunarmerkið sem hann frum- teiknaði. FRÉTTA- BLAÐIIÐ/VALLI Landsbankinn býður fyrirtækjum og einstaklingum hagstæða fjármögnun á nýjum og notuðum bifreiðum og atvinnutækjum. Hagstæð fjármögnun á bílum og tækjum landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Eru þá til íslenskar teikningar? „Já, en fram á 10. áratug síðustu aldar voru ekki til neinar staðl- aðar íslenskar teikningar. Þegar Vegagerðin og sveitarfélög keyptu umferðarmerki voru þau ýmist frá íslenskum skiltagerðum eða erlendum. Það mátti því sjá hér á landi umferðarmerki frá ýmsum löndum,“ útskýrir Viktor. „Umferðarmerkjareglugerð hafði verið gefin út nokkrum sinnum en táknin voru aldrei hreinteiknuð þannig að þau væru nothæf í framleiðslu. Um 1990 var ég að nota FreeHand-teikni- foritið við ýmis verkefni í starfi mínu hjá Vegagerðinni og meðal annars hreinteiknaði ég nokkur umferðarmerki. Það varð til þess að mér var falið að hreinteikna öll merkin í reglugerð sem kom út 1995. Samhliða því var frumteikn- ing nokkurra undirmerkja. Síðan hafa komið nokkrar viðbætur við reglugerðina en engin heildar- útgáfa.“ Eru til umferðarmerki á Íslandi sem ekki sjást í öðrum löndum? „Já, öll lönd sem eru aðilar að Vínarsamkomulaginu hafa ein- hverjar sérmerkingar, aðstæður eru svo mismunandi. Mest áberandi af íslensku merkjunum eru nokkur undirmerki, til dæmis einbreið brú, blindhæð og óbrú- aðar ár. Þessi merki eru með texta en einnig tákni sem vonandi er sæmilega skiljanlegt.“ Er textinn þá bara á íslensku? „Það hefur verið þannig en nú nýlega var bætt við enskum texta á merki sem táknar einbreiða brú, one lane bridge. Ensku má einnig sjá á nokkrum bráðabirgðamerkj- um og upplýsingamerkjum. Þá er reynt að hafa ensku orðin í öðrum lit en þau íslensku. Nú hefur verið skipuð nefnd til að gera heildarendurskoðun á umferðarmerkjareglugerðinni og meðal þess sem þarf að skoða eru þessi tvítyngdu merki. Sérstakar leiðamerkingar fyrir ferðafólk og athyglisverða staði verða væntan- lega líka teknar upp.“ Viktor Arnar er að lokum spurður að því hvort hann eigi sér uppáhaldsumferðarmerki. „Ég frumteiknaði viðvörunar- merki sem táknar veghefil við vinnu. Það var ekki auðvelt en ég er ánægður með árangurinn. Það er líka við hæfi að birta það í þessu vinnuvélablaði.“ 4 KYNNINGARBLAÐ 2 5 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RVÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR 2 5 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 1 5 -B D 4 C 2 4 1 5 -B C 1 0 2 4 1 5 -B A D 4 2 4 1 5 -B 9 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.