Skessuhorn


Skessuhorn - 11.03.2015, Page 2

Skessuhorn - 11.03.2015, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015 Snertir sálartetrið LANDINN: Það er ljóst að langvarandi ótíð og stöðug- ir umhleypingar síðastliðinna mánaða hafa áhrif á fleira en færð á vegum, ferðalög og sam- göngur. Vont veður, sólarlitl- ir dagar og inflúensufaraldur í ofanálag er þrenning sem get- ur lagst þungt bæði á sál og lík- ama. Sálfræðingur sem Skessu- horn ræddi við í síðustu viku segir sjaldan, ef nokkurn tím- ann, hafa haft jafn mikið að gera og nú um þessar mundir. Nýj- um skjólstæðingum fjölgar og biðlistar lengjast. -nn Margir um sumarstörfin GRUNDARTANGI: Um 600 umsóknir bárust vegna þeirra 170 sumarstarfa sem nú eru í boði hjá Norðuráli á Grundartanga. Að sögn Sólveigar Bergmann upp- lýsingafulltrúa rann frestur til að sækja um störfin út í byrjun febrú- ar en stefnt er á að nýliðanám- skeið og þjálfun hefjist í þess- um mánuði. „Þar er aðaláhersla lögð á verklag sem tryggir öryggi starfsfólks og lágmarkar umhverf- isáhrif. Mikill fjöldi sumarfólks er að koma til starfa að nýju hjá Norðuráli og því ber auðvitað að fagna,“ segir Sólveig. –mm Býst við að styttist í verkfalls- aðgerðir AKRANES: Í gær var haldinn sáttafundur hjá ríkissáttasemj- ara með deiluaðilum á almenn- um vinnumarkaði. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðs- félags Akraness sagði fyrir fund- inn að æði margt benti til þess að ef ekki fengjust svör frá Sam- tökum atvinnulífsins hvað kröfu- gerð Starfsgreinasambandsins varðar þá séu meiri en minni lík- ur á að viðræðum verði slitið eða að lýst verði yfir árangurslausum viðræðum hjá sáttasemjara. Slíkt sé forsenda fyrir því að hægt sé að hefja kosningu varðandi verk- fallsaðgerðir. Vilhjálmur segist meta stöðuna þannig að fátt geti komið í veg fyrir að verkfall skelli á í byrjun aprílmánaðar, enda sé enga viðleitni af hálfu SA að finna þar sem þau hafi alfarið hafnað kröfugerð SGS. Sem kunnugt er gengur kröfugerð Starfsgreina- sambandsins út á að lágmarks- laun verði orðin 300.000 kr. innan þriggja ára. –þá Stærðfræði- keppnin er á föstudaginn AKRANES: Árleg stærðfræði- keppni sem Fjölbrautaskóli Vest- urlands á Akranesi stendur að fyr- ir nemendur í áttunda, níunda og tíunda bekk grunnskóla á Vestur- landi, verður haldin næstkomandi föstudag 13. mars og hefst klukk- an 13. Auk skólanna á Vesturlandi er nemendum í Grunnskólanum á Hólmavík og Klébergsskóla á Kjalarnesi boðin þátttaka. Að lok- inni keppni verður þátttakendum boðið upp á hressingu. Þeir þrír einstaklingar í hverjum bekk sem ná bestum árangri hljóta peninga- verðlaun en tíu efstu fá sérstaka viðurkenningu. Verðlaunaafhend- ing fer fram við sérstaka athöfn í FVA en þangað verður þeim hlut- skörpustu boðið. Styrktaraðil- ar keppninnar eru Norðurál ehf. Grundartanga og Málning hf. –þá Meðan hver óveðurslægðin geng- ur yfir er jákvætt og ekki úr vegi að minna á „skógarspjall“ sem Skóg- ræktarfélag Akraness stendur fyr- ir mánudaginn 16. mars kl. 20 í Fjöl- brautaskóla Vesturlands. