Fréttablaðið - 25.10.2019, Page 22
Í dvínandi bílasölu koma fram bílar öðru hvoru sem neita að lúta lögmálum markaðarins.
Einn þessara bíla er nýr Ford
Ranger sem selst eins og heitar
lummur, hér heima sem erlendis.
Pallbíll þessi keppir á markaði
þar sem ríkir mikil samkeppni,
og nægir að nefna þar bíla eins
og Toyota Hilux, Nissan Navara
og Mitsubishi L200. Fréttablaðið
fékk Ford Ranger til prófunar fyrir
skemmstu í vel útbúinni Wild
trakútgáfu, en segja má að þar
sé hann farinn að nálgast mikið
betur búna pallbíla eins og VW
Amarok og MercedesBenz Xlínu.
Ford Ranger er fáanlegur í fjórum
útgáfum og er grunnútgáfan XL
sem er vinnuhestur fyrir verktaka.
Með því að taka XLT fæst ágætlega
búinn pallbíll með búnaði eins og
loftkælingu, regnskynjara og Sync
1 upplýsingakerfinu. Enn bætist
við búnaðarlistann í Limited og
Wildtrakútgáfunum og Wildtrak
fær þar að auki stærri álfelgur,
þakboga og títaníumskreytingar á
yfirbyggingu.
Hver rúmsentimetri nýttur
Maður kemur ekki að tómum
kofunum í Ford Ranger Wildtrak.
Leðurinnrétting er á f lestum
slitflötum og ökumannssæti er
með rafstillingum á átta vegu.
Stýrið er einnig leðurklætt en
það er ekki með aðdrætti sem er
ókostur. Innréttingin er annars vel
útfærð og einfalt er að nota Sync 3
upplýsingakerfið, jafnvel með
raddstýringu. Það er mikill munur
að sitja í þessum bíl og horfa í
kringum sig miðað við flesta aðra
bíla. Maður situr hátt og er laus við
breiða þakbita svo að útsýnið er
Eins og vel heppnað hjónaband
Tvöföld forþjappan tryggir að aflið kemur snemma inn og þó að 500 newtonmetra togið sé aðeins
til staðar á 1.750-2.000 snúningum er tíu þrepa sjálfskiptingin það sem fullkomnar hjónabandið.
Með átján tommu álfelgum og títaníum á ytra byrði eins og grillinu er útlitið kraftalegt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Pallurinn er klæddur og með festingum í gólfi og ber 1.081 kíló.
KOSTIR OG GALLAR
FORD RANGER
WILDTRAK-
l VÉL: 2,0
l HESTÖFL: 213
l TOG: 500 NM
l 0-100 KM 10,5 SEK.
Eyðsla í blönduðum akstri: 8,2 l
CO2: 235 g/km
L/B/H: 5.359/2.163/1.848 mm
Hæð undir: 237 mm
Eigin þyngd: 2.309 kg
Dráttargeta: 3.500 kg
Burðargeta: 1.081 kg
Verð frá: 7.690.000 kr.
l Kraftur
l Sjálfskipting
l Útsýni
l Enginn aðdráttur á stýri
l Beygjuradíus
gott og óskert. Bakkmyndavél er
staðalbúnaður í Wildtrak svo ekki
þarf að hafa áhyggjur af þeim hluta
bílsins. Sjálfskiptingin er hefð
bundin í notkun en ekkert ljós er
til að sýna í hvaða stillingu hún er
og verður maður að horfa á mæla
borðið til þess að sjá í hvaða gír
hann er. Gott pláss er í aftursætum
og það liggur við að farið geti vel
um þrjá fullorðna þar. Undir aftur
sæti eru tvö stór geymsluhólf og
það er kostur hversu vel er hugsað
um að nýta hvern rúmsenti metra í
þessum bíl fyrir geymsluhólf.
