Skessuhorn


Skessuhorn - 25.02.2015, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 25.02.2015, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 Samþykkt að ráðast í úttektir HVALFJ.SV: Á fundi sveit- arstjórnar Hvalfjarðarsveit- ar þriðjudaginn 10. febrúar síðastliðinn var samþykkt að láta framkvæma á næstunni úttekt og könnun á vegum sveitarfélagsins. Annars vegar er það fagleg- og fjárhagsleg úttekt á starfsemi Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveit- ar. Samþykkt var að ganga til samninga við R3-Ráðgjöf ehf og miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri um út- tektina og verður 1,2 milljón króna varið til hennar. Einn- ig samþykkti sveitarstjórn að ganga til samninga við Pro-Active um framkvæmd fræðslu- og líðan könnun- ar meðal starfsfólks Hval- fjarðarsveitar. Verður varið til þeirrar könnunar fimm hundruð þúsundum króna. –þá Aflatölur fyrir Vesturland 14. ­ 20. febrúar. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 4 bátar. Heildarlöndun: 1.918.278 kg. Mestur afli: Ingunn AK: 1.905.057 kg í einni löndun. Arnarstapi 4 bátar. Heildarlöndun: 24.078 kg. Mestur afli: Kvika SH: 11.505 kg í einni löndun. Grundarfjörður 10 bátar. Heildarlöndun: 508.178 kg. Mestur afli: Geir ÞH: 89.842 kg í sjö löndunum. Ólafsvík 16 bátar. Heildarlöndun: 359.315 kg. Mestur afli: Steinunn SH: 86.514 kg í fjórum löndun- um. Rif 15 bátar. Heildarlöndun: 681.827 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 89.762 kg í einni löndun. Stykkishólmur 6 bátar. Heildarlöndun: 225.022 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 120.775 kg í þremur lönd- unum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Ingunn AK – AKR: 1.905.057 kg. 15. febrúar 2. Tjaldur SH – RIF: 89.762 kg. 15. febrúar 3. Hringur SH – GRU: 66.163 kg. 17. febrúar 4. Þórsnes SH – STY: 65.790 kg. 15. febrúar 5. Steinunn SH – ÓLV: 61.359 kg. 18. febrúar mþh Skipavík fær tvö útboðsverk STYKKISH: Tvö verk sem boðin voru út í Stykkishólmi nýlega féllu í skut Skipavíkur. Annars vegar er um að ræða breytingu á ekjubrú, ferju- brúnni út í Súgandisey. Skipavík var þar með frávikstilboð upp á sex og hálfa milljón króna, sem var 89% af kostnaðaráætlun og lægsta tilboð í verkið. Frávik- stilboðið gengur út á að nýta núverandi stálbita undir brúnni, skera af honum og sjóða svo við hann styrkingar. Það þýðir að endastykki verður ógalvaniser- að en að mati Vegagerðarinn- ar er þetta viðunandi lausn. Þá var Skipavík með eina tilboð- ið í sáluhlið fyrir kirkjugarðinn í Stykkishólmi. Tilboðinu var tekið en það var upp á 657 þús- und krónur. –þá Í óveðursútkall KJALARNES: Björgunarsveit- arbíll frá Kili í Reykjavík valt í roki á Hvalfjarðarvegi skammt austan við Tíðaskarð á Kjalar- nesi á þriðjudagskvöld í liðinni viku. Þrír menn voru í bílnum og sakaði þá ekki, en var vissu- lega brugðið. Hvassviðri var mikið á þessum fræga svipti- vindastað og voru björgunar- sveitarmenn að kanna aðstæð- ur fyrir lögreglu þegar óhapp- ið varð. Félagar úr Björgunar- félagi Akraness fóru til aðstoðar á Talibananum, sérbúnum ofsa- veðursbíl sveitarinnar. Héldu þeir áfram með verkefnið sem kjalarmenn voru í þegar óhapp- ið var, könnuðu færð og lok- uðu veginum. Gilti sú lokun til klukkan tvö um nóttina, en þá gekk vindur niður og hálkan var að mestu farin. –mm Fundað um sameiningu og ljósleiðara DALIR: Sveitarstjórn Dala- byggðar hefur samþykkt tillögu byggðarráð um að