Skessuhorn


Skessuhorn - 25.02.2015, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 25.02.2015, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 Pennagrein Brúin yfir Berjadalsá Rótarýhreyfingin var stofnuð í Bandaríkjunum 1905 og fagnaði því aldarafmæli árið 2005. Þegar leið að þessum tímamótum ákváðu félagar í Rótarýklúbbi Akraness að halda upp á þau. Skipuð var afmælisnefnd und- ir forystu Guðmundar Guðmunds- sonar. Hún lagði til að haldið yrði upp á afmælið með því smíða brú yfir Berjadalsá fyrir innan gljúfur. Brúnni var ætlað að auðvelda leiðina upp á Háahnjúk, sem er syðri tindur Akra- fjalls, því hægt yrði að ganga upp Sel- brekku og komast svo þurrum fótum yfir ána. Einnig lagði nefndin til að leiðin upp að brúnni yrði merkt. Til- lögur hennar voru samþykktar og hafist handa strax um vorið. Fyrst var látið duga að leggja til bráðbirgða planka milli árbakka. Sumum þóttu þeir heldur ómerki- legir og birtist um þá kviðlingur í Skessuhorni sem Jón Pétursson heit- inn (1935–2010) setti saman. Var hann eitthvað á þessa leið: Hægra nú mun verða’um vik víst mun leiðin skána Heimsins mesta hænsnaprik hafa sett á ána. Seinna um sumarið var smíðuð brú með handriði og lét Jón Péturs- son þess getið í Skessuhorni að hún væri „hin besta smíð og klúbbnum til sóma.“ Brúin entist á annað ár en þegar sumar gekk í garð 2007 var hún orðin lúin af veðri og vindum og var því ráðist í að bæta hana. Úr varð önnur brúin sem Rótarýmenn settu þarna. Sú brotnaði þegar svella- lög yfir ánni skriðu fram. Eftir að ísa leysti fauk hún svo út í veður og vind. Í lok mars 2008 ritaði Jón Pét- ursson um þá atburði í Skessuhorn: „Núna síðastliðinn vetur fauk brúin af ánni þarna fyrir ofan gljúfrin. Og eftir því sem ég hef komist næst ligg- ur hún sem tannstönglar uppi á Suð- urfjallinu.“ Þriðja brúin var byggð vorið 2011. Hún var tekin af ánni um haustið og borin vel upp fyrir bakkann þar sem hlaðið var á hana fargi úr stór- grýti. Því miður fórst fyrir að slá nið- ur hæla og binda hana svo um vetur- inn fauk hún þrátt fyrir grjótið sem átti að halda henni. Hún lamdist við kletta og brotnaði í spón. Rótarýmenn á Akranesi réðust í brúarsmíð í fjórða sinn sumarið 2013. Nú var vandað enn betur til verka en fyrr og smíðaðar tvær stutt- ar brýr og sterklegar. Borað var fyrir traustum festingum úr málmi í klett í miðri ánni. Þar tengjast brýrnar saman. Þær eru teknar upp á haustin og geymdar á árbakkanum til vors. Engin leið er að hafa brú yfir ánni um vetur því svellalögin sem mynd- ast yfir vatnsborðinu eiga það til skríða fram af miklum þunga. Ágrip af þessari sögu fer hér á eft- ir í bundnu máli: Fyr’nær einum áratug eins og ríman frá mun greina réðust menn af miklum dug í merkilega framkvæmd eina. Í Akrafjalli byggðu brú – beggja vegna háir tindar – heldur illa entist sú, enda blésu sterkir vindar. Æstum rómi ýlfra þar elris hundar langar nætur. Hvassar tuggðu tennurnar timburgólf og brúarfætur. Yfir hryðja dundi dimm dró sig fram með ógnarkrafti. Í lofti vöktu veður grimm vargs með lund og illum kjafti. Eftir þetta aftur var ófært fljót á vegi manna. Þurrar báru’ei bífurnar sem brúnir fjallsins vildu kanna. Svo allra handa efni’og tól uppi í dal eitt kvöld um vorið, nokkru fyrr en sest var sól, seggir fengu aftur borið. En hagleiksmanna handaverk höfuðskepnur lítils meta. Þó að brú sé stór og sterk stormar hana bugað geta. Á ýli’og þorra elfan stríð undir svelli kletta bryður. Ísinn þolir engin smíð allt hann getur molað niður. Á var brúuð enn eitt sinn öll var smíðin vönduð betur, – en harður er’ann heimurinn, hlífir engu rok um vetur. Þarna geta brostið brýr, brotin sópast nið’r í gilin, þegar hnúa krepptum knýr Kári fast á hamraþilin. Fannst þar brotið brak um vor sem brúin áður staðið hafði, kurluð sprek í klettaskor kræklótt lyng í greinar vafði. En uppgjöf hugar- inn í -þel ekki hleypa brúarsmiðir. Þó flestum yrði ei um sel aldrei haggast þeirra siðir. Báru við upp bratta hlíð byggðu yfir vatnsins gárum Fjalars nóta fagra smíð, í fjórða sinn á nokkrum árum. Þurrum fótum fara má fjalla- um í víðum -salnum, því að brú er yfir á enn á ný í Berjadalnum. (Tilvitnanir í skrif Jóns Pétursson- ar eru teknar úr greininni Gljúfra- búinn og Rótarýbrúin sem birtist upphaflega 27. mars 2008 í Skessu- horni og liggur frammi á