Skessuhorn - 11.03.2015, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudög-
um. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáaug-
lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.573 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.230. Rafræn áskrift kostar 2.023 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er
1.867 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu
er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is
Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is
Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is
Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is
Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is
Tinna Ósk Grímarsdóttir (vefauglýsingar) tinna@skessuhorn.is
Umbrot:
Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Ef veður leyfir
Tíðarfarið í vetur hefur verið með afbrigðum hvimleitt. Ég held að flest-
ir geti tekið undir það. Einna helst að skíða- og snjósleðafólk geti fagnað,
því yfirleitt er hægt að finna hentugar lendur fyrir slík tól og tæki þegar
svona viðrar. En þessi veðrátta er farin að angra mig, ég get fúslega viður-
kennt það. Venjulega hefur ótíð sem þessi ekki áhrif á mitt annálaða geð
(hér má stoppa og hlæja eða fussa eftir smekk), en nú er Bleik hreinlega
krossbrugðið. Sjálfur held ég að langvarandi sólarleysi sem fylgir stöðug-
um lægðadruslum sem þessum með tilheyrandi dumbungi, hafi smám sam-
an þessi áhrif. Sálfræðingar segja aldrei meira að gera en nú og tengja það
inflúensu og veðrinu. Ég er semsé ekki einn um depurðina, þótt það hjálpi
mér ekki. Til að bregðast við er ég þó farinn að drekka lýsi á hverjum degi
og gera annars allt sem í mínu valdi stendur til að bæta D vítamín forðann.
Allt nema fara í ljós.
Þegar maður er kominn svona djúpt í dalinn er ekki annað hægt en brosa
að stjörnuskoðunarfólkinu sem er að dásama þennan væntanlega sólmyrkva
síðar í þessum mánuði. Ef veðrið breytist ekki stórlega munu fáir taka eft-
ir honum! Líkurnar á að veðrið verði gott eru sennilega álíka miklar og að
vinna þann stóra í lottói. Hvort dimmt sé af völdum hnausþykkra skýja-
bakka eða af því tunglið er að þvælast fyrir sólinni finnst mér ekki skipta
meginmáli. Myrkur er einfaldlega myrkur. Kannski á maður samt bara að
taka Hafnfirðinginn á þetta, sem sagði þegar hann kom inn í herbergi þar
sem ljós voru slökkt: „Hrikalega er dimmt hérna inni, það hlýtur að vera
búið að vera slökkt alveg heillengi.“
Ég ræddi um helgina við starfsmenn á bensínstöð í Borgarnesi. Þeir
sögðu mér að líklega væru tvær helgar frá því í byrjun desember sem fært
hefur verið norður í land alla dagana þrjá, frá föstudegi og fram á sunnu-
dag. Það verður að teljast óvenjulegt að færð spillist svo reglulega. Þau
eru að verða heimilisleg innslögin hans Gísla Einarssonar í Landanum og
fréttatímum, þar sem hann situr pikkfastur í bíl uppi á heiðum, talandi, eða
nánast öskrandi sig hásan, fréttir við aðstæður þar sem mannsins mál heyr-
ist varla og skyggnið er minna en ein stika. Vissulega kann karlinn að færa
okkur fréttirnar við hinar ólíklegustu aðstæður. Gísla skal þakkað og ekki
þá síður björgunarsveitarmönnunum sem ná honum og öðrum af heiðun-
um.
Ein döpur birtingarmynd þessarar erfiðu vetrarfærðar var á laugardag-
inn þegar rúta full af fólki rann afturábak niður brekku og hafnaði á hlið-
inni utan vegar. Ég fór á vettvang þess óhapps skömmu eftir að það varð og
segi hiklaust að það hafi verið kraftaverk að ekki urðu alvarleg slys á fólki.
Einungis fimm af 45 þurftu að leita læknis og enginn var alvarlega slasaður.
Aðstæður þarna á afleggjaranum upp að Vatnaskógi og Hótel Glymi, sem
sagt er frá á forsíðu blaðsins í dag, voru þannig að nýfallinn snjórinn tróðst
strax og myndaði afar mikla hálku þannig að ekki var stætt í brekkunni.