boðað verði til sameiginlegs fundar sveit- arstjórna Dalabyggðar, Reyk- hólahrepps og Strandabyggð- ar. Á fundinum verði fylgt eftir niðurstöðum skoðanakönnun- ar um sameiningu sveitarfélaga sem fram fór samhliða sveit- arstjórnarkosningunum 2014. Lagt er til að fundurinn verði haldinn fyrir lok febrúarmán- aðar og að ráðgjafarfyrirtæk- ið Alta verði fengið til aðstoð- ar við framkvæmd og úrvinnslu fundarins. Þá hefur sveitarstjórn einnig samþykkt tillögu byggð- arráðs að boðað verði til íbúa- fundar um ljósleiðaramál í ann- arri viku marsmánaðar. –þá Breiðfirðingur endurvakinn BREIÐAFJ: Tímaritið og árs- ritið Breiðfirðingur kom út á árunum 1942-2009 en lagðist þá í dvala. Ákveðið var á liðnu hausti að koma ritinu á stjá að nýju og var Svavar Gestsson fyrrverandi alþingismaður og ráðherra fenginn til ritstjórnar. Vefur Reykhólahrepps greinir frá. Svavar átti æsku sína og uppvöxt við Breiðafjörðinn og hefur nú um nokkurt ára- bil verið með annan fótinn í Reykhólahreppi og búsetu að hluta. Fyrsta hefti Breiðfirð- ings undir hans stjórn kemur út á vormánuðum. –þá Forvarnaráðstefna trygg- ingafélagsins VÍS og Vinnu- eftirlitsins var nýverið hald- in. Þar voru meðal annars veittar viðurkenningar fyr- ir góðan árangur í forvörn- um og öryggismálum. Faxa- flóahafnir voru meðal þeirra sem hlutu slíka viðurkenn- ingu frá VÍS. Rík áhersla er lögð á það hjá Faxaflóahöfn- um að uppfylla bæði innlend- ar og erlendar öryggiskröfur og staðla sem lúta að hafna- vernd. Gert er áhættumat starfa á öllum starfsstöðvum ásamt því að haldin eru regluleg námskeið í skyndihjálp og ýmiskonar vinnu- vernd. Þá eru öll slys, óhöpp og tjón skráð í atvikaskráningu. Auk þess er fyrirtækið í góðu sam- starfi við Slysavarnaskóla sjó- manna um kennslu í eldvörn- um, öryggi og björgunaræf- ingar á sjó. Verkís hf. fékk samskonar viðurkenningu og Faxaflóahafnir og HS Orka hreppti Forvarnaverðlaun VÍS. Á meðfylgjandi mynd eru Hallur Árnason öryggis- fulltrúi Faxaflóahafna, Sig- rún Ragna Ólafsdóttir for- stjóri VÍS, Jón Guðmunds- son yfirverkstjóri hjá Faxa- flóahöfnum og Auður Björk Guð- mundsdóttir framkvæmdastjóri fyr- irtækjasviðs VÍS. grþ Bæjarstjórn Grundarfjarðar- bæjar hefur ákveðið að fram fari heildarendurskoðun á aðalskipulagi Grundarfjarð- ar sem rennur út í lok árs. Óskar bæjarstjórn á heima- síðu bæjarins eftir hugmynd- um íbúa um hvernig þeir vilji sjá bæinn vaxa og dafna. „Kjarni málsins er sá að við erum búin að taka ákvörð- un um að endurskoða aðal- skipulagið og viljum kalla eftir hugmyndum íbúa, fyrir- tækja og félagasamtaka í sam- félaginu. Hafi þeir einhverjar hugmyndir um hvernig þeir vilja sjá bæinn þróast að þá er rétti tíminn til að koma þeim á framfæri, því nú erum við að fara í þessa vinnu. Svona viljum við byrja og leggja af stað í þessa vinnu,“ seg- ir Þorsteinn Steinsson bæjarstjóri í Grundarfirði. Þorsteinn segir að vinnan sé rétt að hefjast. Gildandi aðalskipulag sé í góðu lagi en ákveðið hafi ver- ið að endurskoða það fyrir framtíð- ina. Hann líkir vinnunni við bakst- ur á góðri köku. „Við erum með deig í góða köku og erum nú að láta það hefast. Svo þurf- um við að móta það og laga það til. Það kemur til greina að gera nokkrar breyting- ar á gildandi aðalskipulagi. Við erum sjálf með nokkrar hugmyndir og það gæti verið gaman að fá fleiri hugmynd- ir sem við sjáum ef til vill ekki sjálf,“ segir Þorsteinn. Hann segir að í framhaldi verði þær hugmyndir sem fram komi nýttar eins og kostur er. „Við munum svo spila þetta saman við það sem við viljum hafa í skipulaginu. Svo verða jafnvel haldnir íbúafundir og fleira til að fara yfir málin og tillögur út- færðar nánar.