http:// skessuhorn.is/skessuhorn/adsendar- greinar/nr/69820/. Atli Harðarson Brúarsmíði yfir Berjadalsá. Ljósm. Ingjaldur Bogason. Félagsmenn á brúnni. Ljósm. Ingjaldur Bogason. Rótarýdagurinn 28. febrúar 2015 Rótarýfélagar á gönguför Laugardaginn 28. febrúar kl. 10:30 munu félagar í Rótarýklúbbi Akra- ness halda örstuttan fund hjá Fos- skoti undir Selbrekku í Akrafjalli. Fosskot er gamalt eyðibýli við neðsta foss Berjadalsár, Kúfoss. Að fundi loknum verður gengið upp Selbrekku og þaðan sem leið liggur að Rótarýbrúnni í Berjadal. Ef veð- ur eða færð hamlar för verður látið duga að ganga inn í Slögu. Á þessu svæði hafa Rótarýfélagar verið að bauka eitt og annað undangengin misseri, m.a. við þrepagerð, brúar- smíði og gróðursetningu. Allir velkomnir Rótarýfélagar bjóða hér með öllum áhugasömum að mæta til fundarins og verða okkur samferða á göng- unni. Þetta er til gamans gert en aldrei að vita nema fróðleikskorn um svæðið hrjóti af vörum á leið- inni. Að vísu getum við engu lof- að um veður og færð en lofum hins vegar kakó og kleinum við ferðalok. Vissara að áhugasamir klæði sig í samræmi við veðurútlit. Vörpum ljósi á Rótarý Einmitt þennan sama dag eru aðr- ir Rótarýklúbbar á Íslandi (30 að tölu), rétt eins og við, að vekja at- hygli á Rótarýhreyfingunni í nær- samfélaginu. Frumkvæðið kemur frá alþjóðaforseta hreyfingarinnar en einkunnarorð hans eru VÖRP- UM LJÓSI Á RÓTARÝ. Það hvíl- ir þannig engin leynd yfir starfsemi Rótarýhreyfingarinnar og hún er opin báðum kynjum. Hvað er Rótarý? Upphaflega var Rótarý starfsgreina- félag (stofnað í Chicaco 1905), þar sem menn í fjölþættum starfs- greinum miðluðu þekkingu sinni og reynslu innan hópsins en hef- ur á síðari tímum þróast í hreyf- ingu sem hefur það að meginmark- miði að vinna að samfélagsþjón- ustu og mannúðarmálum. Félagar á heimsvísu eru um 1,2 milljónir í 35 þúsund klúbbum í 220 löndum þar sem Íslandsdeildin telur um 1200 manns. Það skal þess vegna játað að alþjóðahreyfingin er heilmikið bákn. Þar vegur þyngst starfssemi Rótarýsjóðsins sem veltir milljörð- um árlega. Úr honum er m.a. útdeilt námsstyrkjum sem í seinni tíð hafa aðallega beinst að námi í friðar- og þróunarfræðum. Einnig veitir sjóð- urinn drjúga styrki til þróunarmála og heilbrigðismála á heimsvísu. Polio plus­ barátta gegn lömunarveiki Mesta framtak Rótarýsjóðsins er þó svokallað Políóplús-átak. Það hófst sem sérstakt verkefni árið 1985 og stefnir að því að útrýma lömun- arveiki og öðrum barnasjúkdóm- um. Verkefnið er unnið í samvinnu við Alþjóða heilbrigðisstofnunina, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna o.fl. Árangur starfsins er meiri en menn óraði fyrir og er nú svo kom- ið að lömunarveiki má heita útrýmt í löndum þar sem hún var áður land- læg. Rótarýklúbbur Akraness Klúbburinn á Akranesi, sem var stofnaður 1947, er hluti af þess- ari heild. Félagar eru 25 og fram- lagið í hinn mikla sjóð ekki mikið á heimsmælikvarða. En safnast þeg- ar saman kemur. Það gæti verið for- vitnilegt fyrir elstu félagana að vita hvað samanlagt framlag þeirra hef- ur dugað. Hitt er ekki síður tilgang- ur félagsskaparins að hitta mann og annan á vikulegum fundum þar sem saman fer gaman og alvara yfir góð- um málsverði. Endurmenntun Sumir hafa reyndar tekið svo djúpt í árinni að kalla Rótarý endurmennt- unarstofnun og jafnvel opinn lýðhá- skóla í þjóðmálum. Að minnsta kosti er það reynsla margra rótarýfélaga að þeir hafi orðið margs vísari eftir vel heppnaðar heimsóknir fyrirles- ara héðan og þaðan. Maður er manns gaman Til marks um gildi félagsskaparins má geta þess að margir brottfluttir Skagamenn hafa haldið tryggð við klúbbinn og sótt fundi eftir efnum og ástæðum . Sama er að segja um eldri félaga, þeir hafa ekki legið á liði sínu. Þá er gaman að geta þess að rótarýfélagar úr öðrum klúbbum sem eiga hér leið um, hafa oft og tíðum heiðrað okkur með nærveru sinni. Að samanlögðu má því segja að Rótarý er félagsskapur sem við mælum með fyrir áhugasama. Félagar í Rótarýklúbbi Akraness Nokkrir félagar í klúbbnum á fundi í Svínadal í byrjun júní á síðasta ári. Rótarýfélagar hvíla lúin bein eftir brúarsmíði og stígagerð í Akrafjalli. Ljósm. Ingjaldur Bogason. Úr ferð félaga og fjölskyldna þeirra í Landmannalaugar 1985. Ljósm. Ingjaldur Bogason.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.