Aflið nýtt fullkomlega
Og þá er bara að vinda sér í
skemmtilega þáttinn, sjálfan
aksturinn. Af pallbíl að vera er
þrusugaman að keyra þennan
bíl með tveggja lítra 213 hestafla
dísilvélinni. Tvöföld forþjappan
tryggir að aflið kemur snemma inn
og þó að 500 newtonmetra togið
sé aðeins til staðar á 1.7502.000
snúningum er tíu þrepa sjálf
skiptingin það sem fullkomnar
hjónabandið með því að nota
aflið þar sem það skilar sér best.
Sjálfskiptingin sem er ný er hefð
bundin, en skiptingarnar eru
nógu fljótar til að hafa ekki áhrif
á upptak bílsins og það sem betra
er, eldsnöggar niðurskiptingar.
Þegar hann er kominn í sjöunda
gír eru aflhlutföllin 1:1 og eru því
næstu þrír gírar eins og yfirgírar.
Það er svo bara eins og bónus hvað
tveggja lítra vélin gerir þetta allt
saman áreynslulaust og án þess að
vera of hávær.
Rafmagnsaðstoð í stýri
Eins og gefur að skilja eru pall
bílar ekki þeir þægilegustu í akstri,
sérstaklega með pallinn tóman,
og þegar haft er í huga að Wildtrak
prófunarbíllinn var á 18 tommu
felgum hefði fyrirfram mátt búast
við frekar höstum akstri. Þessu
er þó alls ekki þannig farið því
Ford hefur náð að endurstilla
fjöðrunina, meðal annars með
nýrri jafnvægisstöng að framan auk
þess sem uppgefinn loftþrýstingur
í dekkjum er minni en áður. Loks er
bíllinn léttur og mátulega næmur
í stýri enda núna kominn með raf
magnsaðstoð sem gerir sitt til að
betrumbæta aksturseiginleikana,
og um leið öryggið með virkum
veglínuskynjara og þess háttar. Eini
ljóður á annars fullkomnum akstri
er hversu mikill beygjuradíusinn er
og eins gott að gera ráð fyrir góðu
plássi ef snúa þarf Ranger við.
Góð kaup í vel búnum bíl
Þegar við skoðum verðið á Ford
Ranger er rétt að skoða verð á
Double Cab grunnútgáfu annars
vegar og Wildtrak hins vegar
og þá í samanburði við nokkra
aðra dýrari pallbíla. Grunnverð
Ford Ranger Double Cab XL er
6.490.000 krónur sem er nánast á
pari við verð á grunnútgáfu Toyota
Hilux, sem er 6.480.000 krónur.
Þegar komið er upp í vel búna
Wildtrakútgáfuna sem kostar frá
7.690.000 krónum þarf að fara upp
í VXútgáfur til að fá sambærilegan
búnað en þær eru frá 7.950.000
krónum. Í búnaði og afli stenst
Ranger Wildtrak líka ágætlega
samanburð við VW Amarok V6
en grunnverð hans er 8.190.000
krónur. Kannski kemur Nissan
Navara Tekna best út úr saman
burðinum við Ranger Wildtrak en
þar fer saman mjögt vel búinn bíll
með svipaða eiginleika á nákvæm
lega sama verði. Því er óhætt að
segja að bestu kaupin í nýjum Ford
Ranger liggi einmitt í vel búnum
útgáfum eins og Wildtrak.
Njáll
Gunnlaugsson
njall@frettabladid.is
Maður kemur ekki
að tómum kofunum
í Ford Ranger Wildtrak.
Leðurinnrétting er á
flestum slitflötum og
ökumannssæti er með
rafstillingum á átta vegu.
6 KYNNINGARBLAÐ 2 5 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RVÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR
2
5
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:0
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
1
5
-A
9
8
C
2
4
1
5
-A
8
5
0
2
4
1
5
-A
7
1
4
2
4
1
5
-A
5
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
8
s
_
2
4
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K