Skessuhorn


Skessuhorn - 11.03.2015, Page 8

Skessuhorn - 11.03.2015, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015 Féllu úr leik í Útsvari STYKKISH: Lið Ölfuss tryggði sér á föstudagskvöld sæti í átta liða úrslitum Útsvars, spurninga- keppni Ríkissjónvarpsins. Ölf- us vann lið Stykkishólms 79:53. Viðureign liðanna var nokk- uð kaflaskipt og skiptust liðin á forystu framan af. Ölfus náði góðri forustu í fyrri hluta flok- kaspurninganna en Hólmarar náðu að jafna áður en kom að stóru spurningunum í lokin. Þar reyndust Ölfusingar sterkari. Þar með eru öll Vesturlandsliðin úr leik í Útsvari. Í átta liða úrslit- um keppa Ölfus og Seltjarnarnes næsta föstudag. Liðin sem eigast við í öðrum viðureignum eru Ak- ureyri og Skagafjörður 20. mars, Reykjavík og Reykjanesbær viku síðar og að lokum mæta Hafn- firðingar liði Fljótsdalshéraðs. –þá Áfram þriðjungs fjölgun LANDIÐ: Um 70.500 erlend- ir ferðamenn fóru frá land- inu í febrúar síðastliðnum sam- kvæmt talningum Ferðamála- stofu í Flugstöð Leifs Eiríksson- ar eða 18.000 fleiri en í febrú- ar á síðasta ári. Aukningin nem- ur 34,4% milli ára. Ferðaárið fer því vel af stað en sama aukning mældist milli ára í janúarmánuði síðastliðnum. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 28. febrúar - 6. mars. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 9 bátar. Heildarlöndun: 3.508.484 kg. Mestur afli: Lundey NS : 1.990.243 kg í tveimur lönd- unum. Arnarstapi 5 bátar. Heildarlöndun: 46.732 kg. Mestur afli: Kvika SH: 13.563 kg í tveimur löndunum. Grundarfjörður 8 bátar. Heildarlöndun: 477.727 kg. Mestur afli: Steinunn SF: 127.776 kg í einni löndun. Ólafsvík 19 bátar. Heildarlöndun: 651.388 kg. Mestur afli: Steinunn SH: 173.411 kg í fimm löndunum. Rif 20 bátar. Heildarlöndun: 680.177 kg. Mestur afli: Rifsnes SH: 91.654 kg í tveimur löndun- um. Stykkishólmur 5 bátar. Heildarlöndun: 109.334 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 55.526 kg í einni löndun. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Ingunn AK – AKR: 1.483.544 kg. 4. mars 2. Lundey NS – AKR: 1.223.794 kg. 1. mars 3. Lundey NS – AKR: 766.449 kg. 4. mars 4. Tjaldur SH – RIF: 90.747 kg. 3. mars 5. Örvar SH – RIF: 77.313 kg. 2. mars mþh Fjáröflunar- kvöld fyrir Ölver RVK: Þriðjudaginn 17. mars bjóða KFUM og K félagar í Sumarbúðunum Ölveri við Hafnarfjall upp á dömu- kvöld, til styrktar sumar- búðunum. Það verður hald- ið á Holtavegi 28 í Reykja- vík og hefst kl. 19:00. Allur ágóði af 4.900 króna miða- verði rennur í Sveinusjóð til byggingar á nýjum leik- skála í Ölveri. Miðinn gild- ir einnig sem happdrætt- ismiði, en dregið verður um húðvörupakka frá EGF húð- vörum og inneign á Tokyo sushi. Meðal dagskráratriða má nefna að sópransöng- konurnar, systurnar og Öl- versstúlkurnar Erla Björg og Rannveig Káradætur flytja dúetta. Leikkonan Guð- rún Ásmundsdóttir les brot úr minningum Kristrúnar Ólafsdóttur um Sr. Friðrik Friðriksson og Sveinbjargar Arnmundsdóttur um upphaf starfsins í Ölveri. Þá verða Ölversskemmtiatriði. Veislu- stjóri verður Þóra Björg Sig- urðardóttir guðfræðinemi og formaður Ölvers. Sr. Guðni Már Harðarson flytur hug- vekju. Glæsilegur matseðill. –fréttatilk. Fasteignamark- aður að glæðast VESTURLAND: Á Vestur- landi var 44 kaupsamning- um um fasteignir þinglýst í febrúarmánuði. Þar af var 21 samningur um eign í fjöl- býli, 11 samningar um eignir í sérbýli og 12 samningar um annars konar eignir. Heild- arveltan var 897 milljónir króna í þessum viðskiptum og meðalupphæð á samn- ing 20,4 milljónir króna. Af þessum 44 voru 23 samn- ingar um eignir á Akranesi. Þar af voru 16 samningar um eignir í fjölbýli, sex samning- ar um eignir í sérbýli og einn samningur um annars kon- ar eign. Heildarveltan var 582 milljónir króna og með- alupphæð á samning 25,3 milljónir króna. Til saman- burðar var 70 samningum þinglýst í febrúar á Norður- landi, 15 á Austfjörðum, 40 á Suðurlandi, 47 á Reykjanesi og 12 á Vestfjörðum. Miðað við höfðatölu voru því fleiri viðskipti á Vesturlandi en í öðrum landshlutum. -mm Mótokross- félagið sækir um landssvæði BORGARBYGGÐ: Á fundi byggðarráðs Borgarbyggð- ar nýverið var lögð fram umsókn nýstofnaðs móto- krossfélags um landssvæði ásamt beiðni um viðræður við umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd. Jafn- framt var lögð fram umsögn UMSB um umsóknina þar sem eindregið er mælt með því að Borgarbyggð taki já- kvætt í erindið og að fundið verði