Skessuhorn - 25.02.2015, Blaðsíða 25
25MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015
Krossgáta Skessuhorns
Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á að
leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/
in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan
15 á mánudögum. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu-
pósti sendi lausnir á Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (at-
hugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstu-
degi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum
og fær vinningshafinn bókagjöf frá Skessuhorni.
41 lausn barst við krossgátu í blaðinu í síðustu viku.
Lausnarorðið var: „Smáhnoðri.“ Vinningshafi er: Sig-
rún Þórisdóttir, Hjallalandi 3, 108 Reykjavík. mm
Höfgi
Regn-
skúr
Einatt
Rugl
Gæði
Berg-
mál
Ærsl
Upp-
hrópun
Gátt
Tákn
Tvíhlj.
Ójöfnu
Skelm-
ir
Fæða
Hug-
aður
Ögn
Vafstur
Bið
Skjól
Kúgun
Romsa
Milda
Ljómi
Beitu
Ló
Ávöxtur
Korn
Eirar
Fátíðni
Bloti
7
Áratog
Hólmi
Innan
19 Pjatla
Jurta-
seyði
5 10
Tilsjá
Rýra
16
Daun
Lúga
Vefja
Kvað
Kostur
Tók
Sýna
reiði
Volk
Skjól
Væskill
1
Hnútur
Ung-
viðið
17
Ögn
Nei
Leikur
12 9 4
Þegar
3 Vöflur
Snúin
Stóra
Fjár-
ráð
Vangi
Mál
Mar-
tröð
Korn
Limpa
Suddi
14 Hrygg-
ur
Skark
Tengi
Væta
Tölur
Ið
Spil
Lokaðir
11
Miðlari
Slá
Hlé
Slæm
Leið-
beina
Á fæti
Gæsla
Ill-
gresi
Reifi
Barin
Saklaus
Púki
Geisla-
baugur
Keyrði
Dygg
Villt
Rödd
Óhóf
Taldi
Hald
8 13
Óttast
Reið
18
Storm-
ur
Kát
Mar
Næla
6
Sverta
Býli
Sk.st.
15
Hlé
2
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17 18 19
Í kvöld, miðvikudaginn 25. febrúar,
verður árshátíð unglingadeildar
Kleppjárnsreykjadeildar Grunnskóla
Borgarfjarðar haldin í Logalandi.
Nemendur sýna frumsamið leikrit í
leikstjórn Andreu Katrínar Guðmunds-
dóttur. Skemmtunin hefst klukkan
20:00 og verður sjoppa opin í hléi. Allir
eru velkomnir.
-fréttatilkynning
Samkaup Strax hefur gert 200 þús-
und króna styrktarsamning við
UDN í Dölum. Héraðssamband-
ið leitaði eftir styrktaraðilum og
var Samkaup fyrst til. „Við met-
um stuðning þennan mikils í þeirri
uppbyggingu sem er í gangi hjá fé-
laginu,“ segir Guðni Albert Krist-
jánsson framkvæmdastjóri UDN
í samtali við Skessuhorn. Á með-
fylgjandi mynd eru frá vinstri
Ómar Jónsson og Ingvar Bærings-
son verslunarstjóri Samkaups Strax
í Búðardal og hægra megin borðs
þau Jenný Nilsson formaður UDN
og Guðni Albert Kristjánsson fram-
kvæmdastjóri. Guðni segir að fyr-
irhugað sé að kaupa nýja búninga
og utanyfirgalla fyrir allar íþrótta-
greinar í Dalabyggð og Reykhóla-
hreppi. Guðni Albert skorar á for-
svarsmenn fleiri fyrirtækja að leggja
fram aðstoð og styðja við starf
UDN. mm
Unglingahljómsveit-
in Apollo úr Brekku-
bæjarskóla á Akranesi
hefur verið valin fyr-
ir hönd félagsmiðstöðv-
arinnar Arnardals til
spilamennsku á Sam-
Festingnum um miðj-
an mars. SamFestingur-
inn er árlegur viðburður
á vegum Samfés, sam-
taka félagsmiðstöðva á
Íslandi. Viðburðurinn
hefst með balli í Laugar-
dalshöllinni þar sem þús-
undir unglinga víðsveg-
ar af landinu skemmta
sér saman. Honum lýk-
ur svo daginn eftir með
söngkeppni. Á hverju
ári velur ungmennar-
áð Samfés fimm ungmennahljóm-
sveitir úr hópi umsókna, sem koma
fram á viðburðinum. Nú fá dreng-
irnir í Apollo tækifæri til að láta ljós
sitt skína fyrir framan fleiri þús-
undir íslenskra unglinga en þetta
er þriðja árið í röð sem hljómsveit
er valin fyrir hönd félagsmiðstöðv-
arinnar Arnardals. Með-
limir hljómsveitarinnar
eru Trausti Már Ísaksen,
Ari Jónsson, Hugi Sig-
urðarson, Steinar Bragi
Gunnarsson og Oliver
Hilmarsson.
Þess ber einnig að
geta að í söngkeppninni
á SamFestingnum koma
fram tvö atriði sem verða
fulltrúar Vesturlands.
