Skessuhorn - 11.03.2015, Qupperneq 11
11MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015
Karlakórinn Heimir
TÓNLEIKAR
í Tónbergi, Akranesi
föstudaginn 13. mars kl. 20:30
Fjölbreytt söng- og skemmtidagskrá
Einsöngur: Ari Jóhann Sigurðsson og Einar Halldórsson
Sérstakur gestur: Þór Breiðörð
Stjórnandi: Sveinn Arnar Sæmundsson - Undirleikari: omas R. Higgerson.
Aðgangseyrir kr. 3.500 / Kalmansvinir kr. 3.000
Forsala hefst í versluninni Bjargi við Stillholt, föstudaginn 6. mars
www.heimir.is
Tom Ari Sveinn Arnar Þór Breiðörð
Vertu með!
Hólaskóli - Háskólinn á Hólum
Hólum í Hjaltadal 551 Sauðárkrókur
Sími 455 6300 holaskoli@holar.is www.holar.is
Íslensk ferðaþjónusta þarfnast
menntaðs fólks sem kann vel til verka
Í Háskólanum á Hólum er í boði fjölbreytt
og hagnýtt nám á sviði ferðamálafræði
og viðburðastjórnunar.
Umsóknarfrestur er til 5. júní 2015
w
w
w
.h
o
la
r.
is
n
ýp
re
n
t
0
3
/2
0
15
Háskólasamfélag með langa sögu
Hólar í Hjaltadal er í senn mikill
sögustaður og útivistarparadís.
Háskólinn á Hólum er lítill en
öflugur háskóli sem sinnir kennslu
og rannsóknum á sviði ört
vaxandi atvinnugreina.
Ekkert lát er á mokveiðinni sem
hefur verið í Breiðafirði undanfar-
ið. Á þriðjudag í síðustu viku var
sannkallaður landburður af þorsk-
afla í öll veiðarfæri. Dragnótabátar
veiddu firnavel. Sveinbjörn Jakobs-
son SH kom með 45 tonn að landi.
Þar af veiddust 25 tonn í einu kasti.
Steinunn SH var einnig með 45
tonn sem fengust í tveim köstum.
Egill SH var með 30 tonn, Rifsari
SH með 30 tonn og aðrir aðeins
minni afla.
Línubátar voru einnig með mjög
góðan afla. Kristinn SH fékk 26,5
tonn á 48 bala og fór strax aftur til
veiða að löndun lokinni. Tryggvi
Eðvarðs SH var með 41 tonn í
tveimur löndunum. „Það tók okk-
ur alls 30 tíma að ná þessum afla.
Allur fiskurinn var í stærra lagi. Nú
er bræla framundan og það gefur
okkur færi á að fá smá hvíld eftir
þessa miklu törn,“ sagði Arnar Lax-
dal skipstjóri á Tryggva Eðvarðs í
spjalli við fréttaritara Skessuhorns.
Netabátar hafa einnig fiskað afar
vel í sín veiðarfæri og fékk Bárður
SH 25 tonn á þriðjudaginn. Fisk-
gengdin á miðunum er slík að þess-
ir bátar láta netin liggja stuttan
tíma og taka þau svo í land að róðri
loknum.
af
Linnulaus mokveiði
á þorski í Breiðafirði
Kristmundur Sumarliðason skipverji á dragnótarbátnum Sveinbirni Jakobssyni SH
í lest bátsins.
Kristmundur Sumarliðason og Magnús Höskuldsson á Sveinbirni Jakobssyni SH.
Egill Þráinsson skipstjóri á Sveinbirni Jakobssyni SH.
Áhöfnin á línubátnum Kristni SH kampakát enda mokafli. Öll kör voru full og
einnig millidekkið hjá þeim Jóni Antoni Hólm, Þorsteini Bárðarsyni, Aroni Leví
Kristjánssyni og Þresti Albertssyni.