Skessuhorn


Skessuhorn - 25.02.2015, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 25.02.2015, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 Æft af kappi fyrir frumsýningu á Barið í brestina Leikdeild Umf. Skallagríms æfir nú af kappi fyrir frumsýningu gaman- leiksins Barið í brestina eftir Guð- mund Ólafsson. Leikritið verður frumsýnt í Lyngbrekku föstudaginn 6. mars næstkomandi. Leikstjóri í uppfærslunni er Gunnar Björn Guðmundsson. Að sögn Elísabetar Hildar Haraldsdóttur leikara og rit- ara hjá leikdeild Skallagríms standa æfingarnar nú í algleymingi enda frumsýning á næsta leiti. Leikritið fjallar um líf og störf á sambyggðri heilsugæslustöð og elliheimili úti á landi. „Þetta gerist á einum degi og segir frá lífi og starfi fólksins sem býr og starfar þar. Heilbrigðisráð- herrann kemur í heimsókn eftir að hafa veitt heilsugæslustöðinni pen- inga til kaupa á magaspeglunartæki. Peningunum var aftur á móti var- ið í færeyskan knattspyrnumann til að styrkja fótboltaliðið í bænum. Þá upphefst atburðarrás þar sem fólk- ið reynir meðal annars að ljúga sig út úr aðstæðunum,“ segir Elísa- bet Hildur. Hún segir að margar skemmtilegar persónur komi við sögu, svo sem rússneskur flótta- maður sem er læknir og sídrukk- inn kokkur sem drýgir tekjur sínar með því að leigja vistmönnum blá- ar myndir. „Starfsemin er vægast sagt mjög sérstök og ákvarðanatök- ur óheppilegar á köflum. En allt er gott sem endar vel.“ Stórafmæli á næsta ári Leikdeild Umf. Skallagríms hefur sett upp fjöldann allan af verkum, við góðar undirtektir, á þeim fjöl- mörgu árum sem hún hefur ver- ið starfandi. „Leikdeildin verð- ur hundrað ára á næsta ári og það eru ekki mörg árin sem hafa dottið út. Fyrir ári sýndi deildin leikritið Stöngin inn eftir sama höfund við stórkostlegar viðtökur. Settar voru upp fjórtán sýningar fyrir fullu húsi þá og við höfum kortlagt tíu sýn- ingar núna til að byrja með,“ seg- ir Elísabet Hildur. Hátt í 40 manns koma að uppsetningu sýningarinn- ar með einum eða öðrum hætti en alls stíga 19 leikarar á svið. „Svo er kór eldri borgara með okkur ásamt kórfélögum úr Samkór Mýra- manna. Það er því fólk á öllum aldri sem kemur að sýningunni og það er allt á fullu.“ Gamanleikurinn Bar- ið í brestina hefur áður verið sett- ur upp hjá Leikfélagi Ólafsfjarð- ar og Leikdeild Ungmennafélags Biskupstungna við góðar undir- tektir. Það má því búast við góðri skemmtun í litla leikhúsinu á Mýr- unum í marsmánuði þegar sýningar hefjast. grþ Það gengur á ýmsu í gamanleiknum sem frumsýndur verður í Lyngbrekku í mars. Ljósm. Olgeir Helgi Ragnarsson. Umhverfisvaktin við Hvalfjörð samþykkir ályktanir Aðalfundur Umhverfisvaktarinn- ar við Hvalfjörð var haldinn að Ás- garði í Kjós föstudaginn 13. febrú- ar síðastliðinn. Á fundinum voru samþykktar nokkrar ályktanir. Meðal annars er snertir gerð svæð- isskipulags fyrir Reykjavík til árs- ins 2040 en þar segir: „Hreint loft, ómeðhöndlað drykkjarvatn, ná- lægð við fjölbreytt útivistarsvæði og náttúrulegt umhverfi eru undir- staða að lífsgæðum á höfuðborgar- svæðinu og marka sérstöðu svæð- isins umfram önnur borgarsvæði.