Skessuhorn - 25.02.2015, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015
Sauðfjárrækt á Vesturlandi 2014
Skipulagið að haustinu
stóreykur afurðirnar
Vallarfé ehf. á Kjarlaksvöllum í
Dalasýslu var afurðahæsta sauð-
fjárbúið á Vesturlandi á síðasta ári.
Að baki félagsbúinu á Kjarlaksvöll-
um standa tvenn hjón; Guðmund-
ur Gunnarsson og Hugrún Reynis-
dóttir og Bjarki Reynisson og Þór-
unn Elfa Þórðardóttir. Guðmund-
ur sagði í samtali við Skessuhorn
að í sjálfu sér hafi þetta ekki komið
á óvart, búið hafi verið með þeim
afurðahæstu í mörg ár.
„Við eigum góðan fjárstofn
og frjósemin er mjög góð. Á síð-
asta ári var hún 1,98 og við vor-
um að láta fósturtelja um daginn
og þá var hún heldur lakari, eða
1,88. Það er vegna heyjanna. Þau
eru ekki eins góð og áður, of blaut
eftir óþurrka síðasta sumars. Ég
er samt ekki ósáttur við þessa út-
komu.“ Guðmundur segir að það
sé dekrað við kindurnar á sauð-
burðinum og þá njóti þau góðs af
liðsstyrk tengdaforeldranna fyrr-
um bænda á Kjarlaksvöllum; for-
eldra þeirra Hugrúnar og Bjarka.
„Það er talsvert þrílembt hjá okk-
ur og gemlingar eru líka tvílembd-
ir. Það er beitt pelum á litlu lömbin
svo þau komi sterk inn í sumarið.
Síðan getur það ekki verið þægi-
legra en hjá okkur að hleypa kind-
unum á sumarbeitina. Það eru bara
opnuð hliðin og féð rennur upp í
dalina hérna fyrir ofan Staðarhóls-
dalinn. Að haustinu erum við svo
með einn pantaðan sláturdag í viku
og veljum þá úr stærstu lömbin til
slátrunar. Það er mjög rúmt á fénu
hérna í heimabeit að haustinu, ein-
ir fimmtán hektarar þar sem það
getur valið úr túnbeit, kálhólfum
eða úthaga. Lambféð er svolítið á
ferðinni á milli en braggast mjög
vel. Að jafnaði er það að bæta við
sig fjórum kílóum að haustinu og
allt upp í tólf kíló. Það er reyndar
undantekning að það sé svo mikið.
Ég býst við að með þessu skipulagi
að haustinu séum við að auka mest
tekjurnar hjá okkur,“ segir Guð-
mundur á Kjarlaksvöllum.
Góð frjósemi og
aukin ræktun
Sigvaldi Jónsson bóndi í Hægindi í
Reykholtsdal í Borgarfirði var með
annað afurðahæsta sauðfjárbúið á
Vesturlandi á síðasta ári. fékk á dög-
unum viðurkenningu frá Félagi sauð-
fjárbænda í Borgarfirði fyrir góðan
árangur í sauðfjárræktinni. Sigvaldi
sagðist í samtali við Skessuhorn rekja
árangurinn á síðasta ári til ýmissa
þátta. „Við hugum vel að fóðruninni
þannig að kindurnar séu vel haldnar
þegar kemur að sauðburði. Frjósem-
in er góð, langflestar voru tvílembd-
ar. Við notum sæðingar mikið, í fyrra
var fjórðungur ánna sæddar og núna
var það þriðjungurinn. Ég reyni að
bæta stofninn og hef verið óragur
við að farga því sem mér hefur ekki
líkað við,“ sagði Sigvaldi. Hann er
fyrir fáum árum tekinn við búskap í
Hægindi af Vigfúsi Péturssyni móð-
urbróður sínum og býr þar nú með
konu sinni Björgu Maríu Þórsdóttur.
„Við erum bara að byrja og ákveð-
in í því að halda dampi, þetta gengur
ekki öðruvísi. Björg María hefur líka
mikinn áhuga á búskapnum,“ bæt-
ir Sigvaldi við. Búið á Hægindi telst
ekki til stærri búa miðað við fjölda
búpenings, rúmlega 230 fjár og um
tíu mjólkandi kýr.