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir skógfræðingur og framkvæmdastjóri Vesturlands- skóga fjallar þar um skógrækt og gefur góð ráð. Allir eru velkomnir. Áframhaldandi umhleypingar eru í kortunum næstu daga. Á fimmtudag er spáð suðaustlægri átt 5-13 m/sek og snjókomu eða slyddu sunnantil en úrkomulítlu norðan heiða. Vax- andi suðaustanátt síðdegis 15-20 m/ sek og talsverð rigning eða slydda um kvöldið. Á föstudag er spáð vest- lægri átt og víða lítilsháttar snjó- komu fyrir hádegi en gengur í suð- austan storm seinnipartinn með rigningu einkum sunnan- og vestan- lands og hlýnar. Á laugardag er út- lit fyrir suðlæga átt, fremur milt og talsverð rigning sunnan til en kóln- ar um landið vestanvert með éljum eftir hádegi. Á sunnudag er útlit fyrir hægviðri í fyrstu en gengur í hvassa sunnanátt með vætusömu og hlýn- andi veðri. „Hver er afstaða þín til frumvarps um sölu áfengis í matvörubúðum,“ var spurning vikunnar á vef Skessu- horns. Mikil andstaða virðist gegn framvarpinu. „Mjög andvígur“ sögðu 52,6% og „frekar andvígur“ 10,86%. „Mjög hlynntur“ var svar 19,72% og „frekar hlynntur“ sögðust 10,09% vera. Hlutlaust var svar 6,73%. Í þessari viku er spurt: Hefur tíðarfarið áhrif á þitt geðslag? Georg Breiðfjörð, Dalaættaður Hólmari er Vestlendingur vikunnar. Hann er allra karla elstur hér á landi. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Sveitarfélagið Borgarbyggð hefur úthlutað hinum samliggjandi lóð- um við Borgarbraut 57 og 59, í mið- bænum í Borgarnesi, til bygginga- fyrirtækis í eigu Snorra Hjaltason- ar verktaka. Á lóðinni stóðu eins og Síðastliðinn föstudag var tek- in fyrsta skóflustunga að fjöl- býlishúsi við Arnarklett í Borgar- nesi. Það er fyrirtækið Arnarklett- ur 28 ehf sem byggir en það er í eigu SÓ Húsbygginga ehf og fyr- irtækis í eigu Snorra Hjaltasonar verktaka í Reykjavík. Það var Kol- finna Jóhannesdóttir sveitarstjóri sem stýrði gröfunni frá Borg- arverki sem tók skóflustunguna og hóf þannig á táknrænan hátt jarðvegsskipti sem marka upphaf framkvæmda. Áætlað er að bygg- ing hússins taki um tíu mánuði og stefnt að því að ljúka framkvæmd- um um næstu áramót, að sögn Jó- hannesar Freys Stefánssonar fram- kvæmdastjóra SÓ Húsbygginga. Húsið verður byggt úr forsteypt- um einingum frá Loftorku Borg- arnesi. „Þetta verða 16 íbúðir, átta þeirra verða 61 fermetri og átta verða 80 fermetrar að grunnfleti. Auk þess verður geymsluhús á lóð. Við göngum út frá að þetta verði leiguíbúðir og að þær verði leigðar út til langs tíma. Ég reikna með að íbúðirnar verði tilbúnar til afhend- ingar leigjendum 1. janúar næst- komandi,“ segir Jóhannes Freyr Stefánsson. Hann segir að fyrir- tæki sitt hafi fengið annarri lóð út- hlutað undir fjölbýlishús við Birki- klett, sem einnig er í Bjargslandi. „Ef áætlanir ganga eftir með húsið í Arnarkletti þá fer hönnun hússins við Birkiklett í gang með haust- inu.