Skessuhorn


Skessuhorn - 25.02.2015, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 25.02.2015, Blaðsíða 29
29MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 Sófasett úr Húsgagnahöllinni Þriggja sæta, tveggja sæta og eins sæta, ljósbrúnt míkrófíber áklæði, mjög auðvelt að þrífa með tusku og/eða að taka allt af og setja í þvottavél. Pullur eru lausar. Mjúkir og þægilegir sófar sem gott er að sitja í. Mál: 3 sæta: 210 cm lengd, 90 cm breidd, 70 cm hæð. 2 sæta: 150 cm lengd, 90 cm breidd, 70 cm hæð. 1 sæta: 90 cm lengd, 90 cm breidd, 70 cm hæð Verð: 40 þús. Erum í Borgar- nesi. Sími: 866-7733. Gistiíbúð í Eyjafirði Tveggja herbergja íbúð til leigu. Uppábúin rúm fyrir 4. Íbúðin leigist eftir samkomulagi frá einni nóttu. Stutt í sund og jólahúsið. Velkomin í Eyjafjörðinn. Upplýs- ingar í síma 894-1303/463-1336 eða edda@krummi.is Óska eftir leiguhúsnæði í Borgarnesi Par með lítið barn óskar eftir húsnæði í Borgarnesi til lang- tímaleigu. Þurfum að hafa tvö svefnherbergi og þetta verður að vera gefið upp því við erum bæði námsmenn. Greiðslugeta er ekki meiri en 90 þúsund á mánuði. Eva, sími: 661-2622. evamargret@ vesturland.is Óska eftir herbergi í skamm- tímaleigu Vegna tímabundins verkefnis í Borgarnesi (ca. 2 mánuði) óska ég eftir að taka á leigu herbergi eða litla íbúð á svæðinu. Ellert 896-1564 eða ellert@outlook.com Íbúð óskast á Akranesi Gamall Skagamaður sem er að koma heim óskar eftir lítilli íbúð til leigu á Akranesi. Uppl. í síma 663-7413. Óska eftir leiguhúsnæði Reglusamt par óskar eftir leigu- húsnæði i Borgarnesi. Við erum með gæludýr; hund og kött. Við skoðum allt. Þið getið hafið samband í síma 776-4151 eða netfang: skindbjerg_13@hotmail. com ÓSKA eftir að kaupa Daihatsu Ferozu Óska eftir að kaupa Daihatsu Ferozu. Má þarfnast lagfæringar en þarf að vera heillegur.Upp- lýsingar í síma 696-2334 eða is- postur@yahoo.com Viltu losna við bjúg, sykurþörf og léttast líka? Þá er Oolong- og Pu-erh teið eitt það albesta. Pakki með 100 tepokum er á 4.300. Ef keyptir eru 2 pk. er verðið 7.800. Sykurþörfin minnkar og hverfur oftast eftir stuttan tíma og bjúgurinn fer mjög fljótt. Gott fyrir líkamlega og andlega heilsu. S: 845-5715, Nína. Herbalife, hröð og góð þjón- usta Afgreiði pantanir samdægurs. Engin bið. Er oftast með allar nær- ingarvörurnar á lager. Gott verð og þjónusta. Sendi um allt land. Greiði burðargjaldið ef pantað er fyrir 12 þús. kr. eða meira í einu. S: 845-5715. Nína. Hásing Til sölu Hásing undan 700 kílóa fellihýsi á góðum dekkjum. Fæst á 20-25 þús. Uppl. í síma 661-8079. Handrið Til sölu Pílóra handrið. Tilvalið fyrir laghentan að smíða úr gerði eða bara eitthvað annað. 16m x 115m. Uppl. í síma 661-8079. Símaspá - spádómar Opið frá kl. 14 alla daga. Sími 661-3839. Spádómar - Draumaráðningar Spái í gegnum síma alla daga eftir hádegi. Sími 555-2927/847-7596, Hanna. Stykkishólmur - miðvikudagur 25. febrúar Tónfundir í sal Tónlistarskóla Stykkishólms. Klukkan 18 spila nemendur Martins fyrir foreldra, systkin og aðra gesti á hin ýmsu málmblásturshljóðfæri, rafgítar og bassa. Nemendur gítardeildar spila svo klukkan 19. Allir hjartan- lega velkomnir. Borgarbyggð - miðvikudagur 25. febrúar Söngleikjatónlist í Landnámssetri kl. 20. Söngnemendur í Tónlistar- skóla Borgarfjarðar standa fyrir tónleikum í Landnámssetrinu þar sem flutt verða atriði úr söngleikjum. Dagskráin verður fjölbreytt. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Dalabyggð - fimmtudagur 26. febrúar Samvera hjá Félagi eldri borgara í Leifsbúð. Spurningakeppni og kaffi frá kl. 13:30-16. Stykkishólmur - fimmtudagur 26. febrúar Bæjarstjórnarfundur nr. 316 í Ráðhúsi Stykkishólms kl. 17. Borgarbyggð - föstudagur 27. febrúar Félagsvist í safnaðarheimilin Félagsbæ, Borgarnesi kl. 20. 