Fénu fylgt vel eftir
Þriðja afurðahæsta sauðfjárbúið á
Vesturlandi er á Gaul í Staðarsveit
þar sem búa Heiða Helgadóttir og
Júlíus Konráðsson. Þau hafa búið á
Gaul síðustu ellefu árin en Heiða er
frá bænum Tröðum á Mýrum. Búið
á Gaul var efst á lista búa á Vestur-
landi yfir gerðamat, það er vöðva-
fyllingu eins og sést á töflu yfir það.
„Ég veit ekki hvað ætti helst að taka
út úr í sambandi við búskapinn á síð-
asta ári. Kannski helst að við fylgj-
um fénu vel eftir á sauðburðinum
og þangað til það fer á fjall. Við höf-
um alla tíð notað sæðingar mikið og
frjósemin verið góð. Annars var síð-
asta ár ekki gjöfult veðurfarslega hjá
okkur hérna á Vesturlandi,“ sagði
Heiða á Gaul. þá
Nú er uppgjöri á skýrsluhaldi fjár-
ræktarfélaganna nánast lokið fyrir
árið 2014. Afurðir ánna er mjög góðar
á landsvísu og metafurðir víða, eink-
um á Norður- og Austurlandi þar sem
tíðarfar var sauðfjárrækt sérstaklega
hagstætt síðastliðið sumar. Vorið var
gott víðast um land og sumarið hlýtt
en óvenju úrkomusamt á Vesturlandi.
Það varð því engin uppsveifla í afurð-
um sauðfjár á Vesturlandi eins og víða
annarsstaðar á landinu. Árni B Braga-
son sauðfjárræktarráðunautur RML
tók saman fyrir Skessuhorn töflur yfir
afurðahæstu búin á Vesturlandi.
Meðalafurðir fullorðinna áa á Vesturlandi 2014
Sýsla Fjöldi áa Reiknað kg kjöt eftir ána Fædd lömb eftir á Lömb til nytja eftir á
Borgarfjarðarsýsla 12251 25,1 1,75 1,59
Mýrasýsla 13024 25 1,79 1,63
Snæfells- og Hnappadalssýsla 12266 26 1,81 1,62
Dalasýsla 21130 26,5 1,82 1,67
Landið allt 345932 27,8 1,82 1,67
Eins og sjá má í þessari töflu en frjósemi vestlenskra áa um eða undir landsmeðaltali og þar verður votviðrasömu sumrinu
ekki kennt um. Góð frjósemi og góð lambahöld er ein mikilvægasta forsenda þess að ná miklum afurðum. Þó sauðfjárbú á
Vesturlandi skari ekki framúr á landsvísu að þessu sinni þá er mikil breidd í þeim árangri sem einstök bú ná.
Afurðahæstu sauðfjárbú á Vesturlandi 2014, með 100 ær eða fleiri. (Borgarfjörður, Snæfellsnes og Dalir)
Skýrsluhaldari Fjöldi áa Reiknað kjöt eftir ána Fædd lömb eftir á Lömb til nytja eftir á
Vallarfé sf. Kjarlaksvöllum, Saurbæ 360 34,7 1,98 1,87
Sigvaldi Jónsson, Hægindi, Reykholtsdal 232 32,8 2,02 1,81
Heiða Helgadóttir, Gaul, Staðarsveit 251 32,7 2,08 1,87
Helgi Bergþórsson, Eystra-Súlunesi, Melasveit 113 32,6 1,89 1,7
Guðrún og Sigurbjörn, Leirulæk, Álftaneshreppi 149 32,2 2,1 1,91
Dalsmynni sf, Dalsmynni, Eyja-og Miklaholtshreppi 124 32,2 1,98 1,88
Anja og Hlynur Dýrastöðum, Norðurárdal 153 31,7 2,03 1,87
Ásbjörn K. Pálsson, Haukatungu-syðri 2, Kolbeinstaðahreppi 344 31,5 1,95 1,77
Guðbjörg og Sigurður Oddur, Oddsstöðum, Lundarreykjadal 202 31,4 2,05 1,81
