Skessuhorn


Skessuhorn - 25.02.2015, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 25.02.2015, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudög- um. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáaug- lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.573 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.230. Rafræn áskrift kostar 2.023 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.867 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir (vefauglýsingar) tinna@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Hossi­hoss Þrátt fyrir tilburði í þá veru, fæ ég ekki alltaf að vera sjónvarpsstjóri á mínu heimili. Þar eins og annarsstaðar verður jú að gæta ákveðins lýðræðis, ef undan eru skildir fréttatímar, þá gildir einræði. Á fréttir vil ég horfa enda tel ég það hluta af starfinu að fylgjast með því sem til umfjöllunar er í öðr- um fjölmiðlum. Þess utan sætti ég mig við að ráða ekki dagskránni ef ég verð undir í atkvæðagreiðslu heimilisfólks um hvaða rás skuli valin á fjar- stýringunni. En síðastliðið laugardagskvöld sá ég eftir að hafa ekki barist hatrammar gegn öllum lýðræðistilburðum á mínu heimili. Á dagskrá Rík- issjónvarpsins var bein útsending frá Eddunni 2015, stærstu sjálfhoss-sam- komu Íslandssögunnar. Á Eddunni draup sjálfánægju ómælt af hverju strái. Reyndar vissu þeir sem voru viðstaddir þessa samkomu í Norðurljósasal Hörpunnar að dag- skráin yrði löng og strembin og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að slæva meðvitundina með róandi efnum, væntanlega flestum í fljótandi formi. Þetta var svolítið eins og rússnesk rúlletta. Allir vonuðu að þeir yrðu kosn- ir þeir bestu í sinni grein, en í ljósi þess að þeir gátu einmitt átt það á hættu að verða hinir útvöldu, þurftu þeir líka að óttast að þurfa að stíga á svið og ávarpa alþjóð í beinni útsendingu í þessu ástandi. Flestum gekk það djöf- ullega og ekki veit ég til dæmis hversu ánægð hún var verðlaunaklipparinn með sjálfa sig daginn eftir þegar mesta gleðin var runnin af henni. Að flestu leyti var þessi samkoma því alveg drepleiðinleg og ætti ekki að bera á borð sjónvarpsáhorfenda. Þarna kepptist hin eina og sanna elíta kvikmyndagerð- ar- og sjónvarpsfólks að hossa hvert öðrum. Gunnu frænku, Siggu barna- píu og auðvitað mömmu og konunni var þakkað fyrir að vera til, vera þessa mikla stoð og stytta í lífi þessa fólks sem er náttúrlega ekkert merkilegra en annað vinnandi fólk. Í ljósi þess að hérumbil á hverju ári eru einungis fram- leiddar ein, tvær eða í hæsta lagi þrjár nothæfar kvikmyndir hér á landi, var raunarlegt að fylgjast mewð því þegar sú illskásta fékk hérumbil öll verð- launin sem í boði voru. Aumingja aðstandendur Parísar norðursins, Af- ans, Borgríkis og Harrýs og Heimis voru náttúrlega smáðir. Þeirra myndir voru í nær öllum tilfellum dæmdar lélegri en Vonarstræti sem almennt fær fremur slaka dóma (almennings). Niðurstaða mín er því einfaldlega sú að ég ætla að gera ráðstafanir til að vera að heiman næst þegar Eddan einok- ar dagskrá Ríkisfjölmiðilsins. Kannski er líka niðurstaða mín að Íslending- ar geta ekki nema svona tíunda hvert ár framleitt