Skessuhorn


Skessuhorn - 25.02.2015, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 25.02.2015, Blaðsíða 31
31MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Skagamenn unnu sannfærandi sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar þeg- ar liðin áttust við í Lengjubikarkeppn- inni í fótbolta síðastliðinn laugardag. Spilað var í Akraneshöll- inni. Það var hinn ungi og efnilegi Ásgeir Marteinsson sem kom Skaga- mönnum yfir snemma leiks með glæsilegu skoti efst í markhornið frá vítateigi. Skagamenn voru mun ákveðnari en gestirnir og spiluðu vel bæði í vörn og sókn. Gestirn- ir voru lítið að ógna marki Skaga- manna, einungis í byrjun seinni hálfleiks sem þeir virtust hafa hug á því að gera eitthvað róttækt. Því var fljótt hrundið af hálfu heimamanna og það var síðan algjörlega í takt við leikinn þegar Arnar Már Guð- jónsson bætti við öðru marki upp úr glæsilegri sendingu frá Arnari Gunnlaugssyni á 74. mínútu. Eftir það voru Skagamenn ekki langt frá því að bæta við þriðja markinu enda vildu þeir mun meira í þessum leik en gestirnir. ÍA er þar með komið með góða stöðu í sínum riðli, sex stig að lokn- um tveimur fyrstu umferðunum, eins og reyndar Keflavík. Í næstu umferð fara Skagamenn norður og mæta Þór í Boganum fimmtudags- kvöldið 26. febrúar. þá Frjálsíþróttafólk úr Ung- mennasambandi Borgarfjarð- ar náði frábærum árangri á Meistaramóti Íslands 15-22 ára sem fram fór í Laugardalshöll- inni um síðustu helgi. Um 250 keppendur voru á mótinu, þar af fimm keppendur frá UMSB. Árangur þeirra var einn Ís- landsmeistaratitill, tvö silfur og eitt brons ásamt tveimur hér- aðsmetum og ellefu persónu- legum metum. Arnar Smári Bjarnason varð Íslandsmeistari í hástökki þegar hann vippaði sér yfir 1,74 m í flokki pilta 15 ára og bætti sig um sjö senti- metra. Hann varð síðan í öðru sæti í 60m hlaupinu á 7,77 sek og þriðji í 60 m grindarhlaupi. Grímur Bjarndal Einarsson var hársbreidd frá sigri í þrístökk- inu þegar hann stökk 12,66 og varð í öðru sæti á nýju héraðsmeti. Hann bætti einnig héraðs- metið í grindarhlaupinu þeg- ar hann hljóp á 8,96 sekúnd- um og varð í fjórða sæti. Árni Hrafn Hafsteinsson bætti sig um fimm sekúndur í 800m og varð í fimmta sæti. Tvær stúlkur frá UMSB kepptu í flokki 16-17 ára, í 60m hlaupi, langstökki og hástökki. Ingi- björg Brynjólfsdóttir bætti ár- angur sinn í öllum greinunum og stóð sig mjög vel. Sömu sögu er að segja af nýliðanum Hafrúnu Birtu Hafliðadóttur sem tók þátt í sínu fyrsta stór- móti. Um næstu helgi mun svo sameiginlegt lið frá Vest- urlandi keppa í Bikarkeppni 15 ára og yngri og keppa und- ir merkjum Sam-Vest. þá Skagamenn öruggir í úrslitakeppnina Skagamenn tryggðu sér á fimmtu- daginn sæti í úrslitakeppni í 1. deild- ar í körfubolta þegar þeir lögðu Breiðablik 102:91 í íþróttahúsinu við Vesturgötu. ÍA er eftir sigurinn með 20 stig í 4. sæti deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir. Lið í sætum tvö til fimm keppa um eitt sæti í úrvalsdeildinni. Efsta liðið fer beint upp og ljóst er að það verður Höttur. Fjögur liðin sem keppa um hitt sætið verða Hamar, FSu, ÍA og líklega Valur. Skagamenn voru betra liðið lengst af gegn Breiðabliki og Jam- arco Warren í miklum ham. Hann skoraði tæpan helming stiga Skaga- liðsins. ÍA var með sjö stiga forskot eftir fyrsta leikhluta 29:22. Tólf stigum munaði á liðinum í hálfleik í stöðunni 51:39 fyrir ÍA og áfram bættu Skagamenn við forustuna í þriðja leikhluta. Staðan var 79:62 fyrir lokafjórðunginn og þrátt fyr- ir að heimamenn slökuðu aðeins á undir lokin var sigurinn örugg- ur og aldrei í hættu. Jamarco War- ren skoraði 48 stig fyrir ÍA, Magn- ús Bjarki Guðmundsson 12, Birk- ir Guðjónsson og Áskell Jónsson 9 stig hvor, bræðurnir Ómar Örn og Fannar Freyr Helgasynir 7 stig hvor, Þorleifur Baldvinsson 6 og Erlendur Þór Ottesen 4 stig. Í næstu umferð mæta Skagamenn Valsmönnum á Hlíðarenda og fer leikurinn fram föstudagskvöldið 27. febrúar. þá Fannar Freyr Helgason sækir að körfu Breiðabliks. Ljósmynd Jónas Hallgrímur Ottósson. Grímur Bjarndal og Arnar Smári komust báðir á verðlaunapall á mótinu. Góður sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar Guðmundur Hreiðarsson ráðinn markmannaþjálfari