Skessuhorn


Skessuhorn - 25.02.2015, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 25.02.2015, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 Öskudagsfjör á Hellissandi Á öskudaginn var mikið um að vera hjá nemendum og starfsfólki Grunnskóla Snæfellsbæjar á Hell- issandi. Flestir mættu í búning- um í tilefni dagsins og eftir hádeg- ið stóð foreldrafélag skólans fyrir öskudagsballi. Þar var kötturinn að sjálfsögðu sleginn úr tunnunni og voru tunnurnar tvær; ein fyrir yngri börnin og önnur fyrir þau eldri og svo var dansað af lífi og sál. þa Öskudagurinn í Blikksmiðju Guðmundar Blikksmiðja Guðmundar á Akranesi er meðal vinnustaða í bæjarfélag- inu sem taka börnunum á öskudeg- inum fagnandi. Sævar Jónsson fram- kvæmdastjóri skráir heimsóknirnar og síðan stíga börnin á svið í smiðj- unni og syngja. Að launum fá þau svo sælgæti en síðan er í lok dags veitt sér- stök verðlaun fyrir bestu búningana og besta sönginn. Þetta er þriðja árið sem öskudagurinn er haldinn há- tíðlegur í Blikksmiðju Guðmundar. „Kollegi okkar á Akureyri benti okk- ur á að það er miklu skemmtilegra að taka þátt í gleðinni með börn- unum heldur en láta þau trufla. Það er líka okkar reynsla,“ sagði Sævar í Blikksmiðjunni. Þegar blaðamaður Skessuhorns kíkti við í Blikksmiðj- unni í hádeginu á öskudaginn voru búnir að koma 60 hópar barna frá því um morguninn. Eitthvað var samt minna um börn á ferðinni í bænum og var það rakið til veðursins. þá Þeir tóku á móti öskudagsbörnunum: Ármann Smári Björnsson, Sævar Jónsson, Ómar Lárusson og Emil K Sævarsson. Sungin öskudagslög á sviðinu í Blikksmiðjunni. Allir hóparnir eru skráðir enda veitt verðlaun fyrir bestu búningana og besta sönginn. Öskudagsfjör í Grundarfirði Það var mikið fjör á öskudeginum í Grundarfirði og létu krakkarnir ekki smávegis rigningu stoppa sig í að hlaupa á milli fyrirtækja og taka lagið. Reyndar voru nokkrir sem fengu far. Svo var slegið í ball, kött- urinn sleginn úr tunnunni og veitt verðlaun fyrir flottustu búningana. Mikið stuð og mikið grín, eins og maðurinn sagði. tfk Ungar blómarósir létu sitt ekki eftir liggja. En það voru fleiri en börnin sem klæddu sig uppá. Starfsfólk FSN létu sitt ekki eftir liggja í grímubúningafjöri. Reyndust mun fleiri kennarar en nemendur bregða á leik og smelltu sér í búning í tilefni dagsins.Þau tóku lagið í sjoppunni. Atlaga gerð að kettinum í tunnunni, eða kass- anum. Vélmenni ræðst til atlögu. Þau tóku lagið. Sigurvegarar fyrir búninga.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.