bíómynd sem horfandi er á. Því miður, þetta er bara staðreynd. Ég geri því að tillögu minni að næst verði Eddan haldin í Laugardalshöllinni, henni ekki sjónvarpað en þess í stað látið reyna á hversu margir eru tilbúnir að mæta á skemmtundina og borga með aðgangseyri sínum raunvirði samkomunnar. Ljósið í myrkri þessarar annars löngu dagskrár úr félagsheimilinu Hörpu voru heiðurslaunin og handhafi þeirra. Ómar Ragnarsson varð verðskuld- að fyrir valinu fyrir framlag sitt til sjónvarpssögu Íslendinga. Ég hef fylgst með sjónvarpi álíka lengi og það hefur verið til hér á landi. Þar gegndi Ómar alla tíð veigamiklu hlutverki, var dáður og jafnvel dýrkaður. Kannski fannst okkur landsbyggðartúttunum það sérstaklega vegna þess að Ómar var hugsanlega eini fjölmiðlamaðurinn af höfuðborgarsvæðinu sem raun- verulega leit á landsbyggðarfólk sem jafnoka og verðuga uppsrettu efnis og fræðslu. Hann hefur alltaf náð að fanga einkenni landsins okkar og fólksins sem það byggir. Ómar er fólksins og fólkið er Ómars. Magnús Magnússon. Björgunarskipið Björg í Rifi er nú í slipp í Njarðvík þar sem við- gerð og endurbætur standa yfir. Að sögn Páls Stefánssonar skipstjóra var farið með skipið í síðustu viku og áætlað að viðgerð og endurbæt- ur taki um sex vikur héðan í frá. Jón Svanberg Hjartarson, fram- kvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir í samtali við Skessuhorn að vélar Bjargarinnar verði teknar upp og lagfærðar en þörf á því hafi legið fyrir í nokkur ár. Samhliða fara fram smærri við- gerðir, reglubundið viðhald og þá verður skipið heilmálað. Áætlan- ir gera ráð fyrir að kostnaður við viðgerðirnar muni nema um 13 milljónum króna. Stærstan hluta hans greiðir Björgunarbátasjóður Landsbjargar á grunni samkomu- lags félagsins og Innanríkisráðu- neytisins um viðhald og endurbæt- ur björgunarskipa. Þó mun Björg- unarbátasjóður Snæfellsness bera einhvern óbeinan kostnað. Forsvarsmenn Björgunarbáta- sjóðs Snæfellsness hafa óskað eft- ir því að athugað verði hvort unnt sé að gera Jón Oddgeir, hið af- lagða skip Landsbjargar, haffært að nýju til þess að koma í stað Bjarg- ar á meðan hún er í slipp. Sjómenn á Snæfellsnesi hafa af því áhyggj- ur að ekki sé öflugt björgunarskip til taks meðan Björgin er í við- gerð. Langt er í næstu björgunar- skip, eða í Reykjavík, Hafnarfirði eða á Patreksfirði. Það er að sögn Jóns Svanbergs til skoðunar að Jón Oddgeir verði gerður sjóklár fyr- ir verkefnið, en hann segir ljóst að búnaðarskoðun þurfi að fara fram til að fullt haffærniskírteini fáist. mm/þa Ljósm. þa. Framkvæmdasjóður ferðamanna- staða hefur úthlutað styrkjum fyr- ir árið 2015. Eru þeir að verðmæti 175,7 milljóna króna og skiptast á milli 50 verkefna. Þar af hljóta níu verkefni á Vesturlandi styrki að upphæð rúmar 34 milljónir kr. Það jafngildir tæplega 19,4% af heildarúthlutun sjóðsins að þessu sinni. Tveir hæstu styrkirnir nema tólf milljónum króna hvor. Annar þeirra rennur til Akraneskaupstað- ar vegna framkvæmda við svæðið á Breið. Þá fær Snæfellsbær tíu millj- óna króna styrk vegna aðgengis við Bjarnarfoss í Staðarsveit. Þeir styrkir sem renna til fram­ kvæmda á Vesturlandi