Fréttablaðið - 25.10.2019, Síða 38

Fréttablaðið - 25.10.2019, Síða 38
Sú hefð hefur skapast að gestalistamenn, frá hinum ýmsu löndum, sem hafa dvalið í vinnustofum SÍM á Seljavegi og á Korpúlfs-stöðum, sýni verk sín á árlegri sýningu í SÍM-salnum í Hafnarstræti. Slík sýning verður opnuð á morgun, laugardag, klukk- an 17.00 og stendur til þriðjudags. Martynas Petreikis hefur umsjón með sýningunni. „Í sautján ár hefur SÍM boðið gestalistamönnum að sýna verk sín í galleríinu hér í Hafn- arstræti. Að þessu sinni sýna 17 listamenn frá hinum ýmsu löndum. Þeir hafa dvalið hér á landi í mánuð og tveir þeirra lengur. Allir eru vel- komnir og geta skoðað verkin sem unnin eru undir áhrifum frá heim- sókn listamannanna og heilsað í leiðinni upp á þá,“ segir Martynas. „Lista- mennirnir vinna í alls kyns miðla, þarna eru mál- verk, innsetningar, t e i k n i ng a r og vídeóverk.“ M a r t y n a s sem er frá Lit- h áe n he f u r búið á Íslandi í sjö ár og st a r f að hjá SÍM í um það bil eitt ár. Hann kom hingað sem gestalistamaður hjá SíM og átti upphaf lega að dvelja hér í tvo mánuði og bætti við aukamánuði en heillaðist svo mjög af Íslandi og menningunni að hann ákvað að setjast hér að. Hann segist kunna ákaflega vel við sig á Íslandi og er hæstánægður í starfi sínu hjá SÍM. „Hér hef ég tækifæri til að hitta lista- m e n n f r á hinum ýmsu löndum. Mér finnst dásamlegt að sýna þeim íslenska list og menningu. Erlendir listamenn hafa mikinn áhuga á að dvelja í vinnustofum SÍM og á hverju ári fáum við um 200 umsóknir. Listamennirnir sem skapa list sína á vinnustofum okkar eru mjög ánægðir með að fá þetta tækifæri til að dvelja á Íslandi og íslenskt landslag og náttúra veitir þeim innblástur. Ný kynslóð íslenskra listamanna er svo að setja sitt mark á hinn alþjóðlega lista- heim. Það á líka sinn þátt í miklum áhuga erlendra listamanna á því að koma til Íslands, hitta listamennina og heimsækja gallerí og listasöfn og kynna sér norræna listasögu.“ Erlendir listamenn fá innblástur á Íslandi TÓNLIST Joshua Bell og Alessio Bax fluttu verk eftir Schubert, Franck, Bach og Ysaÿe. Eldborg í Hörpu sunnudaginn 20. október Eitt kvöld birtist fiðluleikarinn Nicc olo Paganini á götum Lund- úna. Fólk æpti af skelfingu og sumir hlupu í burt. Aðrir, sem voru hugrakkari, gengu hikandi til hans og snertu til að fullvissa sig um að hann væri af holdi og blóði. Paganini spilaði betur á fiðlu en nokkur annar. Leikni hans var því- lík að hann hlaut að hafa selt sál sína Djöflinum. Atburðurinn átti sér stað um miðja nítjándu öldina. Árið 2007 birtist annar fiðluleikari meðal almennings, að þessu sinni í neð- anjarðarlestarstöð í Washington. Hann spilaði Bach í 45 mínútur. Öllum var sama. Enginn æpti af skelfingu, enginn reyndi að koma við hann. Menn flýttu sér framhjá, sumir hentu einhverju klinki til hans. Þetta var Joshua Bell, einn fræg- asti fiðluleikari heims. Hann var að taka þátt í tilraun til að sjá hversu almenningur væri meðvitaður um veröld klassískrar tónlistar. Furðu- leg uppákoman var kvikmynduð með falinni myndavél og má sjá hana á YouTube. Hún er sorgleg, það er dapurlegt að upplifa hve fólk er gersamlega lokað fyrir ótrúlegri fegurðinni, sem er þó aðeins í nokk- urra metra fjarlægð. Kaþólsk trúarvíma Áheyrendur voru hins vegar allir með á nótunum þegar Bell kom fram á tónleikum í Eldborg Hörpu. Með honum lék Alessio Bax á píanó og dagskráin vakti mikla lukku. Hún hófst með rondói í h-moll eftir Schubert, óvanalega glæsilegu verki sem sýndi vel tæknilega yfirburði fiðluleikarans. Leikni hans var ótrúleg, öll tónahlaup voru fram- kvæmd af aðdáunarverðu öryggi. Þau voru skýr, jöfn og tandurhrein. Næsta tónsmíð, sónatan í A-dúr eftir Cesar Franck, bauð upp á meiri listræn tilþrif. Þar var tals- vert um langa, draumkennda tóna og hástemmdar laglínur. Bell hafði þær fullkomlega á valdi sínu og lék af gríðarlegri andakt. Franck var lengst af orgelleikari og tónlist hans er gegnsýrð af kaþólskri trúarvímu. Bell náði að skila þessari stemningu til áheyrenda, og það gerði píanó- leikarinn, Bax, líka. Hann var þar ekki í neinu undirleikshlutverki, bæði hljóðfærin eru jafn mikilvæg. Bax lék af innblásinni fegurð. Engar beinagrindur Ekki síðri var fjórða sónatan eftir Bach, sem var upphaf lega hugsuð fyrir f iðlu og sembal, forföður píanósins. Semballinn hefur sinn sjarma, en hann hljómar stundum eins og beinagrindur að elskast uppi á blikkþaki. Píanóið býr yfir mun meiri mýkt og fjölbreytileika. Hér var tónlistin lífræn, hljóðfærið skapaði hlýlegt andrúmsloft. Fyrsti kaf linn, sikileyskur dans, var svo yndislega fallegur hjá báðum hljóð- færaleikurunum að maður komst við. Lokaverkið var einleikssónata eftir Eugene Ysaÿe, rafmagnað verk sem er afskaplega erfitt í f lutningi, en Bell hristi það fram úr erminni. Þetta er dramatísk tónlist, full af átökum, myrk og seiðandi; útkom- an var stórfengleg. Bell kynnti þrjú aukalög í lokin, konfektmola eftir Clöru Schu- mann, Wieniawski og Chopin, sem öll runnu ljúf lega niður. Hann er hinn viðkunnanlegasti náungi sem hrósaði Eldborginni, sagði hana vera besta tónleikasal í heimi, betri en Carnegie Hall. Við megum svo sannarlega vera stolt af Hörpunni sem hefur lyft tónlistarlífinu á Íslandi upp um nokkrar hæðir. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Stórkostlegir tónleikar með mögnuðum flytjendum. Fiðluleikari af holdi og blóði Fiðlusnillingurinn Joshua Bell heillaði í Hörpu. MYND/ LISA MARIE MAZZUCCO Gestalistamenn frá hinum ýmsu lönd- um sýna verk sín í SÍM-salnum í Hafn- arstræti. Íslenskt landslag og náttúra er þeim innblástur. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Martynas Petreikis. KOMIN Í BÍÓ MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI FRÁBÆR SKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA 2 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R18 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 2 5 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 1 5 -9 0 D C 2 4 1 5 -8 F A 0 2 4 1 5 -8 E 6 4 2 4 1 5 -8 D 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.