Eyjólfur Gíslason, Hofsstöðum, Hálsasveit 118 31,4 1,9 1,69
Afurðahæstu sauðfjárbú á Vesturlandi 2014, með færri en 100 ær. (Borgarfjörður, Snæfellsnes og Dalir)
Skýrsluhaldari Fjöldi áa Reiknað kjöt eftir ána Fædd lömb eftir á Lömb til nytja eftir á
Jón Guðmundsson, Hofsstöðum, Helgafellssveit 12 43,7 2,33 2
Sigurður Gylfason, Tungu, Fróðárhreppi 17 43,2 2,12 2
Ólafur Tryggvason, Grundargötu 62, Grundarfirði 4 41,4 2,25 2
Sigurður Einarsson, Hellubæ, Hálsasveit 12 39 2,25 2,17
Marteinn Gíslason, Túnbrekku 16, Ólafsvík 12 38,5 2,08 1,92
Herdís Leifsdóttir, Mávahlíð, Fróðárhreppi 44 38,4 2 1,8
Þór Reykfjörð Kristjánsson, Eiðhúsum, Hellissandi 16 38 2 1,88
Valgerður Sveinbjörnsdóttir, Vogabraut 36, Akranesi 32 37,7 2 2,06
Ingveldur H. Ingibergsdóttir, Rauðanesi 3, Borgarhreppi 34 37,4 1,97 2,03
Sæunn Oddsdóttir, Steinum 1, Stafholtstungum 23 37,2 2,09 2,04
f r st s fj r st rl i , r fl iri. ( r rfj r r, f lls s lir)
Skýrsluhaldari Fjöldi áa Reiknað kjöt eftir ána F dd lö b eftir á Lö b til nytja eftir á
Vallarfé sf. Kjarlaksvöllu , Saurb 360 34,7 1,98 1,87
Sigvaldi Jónsson, gindi, Reykholtsdal 232 32,8 2,02 1,81
eiða elgadóttir, aul, Staðarsveit 251 32,7 2,08 1,87
elgi Bergþórsson, Eystra-Súlunesi, elasveit 113 32,6 1,89 1,7
uðrún og Sigurbjörn, Leirul k, lftaneshreppi 149 32,2 2,1 1,91
als ynni sf, als ynni, Eyja-og iklaholtshreppi 124 32,2 1,98 1,88
nja og lynur ýrastöðu , orðurárdal 153 31,7 2,03 1,87
sbjörn K. Pálsson, aukatungu-syðri 2, Kolbeinstaðahreppi 344 31,5 1,95 1,77
uðbjörg og Sigurður ddur, ddsstöðu , Lundarreykjadal 202 31,4 2,05 1,81
Eyjólfur íslason, ofsstöðu , álsasveit 118 31,4 1,9 1,69
f r st s fj r st rl i , f rri r. ( r rfj r r, f lls s lir)
Skýrsluhaldari Fjöldi áa Reiknað kjöt eftir ána F dd lö b eftir á Lö b til nytja eftir á
Jón uð undsson, ofsstöðu , elgafellssveit 12 43,7 2,33 2
Sigurður ylfason, Tungu, Fróðárhreppi 17 43,2 2,12 2
lafur Tryggvason, rundargötu 62, rundarfirði 4 41,4 2,25 2
Sigurður Einarsson, ellub , álsasveit 12 39 2,25 2,17
arteinn íslason, Túnbrekku 16, lafsvík 12 38,5 2,08 1,92
erdís Leifsdóttir, ávahlíð, Fróðárhreppi 44 38,4 2 1,8
Þór Reykfjörð Kristjánsson, Eiðhúsu , ellissandi 16 38 2 1,88
Valgerður Sveinbjörnsdóttir, Vogabraut 36, kranesi 32 37,7 2 2,06
Ingveldur . Ingibergsdóttir, Rauðanesi 3, Borgarhreppi 34 37,4 1,97 2,03
S unn ddsdóttir, Steinu 1, Stafholtstungu 23 37,2 2,09 2,04
Fallþungi og flokkun dilka á Vesturlandi 2014
Sýsla Fjöldi dilka Meðalfallþungi Gerð Fita
Borgarfjarðarsýsla 17068 15,56 8,71 6,28
Mýrasýsla 18462 15,14 8,29 5,94
Snæfells- og Hnappadalssýsla 17039 15,53 8,56 6,11
Dalasýsla 31319 15,73 8,62 6,24
Landið allt 523150 16,36 8,7 6,52