“ Hægt er að senda hugmyndir á netfang byggingar- fulltrúa Grundarfjarðar: bygg@ grundarfjordur.is fyrir 11. mars næstkomandi. grþ Bæjarráð Akraneskaupstaðar hef- ur samþykkt að óska eftir form- legu samstarfi kaupstaðarins, Þjóð- minjasafnsins, forsætisráðuneytis og mennta- og menningarmála- ráðuneytis varðandi framtíð kútt- ers Sigurfara í Görðum. Regína Ás- valdsdóttir bæjarstjóri segist hafa átt fund með Margréti Hallgríms- dóttur þjóðminjaverði varðandi málefni kúttersins og hefur einnig óskað eftir skyndiúttekt frá Þjóð- minjasafninu til að meta ástand hans. „Það hafa verið hugmyndir í gangi um að byggja yfir kútterinn en það er ekki vilji bæjaryfirvalda að fara þá leið enda mjög kostn- aðarsöm. Við erum að skoða allar mögulegar leiðir til að halda í sög- una um kútterinn í samvinnu við Þjóðminjasafnið og erum opin fyrir nýjum leiðum í því sambandi. Það mikilvægasta fyrir okkur á Akranesi núna er að tryggja öryggi í kring- um skipið þannig að það valdi ekki slysahættu,“ segir Regína. mm Sjúkraflutningamenn í Búðar- dal með aðstoð Lionsklúbbsins í Búðardal og Búðardalsdeildar RKÍ hyggjast safna fyrir staf- rænum lesara fyrir röntgentæki á heilsugæslustöðina í Búðar- dal. Tækið kostar um 2,4 millj- ónir króna fyrir utan virðis- aukaskatt. Í sjóði frá fyrri söfn- un eru rúmar 700.000 krónur og Lionsklúbburinn hefur lagt 300.000 í söfnunina þannig að lagt er upp með að safna á aðra milljón króna. Nú er leitað til fyrirtækja, stofnana, félaga og einstaklinga með ósk um styrki til kaupa á tækinu. Sjúkraflutningamenn í Búðardal stóðu fyrir fjársöfnun fyrir hjarta- hnoðtækinu Lucas í sjúkrabifreið í Búðardal á síðasta ári. Með góðri aðkomu félagasamtaka og einka- aðila tókst að safna fyrir tækinu sem nú þegar hefur sannað gagn- semi sína. Nú hafa sjúkraflutninga- mennirnir haft frumkvæði að ann- arri söfnun. Á heilsugæslustöðinni í Búðardal er röntgentæki síðan 1997 sem hefur reynst vel og er í góðu lagi. Með því að fá við það stafræn- an lesara fást stafrænar myndir í stað mynda á röntgenfilmur. Staf- rænn búnaður er nú þegar kominn á flesta staði þar sem teknar eru röntgenmyndir enda hefur hann umtalsverða kosti. Myndrannsóknin er tilbúin á skömmum tíma og auðvelt að senda rafrænt til röntgenlæknis eða sérfræð- ings. Í Búðardal eru röntgen- myndir fyrst og fremst tekn- ar í bráðatilfellum eins og til að útiloka eða staðfesta bein- brot þegar slys verða. Til þess að tryggja að slíkt verði áfram hægt og ekki þurfi að senda öll slík tilfelli um lang- an veg er mikilvægt að koma upp þeim búnaði sem hér um ræð- ir, segir í tilkynningu vegna söfnun- arinnar. Söfnunarreikningur fyr- ir tækinu er: 312-13-110023. Kt: 530586-2359. þá Faxaflóahöfnum veitt viðurkenning fyrir öryggismál Unnið er að endurskoðun aðalskipulags í Grundarfirði og er óskað eftir hugmyndum íbúa um framtíð bæjarins. Óska eftir hugmyndum bæjarbúa við endurskoðun aðalskipulags Sjúkraflutningamenn í Búðardal. Myndin var tekin þegar söfnun fyrir Lúkasi var upphaflega ýtt úr vör. Ljósm. Steinunn Matthíasdóttir. Safnað fyrir stafrænum lesara í röntgentæki í Búðardal Óska samstarfs við ríkið vegna kútters Sigurfara

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.