Skessuhorn - 25.02.2015, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
FLOKKSSTJÓRI BORGARNESI
Starf flokksstjóra hjá þjónustustöðinni í Borgarnesi er
laust til umsóknar. Um 100% starf er að ræða.
Starfssvið
Viðhald, þjónusta og nýbyggingar vega á starfssvæði •
Vegagerðarinnar í Borgarnesi
Ýmis vinna í starfsstöð í Borgarnesi •
Menntunar- og hæfniskröfur
Almennt grunnnám•
Tölvukunnátta•
Meirapróf bifreiðastjóra•
Vinnuvélaréttindi•
Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt•
Góðir samstarfshæfileikar •
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar
jafnt báðum kynjum og í samræmi við starfsmannastefnu
Vegagerðarinar eru konur með umbeðnar hæfniskröfur
sérstaklega hvattar til að sækja um starfið.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi
stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til 2. mars 2015. Umsóknir berist mannauðsstjóra
Vegagerðarinnar, netfang oth@vegagerdin.is. Í umsókninni komi fram
persónulegar upplýsingar ásamt upplýsingum um þá menntun og hæfni
sem óskað er eftir.
Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Valgeir Ingólfsson
yfirverkstjóri í síma 522-1562
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur
verið tekin.
FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ
www.frumherji. is
Stykkishólmur 2015
Bifreiðaskoðun verður hjá Bílaverkstæðinu
Dekk & smur, Nesvegi 5
Fimmtudaginn 5. mars
Föstudaginn 6. mars
Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00
Tímapantanir í síma 438 – 1385
SKE
S
S
U
H
O
R
N
2
01
5
Auglýsing um skipulagsmál í Reykhólahreppi
um tillögu að breytingu á deiliskipulagi í Fremri-Gufudal Reykhólahreppi
Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum þann 12. febrúar 2015 að auglýsa breytingu
á deiliskipulagi á landi Fremri-Gufudals, Reykhólahreppi skv. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.
123/2010.
Deiliskipulagsbreytingin felur í sér að ný íbúðarhúsalóð er skilgreind innan skipulagssvæðisins. Skipu-
lagsmörkum er hnikað lítillega til vegna þessa og tekur deiliskipulagið því til 22,3 ha svæðis í stað 21,5 ha.
Innan skipulagssvæðisins eru fjögur sumarhús, tvö íbúðarhús og útihús sem tilheyra jörðinni.
Skipulagsbreytingin er í samræmi við gildandi aðalskipulag sem heimilar allt að þrjú íbúðarhús á jörð auk
þeirra húsa sem fyrir eru.
Skipu lags uppdráttur ásamt grein ar gerð er til sýnis á skrifstofu Reykhólahrepps, Maríutröð 5a,
380 Reykhólum frá 26. febrúar til 10. apríl 2015.
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.
Athugasemdum skal skila til skipulags- og byggingarfulltrúa Reykhólahrepps fyrir
10. apríl 2015 og skulu þær vera skriflegar.
Berist ekki athuga semdir innan tilskilins frests telst tillagan samþykkt.