Einhverjir veltu því fyrir sér af hverju ekki væri salt- og sandborið á brött-
um afleggjara sem liggur að fjölförnum ferðaþjónustustað. Hótelstjórinn
á Glymi tjáði mér að eftir óhapp þetta hafi hún í fyrsta skipti þau sex ár
sem hún hefur starfað á hótelinu séð salt- og sanddreifitæki á afleggjaran-
um. Bíddu! Eru reglur hins opinbera um snjóvarnir og hálkueyðingu raun-
verulega orðnar svo ósveigjanlegar að ekki sé talið nauðsynlegt að halda
færu heim að einu glæsilegasta og fjölsóttasta sveitahóteli landsins? Vissu-
lega þekki ég vel helmingaskiptareglu ríkis og sveitarfélaga um snjómokst-
ur. Þær segja að ef ekki sé lögbýli til staðar, skuli ekki hálkuvarið nema á
kostnað viðkomandi fyrirtækis. Það verður að mínu viti að laga þessar fá-
ránlegu reglur og það strax. Annars leggjast örugglega fleiri í þunglyndi en
ég, jafnvel í betra veðri en því sem nú ríkir.
Magnús Magnússon.
Hringur SH 153 kom til hafnar í Grund-
arfirði í blíðskaparveðri á þriðjudaginn
í síðustu viku með rétt tæp 68 tonn eftir
vel heppnaðan veiðitúr. Þegar ljós-
myndara bar að garði voru skipverjar
í óða önn að tryggja landfestar og var
öllu til tjaldað enda stormur í aðsigi. Á
myndinni er Davíð Hlíðkvist Ingason
háseti að ganga frá landfestum. tfk
Atvinnuvegaráðuneytið hefur gefið
út reglugerð um tímabundið bann
fram á næsta haust við línuveiðum í
utanverðum Hvalfirði. Bannið mun
hafa áhrif á möguleika smábátasjó-
manna t.d. á Akranesi til útgerðar,
eins og fram kom í viðtali í Skessu-
horni nýverið við Guðmund Elías-
son útgerðarmann. Þá geta þeir t.d.
ekki leitað upp í Hvalfjörð til veiða
þegar veður eru slæm. Bann ráðu-
neytisins tók gildi á miðnætti að-
fararnótt 6. mars síðastliðinn og
gildir til miðnættis 15. september
2015. Upplýsingar um bannsvæð-
ið má sjá á meðfylgjandi mynd en
ráðuneytið hefur þegar birt reglu-
gerðina í Stjórnartíðindum. „Við
teljum þetta vel sloppið. Upphaf-
lega stóð til að hafa þessa lokun
ótímabundna og svæðið stærra. Það
átti að ná nær Akranesi og nær í átt-
ina til Reykjavíkur. Landssamband
smábátaeigenda ásamt okkur trillu-
körlum á Akranesi og Reykjavík
áttum viðræður við Fiskistofu og
þetta fékkst mildað með þeim hætti
að nú gildir lokunin til 15. septem-
ber. Rétt fyrir lokun var mokveiði á
þessu svæði og þorskurinn var líka
orðinn stærri. Hann var víst fullur
af loðnu,“ segir Guðmundur Elí-
asson útgerðarmaður á línutrill-
unni Flugöldunni sem gerð er út
frá Akranesi.
mm
Veiðar á loðnu hafa gengið brös-
uglega undanfarið og ótíð sett
strik í reikninginn. Skipin voru
í byrjun vikunnar flest við veiðar
út af sunnanverðum Vestfjörð-
um þar sem fundist hafði loðnu-
ganga. Aðstæður voru erfið-
ar og margir lentu í að skemma
næturnar vegna erfiðs sjólags.
Vinnsla á loðnuhrognum á Akra-
nesi lagðist af vegna hráefnis-
skorts. Úr því rættist ekki fyrr en
aðfararnótt þriðjudagsins þeg-
ar bæði Ingunn AK og Faxi RE
komu til hafnar með loðnufarma.
