Skessuhorn


Skessuhorn - 25.02.2015, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 25.02.2015, Blaðsíða 21
21MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 Vel látið af þjónustunni frá áhaldahúsinu Síðasta haust setti sveitarfélagið Borgarbyggð á stofn áhaldahús en fram að því höfðu öll þjónustu- verkefni verið boðin út til verktaka. Áhaldahúsið er í Brákarey þar sem aðstaða hefur verið fyrir vinnuskól- ann. Aðeins einn starfsmaður hefur verið í áhaldahúsinu í vetur, Ámundi Sigurðsson húsamiður sem hóf störf 15. október. „Planið var að ég myndi innrétta aðstöðuna hérna í vetur með öðrum verkum. Umhleypingarnar og erfitt tíðarfar hefur gert það að verkum að það hefur verið svo mikið að gera í snjómokstri og vetrarþjón- ustu að lítill tími hefur gefist í smíð- ina eins og þú sérð,“ sagði Ámundi þegar blaðamaður Skessuhorns kíkti til hans í áhaldahúsið fyrir helgina. Það var aðeins mokstur á götum í Borgarnesi sem boðinn var út til verktöku í vetur. Ámundi hefur séð um mokstur á gangstígum í Borgar- nesi og einnig farið einstaka sinnum á Hvanneyri til þeirra verka. Auk þess hefur hann fært salt og efni til hálkuvarna á þéttbýlisstaðina í hér- aðinu. Sveitarfélagið keypti í haust fjölnota vél sem Ámundi segir að hafa reynst mjög vel. Á hana er sett- ur fjölplógur sem gangstígarnir eru mokaðir með. Götusópur er líka tengdur við tækið, lyftaragafflar og sláttuvél þegar vorar. Ámundi segir að til dæmis hafi sýnt sig að götu- sópurinn sé að borga sig upp á einu ári. Einnig er möguleiki að kaupa og tengja við fjölnota vélina trjáklipp- ur og gröfu. Jákvæð viðbrögð Ámundi segir að í vor verði bætt við stafsmönnum í áhaldahúsið svo sem í sambandi við sláttinn. „Það er svo mikilvægt að við getum útveg- að unglingunum okkar vinnu,“ segir Ámundi. Hann vinnur að því að inn- rétta skrifstofur, geymslur og aðra aðstöðu í áhaldahúsinu og vonast til að nú fari aðeins að lagast tíðarfarið þannig að tími gefist til þess. En hvernig hefur svo fólki líkað þjón- ustan frá áhaldahúsinu? „Fólk er al- mennt ánægt, það eru viðbrögðin sem ég hef fengið. Ekki síst þeir sem fara gangandi í vinnuna og heiðurs- borgarnir okkar sem ég kalla, fólk- ið sem reynir að halda heilsunni með því að labba. Það er ánægt með að geta farið út hvenær sem er og gengið.“ Ámundi var nýkominn frá Hvanneyri þegar blaðamaður hitti hann í áhaldahúsinu. Þar var hann að holufylla malbik. „Ég hef reynt að vinna að svoleiðis lagfæringum í vetur þegar gefið hefur. Það er útlit fyrir að malbikið komi ekki vel und- an vetri,“ sagði Ámundi að endingu. þá Ámundi við fjölnotavélina sem gangstígarnir eru mokaðir með. Nemendur heimsækja Vör í Ólafsvík Það var líf og fjör í Vör –sjávar- rannsóknasetri í Ólafsvík síðastlið- inn fimmtudag. Þá komu nemend- ur í sjöunda bekk Grunnskóla Snæ- fellsbæjar í heimsókn og kynntu sér sögu og starfsemi Varar sem var stofnað árið 2006. Erlingur Hauks- son sjávarlíffræðingur og Gina Sap- anta rannsóknamaður sögðu nem- endum frá rannsóknum setursins og leiðbeindu þeim á rannsókna- stofu þar sem unga fólkið skoðaði svifdýr í viðsjám og svifþörunga í smásjá. Að sögn Helgu Guðjónsdótt- ir forstöðumanns Varar hefur setr- ið verið í góðu samstarfi við skóla í Snæfellsbæ og víðar. Tekið er reglulega á móti skólahópum bæði úr grunnskólum og framhaldsskól- um. af Nemendur 7. bekkjar grunnskóla Snæfellbæjar ásamt Erlingi Haukssyni. Nemendur skoða sýni sem tekin voru úr maga fiska og sýna hvað þeir hafa étið. Staðsveitungur í verðlaunasæti í Söngkeppni FÁ Söngkeppni Fjölbrautaskólans við Ármúla var haldin í hátíðarsal skól- ans 19. febrúar