Skessuhorn


Skessuhorn - 25.02.2015, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 25.02.2015, Blaðsíða 25
25MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/ in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu- pósti sendi lausnir á Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (at- hugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstu- degi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókagjöf frá Skessuhorni. 41 lausn barst við krossgátu í blaðinu í síðustu viku. Lausnarorðið var: „Smáhnoðri.“ Vinningshafi er: Sig- rún Þórisdóttir, Hjallalandi 3, 108 Reykjavík. mm Höfgi Regn- skúr Einatt Rugl Gæði Berg- mál Ærsl Upp- hrópun Gátt Tákn Tvíhlj. Ójöfnu Skelm- ir Fæða Hug- aður Ögn Vafstur Bið Skjól Kúgun Romsa Milda Ljómi Beitu Ló Ávöxtur Korn Eirar Fátíðni Bloti 7 Áratog Hólmi Innan 19 Pjatla Jurta- seyði 5 10 Tilsjá Rýra 16 Daun Lúga Vefja Kvað Kostur Tók Sýna reiði Volk Skjól Væskill 1 Hnútur Ung- viðið 17 Ögn Nei Leikur 12 9 4 Þegar 3 Vöflur Snúin Stóra Fjár- ráð Vangi Mál Mar- tröð Korn Limpa Suddi 14 Hrygg- ur Skark Tengi Væta Tölur Ið Spil Lokaðir 11 Miðlari Slá Hlé Slæm Leið- beina Á fæti Gæsla Ill- gresi Reifi Barin Saklaus Púki Geisla- baugur Keyrði Dygg Villt Rödd Óhóf Taldi Hald 8 13 Óttast Reið 18 Storm- ur Kát Mar Næla 6 Sverta Býli Sk.st. 15 Hlé 2 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 Í kvöld, miðvikudaginn 25. febrúar, verður árshátíð unglingadeildar Kleppjárnsreykjadeildar Grunnskóla Borgarfjarðar haldin í Logalandi. Nemendur sýna frumsamið leikrit í leikstjórn Andreu Katrínar Guðmunds- dóttur. Skemmtunin hefst klukkan 20:00 og verður sjoppa opin í hléi. Allir eru velkomnir. -fréttatilkynning Samkaup Strax hefur gert 200 þús- und króna styrktarsamning við UDN í Dölum. Héraðssamband- ið leitaði eftir styrktaraðilum og var Samkaup fyrst til. „Við met- um stuðning þennan mikils í þeirri uppbyggingu sem er í gangi hjá fé- laginu,“ segir Guðni Albert Krist- jánsson framkvæmdastjóri UDN í samtali við Skessuhorn. Á með- fylgjandi mynd eru frá vinstri Ómar Jónsson og Ingvar Bærings- son verslunarstjóri Samkaups Strax í Búðardal og hægra megin borðs þau Jenný Nilsson formaður UDN og Guðni Albert Kristjánsson fram- kvæmdastjóri. Guðni segir að fyr- irhugað sé að kaupa nýja búninga og utanyfirgalla fyrir allar íþrótta- greinar í Dalabyggð og Reykhóla- hreppi. Guðni Albert skorar á for- svarsmenn fleiri fyrirtækja að leggja fram aðstoð og styðja við starf UDN. mm Unglingahljómsveit- in Apollo úr Brekku- bæjarskóla á Akranesi hefur verið valin fyr- ir hönd félagsmiðstöðv- arinnar Arnardals til spilamennsku á Sam- Festingnum um miðj- an mars. SamFestingur- inn er árlegur viðburður á vegum Samfés, sam- taka félagsmiðstöðva á Íslandi. Viðburðurinn hefst með balli í Laugar- dalshöllinni þar sem þús- undir unglinga víðsveg- ar af landinu skemmta sér saman. Honum lýk- ur svo daginn eftir með söngkeppni. Á hverju ári velur ungmennar- áð Samfés fimm ungmennahljóm- sveitir úr hópi umsókna, sem koma fram á viðburðinum. Nú fá dreng- irnir í Apollo tækifæri til að láta ljós sitt skína fyrir framan fleiri þús- undir íslenskra unglinga en þetta er þriðja árið í röð sem hljómsveit er valin fyrir hönd félagsmiðstöðv- arinnar Arnardals. Með- limir hljómsveitarinnar eru Trausti Már Ísaksen, Ari Jónsson, Hugi Sig- urðarson, Steinar Bragi Gunnarsson og Oliver Hilmarsson. Þess ber einnig að geta að í söngkeppninni á SamFestingnum koma fram tvö atriði sem verða fulltrúar Vesturlands. Það eru þau Símon Orri Jóhannsson frá Akra- nesi og Freyja Líf Ragn- arsdóttir úr Grundar- firði sem flytja atriði sín en þau komust í úr- slit eftir