eru: Akraneskaupstaður Breiðin á Akranesi 12 milljónir kr. vegna yfir- borðsfrágangs göngustíga, göngu- svæða og búnaðar á lóð. Markmið styrkveitingar er að bæta aðgengi ferðamanna og styðja við uppbygg- ingu í kringum menningarminjar bæjarins. Snæfellsbær Bjarnarfoss í Staðarsveit, að­ gengi fyrir alla, allt árið 10 milljónir kr. til að gera bíla- stæði, göngubrú, áningarstað og skilti. Markmið styrkveitingar er að vernda viðkvæma náttúru og auka aðgengi ferðamanna að fossinum. Borgarbyggð Nýtt bílastæði við Grábrók og salernisaðstaða 4,9 milljónir kr. til að færa bíla- stæði út fyrir mörk friðlýsts svæð- is og að Hreðavatnsskála og bæta grunnþjónustu með því að opna nýja salernisaðstöðu. Markmið styrkveitingar er að bæta grunn- þjónustu. Dalabyggð Strandstígur í Búðardal 2,9 milljónir kr. til að ljúka fram- kvæmdum við einn áfangastaðanna við Strandstíg í Búðardal. Markmið styrksins er að bæta öryggi og að- gengi ferðamanna og auka upplif- un þeirra m.a. með bættri aðstöðu til fuglaskoðunar. Ólafsdalsfélagið Endurreisn Ólafsdals í Gilsfirði: 2. áfangi 1,5 milljón kr. til hönnunar og framkvæmda við fræðslustíg og aðrar gönguleiðir. Markmið styrk- veitingar er að styrkja svæðið sem viðkomustað ferðamanna og auka aðgengi og ánægju ferðamanna. Hvalfjarðarsveit Glymur í Botnsdal 830 þús. kr. til að endurbæta og viðhalda gönguleið upp að Glym. Markmið með styrkveitingu er að bæta aðgengi að fossinum og auka öryggi ferðamanna með viðhaldi og endurbótum á stígum og bætt- um merkingum. Snæfellsbær Rauðfeldargjá, Skipulag, hönn­ un, teikningar og leyfi 800 þús. kr. til skipulags og hönnunar á bílastæðum og stíg- um. Markmið styrkveitingar er að bæta aðgengi ferðamanna og dreifa álagi. Saga jarðvangur project Viðbótarframlag í Rammaskipu­ lag fyrir Sögu Jarðvang 635 þús. kr. til að ljúka vinnu við rammaskipulag fyrir Sögu Jarðvang með heildstæðu neti göngu- og reiðleiða auk kortlagningar jarð- og söguminja. Markmið styrkveit- ingar er að stuðla að heildstæðri og sjálfbærri uppbyggingu ferða- mannastaða og -leiða á svæði jarð- vangsins. Snæfellsbær Svöðufoss, Hönnun á göngustíg, bílastæði og áningarstað 500 þús. kr. til hönnunar áning- arstaðar, göngustíga og bílastæð- is. Markmið styrkveitingar er að vernda náttúru, auka aðgengi að fossinum og dreifa álagi á svæðinu. kgk Þessa samsetta mynd er tekin á nán- ast sama blettinum við veiðihúsið á bökkum hinnar fengsælu laxveiði- ár; Grímsá í Borgarfirði. Mynd- in til hægri er tekin að sumri en sú vinstra megin síðastliðinn mánu- dag. Að sögn Sveinbjörns Eyjólfs- sonar formanns veiðifélags Gríms- ár og Tunguár minnist hann ekki þess að hafa séð svona mikla íssöfn- un á breiðunni neðan við fossinn. Sveinbjörn segir fossinn vera um þriggja metra háan en neðan við hann nú er uppsafnaður ís og við fyrstu sýn er ekki að sjá neinn foss lengur. Laxfoss er því horfinn, fram að leysingum í vor. mm Laxfoss ekki sjáanlegur fyrir ís Björgin í slipp næstu sex vikur Fimmtungur styrkja Framkvæmda­ sjóðs rennur til Vesturlands Frá Breiðinni á Akranesi þar sem stórátak í umhverfismálum er fram- undan.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.