Fréttablaðið - 25.10.2019, Qupperneq 31
Þegar fólk kemur inn á N1 Nesti getur það gripið með sér kaffi og með því í
vinnuna eða sest niður í rólegheit-
um á staðnum. „Lögð er áhersla
á holla og góða vöru til að koma
til móts við kröfur viðskiptavina.
Hvað er notalegra en að fá sér
eftirlætis kaffidrykkinn og freist-
andi sætabrauð eða brauðmeti í
byrjun dagsins?“ segir Steinunn
Björk Eggertsdóttir, vörustjóri
veitinga, og bætir við að uppá-
hald bílstjóranna sé íslenska
kjötsúpan, sérbakað vínarbrauð
og ylvolgir ástarpungar í Staðar-
skála. „Gamli kaffiuppáhellingur-
inn er líka alltaf á sínum stað,“
segir hún.
Ferðalangar og atvinnubílstjór-
ar geta fundið alls kyns góðan mat
á ferð sinni um landið. N1 Nesti
er víða um landið. Frá Borgarnesi
austur að Hvolsvelli er hægt að
velja um matarmiklar súpur, til
dæmis kjötsúpu, kjúklinga-, eða
gúllassúpu eða annað það sem
hugurinn girnist. „Hefðbundinn
grillmatur sem alltaf er vinsæll er
sömuleiðis í boði á þessum stöðum
þannig að úrvalið er fjölbreytt
og allir geta fundið eitthvað við
sitt hæfi. Hvort sem það er ham-
borgari, samloka eða pítsa þá er
alltaf hægt að finna eitthvað gott í
Nesti,“ upplýsir Steinunn.
Hjá N1 Nesti í Borgarnesi,
Staðarskála og á Egilsstöðum
er boðið upp á hefðbundinn
heimilismat ásamt súpu dagsins í
hádeginu. Lögð er áhersla á sann-
kallaðan mömmumat, snitsel,
kótilettur, fisk, lambakjöt eða
aðra rétti sem Íslendingar þekkja
heiman frá sér. Lögð er áhersla á
metnað í eldhúsinu. Ferskt og fjöl-
breytt Nesti bíður fólks hvert sem
það fer um landið.
Ekki má gleyma söfum og
frískandi boozti, drykkirnir eru
allir gerðir úr fyrsta flokks hráefni.
Sannarlega hollusta í amstri
dagsins.
N1 Nesti tekur vel á móti við-
skiptavinum sínum á veitingastöð-
um hringinn í kringum landið,
eða frá Akranesi til Hvolsvallar.
Á höfuðborgarsvæðinu, Hvera-
gerði og Selfossi er boðið upp á
fjölbreyttar kaffiveitingar, pylsur
og einnig ís á f lestum stöðvum. N1
Nesti er á 22 stöðum um landið.
Íslenska
kjötsúpan í
uppáhaldi hjá
bílstjórum
Dagurinn byrjar snemma hjá N1
Nestisstöðvunum. Starfsfólkið tekur
vel á móti bílstjórum í fyrsta stoppi
dagsins og býður upp á rjúkandi heitt
kaffi, nýbakað bakkelsi og rúnstykki.
Steinunn Björk
Eggertsdóttir,
vörustjóri
veitinga, segir
að N1 Nesti
bjóði upp á
frískandi boozt
sem allt er gert
úr fyrsta flokks
hráefni.
Rjúkandi heitt bakkelsi með morgunkaffinu á N1 Nesti.
Íslensk kjötsúpa er alltaf vinsæl.
Fiskur og franskar er eitthvað sem alla langar að fá sér að borða.
Lögð er áhersla á íslenskan heimamat hjá sumum veitingastöðum N1
Nesti. Hér er það til dæmis girnilegt snitsel með frönskum.
KYNNINGARBLAÐ 15 F Ö S T U DAG U R 2 5 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 VÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR
2
5
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:0
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
1
5
-C
2
3
C
2
4
1
5
-C
1
0
0
2
4
1
5
-B
F
C
4
2
4
1
5
-B
E
8
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
2
4
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K