“ Aðalfundurinn ályktar að Reykja- víkurborg standi fyrir gríðarlegri uppbyggingu á mengandi iðnaði á Grundartanga í Hvalfirði í gegnum meirihluta eignarhald á sameign- arfélaginu Faxaflóahöfnum. „Að- alfundurinn hvetur forsvarsmenn Reykjavíkurborgar til að stefna fyrrnefndum lífsgæðum ekki í frek- ari hættu með áframhaldandi upp- byggingu mengandi iðnaðar, sem nú þegar er farinn að hafa verulega neikvæð áhrif á náttúru og lífríki.“ Þá skorar Umhverfisvaktin við Hvalfjörð á umhverfisráðherra að hefja nú þegar undirbúning þess að flytja ábyrgð á umhverfisvöktun vegna mengunar frá iðjuverunum á Grundartanga frá forsvarsmönn- um iðjuveranna til óháðrar, til þess bærrar stofnunar. Umhverfisvaktin vísaði til þess að nú þegar eru þrjú stór álver starfandi á Íslandi auk þess sem vænta má eldgosa sem hafa í för með sér verulega flúormengun. „Fundurinn skorar á Matvæla- stofnun að hefja þegar grunnrann- sóknir á þoli íslensks búfjár gagn- vart flúori í fóðri og áhrifum lang- tíma flúorálags á heilsu íslensks bú- fjár.“ Loks, „af gefnu tilefni,“ segir í síðustu ályktun fundarins: „Skor- ar aðalfundur Umhverfisvaktarinn- ar við Hvalfjörð á Matvælastofnun að fylgjast vel með útigangshross- um við Hvalfjörð sem og annars staðar á landinu.“ mm Góður rekstur og talsverðar framkvæmdir á HVE Frá Heilbrigðisstofnun Vestur- lands berast góðar fréttir um þessar mundir. Það er ekki aðeins að tækja- búnaður sé að batna, með tilkomu nýs tölvusneiðmyndatækis og unnið sé að endurbótum húsnæðis og að- stöðu stofnunarinnar vítt og breitt um starfssvæðið, heldur hefur tekist að halda uppi fullri þjónustu sam- hliða því að rekstrinum hefur ver- ið haldið innan fjárheimilda. Þetta kom fram í spjalli sem Skessuhorn átti við Guðjón Brjánsson forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í liðinni viku. „Frá hruni hefur sam- dráttur numið um 27% hjá stofn- uninni, fjórða hver króna horfið út úr rekstrinum. Með útsjónarsemi, stöðugri hagræðingu á öllum svið- um og elju starfsmanna hefur okk- ur tekist að halda í horfinu. HVE er líklega eina heilbrigðisstofnun- in á landinu sem náð hefur að halda fjárlög hin síðari ár. Styrkur okkar er góð fagleg þjónusta og mjög ábyrg fjárhagsleg og rekstrarleg umsýsla.“ Guðjón segir það líka sérstakt fagn- aðarefni í allri umræðunni um flótta lækna til útlanda að nú í vikunni var að byrja hjá HVE nýútskrifað- ur sérfræðingur í almennum skurð- lækningum. Nýi liðsmaðurinn heit- ir Árni Þór Arnarson og er frá Borg- arnesi. Hann var að flytja heim frá Svíþjóð og mun starfa við hlið Fritz Berndsen núverandi yfirlæknis. Sameiningin reynst styrkur Um starfsemi Heilbrigðisstofnun- ar Vesturlands sagði Guðjón með- al annars að á sjúkrahúsið á Akra- nesi væru um 2000 innlagnir á ári. „Þrátt fyrir niðurskurð höfum við haldið sjó og ekki orðið þjónustufall á lækningastarfseminni. Við höfum bætt við á sumum sviðum sem öfl- ugt sjúkrahús sem ekki aðeins þjón- ar Vesturlandi heldur einnig öllu suðvesturlandi í ríkum mæli. Sér- staklega varðandi þær aðgerðir þar sem þörfin hefur verið mest; í lið- skiptum, aðgerðum tengdum kven- sjúkdómum og kviðslits- og gall- blöðruaðgerðum, svo eitthvað sé nefnt. Í heilsugæslunni er starf- semin í eðlilegu horfi, þó erfiðleik- ar hafi verið við mönnun sérstaklega er varðar lækningaþáttinn, einkum á Snæfellsnesi. Þar hafa læknar komið til skemmri viðveru og þannig tek- ist að halda þjónustunni í nokkuð föstum skorðum. Starfsemi háls- og bakdeildar í Stykkishólmi hefur ver- ið öflug. Þar hefur sjúklingum fjölg- að þrátt fyrir að þrengt hafi að starf- seminni almennt.