síðastliðinn. Þar voru sýnd fimmtán atriði, þar sem nemendur kepptust um að verða fulltrúar skólans í Söngkeppni framhaldsskólanna 2015. Vestur- land átti sinn fulltrúa í keppninni. Það var Sólrún Silja Rúnarsdóttir úr Böðvarsholti í Staðarsveit sem söng sig inn í hjörtu nærstaddra með lagi um góðhestinn Blakk og lék undir á gítar. Sólrún Silja stóð sig með sóma og varð í þriðja sæti í keppninni. grþ Sólrún Silja Rúnarsdóttir. Ljósm. FÁ Vestlendingar þaulsetnir við spilaborðið Sigursveit Íslenska barsins og Vesturlandsmeistarar í sveitakeppni. Vesturlandsmótið í sveitakeppni í bridds var spilað um síðustu helgi í Borgarnesi. Í fyrsta sæti varð sveit Íslenska barsins, en hana skipa reynsluboltarnir Sveinbjörn Eyj- ólfsson, Lárus Pétursson, Þorvaldur Pálmason og Jón Viðar Jónmunds- son. Hlutu þeir 145 stig. Í öðru sæti varð sveit Guðmundar Ólafsson- ar með 137 stig. Með Guðmundi spiluðu Hallgrímur Rögnvaldsson, Tryggvi Bjarnason og Karl Alfreðs- son. Sveit Borgunar varð þriðja með 107 stig en hana skipa Garð- ar og Stefán Garðarssynir, Sigurjón Karlsson og Sigfinnur Snorrason. Sveit Súperlagna varð fjórða með 97 stig. Hana skipa Karl Þ Björns- son, Símon Sveinsson, Össur Frið- geirsson og Sigurður Reynir Ótt- arsson. Það var skammt stórra högga við spilaborðið en sveitakeppni Bridds- félags Borgarfjarðar lauk á mánu- dagskvöldið í Logalandi. Bikar og gullverðlaunum hampaði Dóra og brýnin að leikslokum með nærri 40 stiga forskot á Unglingana sem þó höfðu sett í fluggír lokakvöldið. Þriðju voru Laxarnir. Verðlauna- hafar voru hróðugir eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Næsta mánu- dag verður léttur tvímenningur spilaður hjá félaginu. mm Verðlaunahafar í sveitakeppni Briddsfélags Borgarfjarðar. Dóra og brýnin sitja fremst. Hnefaleikafólk af Skaganum stóð sig vel í Kópavogi Skagamenn stóðu sig mjög vel á hnefaleikamóti sem haldið var í Kópavogi um helgina en þar voru Grænlendingar meðal þátttakenda. Gísli Kvaran kom sterkur til baka í hringinn eftir hálfs ár hlé og sigr- aði í mjög jöfnum leik á móti Muku Jessen frá Nuuk. Muku press- aði allan tímann en Gísli hélt ró sinni, notaði stunguna vel og svar- aði þegar Muku kom nær. Leikn- um lauk með 2:1 sigri Gísla. Mar- inó Elí notaði góða stungu, rétta fjarlægð og þung skrokkhögg til að stöðva Kristján TNT frá Æsir í annarri lotu. Skynsamlega box- að hjá Marinó og sigurinn aldrei í hættu. Margrét Ásgerður mætti Iki Jensen frá Nuuk í jöfnum leik þar sem Margrét hafði þó meiri stjórn á hlutunum. Samkvæmt lýsingum Þórðar Sævarssonar hjá Hnefa- leikafélagi Akraness stakk Margrét vel, gabbaði og kom Iki úr jafn- vægi þegar hún gerði sig líklega til að sækja. „Magga sótti líka vel með beinum höggum og skoraði vel. Engu að síður féll sigurinn hinu megin, 2:1 fyrir Iki. Þórður segir mikið framundan hjá HAK. Yngri keppendur félagsins verða á ferð- inni 7. mars á krakkaboxmóti hér á Akranesi en eldri hópurinn heldur í víking til Danmerkur 14. mars og mæta þar sterkum andstæðingum. þá Söngkeppni nemendafélags Fjöl- brautaskóla Vesturlands var hald- in á sal skólans síðastliðið miðviku- dagskvöld. Þar kepptu fjórir hópar um að verða fulltrúi skólans í Söng- keppni framhaldsskólanna sem hald- in verður í apríl. Sævar Snorrason stóð uppi sem sigurvegari kvöldsins. Hann flutti frumsamið lag við und- irleik þeirra Helga Sigurðssonar og Hannesar Marvins Óðinssonar. grþ Sigraði í söngkeppni NFFA Sigurvegarar kvöldsins. Helgi lék undir á bassa, Hannes á trommur og Sævar söng og lék á gítar. Ljósm. FVA. Keppendur á mótinu í Kópavogi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.