Búðardal 20. febrúar 2015,
Bogi Kristinsson Magnusen,
Skipulags- og byggingarfulltrúi
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Akraneskirkju afhent rausnarleg gjöf
Guðmundur Þorvaldsson versl-
unarmaður og síðast starfsmaður
á bæjarskrifstofum Akraneskaup-
staðar lést fyrir sex árum. Hann
hefði orðið fimmtugur 31. janúar
síðastliðinn ef hann hefði lifað. Í
tilefni af þeim tímamótum afhenti
ekkja Guðmundar, Ásdís Vala Ósk-
arsdóttir, og synir þeirra Þorvald-
ur Arnar og Þorgils Ari, Akranes-
kirkju að gjöf glæsilega útsaums-
mynd sem Guðmundur saumaði út
sjálfur í tómstundum sínum. Sýn-
ir myndin síðustu kvöldmáltíð-
ina. Guðmundur var afkastamik-
ill og vel metinn textíllistamaður,
segir í frétt á heimasíðu Akranes-
kirkju. Þar þakkar kirkjan rausnar-
lega gjöf og þann hug sem henni
fylgir. Það voru séra Eðvarðs Ing-
ólfsson sóknarprestur og Þjóð-
björn Hannesson formaður sókn-
arnefndar sem veittu gjöfinni við-
töku. þá
Fjölskylda Guðmundar heitins ásamt Þjóðbirni og séra Eðvarð. Myndinni verður
komið fyrir í safnaðarheimilinu Vinaminni. Ljósm. akraneskirkja.is
Hvalaskoðun ekki talin hafa truflandi
áhrif á hrefnur í Faxaflóa
Hvalaskoðun hefur minni áhrif á
fæðuöflun hrefna en náttúrulegar
sveiflur. Til lengri tíma eru áhrif
hvalaskoðunar engin á hrefnurnar
og skerðir því ekki lífsafkomumögu-
leika þeirra. Talið er að hver hrefna
sem finnst í Faxaflóa í hvalaskoðun
sé að meðaltali fylgt eftir af hvala-
skoðunarbát tíu sinnum ári. Þetta
eru helstu niðurstöður rannsókna
á áhrifum hvalaskoðunar á fæðu-
öflun hrefna í Faxaflóa sem Fre-
derik Christiansen sjávarlíffræðing-
ur stundaði í þrjú ár. Gögnum var
safnað með ferðum á hvalaskoðun-
arbátum á tímabilinu 2008 til 2011.
Christiansen hefur nú birt niður-
stöður sínar í vísindaritinu The Jo-
urnal of Wildlife Management.
Hvalaskoðun nýtur sem kunnugt
er vinsælda í Faxaflóa. Á fimmtu-
dag og föstudag í síðustu viku héldu
Hvalaskoðunarsamtök Íslands
(IceWhale), í samstarfi við banda-
ríska sendiráðið á Íslandi, mál-
þing og vinnufund um leiðbeinandi
reglur varðandi ábyrga hvalaskoð-
un, leiðsögn um borð og markaðs-
áherslur í Víkinni - Sjóminjasafni
Reykjavíkur. Meðal fyrirlesara voru
Dr. Carol Carlson sérfræðingur hjá
Provincetown Center for Coas-
tal Studies, forstöðumaður rann-
sókna- og fræðsludeildar Dolphin
Fleet og ráðgjafi hjá Alþjóðahval-
veiðiráðinu. Viðburðinum lauk með
táknrænni samþykkt nýrra leiðbein-
andi reglna um ábyrga hvalaskoð-
un. Gísli Ólafsson frá Grundarfirði
er formaður Hvalaskoðunarsam-
taka Íslands.
mþh
Oft má sjá ýmsar tegundir hvala í Faxaflóa. Hér eru höfrungar á ferð utan við
Akranes. Ljósm.: Friðþjófur Helgason.
Egilsholti 1, 310 Borgarnesi
Afgreiðsla, sími 430 5500
Opið virka daga 8-18
www.kb.is, margret@kb.is
Atvinna í Borgarnesi
Okkur bráðvantar góðan afgreiðslu– og sölumann í verslun KB
að Egilsholti 1, Borgarnesi.
Þarf að hafa þekkingu á landbúnaði og rekstrarvörum tengdum landbúnaði.
Lyftarapróf æskilegt.
Þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar gefa Margrét verslunarstjóri í síma 898-0034
tölvupóstur margret@kb.is
eða Guðsteinn í síma 430-5502, tölvupóstur gudsteinn@kb.is
Umsóknir sem tilgreina menntun, reynslu og fyrri störf sendast til ofangreindra.
Umsóknarfrestur til 6. mars n.k.