ÍA Guðmundur Hreiðarsson mark- mannaþjálfari íslenska landsliðs- ins í knattspyrnu hefur samið við ÍA um að sjá um markmannaþjálf- un í meistaraflokki karla. Samning- urinn gildir til loka tímabils 2015. Guðmundur hefur mikla reynslu af markmannaþjálfun en auk þess að vera hluti af þjálfarateymi íslenska landsliðsins um árabil hann hef- ur séð um markmannaþjálfaraskóla KSÍ og einnig um þjálfun markvarða hjá KR frá árinu 2008 til 2014. Jón Þór Hauksson yfirþjálfari ÍA seg- ir mjög ánægjulegt að hafa fengið Guðmund til liðs við félagið. „Við erum sannfærðir um að markmenn okkar þeir Árni Snær og Páll Gísli muni njóta góðs af reynslu hans. Við lítum líka á þetta sem mikið tæki- færi fyrir Pál Gísla að hefja sinn feril í markmannaþjálfun. Eyþór Óli sem hafið hefur störf sem markmanna- þjálfari annars flokks karla og þriðja og fjórða flokks kvenna mun einn- ig koma að þessu samstarfi þannig að við teljum að koma Guðmund- ar muni hafa sterk áhrif á allt okkar starf í kringum markmenn ÍA.” segir Jón Þór. þá Guðmundur í miðjunni ásamt tveimur af markmönnum ÍA, þeim Árna Snæ Ólafssyni og Guðmundi Sigurbjörns- syni. Baráttusigur grundfirsku blakkvennanna Blaklið Ungmennafélags Grund- arfjarðar tók á móti Fylki í fyrstu deild kvenna fimmtudagskvöld- ið 19. febrúar. Grundfirsku stúlk- urnar voru dottnar niður í fjórða sæti deildarinnar eftir að hafa tap- að fyrir Ými og HK-b á dögun- um. Nokkur skjálfti var í heima- stúlkum því gestirnir í Fylki unnu fyrstu hrinuna 25-22 og kom- ust í 1-0. Eftir það bitu Grundar- fjarðarstúlkur í skjaldarrendur og mættu grimmar til leiks. Þær jöfn- uðu metin í 1-1 með því að vinna næstu hrinu 25-21 og þriðju hrin- una 25-11 og komust í 2-1. Mik- il spenna var í fjórðu hrinu er lið- in skiptust á að ná forystunni en með dyggum stuðningi áhorfenda í stúkunni náðu heimamenn að landa sigri í hrinunni 25-21 og unnu því leikinn 3-1. Næsta fimmtudag fá þær svo Stjörnuna-a í heimsókn í Grundarfjörðinn. tfk Nýr golfhermir tekinn í notkun hjá Leyni Félagsmenn í Golfklúbbnum Leyni á Akranesi fjölmenntu á opið hús laug- ardaginn 14. febrúar þegar nýr golf- hermir var kynntur. Þessi nýi búnað- ur býður upp á ýmsa möguleika svo sem að leika á golfvöllum um allan heim. Bay Hill á Florida, The Belfry í Bretlandi, Firestone í Bandaríkj- unum og Gleneagles í Skotlandi eru meðal margra spennandi golfvalla sem hægt er að spila á í herminum. Margir félagar í Leyni hafa nú þegar prófað golfherminn og mörg glæsi- leg högg verið slegin. Golfhermirinn er í vélaskemmu GL og geta félags- menn pantað tíma á leynir@leynir. is. Nýi hermirinn mun bæta æfinga- aðstöðuna til muna hjá kylfingum í Leyni og um leið efla golfstarfið. þá Frábær árangur UMSB fólks á MÍ í frjálsum íþróttum Tíu keppendur frá Keilufélagi Akraness tóku þátt í Íslandsmóti unglinga undir 18 ára sem fram fór í Egilshöll um helgina. Þeir stóðu sig frábærlega og unnu til fjölda verðlauna á mótinu. Unglingarnir frá Akranesi unnu fimm gull af tíu mögulegum, þar af bæði aðalverð- laun mótsins. Jóhanna Ósk Guð- jónsdóttir og Aron Freyr Benteins- son sigruðu tvöfalt, bæði í opn- um flokki og sínum aldursflokk- um. Fimmta gullið vannst í þriðja flokki pilta þar sem Ólafur Sveinn Ólafsson sigraði í harðri keppni við tvo félaga sínum af Skaganum. Jó- hann Ársæll Atlason, sem reyndar var efstur eftir forkeppnina, varð í öðru sæti og Arnar Daði Sigurðs- son í því þriðja. Úrslitaleikurinn í kvennaflokki var líka hreinn Skaga- leikur þar sem Jóhanna Ósk sigraði Natalíu Guðrúnu Jónsdóttir. Til viðbótar þessum góða árangri má geta þess að Skúli Freyr Sig- urðsson varð á dögunum í öðru sæti í opnum flokki á Íslandsmóti full- orðinna og fylgdi þar eftir góðum árangri sínum á Reykjavíkurleikun- um. Keilufélag Akranes á tvö lið í undanúrslitum bikarkeppni Keilu- sambandsins sem fram fer núna í vikunni. Þá keppti Magnús Sigur- jón Guðmundsson á sterku móti í Póllandi um síðustu helgi. Það mót var í Evrópumótaröðinni og varð Magnús Sigurjón í 33. sæti á mótinu þar sem keppendur voru á annað hundrað. þá Frábær árangur unglinga í keilu Lið Keilufélags Akraness sem náði frábærum árangri á Íslandsmóti unglinga.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.