Skipverjar á Faxa sögðu loðnuna
góða og vel fallna til hrogna-
töku. Enn er mikill loðnukvóti
óveiddur. Samkvæmt upplýsing-
um á vef Fiskistofu í gær, þriðju-
dag, var búið að landa 266.000
tonnum úr íslenskum skipum
það sem af er vertíðinni. Alls
voru því um 124.000 tonn óveidd
af íslenska kvótanum. Ekki virð-
ist mikill tími til stefnu úr þessu
þar sem loðnan nálgast hrygn-
ingu. Veðurspár eru óhagstæðar
til loðnuveiða og tveir stormar í
kortunum þegar Skessuhorn fór
í prentun í gær.
mþh
Nýlega gengu stjórnendur Elkem
Ísland frá samstarfssamningi við
meistaranemendur við Háskóla Ís-
lands um kostun á tveimur loka-
verkefnum í meistaranámi í véla-
og iðnaðarverkfræði. Skilgreind
hafa verið tvö verkefni sem tengjast
framleiðslu Elkem Ísland á Grund-
artanga. Annars vegar er þróun og
tilraunaframleiðsla á kolefnisköggl-
um og hins vegar hagkvæmniathug-
un á rekstri verksmiðju er framleið-
ir kolefnisköggla á Grundartanga. Í
því verkefni felst meðal annars for-
hönnun á hugsanlegri verksmiðju
ásamt áætlun um byggingar- og
rekstrarkostnað.
Ætlunin er að þróa og framleiða
efnavirka kolefnisköggla sem nýtt-
ir yrðu sem hráefni til vinnslunn-
ar. Þessir kögglar gætu að hluta til
komið í staðinn fyrir koks og hugs-
anlega dregið úr notkun á timbur-
kurli. Kögglarnir verða framleidd-
ir úr kolum, viðarkolum, olíukoksi,
möluðu timbri og jafnvel fleiri efn-
um. Í tilkynningu frá Elkem seg-
ir að tilraunavinnan felist í því að
finna bestu blöndu af þessum efn-
um með tilliti til eðlis- og efniseig-
inleika, svo sem efnavirkni, styrks
og hreinleika. Tilraunirnar verða
gerðar í verksmiðju Fengs í Hvera-
gerði en greiningarvinna verð-
ur gerð á rannsóknastofu Elkem á
Grundartanga og við Tækniháskól-
ann í Þrándheimi.
Nemendurnir sem vinna að verk-
efnunum verða James Dannyell
Maddison og Jónas Þór Markús-
son. Leiðbeinendur fyrir hönd Há-
skóla Íslands verða Sigrún Nanna
Karlsdóttir lektor og Magnús Þór
Jónsson prófessor. Jón Viðar Sig-
urðsson og Þorsteinn Hannesson
munu leiðbeina meistaranemend-
unum fyrir hönd Elkem Ísland. Þá
hefur Elkem einnig fengið til sam-
starfs í þessum verkefnum fyrirtæk-
ið Feng í Hveragerði og tækjafram-
leiðandann Amandus Kahl í Þýska-
landi.
þá
Elkem Ísland á Grundartanga.
Þróunarverkefni um
hráefnisverksmiðju hjá Elkem
Línuveiðar bannaðar í
utanverðum Hvalfirði
Komið að landi
með góðan afla
Skipverjar á Faxa RE tóku nótina í land
á meðan landað var úr skipinu. Hér
eru þeir ásamt Ólafi Þórðarsyni bíl-
stjóra og knattspyrnuþjálfara að hífa
nótina upp á bíl flutningafyrirtækisins
ÞÞÞ á mánudagsmorguninn. Sami
bíll var þá nýkominn frá því að veita
sambærilega aðstoð í Grundarfirði
þegar nótinni úr Vilhelm Þorsteins-
syni var komið í land til viðgerðar á
sunnudagskvöldið.
Um þriðjungur loðnukvótans enn óveiddur