Skessuhorn


Skessuhorn - 25.02.2015, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 25.02.2015, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 Kynnir söngleikinn Eftir: Einar Viðarsson, Flosa Einarsson og Gunnar Sturlu Hervarsson Sýningar: Frumsýning laugardaginn 28. febrúar kl. 20:00 2. sýning mánudaginn 2. mars kl. 20:00 3. sýning þriðjudaginn 3. mars kl. 20:00 Sýnt verður í Bíóhöllinni Akranesi Miðasala fer fram í Grundaskóla á opnunartíma skólans í síma 433-1400. Miðasala opnar einnig í Bíóhöllinni tveimur tímum fyrir hverja sýningu. Miðaverð 2000 kr. - Hægt er að greiða með greiðslukorti. Alhliða garðyrkjuþjónusta Nú er rétti tíminn fyrir trjáklippingar og trjáfellingar Akranesi SK ES SU H O R N 2 01 5 Lið Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi mætir Fjölbrautaskól- anum í Garðabæ í undanúrslit- um Gettu betur miðvikudaginn 4. mars næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn í sögu skólans sem lið úr FVA kemst í undanúrslit og liggur því mikið við. Blaðamaður Skessuhorns leit inn í skólastofuna sem krakkarnir í liði FVA halda til í þessa dagana og forvitnaðist um undirbúninginn og stemninguna fyrir keppnina. Mikill tími fer í lestur Þau Anna Chukwunonso Eze, Elmar Gísli Gíslason og Jón Hjörvar Valgarðsson hafa komið sér vel fyrir í kennslustofu á ann- arri hæð skólans. Þar halda þau til nánast öllum stundum, lesa, skrifa staðreyndir á töflurnar, spila og horfa á gamla þætti af Gettu betur. Það krefst mikillar vinnu og und- irbúnings að ná góðum árangri í keppni eins og Gettu betur. „Það er fáránlega mikill tími sem fer í að lesa. Við lesum mest á Wikipedia síðum og í raun allt það sem okkur finnst líklegt að gæti komið upp. Svo erum við líka búin að horfa á margar gamlar keppnir, í raun allt of margar,“ segja þau hress. Liðs- mennirnir segjast mæta í skólastof- una góðu á morgnana og þar haldi þau til fram á kvöld, jafnvel fram á nótt. „Við höfum verið með frjálsa mætingu í tímum frá því í janúar. Maður reynir samt að halda sér við og við mætum í próf. Svo er auð- vitað gaman að mæta í tíma eft- ir keppnir og fá lof,“ segir Elm- ar Gísli og brosir út í annað. „Það er samt ekkert frábært að missa úr tíma í stærðfræði. En það kem- ur önn eftir þessa önn,“ bætir Jón Hjörvar við. Þau hafa einnig feng- ið jákvæð viðbrögð víðar á Akra- nesi en í skólanum. Anna vinnur á kassa í Krónunni og segir hún að viðskiptavinir þar hafi einnig verið duglegir að hrósa liðinu fyrir góð- an árangur. Heiður fjölskyldunnar í húfi Aðspurð um hvað sé skemmtileg- ast við að taka þátt í keppni eins og Gettu betur eru þau sammála um að það sé skemmtilegt að vita meira en áður og að geta komið með ýmsar skemmtilegar staðreynd- ir sem fáir vita. Þau hljóta einnig að ná góðum árangri í borðspilum eins og Trivial Pursuit og Bezzer- wizzer? -„Það er reyndar ekki spil- að mikið heima hjá mér. Það yrði þá bara ég á móti pabba. Reyndar er bróðir pabba líka rosalega klár í svona spurningaleikjum. En afi er gáfaðastur. Þetta er líklega allt arf- gengt og allt frá honum komið,“ segir Jón Hjörvar og hlær. Hann er sonur Valgarðs Lyngdals Jóns- sonar, sem náð hefur góðum ár- angri með Akranesliðinu í spurn- ingaþættinum Útsvari. „Annars á bróðir minn lægsta stigamet í sögu Gettu betur. Ég held að hann hafi tapað fyrir MR 40 - 1 á sín- um tíma. Ég þurfti því að ná upp heiðri fjölskyldunnar aftur,“ segir Elmar Gísli. Man varla eftir keppninni Krakkarnir segjast ekki vera mikið stressuð fyrir viðureignina í Gettu betur. „Við erum á svipuðu kali- beri og FG. Við slógum til dæmis út skólann sem sló út Versló, sem er þekktur fyrir að ná góðum ár- angri í keppninni,“ segir Anna. Þau eru þó sammála því að lið Mennta- skólans við Hamrahlíð sé líklegt til að komast í úrslit og jafnvel vinna, enda sé lið MH mjög gott og hafi til að mynda unnið keppn- ina í fyrra. Þau segja að það sé