Skessuhorn


Skessuhorn - 18.02.2015, Síða 12

Skessuhorn - 18.02.2015, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2015 Menntamálaráðherra skipar í starfs- hóp um sameiningu háskólanna Illugi Gunnarsson menntamálaráð- herra hefur sent út bréf til stjórn- enda Landbúnaðarháskóla Íslands og háskólanna á Bifröst og Hólum í Hjaltadal. Auk þessa hafa sveitar- stjórnir Borgarbyggðar og Skaga- fjarðar fengið sams konar bréf frá ráðherranum. Í því er óskað eftir tilnefningu eins fulltrúa frá hverj- um aðila í starfshóp sem skal leggja drög að auknum samrekstri há- skólanna þriggja. Auk þessa eru að minnsta kosti tveir þingmenn í starfshópnum. Báðir eru bændur og stjórnarþingmenn úr Norðvest- urkjördæmi. Þetta eru þeir Harald- ur Benediktsson, fyrrverandi for- maður Bændasamtaka Íslands og þingmaður Sjálfstæðisflokks og Ás- mundur Einar Daðason, þingmað- ur Framsóknarflokksins. Tveir full- trúar menntamálaráðuneytisins eru einnig í hópnum. Það eru Hellen Gunnarsdóttir og Þórhallur Sól- mundarson. Samkvæmt þessu munu níu fulltrúar taka sæti í starfshópn- um. Ekki er vitað til þess að stjórn- arandstöðuflokkunum hafi boðist að taka þátt í vinnu hópsins. „Ég samþykkti að taka sæti í þessum starfshópi þegar mennta- málaráðherra leitaði til mín um það. Starf hópsins er ekki hafið enn og ég veit ekki hver verður formað- ur hópsins,“ segir Haraldur Bene- diktsson í samtali við Skessuhorn. Haraldur bætir því við að hann hefði gjarnan viljað sjá fulltrúa úr stjórnarandstöðunni í Norðvest- urkjördæmi eiga sæti í hópnum. „Þingmenn kjördæmisins hafa allt- af unnið vel saman í skólamálum kjördæmisins, óháð flokkalínum,“ segir hann. Erindisbréf starfshóps- ins tilgreinir ekkert um það hvenær starfi hans eigi að ljúka. mþh Haraldur Benediktsson er annar tveggja stjórnarþingmanna sem tekur sæti í starfshópnum. Rektor Landbúnaðarháskóla Íslands segir skólann hafa verið kjöldreginn fjárhagslega Björn Þorsteinsson, rektor Land- búnaðarháskóla Íslands, seg- ir heilmikið um að vera á vett- vangi stjórnmálanna. Hann er einn þeirra skólastjórnenda sem hafa fengið bréfið frá Illuga Gunnars- syni menntamálaráðherra þar sem lagt er til að skoðuð verði samein- ing þriggja háskóla í Norðvestur- kjördæmi. Þó er ljóst að þessar ósk- ir ráðherrans eru ekki settar fram að undirlagi stjórnenda Landbún- aðarháskóla Íslands og Háskólans á Hólum. Björn segist ekki geta svarað því hvort nú stefni í auk- inn samrekstur eða einhvers kon- ar sameiningu háskólanna þriggja. „Nú verður að leiða þetta starf til einhverra lykta áður en því verður svarað. Þetta var ekki kostur sem er sprottinn upp hjá okkur skóla- fólkinu, allavega hjá ríkisskólunum inni í þessu dæmi. Við höfum nátt- úrlega þegar þróað ákveðið sam- starf milli Landbúnaðarháskóla Ís- lands og Háskólans á Hólum, bæði faglega og varðandi stoðþjónustu. Varðandi Háskólann á Bifröst þá höfum við sótt ákveðna kennslu þangað. Við höfum lagt þeim lið í að koma á fót allavega einni meist- aragráðu í matvælatengdri við- skipafræði,“ segir Björn. Þrír ólíkir skólar Rektor Landbúnaðarháskólans segir að háskólarnir þrír séu mjög ólíkir að faglegu innihaldi og land- fræðilegri staðsetningu. „Okkur hefur aldrei fundist þetta nærtækur kostur, að leggja saman svona smá- ar og fjárhagslega