Skessuhorn


Skessuhorn - 25.02.2015, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 25.02.2015, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 www.skessuhorn.is Ertu nokkuð að missa af? Ertu áskrifandi? Áskriftarsími: 433 5500 og www.skessuhorn.is Fjölbrautaskóli Vesturlands Opið hús miðvikudaginn 4. mars 2015 kl. 17 ̶ 19 Fjölbrautaskóli Vesturlands Vogabraut 5, 300 Akranesi Sími 433-2500 skrifstofa@fva.is www.fva.is Stúdentsbrautir – 3 ára brautir Náttúrufræðabraut Félagsfræðabraut Opin stúdentsbraut Listnámssvið Tungumálasvið Viðskipta- og hagfræðisvið Afreksíþróttasvið Iðnnám Húsasmíði Húsgagnasmíði Vélvirkjun Grunndeild bíliðngreina Rafvirkjun Brautabrú Viðbótarnám eftir iðn- og starfsnám Starfsbraut Kynning á námsframboði, inntökuskilyrðum, heimavist, mötuneyti, félagslífi, afreksíþróttum o.fl. Allir velkomnir sérstaklega 10. bekkingar og foreldrar/forráðamenn þeirra KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ! • Olíur • Glussi • Smurefni • Hreinsiefni • Öryggisvörur • Dælur, smurtæki og fleira REKSTRAR VÖRUR FYRIR LANDBÚNAÐINN – Þekking og þjónusta í 20 ár Kemi • Tunguhálsi 10 • 110 Reykjavík www.kemi.is • Sími: 415 4000 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00. Kór Akraneskirkju heldur tónleika í Norðurljósasal Hörpu í Reykja- vík föstudaginn 27. febrúar kl. 20. „Mikil fjölbreytni einkennir efn- isskrána á þessum tónleikum og endurspeglar vel verkefnaval kórs- ins. Kórinn hélt sjö tónleika á síð- asta ári og nú var farið í að velja úr því efni sem flutt var og búa til efnisskrá,“ segir Sveinn Arnar Sæ- mundsson söngstjóri. Óhætt er að segja að farið verði víða um kórtónlistarflóruna á tón- leikunum í Hörpunni. „Ensk og ís- lensk þjóðlög, sænskir og enskir trúarsöngvar og jazzkórlög Tóm- asar R. munu hljóma í Norðurljós- um. Ásamt kórnum kemur fram einvala lið tónlistarfólks en það eru þau Gunnar Gunnarsson píanóleik- ari, Tómas R. Einarsson kontra- bassaleikari, Ingi Björn Róberts- son trommuleikari, Birgir Þórisson píanóleikari og Kristín Sigurjóns- dóttir fiðluleikari. Einsöng syngja Auður Guðjohnsen mezzosópran og kórfélagarnir Jón Gunnar Ax- elsson tenór og Halldór Hallgríms- son tenór.“ Stjórnandi kórs og hljómsveitar er Sveinn Arnar Sæmundsson. Kór Akraneskirkju er skipaður góðu söngfólki. „Þetta er hópur af ólíku fólki sem kemur saman eftir langan vinnudag og sameinast í samhljómi tónlistarinnar. Sjálfum sér til gleði og ánægju en einnig með það að markmiði að gleðja aðra með söng sínum. Auk þess að sinna kórsöng við athafnir í Akraneskirkju er kór- inn einnig mikilvægur hornsteinn í öflugu menningarlífi Skagamanna. Það er því óhætt að hvetja alla til að gera sér glaðan dag hinum megin við sundið og skella sér í Hörpu,“ segir Sveinn Arnar. Miðaverð er 3.500 krónur og er miðasala á midi. is. mkm HB Grandi hefur eins og kunnugt er óskað eftir að fá að stækka húsnæði sitt fyrir hausaþurrkun Laugafisks á Akranesi og flytja alla starfsem- ina á einn stað, nær höfninni. Hluti íbúa á Neðri Skaga hefur óskað eft- ir því að varnir gegn lyktarmengun verði eins góðar og kostur er og þá hafa aðrir lýst beinni andstöðu við að Laugafiski verði leyft að starfa áfram nálægt íbúðabyggð. Megin- hluti starfsemi Laugafisks er nú á Breiðinni. Í tengslum við umsókn HB Granda hafa forsvarsmenn fyr- irtæksisins óskað eftir deiliskipu- lagsbreytingu. Skipulags- og um- hverfisráð Akraneskaupstaðar sam- þykkti á fundi sínum í vikunni sem leið að fá ráðgjafa hjá fyrirtæk- inu VSÓ til að taka út þann bún- að sem HB Grandi hyggst nota í nýrri verksmiðju og bera saman við þann besta mögulega búnað sem til er á þessu sviði, til að koma megi í veg fyrir lyktarmengun þannig að verksmiðjan verði í sátt við nærum- hverfi sitt. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri segir að í þessari bókun skipulags- og umhverfissviðs felist að leggja skuli mat á mengunarvarnir sem HB Grandi notar til að draga megi úr lyktarmengun frá Laugafiski eins og hún er í dag. Þá verði kannað hvort mengunarvarnir fyrir stækk- aða verksmiðju séu í samræmi við bestu fáanlegu tækni. „Það verð- ur gerð úttekt á verksmiðjunni og þekktar lyktaruppsprettur skoðað- ar, svo sem frá hráefni, búnaði, út- blæstri, frárennsli og afurðum. Við munum einnig láta skoða verkferla og viðbrögð við frávikum/kvört- unum og það verður leitað til ým- issa sérfræðinga á þessu sviði varð- andi mismundi aðferðir til að draga úr lyktarmengun. Þegar þessari at- hugun verður lokið munum við taka ákvörðun um næstu skref varð- andi beiðni HB Granda um stækk- un á verksmiðjunni á Akranesi,“ segir Regína. Hún segir einnig í undirbúningi að fyrirtækið haldi almennan íbúafund á Akranesi um fyrirhugaða stækkun Laugafisks. mm Kór Akraneskirkju ásamt hljómsveit fer í Hörpuna Úr vinnslu Laugafisks. Ljósm. úr safni. Rannsókn áður en fram­ kvæmdaleyfi verður veitt

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.