svo- lítill munur á því að keppa í sjón- varpi og útvarpi og það geti tekið aðeins á taugarnar að vera í beinni útsendingu. „Það er erfiðast þeg- ar spyrillinn er að tala við mann í byrjun og maður þarf að kynna sig. Þá veit maður að allir eru að horfa á mann og hlusta,“ segir Elm- ar Gísli. „En þegar spurningarnar byrja, þá kemst maður í eitthvað „zone“ og spáir ekkert í þessu. Ég man til dæmis varla eftir keppninni sjálfri síðast,“ heldur Jón Hjörvar áfram. Þau segja að það sé gaman að hafa áhorfendur og að þau finni vel fyrir stuðningnum úr salnum. Þau segja að það hafi verið gaman að slá met skólans og það sé öðru- vísi pressa á þeim núna eftir að það tókst. „Það væri þó gaman að slá metið aftur, að slá okkar eigið met á sama árinu. En það er gam- an að vera litli skólinn sem komst áfram.“ Viskan safnast í skeggið Krakkarnir hafa smá rútínu fyr- ir keppnisdaginn. Daginn fyr- ir keppni panta þau pizzu á með- an þau undirbúa sig. Þegar dagur- inn sjálfur rennur upp reyna þau að hressa sig við eftir lesturinn. „Fyrst dönsum við í tvo tíma. Við gerum það til að koma blóðinu í gang og hressa okkur við. Svo förum við í keilu með þjálfurunum og borðum svo á Búllunni í Ofanleiti,“ útskýrir Anna. Elmar Gísli segir að það sé verst hvað hann sé hjátrúarfullur. „Ég er til dæmis hálfhræddur um að það komi ekki sama fólk í salinn og síðast. Ég þurrka mér alltaf með sama handklæðinu á keppnisdag og fer í sömu sokkana. Ég vil halda því fram að þetta sé allt í sokkunum,“ segir hann. Sokkana góðu keypti hann í London og á þeim er mynd af Elísabetu Englandsdrottningu. „Þessir sokkar hafa persónulegt gildi. Ég vil meina að Elísabet og Ingvar Kamprad, stofnandi IKEA, séu systkini ömmu minnar. Þau eru öll fædd sama ár og virkilega stutt á milli fæðinganna. Svo er amma slá- andi lík Betu frænku og Ingvar er mjög líkur langafa mínum,“ bæt- ir hann við. Anna og Jón Hjörvar hafa einnig hefðir tengdar hjátrú á keppnisdag. Jón Hjörvar spilar alltaf sömu leikina í fótboltaleikn- um Fifa, þar sem hann velur sömu liðin og breytir sem minnstu. Anna notar alltaf sama hálsmenið. „Svo raka ég mig alltaf á þriðjudegin- um. Viskan safnast í skeggið,“ segir Elmar Gísli. Vantar ísskáp og örbylgjuofn Þjálfarar liðsins eru þeir Birk- ir Hrafn Vilhjálmsson, Magnús Gunnarsson og Björn Þór Björns- son. Krakkarnir segja að þeir séu ómissandi og eigi stóran þátt í ár- angri liðsins. „Þeir setja okkur fyr- ir. Birkir er mikið hjá okkur. Hann segir okkur hvað við eigum að lesa. Býr til dæmis til lista af greinum, út- býr mörg hundruð blaðsíðna skjöl og býr til keppnir fyrir okkur svo við getum æft okkur,“ segir Jón Hjörvar. Eins og áður sagði fer mik- ill tími í lesturinn. „Við erum með okkar sérsvið, svo skarast sumt. Við reyndum að skipta þessu aðeins eft- ir áhugasviði. Ég er með bókmennt- ir, rithöfunda og helstu verk. Anna er með raunvísindi og Jón Hjörvar með íþróttir, stjórnmál og embætt- ismenn. Svo er ég með rest,“ segir Elmar Gísli og brosir. Liðið byrjaði að undirbúa sig í septembermánuði. Fram eftir haustinu hittust þau af og til en frá því í byrjun janúar hafa þau hist og undirbúið sig á hverjum degi. Þau reikna með því að álagið aukist á næstu dögum. „Það er árshátíð hjá okkur á fimmtudaginn og þá ætlum við að taka smá pásu. Við borðum morgunmatinn heima og kvöldmat- inn en annars erum við bara hér. Við flytjum örugglega bráðum hingað inn og erum farin að safna að okkur heimilistækjum. Okkur vantar bara ísskáp og örbylgjuofn og auglýsum hér með eftir þessum tækjum,“ seg- ir Jón Hjörvar. „Og ef við komumst í úrslit, þá förum við fram á að það verði sett upp sturta hérna inni! Ég mun svo bara kyssa mömmu bless og koma heim viku seinna,“ bætir hann við að endingu. grþ Mikill undirbúningur fyrir undanúrslit Gettu betur Gettu betur 2015. Anna, Elmar Gísli og Jón Hjörvar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.