Skessuhorn


Skessuhorn - 18.02.2015, Síða 28

Skessuhorn - 18.02.2015, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2015 Vörur og þjónusta PARKETLIST PARKETSLÍPUN OG LÖKKUN Sigurbjörn Grétarsson GSM 699 7566 parketlist@simnet.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 Andstaða við inngöngu Íslands í Evrópusambandið er mikil samkvæmt könnun sem Capa- cent Gallup vann nýverið fyrir Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðis- sinna í Evrópumálum. Þar kem- ur fram að um helmingur lands- manna er andvígur inngöngu Ís- lands í Evrópusambandið og rétt tæpur þriðjungur landsmanna er hlynntur inngöngu í ESB. Reyk- víkingar vilja standa utan ESB og það sama á við um íbúa ann- arra sveitarfélaga landsins. Spurt var hvort fólk væri hlynnt eða andvígt inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Reyndust 49,1% svarenda vera andvígir inngöngu landsins í ESB, 32,8% sögðust vera hlynntir inngöngu en 18,1% svarenda var hvorki hlynntur né andvígur inngöngu í ESB. Af þeim sem sem segjast munu kjósa Framsóknarflokk- inn, ef gengið yrði til kosninga nú, eru 85% andvígir inngöngu í ESB, 77% þeirra sem kjósa myndu Sjálfstæðisflokkinn og 44% kjósenda VG eru andvíg- ir inngöngu Íslands í ESB. Í tilkynningu frá Heimssýn segir að athygli veki að þeir sem myndu skila auðu eða ekki mæta á kjörstað, ef nú yrði gengið til alþingis- kosninga, eru almennt andvíg- ir inngöngu. Það sama má segja um þá sem nú myndu kjósa flokk eða framboð sem ekki á fulltrúa á Alþingi. Í þeim hópi eru 54% andvíg en 37% hlynnt aðild að sambandinu. Samkvæmt könnuninni eru 42% Reykvíkinga andsnúnir aðild að ESB en 41% borgar- búa er hlynntur aðild. Munur- inn er meiri í nágrannasveit- arfélögum höfuðborgarinnar. Þar eru 45% andvígir aðild en 38% hlynntir henni. Munurinn er enn meiri í öðrum sveitarfé- lögum landsins en þar eru 59% íbúanna andvígir aðild að ESB en 21% hlynntir. „Könnunin undirstrikar það sem oft hefur áður komið fram að Íslendingar vilja vera frjáls og fullvalda þjóð utan Evrópu- sambandsins. Beiðni um inn- göngu Íslands í ESB á því að afturkalla hið snarasta,“ seg- ir Jón Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, en for- maður Heimssýnar. mm Nokkuð er um að misskilnings gæti á þeim reglum sem gilda um þátttöku íbúa á hjúkr- unar- og dvalarheimilum í dvalar- kostnaði. Því er ekki úr vegi að fara yfir þau lög og reglur sem um mál- ið gilda. Tekjur hjúkrunar- og dvalar- heimila eru í formi daggjalda sem heilbrigðisráðherra ákveður árlega með reglugerð og eru greidd af Tryggingastofnun ríkisins. Þátttaka íbúa í dvalarkostnaði vegna varanlegrar búsetu á dval- ar- eða hjúkrunarheimilum reikn- ast skv. lögum um málefni aldraðra og reglugerðar um stofnanaþjón- ustu fyrir aldraða. Hlutdeild þeirra dregst frá daggjöldum heimila og er þeim gert að rukka íbúa fyrir hlut- deild þeirra í dvalarkostnaði. Hlut- deild íbúa hefur því ekki áhrif á það hvort heimili fái meiri eða minni tekjur. Þátttakan er tekjutengd og er reiknuð út á grundvelli tekjuáætl- unar frá Tryggingastofnun. Á árinu 2015 gildir eftirfarandi um þátttökuna: Ef mánaðartekjur íbúa eru yfir 74.696 kr. á mánuði, eftir skatta, þá tekur hann þátt í dvalarkostnaði með þeim tekjum sem umfram eru. Með tekjum er átt við allar tekjur sem skilgreindar eru á skattfram- tali s.s. greiðslur frá lífeyrissjóð- um, leigutekjur og fjármagnstekjur. Frítekjumark fjármagnstekna er 98.640 kr. á ári (fjármagnstekjur umfram 98.640 kr. taldar til tekna). Greiðsluþátttaka verður þó aldrei hærri en 354.902 kr. á mánuði. Íbúi sem greiðir hámarks þátt- tökugjald er með tekjur að fjár- hæð 429.598 kr. eftir skatt á mán- uði. Greiðslur Tryggingastofnunar til heimila lækka sem þátttöku íbúa nemur. Að meðaltali kostar eitt hjúkr- unarrými um 700.000 kr. á mánuði en dvalarrými kostar 354.902 kr. á mánuði. Aðeins íbúar 67 ára og eldri taka þátt í dvalarkostnaði. Ef íbúi tekur þátt í dvalarkostnaði byrjar hann að