2. kvöldið í þriggja kvölda keppni, sem dreifist á fjögur kvöld. Góð verðlaun. Allir velkomnir. Ath. ekki spilað n.k. föstudag. Stykkishólmur - laugardagur 28. febrúar Tón-Vest / dagur tónlistarskóla á Vesturlandi í Stykkishólms- kirkju. Nótan 2015 verður nú með breyttu sniði, þar sem verkfall tónlistarkennara í haust setti skólastarf svolítið úr takti. Í staðinn fyrir hina hefðbundnu Nótu þá hittast nemendur úr flestum tónlistarskólum af Vesturlandi hér í Hólminum og halda saman tónleika. Þessir tónleikar verða opnir öllum og ókeypis aðgangur. Hægt verður að kaupa kaffiveitingar að tón- leikum loknum. Allt verður nánar auglýst síðar! Akranes - laugardagur 28. febrúar Minecraft námskeið í Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi kl. 9. Á námskeiðinu er farið yfir öll helstu atriði í tölvuleiknum, nem- endur læra að setja svokölluð „mod“ inn í leikinn og setja upp vefþjónn sem gerir þeim kleift að spila saman sem hópur og leysa ákveðin verkefni. Námskeiðið er bæði ætlað þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í leiknum og þeim sem þegar hafa kynnst leiknum. Nánari upplýsingar um námskeiðið og skráning á www. skema.is Borgarbyggð - laugardagur 28. febrúar Opnun sýningar Loga Bjarna- sonar í Hallsteinssal í Safnahúsi Borgarfjarðar kl. 13. Sjá nánar í Skessuhorni í dag. Dalabyggð - laugardagur 28. febrúar Töltmót Glaðs hefst stundvíslega klukkan 13 í Nesoddahöllinni. Borgarbyggð - laugardagur 28. febrúar Rótarýdagurinn í Borgarnesi. Opinn fundur um áhugavert efni í Hjálmakletti kl. 14. Yfirskriftin er menntun-saga-menning: Sagt frá rótarýhreyfingunni. Erindi um framtíð háskóla á Íslandi. Sögur úr Borgarnesi. Tónlistarmenn- ing og söngur. Hjartahnoðtæki afhent HEV. Kaffi á könnunni. Borgarbyggð - sunnudagur 1. mars Æskulýðsguðsþjónusta í Borgar- neskirkju kl. 11:15. Guðsþjónusta á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar. Söngur, sögur, bænagjörð. Barna- kórinn syngur. Umsjón hafa sr. Páll Ágúst Ólafsson og Steinunn Árnadóttir. Dalabyggð - sunnudagur 1. mars Sögustund á Laugum í Sælings- dal kl. 15. Safnvörður mun segja frá Gísla Jónssyni, betur þekktur sem Saura-Gísli. Allir eru vel- komnir og aðgangseyrir er 500 kr. fyrir fullorðna. Þeir sem hafa áhuga á að fara í sund samhliða sögustund hafi samband við Gunnar Má með góðum fyrirvara á netfangið gunnarmar@umfi.is eða síma 777-0295 / 434-1465. Stykkishólmur - mánudagur 2. mars Tónfundir í sal Tónlistarskóla Stykkishólms. Klukkan 18 spila nemendur Lászlós á píanó fyrir foreldra, systkin og aðra gesti. Kl. 19 munu söngnemendur Hólmfríðar halda tónfund. Allir hjartanlega velkomnir. Akranes - þriðjudagur 3. mars Dúllustund á Bókasafni Akraness kl. 16. Dúllustundir halda áfram og verða fyrsta þriðjudag í mán- uði.Bæjarbúar eru hjartanlega velkomnir að taka þátt í hópnum. Á döfinni Markaðstorg Vesturlands Nýfæddir Vestlendingar 18. febrúar. Drengur. Þyngd 3.435 gr. Lengd 51 sm. Foreldrar: Jóhanna Lóa Sigurbergsdóttir og Óðinn Guðmundsson, Borgarnesi. Ljósmóðir: Elísabet Harles / Sigríður Birgisdóttir. 20. febrúar. Drengur. Þyngd 3.410 gr. Lengd 52 sm. Foreldrar: Kara Kristel Ágústsdóttir og Skúli Guðmundsson, Borgarnesi. Ljósmóðir: Lóa Kristinsdóttir. ÝMISLEGT 12. febrúar. Stúlka. Þyngd 3500 gr. Lengd 51 sm. Foreldrar: Þórdís Sveinsdóttir og Dagbjartur Vilhjálmsson, Mosfellsbæ. Ljósmóðir: Lára Dóra Oddsdóttir. 19. febrúar. Stúlka. Þyngd 3.125 gr. Lengd 50 sm. Foreldrar: María Sigríður Guðbjörnsdóttir og Friðjón Snorri Guðjónsson, Borgarnesi. Ljósmóðir: G. Erna Valentínusdóttir. ÓSKAST KEYPT TIL SÖLU HÚSBÚNAÐUR / HEIMILISTÆKI LEIGUMARKAÐUR

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.