Það eru þau Símon Orri
Jóhannsson frá Akra-
nesi og Freyja Líf Ragn-
arsdóttir úr Grundar-
firði sem flytja atriði
sín en þau komust í úr-
slit eftir undankeppni
sem fram fór í Búðar-
dal fyrr í mánuðinum.
Nálgast má 20 mínútna þátt um
undankeppni Samfés á Vesturlandi
á Sjónvarpi Skessuhorns á vefnum.
grþ
Ungmennafélagið Afturelding í
Reykhólasveit hlaut í janúar síð-
astliðnum Samfélagsstyrk Orku-
bús Vestfjarða til eflingar barna-
og unglingastarfi félagsins. Verð-
mæti styrksins er 100.000 krón-
ur og við honum tók Kolfinna Ýr
Ingólfsdóttir, formaður Aftureld-
ingar. Aðspurð um hvernig verja
eigi styrknum segir Kolfinna að
hann muni koma að góðum not-
um við almennt barna- og ung-
lingastarf félagsins, bæði reglu-
legar æfingar og fleira sem er á
döfinni. „Frá því í desember hafa
verið vikulegar fótboltaæfingar á
vegum ungmennafélagsins fyr-
ir börn á grunnskólaaldri og þær
verða áfram, en umsjón þeirra
hefur verið í höndum þjálfara frá
Hólmavík,“ segir Kolfinna.
Til stendur að efla ungmenn-
astarfið enn frekar með því að
fá utanaðkomandi þjálfara til að
halda stutt námskeið og kynning-
ar á hinum ýmsu íþróttagreinum.
Það starf er í raun þegar hafið.
„Fyrir skömmu síðan fengum við
fimleikaþjálfara til að halda helg-
aræfingu, það er nýbreytni. Stað-
an er nefnilega sú að hér á svæð-
inu eru margir fjölhæfir einstak-
lingar, íþróttakennarar og aðrir,
sem geta haldið utan um almenn-
ar íþróttaæfingar en það skort-
ir sérhæfða þjálfara sem hafa sér-
hæfða þekkingu á íþróttagrein-
unum. Sem dæmi um slíkt má
nefna vikulegar badmintonæfing-
ar sem haldnar hafa verið í vetur
að frumkvæði foreldra. Nú stefn-
ir ungmennafélagið að því að fá
badmintonþjálfara til að skipu-
leggja nokkrar helgaræfingar og
byggja þar með ofan á það góða
starf sem foreldrar hafa innt af
hendi í allan vetur. Vonandi geng-
ur það eftir.“
Barna- og unglingastarf Aftur-
eldingar felst ekki aðeins í því að
fá þjálfara á svæðið, félagið styður
einnig við iðkendur sem sækja svo-
kallaðar Sam-Vest æfingar, en Sam-
Vest er samstarfsverkefni nokkurra
héraðssambanda á Vesturlandi og
Vestfjörðum sem hefur það mark-
mið að efla áhuga á frjálsum íþrótt-
um í fámennari byggðarlögum m.a.
með því að gefa iðkendum kost á
að æfa í góðri aðstöðu undir hand-
leiðslu sérhæfðra þjálfara. „Við höf-
um stutt aðeins við bakið á krökk-
um sem sækja þessar æfingarnar
með því að greiða fyrir þá sameig-
inlegar máltíðir. Þetta verkefni hef-
ur fengið góðar undirtektir og það
kom mér skemmtilega á óvart hve
margir héðan sóttu síðustu æfingu
sem haldin var í Kaplakrikahöllinni
í Hafnarfirði,“ segir Kolfinna. „Svo
styrkti Afturelding unga félags-
menn sem sóttu frjálsíþróttaskóla
UMFÍ í Borgarnesi síðastliðið sum-
ar,“ bætir hún við.
Einnig stendur til að efla starf
félagsins í sumar þó það verði í
grunninn með hefðbundnu sniði.
„Það verður haldið ævintýranám-
skeið á vegum ungmennafélags-
ins eins og undanfarin ár og von-
andi getum við boðið upp á bæði
reið- og sundnámskeið,“ segir Kol-
finna sem bætir því við að hún sé
mjög ánægð með starf félagsins og
vill hrósa foreldrum iðkenda sér-
staklega. „Ef það kemur t.d. fyrir
að þjálfarar forfallist eru foreldrar
ætíð viljugir að hlaupa í skarðið svo
æfingar falli ekki niður og skipulag
félagsins riðlist ekki, það er mjög
ánægjulegt.“ segir hún að lokum.
kgk
Árshátíð unglingadeildar GBF verður í Logalandi
Hljómsveitin Apollo. Í efri röð sitja Trausti, Steinar Bragi og Hugi. Í
neðri röð eru Oliver og Ari. Ljósm. Heiðrún Hámundardóttir.
Spila fyrir þúsundir unglinga
Guðmundur Ólafsson, starfsmaður Orkubús Vestfjarða, afhendir Kolfinnu Ýr
styrkinn fyrir hönd Orkubúsins.
Ungmennafélagið Aftur
elding hlaut samfélagsstyrk
Samkaup styður við UDN