Fréttablaðið - 25.10.2019, Page 21
Við reynum að
hafa biðtímann
eins stuttan og við
mögulega getum því við
vitum að það er gríðar-
lega mikilvægt fyrir
viðskiptavini okkar að
halda atvinnutækjum
sínum í vinnu.
Einkunnarorð Sleggjunnar eru fagmennska, áræðni og traust,“ segir Guðmundur Björnsson,
framkvæmdastjóri Sleggjunnar,
þjónustuverkstæðis atvinnutækja.
„Við tökum vel á móti öllum og
viðskiptavinahópurinn er fjöl-
breyttur; allt frá stórum landflutn-
ingafyrirtækjum og hópferða- og
verktakafyrirtækjum til einstakl-
inga með jafnvel bara einn bíl eða
tæki sem þarf að þjónusta,“ upp-
lýsir Guðmundur sem í Sleggjunni
býður upp á alhliða þjónustu fyrir
vörubifreiðar, hópbifreiðar, sendi-
bíla, aftanívagna og tengivagna.
„Alhliða þjónusta er ansi vítt
hugtak en það má samt segja sem
svo að við þjónustum nær allar
stærri atvinnubifreiðar með nánast
hvað sem er,“ segir Guðmundur í
Sleggjunni sem starfar óháð bíla-
tegundum og tekur því allar helstu
bílategundir til viðgerða.
„Við gerum bilanagreiningar
með fullkomnum bilanagrein-
ingartölvum og getum með þeim
tengst öllum helstu bíltegundum,“
upplýsir Guðmundur.
Á þjónustuverkstæði Sleggj-
unnar er líka boðið upp á viðgerðir
á bremsum, véla- og rafmagns-
viðgerðir og viðgerðir á hjóla- og
drifbúnaði.
„Við erum með fullkomna
smuraðstöðu og getum búið til
flestar stærðir og gerðir af glussa-
lögnum, svo eitthvað sé nefnt,“
segir Guðmundur.
Framúrskarandi fyrirtæki
Sleggjan byggir á áratuga reynslu í
atvinnutækjabransanum og hefur
frá fyrstu tíð verið fjölskyldu-
fyrirtæki með traustan hóp starfs-
manna.
„Frá árinu 2014 höfum við verið
í hópi framúrskarandi fyrirtækja
hjá CreditInfo og erum mjög stolt af
þeirri viðurkenningu,“ segir Guð-
mundur.
Ný aðstaða var tekin í notkun
í nóvember 2018 þegar Sleggjan
flutti í nýtt og glæsilegt atvinnu-
húsnæði í Desjamýri 10 í Mos-
fellsbæ. Mikið var lagt í að gera
vinnuumhverfi starfsmanna eins
og best verður á kosið og er verk-
stæðið mjög vel tækjum búið.
„Mikil eftirspurn hefur verið
eftir þjónustu hjá okkur og höfum
við reynt að anna þeirri eftirspurn
eftir bestu getu. Við reynum að
hafa biðtímann eins stuttan og
við mögulega getum því við vitum
að það er gríðarlega mikilvægt
fyrir viðskiptavini okkar að halda
atvinnutækjum sínum í vinnu,“
segir Guðmundur.
Hann tekur fram að Sleggjan geti
alltaf bætt við sig góðu starfsfólki.
„Það er alltaf þörf fyrir mann-
skap með reynslu og þekkingu í
þessum bransa. Því geta áhuga-
samir haft samband og séð hvort
við höfum eitthvað í boði sem gæti
hentað þeim.“
Sleggjan er í Desjamýri 10, Mos-
fellsbæ. Tímapantanir í síma
588 4970. Opnunartími verkstæðis
er mánudaga til fimmtudaga frá
klukkan 8 til 17 og föstudaga frá
klukkan 8 til 16. Frekari upplýsingar
um þjónustuþætti Sleggjunnar
á sleggjan.is og Facebook undir
Sleggjan þjónustuverkstæði.
Fagmennska,
áræðni og traust
Sleggjan, þjónustuverkstæði atvinnutækja er framúrskar-
andi fyrirtæki sem býður alhliða þjónustu fyrir vörubif-
reiðar, hópbifreiðar, sendibíla, aftanívagna og tengivagna.
Komið er ár síðan Sleggjan flutti starfsemi sína í glæsilegt atvinnuhúsnæði að Desjamýri 10.Hjá Sleggjunni er fullkomin smuraðstaða og búnar til flestar stærðir og gerðir af glussalögnum.
Guðmundur Björnsson er framkvæmdastjóri Sleggjunnar.Alhliða þjónusta fyrir vörubifreiðar, hópbifreiðar, sendibíla, aftanívagna og tengivagna er aðalsmerki Sleggjunnar.
Sleggjan sinnir öllum stórum atvinnubifreiðum með nánast hvað sem er.
Verkstæði Sleggjunnar er mjög vel tækjum búið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
KYNNINGARBLAÐ 5 F Ö S T U DAG U R 2 5 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 VÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR
2
5
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:0
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
1
5
-A
E
7
C
2
4
1
5
-A
D
4
0
2
4
1
5
-A
C
0
4
2
4
1
5
-A
A
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
2
4
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K