undankeppni sem fram fór í Búðar- dal fyrr í mánuðinum. Nálgast má 20 mínútna þátt um undankeppni Samfés á Vesturlandi á Sjónvarpi Skessuhorns á vefnum. grþ Ungmennafélagið Afturelding í Reykhólasveit hlaut í janúar síð- astliðnum Samfélagsstyrk Orku- bús Vestfjarða til eflingar barna- og unglingastarfi félagsins. Verð- mæti styrksins er 100.000 krón- ur og við honum tók Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir, formaður Aftureld- ingar. Aðspurð um hvernig verja eigi styrknum segir Kolfinna að hann muni koma að góðum not- um við almennt barna- og ung- lingastarf félagsins, bæði reglu- legar æfingar og fleira sem er á döfinni. „Frá því í desember hafa verið vikulegar fótboltaæfingar á vegum ungmennafélagsins fyr- ir börn á grunnskólaaldri og þær verða áfram, en umsjón þeirra hefur verið í höndum þjálfara frá Hólmavík,“ segir Kolfinna. Til stendur að efla ungmenn- astarfið enn frekar með því að fá utanaðkomandi þjálfara til að halda stutt námskeið og kynning- ar á hinum ýmsu íþróttagreinum. Það starf er í raun þegar hafið. „Fyrir skömmu síðan fengum við fimleikaþjálfara til að halda helg- aræfingu, það er nýbreytni. Stað- an er nefnilega sú að hér á svæð- inu eru margir fjölhæfir einstak- lingar, íþróttakennarar og aðrir, sem geta haldið utan um almenn- ar íþróttaæfingar en það skort- ir sérhæfða þjálfara sem hafa sér- hæfða þekkingu á íþróttagrein- unum. Sem dæmi um slíkt má nefna vikulegar badmintonæfing- ar sem haldnar hafa verið í vetur að frumkvæði foreldra. Nú stefn- ir ungmennafélagið að því að fá badmintonþjálfara til að skipu- leggja nokkrar helgaræfingar og byggja þar með ofan á það góða starf sem foreldrar hafa innt af hendi í allan vetur. Vonandi geng- ur það eftir.“ Barna- og unglingastarf Aftur- eldingar felst ekki aðeins í því að fá þjálfara á svæðið, félagið styður einnig við iðkendur sem sækja svo- kallaðar Sam-Vest æfingar, en Sam- Vest er samstarfsverkefni nokkurra héraðssambanda á Vesturlandi og Vestfjörðum sem hefur það mark- mið að efla áhuga á frjálsum íþrótt- um í fámennari byggðarlögum m.a. með því að gefa iðkendum kost á að æfa í góðri aðstöðu undir hand- leiðslu sérhæfðra þjálfara. „Við höf- um stutt aðeins við bakið á krökk- um sem sækja þessar æfingarnar með því að greiða fyrir þá sameig- inlegar máltíðir. Þetta verkefni hef- ur fengið góðar undirtektir og það kom mér skemmtilega á óvart hve margir héðan sóttu síðustu æfingu sem haldin var í Kaplakrikahöllinni í Hafnarfirði,“ segir Kolfinna. „Svo styrkti Afturelding unga félags- menn sem sóttu frjálsíþróttaskóla UMFÍ í Borgarnesi síðastliðið sum- ar,“ bætir hún við. Einnig stendur til að efla starf félagsins í sumar þó það verði í grunninn með hefðbundnu sniði. „Það verður haldið ævintýranám- skeið á vegum ungmennafélags- ins eins og undanfarin ár og von- andi getum við boðið upp á bæði reið- og sundnámskeið,“ segir Kol- finna sem bætir því við að hún sé mjög ánægð með starf félagsins og vill hrósa foreldrum iðkenda sér- staklega. „Ef það kemur t.d. fyrir að þjálfarar forfallist eru foreldrar ætíð viljugir að hlaupa í skarðið svo æfingar falli ekki niður og skipulag félagsins riðlist ekki, það er mjög ánægjulegt.“ segir hún að lokum. kgk Árshátíð unglingadeildar GBF verður í Logalandi Hljómsveitin Apollo. Í efri röð sitja Trausti, Steinar Bragi og Hugi. Í neðri röð eru Oliver og Ari. Ljósm. Heiðrún Hámundardóttir. Spila fyrir þúsundir unglinga Guðmundur Ólafsson, starfsmaður Orkubús Vestfjarða, afhendir Kolfinnu Ýr styrkinn fyrir hönd Orkubúsins. Ungmennafélagið Aftur­ elding hlaut samfélagsstyrk Samkaup styður við UDN

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.