veikar stofnan- ir eins og þessar þrjár. Það er ein- faldlega þannig að þó að við leggj- um þessar þrjár stofnanir saman þá verður samlagningin áfram mjög vanmáttugur og lítill skóli, nema það komi þá til einhverjar algerlega breyttar fjárhagsforsendur eða eitt- hvað slíkt. Ég veit ekki hvað stjórn- málamennirnir hafa í pokahorninu þar. Vitanlega eru þetta bara kost- ir sem við eigum að skoða. Það er pólitískur vilji til þess og við nátt- úrulega bara gerum það. En við treystum þá því líka að það sé á vettvangi þessa starfs hægt að reka þetta á málefnalegum nótum og greina kostina út frá faglegum og fjárhagslegum sjónarhornum.“ Kjöldreginn fjárhagslega Björn Þorsteinsson dregur enga dul á að Landbúnaðarháskól- inn hafi farið illa út úr samdrætti og niðurskurði í kjölfar efnahags- kreppunnar. Niðurskurður á fjár- munum skólans er um 35% reikn- að á núvirði frá árinu 2008. „Já, skólinn hefur farið mjög illa út úr þessu. Við höfum alla tíð verið rek- in innan mjög þröngra marka. Það er í sjálfu sér ákveðinn vandi varð- andi stofnun eins og Landbúnað- arháskólann að hún er lítil. Nútíma löggjöf um háskóla gerir kröfur um að allir hafi fulla yfirbyggingu með tilheyrandi stoðsviðum. Allt kostar þetta. Við erum dreifð á þrjár starfs- stöðvar; á Hvanneyri, Reyki í Ölf- usi og Keldnaholt í Reykjavík. Það hefði svo sem alveg verið hægt að halda í horfinu og reka stofnunina ef fjárframlög hefðu haldist stöðug. En það hefur verið samfelldur nið- urskurður núna frá 2008. Á núvirði var árleg velta skólans 1,7 milljarð- ar en er nú komin niður í 1,1 millj- arð. Það hefur náttúrlega fækk- að alveg gríðarlega starfsfólki hjá okkur. Fólki finnst það hafa bor- ið skarðan hlut frá borði á öllum sviðum, hvort sem það er í starfs- menntanámi, í rannsóknunum, endurmenntuninni eða hvar sem er. Það má hreinlega segja að við höfum verið kjöldregin fjárhags- lega í gegnum þessar þrengingar undanfarinna ára.“ Sóknarfærin til staðar Sjálfur er Björn með doktorsgráðu í plöntulífeðlisfræði frá sænskum háskóla. Þrátt fyrir rektorsstarfið kennir hann enn af krafti við Land- búnaðarháskólann. „Þetta er þjóð- arháskóli á sínu fagsviði. Sem slík- ur er hann mjög mikilvægur. Hann þarf auðvitað að endurheimta afl sitt til að geta komið sterkari inn til dæmis í rannsóknaverkefnum sem tengjast landbúnaðinum sem atvinnugrein og umhverfismál- um utan um það málefni allt sam- an. Faglega séð liggja sóknarfærin þarna. Við getum hins vegar auð- vitað ekki beitt afli nema að því marki sem fjárveitingavaldið vill leggja okkur til og í gegnum þau tækifæri sem bjóðast í ýmiss kon- ar fagsjóðum og rannsóknasjóðum. Okkar vandi er að vísu að nokkru leyti sá, alveg eins og á Hólum, að sértekjur okkar eru mjög miklar. Ríkisframlagið til skólans í gegn- um menntamálaráðuneytið er bara hluti af okkar fé. Það eru rúmar 600 milljónir frá ráðuneytinu en við erum sem fyrr sagði með veltu upp á 1,1 – 1,2 milljarða í dag. Það eru margir þættir sem spila inn í okkar getu til að afla fjár.