Bú á Vesturlandi með fleiri en 100 sláturlömb og gerðarmat hærra en 9,8
Sýsla Fjöldi dilka Meðalfallþungi Gerð Fita
Heiða Helgadóttir, Gaul, Staðarsveit 359 17,4 10,67 6,75
Monika og Halldór, Rauðbarðaholti, Hvammssveit 504 17,2 10,4 7,57
Anja og Hlynur, Dýrastöðum, Norðurárdal 267 16,7 10,1 6
Auður Pétursdóttir, Ausu, Andakíl 108 16,5 10,06 6,83
Vallarfé sf., Kjarlaksvöllum, Saurbæ 574 18,3 10,02 7,3
Jón Eyjólfsson, Kópareykjum, Reykholtsdal 433 16,5 10 7,26
Eyjólfur Gíslason, Hofsstöðum, Hálsasveit 186 18,1 9,95 6,85
Ásbjörn K. Pálsson, Haukatungu syðri 2, Kolbeinsstaðahreppi 541 17,4 9,9 6,3
Jón Bjarni Þorvarðarson, Bergi, Eyrarsveit 282 15,9 9,88 6,1
Sigurður H. Jökulsson, Vatni, Haukadal 611 18,2 9,84 7,71
Sigvaldi Jónsson, Hægindi, Reykholtsdal 353 17,4 9,83 6,95
Helgi Bergþórsson, Eystra-Súlunesi, Melasveit 200 18,7 9,83 8,07
Í töflunni má sjá meðalfallþunga og flokkun dilka í einstökum sýslum á Vesturlandi og landsmeðaltal til samanburðar.
Í samræmi við afurðir ánna er fallþungi og flokkun dilka einnig í lakari kantinum að þessu sinni sé miðað við landið allt.
Hér að neðan má sjá þau bú á Vesturlandi sem lögðu inn fleiri en 100 dilka og mat á vöðvafyllingu (gerð) dilka var 9,8 eða hærra.
Fallþungi og flokkun dilka á Vesturlandi 2014
Sýsl Fjöldi dilka Meðalfallþungi Gerð Fita
Borgarfjarðarsýsla 68 6 71 28
Mýrasýsla 18462 14 29 5 9
Snæfells- og Hnappadalssýsla 17039 5 53 8,56 11
Dalasýsla 31319 15,73 8,62 6,24
Landið allt 523150 16,36 8,7 6,52
Bú á V sturlandi með fleiri en 100 sláturlömb og gerðarmat hærra en 9,8
Sýsla Fjöldi dilka Meðalfallþungi Gerð Fita
Heiða Helgadóttir, Gaul, Staðarsveit 359 7 4 10,67 6,75
Monika og Halldór, Rauðbarðaho ti, Hvammssveit 5 4 7 2 10,4 7 57
Anja og Hlynur, Dýrastöðum, Norðurárdal 267 6 7 10,1 6
Auður Pétursdóttir, Ausu, Andakíl 108 10, 6 6 83
Vallarfé sf., Kjarlaksvöllum, Saurbæ 574 3 10,02 7,3
Jón Eyjólfsson, Kóparey jum, Reykholtsdal 433 6 5 10 7,26
Eyjólfu Gíslason, Hofsstöðum Hálsa 1 6 8 1 95 6,85
Ásbjörn K. Pálsson, Haukatungu syðri 2, Kolbeinsstaðahreppi 54 7 4 9,9 6,3
Jón Bjarni Þorvarðarso , Bergi, Eyrarsveit 282 5 9 8 6,1
Sigurður H. Jökulsson, Vatni, Haukadal 611 2 4 7 71
Sigvaldi Jónsson, Hægindi, Reykholtsdal 353 17,4 9,83 6,95
Helgi Bergþórsson, Eystra-Súlunesi, Melasveit 200 18,7 9,83 8,07
Hér er verið að dæma hyrnda hrúta á sýningu á Snæfellsnesi í október í haust.
Guðmundur Gunnarsson bóndi á Kjarlaksvöllum í Saurbæ.
Sigvaldi og fjölskyldan frá Hægindi á hrútasýningu á Hesti síðasta haust þar sem
þau reyndust eiga þrjá hæst dæmdu kollóttu hrútana í héraðinu. F.v. Sigvaldi,
Björg María, Ólafur Auðunn sonur þeirra og Ragnhildur Helga Jónsdóttir í Ausu.