Skessuhorn


Skessuhorn - 25.02.2015, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 25.02.2015, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 Skemmtilegur skóla­ dagur í Borgarnesi Skóladagur var í Grunnskólanum í Borgarnesi á öskudaginn. Nemend- ur og starfsfólk skólans gerðu sér þó glaðan dag í tilefni dagsins og mættu í furðufatnaði af ýmsu tagi. Þá var ýmislegt til gamans gert á öll- um skólastigum og að endingu var boðið upp á diskótek fyrir börnin eftir skóla. Hér má sjá nemendur og starfsfólk skólans í ýmsum skemmti- legum búningum. grþ/ Ljósm. Grunnskólinn í Borgarnesi. Sjá mátti ofurhetjur, snjókarla og ýmis fleiri gervi í Grunnskólanum í Borgarnesi á öskudaginn. Sumir mættu í náttfötum og jafnvel með sængina með í för. Smábarn, ljón, uppvakningur og Svarthöfði voru meðal nemenda. Nemendur í þessum bekk voru í skemmtilegum furðufötum og kennarinn líka. Starfsfólk skólans mætti einnig í furðufötum og skemmti sér vel í tilefni dagsins. Dúllurnar gáfu Bókasafni Akraness listaverk Síðasta haust kom upp hugmynd hjá nokkrum hannyrðakonum á Skaganum að efna til vikulegra dúll- ustunda í Bókasafni Akraness. Tak- markið var þá að hekla 150 dúll- ur, jafnmargar árafjöldanum hjá safninu, en sem kunnugt er fagn- aði Bókasafn Akraness 150 ára af- mæli í nóvembermánuði. Úr varð meira verk en í fyrstu var ætlað, heilmikið listaverk sem afhent var formlega í bókasafninu þriðjudag- inn 17. febrúar að viðstaddri Reg- ínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra. Dúll- urnar urðu á milli 230-40. Úr þeim var myndað listarverk með útlín- um Akrafjalls, á netgrunni sem skír- skotar til útgerðarbæjarins gamla og með skútur siglandi við ströndina. Þegar listaverkið var afhent sögð- ust konurnar, sem kalla sig Dúll- urnar, að stundirnar í vetur hefðu verið svo skemmtilegar að það væri ákveðið að halda áfram að hittast á bókasafninu í dúllustundum fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði. Á hverjum þriðjudegi á milli klukkan 16 og 18 frá því í haust hafa dúllustundir verið haldnar á Bóka- safni Akraness. Á fyrstu dúllustu- ndina komu sex konur en síðan fjölgaði þeim og urðu tólf og þar á meðal voru tvær sem starfa á bóka- safninu, Ásta Björnsdóttir og Hall- dóra Jónsdóttir. Það var ekki fyrr en nokkrar dúllustundir voru að baki sem hugmyndin var að mynda lista- verk með útlínum Akrafjalls. Ým- islegt var gert til að krydda lista- verkið og meira að segja er gesta- bókin ásamt skriffæri á sínum stað á fjallinu. Við afhendingu listaverks- ins kom einmitt upp sú hugmynd að fara með eina dúlluna og koma henni fyrir hjá gestabókinni á fjall- inu. þá Dúllurnar ásamt Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra þegar listaverkið var afhent. Það eru rúmlega 240 dúllur sem mynda listaverkið af Akrafjalli. Þrítugasta öskudagsganga Gunnars Eins og venjulega var öskudags- dags dagskráin í Stykkishólmi frá morgni og fram á kvöld. Börn og starfsfólk grunnskólans mætti í öskudagsbúningum til vinnu og eftir hádegið leiddi Gunnar skóla- stjóri Öskudagsgönguna milli fyrirtækja og stofnana í bænum. Þess má geta að þetta var þrítug- asta gangan hjá Gunnari og eng- in þreytumerki að sjá á kappanum enn! Foreldrafélagið sá um þrauta- brautir og aðra dagskrá í íþrótta- húsinu milli klukkan 16 og 18 og um kvöldið dönsuðu elstu nem- endur skólans frá sér allt vit í sal Tónlistarkólans. eb Hersingin syngur fyrir starfsfólkið í TM í Stykkishólmi. Gunnar Svanlaugsson var hér í þrítugustu göngunni. Ljósm. Eyþór Ben. Lína Langsokkur var mætt. Ljósm. Sumarliði. Hún var ekki frýnileg þessi. Ljósm. Sumarliði. Í þrautabraut í íþróttahúsinu. Ljósm. Sumarliði. Krakkarnir þáðu að launum fyrir söng- inn poka af nammi. Ljósm. eb.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.