“ Ísland nú meðal fátækari þjóða Aðgerðir vegna niðurskurðarins hafa ekki verið sársaukalausar. Á síðasta ári var tíu starfsmönnum Landbúnaðarháskólans sagt upp. „Náttúruleg framvinda starfsloka fólks sem hættir vegna aldurs eða leitar annað hefur ekki nægt til þess að mæta hraða niðurskurðar- ins. Því varð að grípa til uppsagna,“ segir Björn. Hann rifjar einnig upp að hann hafi á dögunum, ásamt rektor- um hinna háskólanna, staðið sam- an að yfirlýsingu þar sem bent var á stöðu íslenska háskólakerfisins hvað varðar fjármögnun. „Þar lyft- um við fram gögnum frá OECD sem sýna að við erum leggja svipað af peningum í hvern háskólanema og Mexíkó, Rússland og Eistland sem eru miklu fátækari lönd en við, mælt í þjóðartekjum á mann. Stað- an er þannig dapurleg hjá okkur og reyndar háskólakerfinu í heild.“ mþh Björn Þorsteinsson rektor, Landbúnaðarháskóla Íslands. Nálgast verkefnið með opnum huga „Þessi hugmyndafræði um aukið samstarf háskólanna þriggja í norð- vesturkjördæmi er ekki í samræmi við þá áherslu sem lögð hefur verið á samstarf opinberu háskólanna. Nú hefur þessi nefnd verið stofnuð og við sjáum til hvers það leiðir. Þetta verður skemmtilegt verkefni og við gefum okkur ekki niðurstöðuna fyrirfram“ segir Erla Björk Örn- ólfsdóttir, rektor Háskólans á Hól- um. Háskólaráð Hólaskóla ákvað á fundi sínum á fimmtudag í síðustu viku að hún verði fulltrúi háskólans í starfshópnum sem menntamála- ráðherra hefur sett á fót. Erla hefur þó ákveðinn fyrirvara. „Niðurstaðan úr þessari vinnu þarf að skila faglegum ávinningi um- fram þau gæði sem við búum við í dag. Nú þegar er fyrir hendi virkur samstarfsvettvangur opinberu há- skólanna fjögurra, það er Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Ís- lands, Háskólans á Hólum og Há- skólans á Akureyri. Til dæmis er flæði nemenda þvert á milli allra skólanna, kennarar eins háskóla geta kennt við þá alla, það er sam- eiginlegt skráningakerfi nemenda, mjög gott upplýsingaflæði milli skólanna og margt fleira. Það eru tugir viðfangsefna sem eru sameig- inleg milli opinberu háskólanna.“ Eins og aðrar opinberar stofnan- ir þá hefur Háskólinn á Hólum ekki farið varhluta af niðurskurði í fjár- lögum hins opinbera á undanförn- um árum. „Fjárhagslegur rammi skólans er þröngur. Háskólinn hefur þó starfað innan fjárheim- ilda undanfarin tvö ár. Árið 2013 var 20,5 milljóna króna rekstraraf- gangur. Við áttum þannig fyrning- ar eftir það ár og fengum heimild til að ganga á þær 2014 sem voru þó ekki allar nýttar. Þetta þýðir þó ekki að við höfum ekki þurft að hag- ræða. Við höfum því miður þurft að breyta starfsháttum og segja upp starfsfólki til þess að standast kröf- ur stjórnvalda“ segir Erla Björk. Þrátt fyrir þokkalega fjárhagsaf- komu síðustu tvö árin í rekstri segir rektor Háskólans á Hólum að stað- an sé viðkvæm. „Umgjörð háskóla- starfs er í eðli sínu síbreytileg og ekki við því að búast að við siglum lygnan sjó. Við teljum að háskólinn hafi skapa sér aukið traust og vænt- um farsæls samstarfs við hið opin- bera og aðra á þeim forsendum. Í því sambandi langar mig til þess að benda á að við skólann starfa fag- lega sterkir einstaklingar sem afla skólanum sértekna. Árið 2013 voru sértekjur skólans hlutfallslega hærri en allra annarra háskóla hér á landi. Á Hólum erum við að sníða okk- ur stakk eftir vexti og nýtum okkur vilja háskólakerfisins til samstarfs þar sem við á.“ mþh Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Há- skólans á Hólum. Munum konudaginn

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.