“ mm Á fundi bæjarráðs Grundarfjarðar fyrir skömmu var lagður fram listi yfir húseignir í Grundarfirði sem eru í eigu Íbúðalánasjóðs. Kom fram að tveir fundir hafa ver- ið haldnir með forsvarsmönnum sjóðsins. Í bókun frá fundi bæjar- ráðs segir að óskað hafi verið eft- ir því að Íbúðalánasjóður lagfæri þær íbúðir sem hann á og komi þeim annað hvort í sölumeðferð eða útleigu. Þorsteinn Steins- son bæjarstjóri sagði í samtali við Skessuhorn að Íbúðalánasjóður ætti vel á anna tug eigna í Grund- arfirði. Þær væru í ýmsum tegund- um húsnæðis; í einbýli, raðhúsum og minna fjölbýli. „Við höfum tal- verðar áhyggjur af því að nokk- ur fjöldi þessara eigna sé í þann- ig ástandi að þær séu ekki hæfar til útleigu eða sölu. Við viljum gjarn- an finna lausnir með stjórnendum sjóðsins. Staðan hérna er alveg í takt við það sem hún er í öðr- um sveitarfélögum hérna á svæð- inu og hefur komið fram í við- ræðum við sveitarstjórnarmenn. Það þurfi að gera einhverjar ráð- stafanir í þessum efnum,“ segir Þorsteinn Steinsson bæjarstjóri í Grundarfirði. þá/ Ljósm. tfk. Viðstaddir athöfnina voru starfsmenn og eigendur SÓ Húsbygginga, Borgarverks og frá Borgarbyggð þær Guðveig Eyglóardóttir og Kolfinna Jóhannesdóttir. Skóflustunga að nýju fjölbýlishúsi í Borgarnesi Kolfinna Jóhannesdóttir tók fyrstu skóflustunguna að nýju fjölbýlishúsi. Lóðum úthlutað í miðbæ Borgarness Horft yfir lóðirnar Borgarbraut 57-59 í Borgarnesi sem Borgarbyggð hefur nú út- hlutað til fyrirtækis í eigu Snorra Hjaltasonar byggingaverktaka. kunnugir þekkja gamla Essóstöðin og JS Nesbæ, en bæði þau hús hafa nú verið rifin. Lóðirnar eru norð- an við Borgarbrautina gegnt versl- unarmiðstöðinni Hyrnutorgi. Þar er nú í undirbúningi hönnun húss þar sem þjónustu- og/eða verslana- rými yrði mögulega á neðstu hæð en á efri hæðum íbúðir fyrir eldri borgara. „Okkar hugmyndir eru að byggja fjölbýlishús með litlum og aðgengilegum íbúðum fyrir eldri borgara, en þjónustu- og verslana- rými á jarðhæð. Við erum enn í við- ræðum við sveitarstjórn um fram- tíð lóðarinnar og á þessu stigi er því lítið hægt að fara nákvæmar út í hvernig hús verður byggt og hve- nær. Við munum leggja áherslu á að byggt verði í góðri sátt við ósk- ir yfirvalda og íbúa,“ sagði Snorri Hjaltason í samtali við Skessuhorn. Hann bætir því við að því verði haldið opnu að fólk geti leigt eða keypt íbúðirnar í húsinu. Auk fyrirtækis Snorra munu SÓ Húsbyggingar ehf. koma að bygg- ingunni við Borgarbraut 57-59. Jóhannes Freyr Stefánsson fram- kvæmdastjóri fagnar þessu sam- starfi við Snorra en fjölskyldu- tengsl eru við hann í gegnum eig- inkonu Snorra, Brynhildi Sigur- steinsdóttir. Þau festu nýverið kaup á húsi í Borgarbyggð og hafa sterk- ar taugar til uppbyggingar í Borg- arnesi. „Þeim líst greinilega það vel á sig hér að þau vilja fjárfesta í verkefnum í Borgarnesi. Við erum nú komin í samstarf við Snorra um byggingu fjölbýlishúsa við Arn- arklett og Birkiklett og munum auk þess starfa saman að byggingu hússins við Borgarbraut 57-59. Svo verður vonandi hægt að kynna nán- ar hugmyndir okkar um uppbygg- ingu þegar nær dregur vori,“ segir Jóhannes Freyr. mm Vilja finna lausnir með Íbúðalánasjóði

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.