greiða frá fyrsta degi næsta mánað- ar eftir að búseta hefst. Að lokinni álagningu skattyf- irvalda ár hvert er þátttakan gerð upp hjá íbúum í dvalarrýmum. Eru þá bornar saman tekjur á tekjuáætl- un sem þátttakan var reiknuð út frá og endanlegar tekjuupplýsing- ar í skattframtali. Tryggingastofn- un gerir þátttökuna upp við heim- ilin sem sjá svo um að gera upp við íbúa. Kjartan Kjartansson Höf. er framkvæmdastjóri Höfða hjúkrunar- og dvalarheimil- is á Akranesi. Pennagrein Þátttaka íbúa hjúkrunar- og dvalarheimila í dvalarkostnaði Spurt var: Ertu hlynnt/ur eða andvíg/ inngöngu Íslands í Evrópusambandið (ESB)? Fleiri á móti en með inngöngu Íslands í ESB Forvarnaráðstefna tryggingafélags- ins VÍS og Vinnueftirlitsins var haldin í síðustu viku. Þar voru með- al annars veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í forvörnum og öryggismálum. Faxaflóahafnir voru eitt þeirra fyrirtækja sem hlutu slíka viðurkenningu frá VÍS. Rík áhersla er lögð á það hjá Faxaflóahöfnum að uppfylla bæði innlendar og erlend- ar öryggiskröfur og staðla sem lúta að hafnavernd. Gert er áhættumat starfa á öllum starfsstöðvum ásamt því að haldin eru regluleg nám- skeið í skyndihjálp og ýmiskonar vinnuvernd. Þá eru öll slys, óhöpp og tjón skráð í atvikaskráningu. Auk þess er fyrirtækið í góðu sam- starfi við Slysavarnaskóla sjómanna um kennslu í eldvörnum, öryggi og björgunaræfingar á sjó. Verkís hf. fékk samskonar viðurkenningu og Faxaflóahafnir og HS Orka hreppti Forvarnaverðlaun VÍS. Á með- fylgjandi mynd eru Hallur Árna- son, öryggisfulltrúi Faxaflóahafna, Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, Jón Guðmundsson, yfirverk- stjóri hjá Faxaflóahöfnum og Auð- ur Björk Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs VÍS. grþ Eins og fram hefur komið tóku ný dýravelferðarlög gildi hér á landi á síðasti ári. Undanfarið hafa velferð- arreglugerðir verið gefnar út koll af kolli en þær segja til um hvernig dýravelferðarlögin eru út- færð m.t.t. hverrar dýra- tegundar fyrir sig. „Með útgáfu þessara reglna skap- ast heildarmynd af því hvernig hlúð skal að dýr- um á Íslandi og hvernig því skuli framfylgt. Í til- efni af þessum tímamótum boðar Matvælastofnun, í samstarfi við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyt- ið, Landbúnaðarháskóla Íslands, Bændasamtök Ís- lands, Dýralæknafélag Ís- lands og Dýraverndarsamband Ís- lands, til ráðstefnu um nýju dýra- velferðarlögin og reglugerðirnar mánudaginn 23. febrúar kl. 9-15 á Hvanneyri,“ segir í tilkynningu frá Mast. „Nýtt regluverk markar tíma- mót í sögu dýravelferðar á Íslandi. Markmið laganna er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúk- dóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur. Enn fremur er það markmið laganna að þau geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt. Á ráðstefnunni verður far- ið yfir helstu ákvæði laganna, fram- kvæmd þeirra og þýðingu fyrir dýr og dýraeigendur. Ráðstefnugest- um gefst m.a. kostur á að sitja mál- stofur um hverja dýrategund fyr- ir sig þar sem viðkomandi velferð- arreglugerð verður til umræðu (ali- fuglar, geit- og sauðfé, hross, mink- ar, nautgripir og svín). Markmiðið er að upplýsa og hvetja til gagnvirkra umræðna til að ná fram sem flestum sjón- armiðum. Ráðstefnan verður haldin í Ásgarði (Ársal) á Hvanneyri mánudaginn 23. febrúar kl. 9:00-15:00. Hún er opin öllum og er þátttakendum að kostn- aðarlausu en hægt verður að fá veitingar gegn vægu verði í mötuneyti skólans. Skráning fer fram á net- fanginu skraning@mast.is til 19. febrúar. Þar skal taka fram nafn, fyrirtæki/stofnun/samtök og netfang, ásamt þeirri málstofu sem viðkomandi vilja taka þátt í. „Ef þú lætur dýravelferð þig varða, ekki láta þá þennan viðburð framhjá þér fara,“ segir í tilkynningunni frá Mast. mm Ráðstefna á Hvanneyri um nýju dýravelferðarlögin Faxaflóahöfnum veitt viður- kenning fyrir öryggismál

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.