“ Guðjón segir að styrkur sameiningar heilbrigðistofn- ana á Vesturlandi hafi meðal ann- ars komið fram varðandi afleysing- ar sem grípa þurfi til þegar starfsfólk veikist eða forfallast af öðrum ástæð- um. „Þá hefur fólk verið tilbúið að færa sig milli starfsstöðva tímabund- ið. Þetta hefur einkum verið á hjúkr- unarsviði og í ljósmæðraþjónustu.“ Miklar framkvæmdir á döfinni Þessi misserin og árin eru á döf- inni miklar endurbætur á húsnæði og aðstöðu víða á svæði Heilbrigð- isstofnunar Vesturlands, enda legu- deildir og byggingar margar hverjar komnar til ára sinna. Í aðalbyggingu sjúkrahússins á Akranesi er nýbúið að endurnýja loftræstikerfi, eins og við greindum frá í frétt í Skessuhorni í liðinni viku. Er sú framkvæmd um leið fyrsta skrefið í endurbótum á legudeildum. Þær hafa verið nán- ast óbreyttar frá upphafi, handlækn- ingadeildin frá 1968 og lyflækninga- deildin frá 1978. Fyrir dyrum stend- ur að bjóða út endurbætur á starfs- mannabústaðnum við sjúkrahúsið á Akranesi sem hýsir nema, vakt- hafandi lækna og verðandi foreldra sem koma víða að til að eignast börn sín á Akranesi. Vinna er hafin við að hanna endurbætur á legudeildum sjúkrahússins og er stefnt að því að endurnýja aðra þeirra næsta vetur. Í Búðardal verður í vor endurnýjað í heilsugæslustöðinni; afgreiðsla, bið- stofu og tannlæknastofu. Á Hólma- vík verður endurnýjuð starfsmanna- íbúð á þessu ári. Í Stykkishólmi er verið að ljúka við endurnýjun and- dyris og nýrrar borðstofu fyrir starfsfólk sjúkrahússins og sjúklinga á háls- og bakdeild. Sú framkvæmd eykur hagræðingu og bætir að- stöðu starfsmanna. Guðjón segir að stóra verkefnið í Stykkishólmi sé að tryggja peninga til að unnt verði að samþætta hjúkrunar- og öldrunar- þjónustu undir eitt þak í sjúkrahúss- byggingunni. Til þess þurfi að ráð- ast í miklar breytingar á húsinu. Þá segir hann að í Ólafsvík standi fyrir dyrum utanhúss viðgerðir á heilsu- gæslustöðinni. Í Borgarnesi séu ekki stórar framkvæmdir á döfinni enda hafi átt sér stað miklar endurbætur á húsnæði heilsugæslustöðvarinnar síðustu árin. Viðhald og endurbæt- ur á húsnæði HVE eru unnar í góðri samvinnu við stjórnendur Fasteigna ríkissjóðs, segir Guðjón. Vantar skýli vegna sjúkraflutninga Það er þó margt fleira sem þyrfti að gera og er á endurbótalistanum hjá stjórnendum HVE. Áralangt baráttumál hefur að sögn Guðjóns verið að fá skýli við sjúkrabílamót- tökuna á Akranesi. Þar sem sjúkling- ar eru færðir úr sjúkrabílunum und- ir beru lofti í misjöfnum veðrum. Sjúkraflutningar að og frá á sjúkra- húsinu á Akranesi eru 1400-1500 á ári. Þá má í lokin nefna að núna er unnið að sérstöku átaksverkefni í Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Það er að allt starfsfólk beri sérstakt auðkenniskort. Það er liður í aukn- um öryggisráðstöfunum í ljósi atvika sem komu upp á síðasta ári á þremur stöðum á starfssvæðinu. Aðgangs- kerfi hefur verið sett upp hjá HVE á Akranesi til að takmarka umferð fólks utan dagvinnutíma. Sömuleið- is verða settar upp öryggismynda- vélar og innbrotsvarnakerfi á öllum starfsstöðvum HVE á þessu ári, til viðbótar þeim öryggisbúnaði sem þegar er fyrir hendi. þá Guðjón Brjánsson forstjóri HVE.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.