svæði fyrir félagið sem allra fyrst. Byggðarráðs sam- þykkti að vísa umsókn móto- krossfélagsins ásamt beiðni um viðræður til umhverfis-, skipulags- og landbúnaðar- nefndar. –þá Á útboðsþingi sem fram fór í síðustu viku kynntu Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélög helstu framkvæmdir sem áætlaðar eru á árinu. Í veiturekstri OR er upp- bygging nýrrar fráveitu á Vestur- landi að fara af stað að nýju eft- ir margra ára bið. Því verkefni hefur ítrekað verið slegið á frest eftir hrun vegna fjárhagsörðug- leika OR en verkefninu á sam- kvæmt áætlun nú að ljúka fyr- ir árslok 2016. Um 650 milljón- ir renna til þess verkefnis á þessu ári og tengist m.a. því að koma á nýju dælustöðvunum í gagnið við Ægisbraut á Akranesi og Brák- arey í Borgarnesi. Eftir eru sjó- lagnir og niðursetning búnaðar í hreinsi- og dælustöðvar á báðum stöðunum. mm Fjölbrautaskólinn í Garða- bæ komst í úrslit í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskól- anna á RUV, eftir sigur á Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi síðastliðið miðvikudags- kvöld. Þetta var í fyrsta skipti í sögu skólans sem FVA komst í undanúrslit keppninnar og var viðureignin jöfn og spennandi allan tímann. Ef liðið hefði svar- að síðustu spurningunni rétt hefði komið til bráðabana. Það gerðist þó ekki og lauk keppn- inni með þriggja stiga mun, 22-19, Garðbæingum í vil. Þetta er í fyrsta sinn sem Garðbæing- ar komast í úrslit keppninnar og munu þeir mæta Menntaskólan- um í Reykjavík í kvöld, miðviku- dag, í úrslitaþættinum. grþ Skúli Þórðarson sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit vill, af gefnu til- efni vegna umræðu meðal íbúa, koma því á framfæri að sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tók þá ákvörðun í desembermánuði síðastliðnum að lækka álagningu fasteignaskatts á A-hluta fasteigna í sveitarfélaginu á árinu 2015 frá því sem var á árinu 2014. „Allt íbúðarhúsnæði, útihús í sveitum, hlunnindi, sumarhús og fleira falla undir A-hluta fasteigna þar sem álagningarhlutfall fast- eignaskatts var lækkað úr 0,47% af fasteignamati umræddra eigna í 0,44%. Álagningarhlutfall fast- eignaskatts á B- og C- hluta fast- eigna er óbreytt frá árinu 2014. Á sama tíma ákvað sveitarstjórnin að hækka álagningu lóðarleigu í Mela- hverfi úr 1,25% í 2,0% af fasteigna- mati lóða.“ Skúli segir í yfirlýsingu sinni að þannig sé fasteignamat fasteigna og lóða á hverjum tíma haft til við- miðunar um álagningu fasteigna- skattsins, en það er sjálfstætt mat sem fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands framkvæmir árlega og sveitarfé- lögin í landinu geta ekki stjórnað eða haft bein áhrif á. Önnur fast- eignatengd gjöld eins og hreinsun- argjald rotþróa, sorphirðugjald og sorpeyðingargjald hafa tekið breyt- ingu í samræmi við þróun vísitölu neysluverðs milli áranna 2014 og 2015 en álagning þeirra gjalda hef- ur ekki verið aukin, segir Skúli. „Nú þegar álagningarseðlar fast- eignaskatts og fasteignatengdra gjalda vegna ársins 2015 hafa verið sendir fasteignaeigendum í Hval- fjarðarsveit er nauðsynlegt að ofan- greint sé haft í huga. Fasteignaeig- endur í Hvalfjarðarsveit eru hvatt- ir til að hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins í síma 433-8500 eða á netfangið kristjana@hvalfjardar- sveit.is óski þeir skýringa á álagn- ingu fasteignaskatts eða fasteigna- tengdra gjalda ársins 2015,“ skrif- ar Skúli Þórðarson. mm Fjölveiðiskipið Vilhelm Þor- steinsson EA 11 þurfti að leita inn til Grundarfjarðarhafnar nú á sunnudagskvöldið með rifna loðnunót. Fenginn var bíll frá ÞÞÞ á Akranesi til að hífa veiðar- færin af skipinu og síðan um borð aftur, en viðgerð á þeim var lok- ið tíu klukkustundum síðar, eða snemma á mánudagsmorguninn. Um leið og því var lokið hélt skip- ið aftur út á miðin í leit að loðnu. Fleiri skip munu einnig hafa orðið fyrir veiðarfæratjóni á nótaveið- um eftir loðnu síðustu daga, enda veður og sjólag afar erfitt. Meðal annars fór Lundey NS til Reykja- víkur með rifna nót í byrjun vik- unnar. tfk Sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar áréttar vegna fasteignagjalda Gettu betur lið FVA: Anna Chukwunonso Eze, Elmar Gísli Gíslason og Jón Hjörvar Valgarðsson. Þau tilkynntu í síðasta þætti að þau héldu áfram í keppnisliði FVA. Lið FVA varð að játa sig sigrað Vilhelm fékk hraðþjónustu í Grundarfirði Kynntu framkvæmdir við fráveitur

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.