Skessuhorn - 11.03.2015, Qupperneq 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 11. tbl. 18. árg. 11. mars 2015 - kr. 750 í lausasölu
HEFUR SAFNAÐ FYRIR
ÖKUTÆKI
FYRIR HVERJU
LANGAR ÞIG AÐ SAFNA?
Allt um sparnað á arionbanki.is/reglulegur_sparnadur
Rafræn áskrift
Ný áskriftarleið
Pantaðu núna
Fluconazol
ratiopharm
Fæst án lyfseðils
Er þér annt
um hjartað?
Eru bólgur og verkir
að hrjá þig?
Gísli Jónsson bílstjóri hjá Strætó bs hefur í vetur ásamt fleirum haft það óöfundsverða hlutverk að aka áætlunarbíl norður á
Akureyri og til baka. Veðráttan síðan í haust hefur ekki auðveldað slíkan akstur. Síðastliðið sunnudagskvöld tók Gísli völdin,
ef svo má segja, þvertók fyrir að stoppa bíl sinn í Staðarskála sem yfirfullur var af fólki, heldur ók í forystu bílalestar yfir
Laxárdalsheiði og Heydal og þaðan suður Mýrar í Borgarnes. Ferðin gekk að óskum og lýsir Gísli henni á bls. 18 í Skessuhorni
í dag. Ljósm. mþh.
Georg Breiðfjörð Ólafsson í Stykkis-
hólmi hefur slegið met Helga Símon-
arsonar frá Þverá í Svarfaðardal sem
hafði við andlát sitt 24. ágúst 2001 lifað
lengst allra íslenskra
karla, í 105 ár og 345
daga. Georg Breið-
fjörð er fæddur og
uppalinn í Akur-
eyjum í Dalasýslu
en hefur átt heima
í Stykkishólmi síð-
an 1940. Þar fékkst
hann einkum við skipasmíðar. Georg
verður 106 ára, fyrstur íslenskra karla,
26. mars næstkomandi. Hann er sagð-
ur við góða heilsu miðað við aldur en
sjónin er farin að daprast og fæturnir að
gefa sig. Að sögn eins þriggja sona Ge-
orgs er lífsgleðin enn til staðar og minn-
ið gott. Yngsti bróðir Georgs, Eyjólfur
Breiðfjörð, verður 100 ára 24. apríl í
vor. Föðuramma þeirra bræðra varð 94
ára og móðuramma 95 ára. Þannig er
langlífi talsvert í ætt þeirra bræðra. Auk
Georgs eru nú á lífi átta karlar hundr-
að ára og eldri. Aðeins einn núlifandi
Íslendingur er eldri en Georg. Það er
Guðríður Guðbrandsdóttir, einnig úr
Dalasýslu, en hún er 108 ára. Mynd-
ina tók sonur Georgs um síðustu helgi.
mm/ Heimild: Langlífi.
Rúta með 45 innanborðs; 37 börn
á grunnskólaaldri auk átta fullorð-
inna, rann til í brekku á afleggjar-
anum að Vatnaskógi um hádegis-
bil á laugardaginn og valt á hlið-
ina. Þrátt fyrir að vegkanturinn
væri hár urðu ekki alvarleg slys á
fólki en fimm farþegar voru flutt-
ur til læknisskoðunar og aðhlynn-
ingar á sjúkrahús; þrír fullorðnir og
tvö börn. Búið var að útskrifa alla af
spítala síðar um kvöldið. Aðrir sem
í rútunni voru gátu gengið eða var
ekið að Hótel Glymi, skammt ofan
við slysstaðinn, þar sem hlúð var
að fólkinu og gert að smáskrámum
og hrufli sem fólkið fékk. Óhappið
var með þeim hætti að rútan tók að
spóla á leið upp brekkunna og rann
þá afturábak, fór útaf vegkantinum
og valt á hliðina.
Fjölmennt lið neyðaraðila frá
Akranesi og Borgarnesi var þegar
kallað á vettvang; slökkvilið, björg-
unarsveit, lögregla og sjúkrabíl-
ar. Þá kom svæðisstjórn björgun-
arsveita saman til að samhæfa að-
gerðir. Björgunaraðgerðir gengu
afar vel og að sögn lögreglu fór
þetta allt eins vel og hugsast gat
miðað við aðstæður. Flughált var
í brekkunni þar sem ekið er áleið-
is upp að Vatnaskógi og Hótel
Glymi. Þar hafði snjóað um morg-
uninn og hitastig var um frostmark.
Þegar snjórinn þjappaðist tróðst
hann og varð flugháll. Vart var
stætt í brekkunni og þurftu björg-
unaraðilar að fara gætilega við störf
sín. Eftir að fólkinu hafði öllu ver-
ið komið upp á hótelið var haf-
ist handa við að tæma farangur og
muni úr rútunni og koma í farang-
urshólf á rútum sem sóttu fólkið.
Þá var brekkan söltuð og sandbor-
in áður en hópurinn gekk aftur nið-
ur brekkuna. Börnunum var síðan
ekið til Reykjavíkur og tók áfalla-
teymi frá RKÍ á móti þeim í Rima-
skóla. Foreldrar nokkurra barnanna
sóttu börn sín í Hvalfjörðinn. Hóp-
ur þessi var á vegum skákfélags og
var á leið í æfingabúðir í Vatnaskógi
þegar óhappið varð. Börnin voru
eins og gefur að skilja skelkuð eft-
ir óhappið en vel var tekið á móti
þeim á Hótel Glymi, hlúð að þeim
og rætt við þau af viðbragðsaðilum
og starfsfólki hótelsins. Miðað við
aðstæður stóð hópurinn allur sig
frábærlega; börn sem fullorðnir.
Veður var stillt þegar slysið átti
sér stað, lítilsháttar él af og til, nán-
ast logn og hiti um frosmark. Síð-
degis var unnið við að ná rútunni
aftur upp á veginn en til þess þurfti
tvo öfluga krana.
mm
Mildi að ekki varð stórslys
Rútan á hliðinni vestan við afleggjarann að Vatnaskógi og Hótel Glymi. Á þeirri
hlið sem snýr niður brotnuðu þrjár rúður af sex og bílstjórahurðin. Hér eru félagar
í Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar að aðstoða lögreglu við að ná
farangri fólksins úr lestum rútunnar.
Georg orðinn allra
karla elstur
Landnámssetur Íslands,
Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi
Sýningar í
LANDNÁMSSETRINU
SKÁLMÖLD
Einars Kárasonar
Sýningar í mars
Laugardagur 14. kl. 20:00
Sunnudagur 15. kl. 16:00
Laugardagur 21. kl. 20:00
Sunnudagur 22. kl. 16:00
Laugardagur 28. kl. 20:00
Miðapantanir í síma 437-1600
eða landnam@landnam.is
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5