Skessuhorn


Skessuhorn - 11.03.2015, Side 15

Skessuhorn - 11.03.2015, Side 15
15MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015 Nú er verið að gera upp breiðfirska trillubátinn Kára SH í húsakynn- um Skipavíkur í Stykkishólmi. Kári SH er trébátur sem var smíðaður af Rögnvaldi Lárussyni árið 1941 og því orðinn rúmlega sjötugur. Kaup- andi bátsins var Jónas Pálsson sem þá bjó í Elliðaey á Breiðafirði ásamt konu sinni Dagbjörtu Níelsdóttur og fjórum dætrum. Sigurður Páll Jóns- son trillukarl og núverandi varaþing- maður í Stykkishólmi, sem er eigandi bátsins í dag, er einmitt sonur elstu dóttur þeirra Jónasar og Dagbjartar. Jónas, móðurafi Sigurðar Páls, not- aði Kára til róðra með línu og hand- færum fram yfir árið 1980, eða í lið- lega fjóra áratugi. Hann lagði og dró línuna aftur á eigin höndum. Notaður á Breiðafirði í áratugi Báturinn reyndist ávallt mikið hap- pafley. Samhliða þessu var Kári svo notaður í eyjaferðir á Breiðafirði enda bátarnir sjálfsögð samgöngu- tæki fólksins sem byggði eyjar þar. Árið 1986 var báturinn svo smíðað- ur upp hjá Kristjáni Guðmundsyni í Stykkishólmi. Það var líka smíð- að á hann nýtt stýrishús. Tveim- ur árum síðar fékk Kári svo nýja vél og var haldið til róðra í Breiðafirði með fiskilínu, fyrst árið 1989. Þarna var Kári kominn í eigu Sigurðar Páls Jónssonar sem var á þessum árum að stíga sín fyrstu skref í smábátaútgerð sem hann hefur svo stundað fram á þennan dag. Sigurður gerði Kára út allt til ársins 1996. Þá keypti hann sér plastbát og síðan hefur Kári verið notaður sem skemmtibátur. Endurnýjun sem tekur tíma Jón Ragnar Daðason súðbyrðings- bátasmiður hefur skipt um botninn auk borðstokka á Kára SH. Nú er Ás- geir Árnason skipasmiður að skipta um bönd og fleira fyrir frænda sinn Sigurð Pál. Jónas Pálsson í Elliða- ey sem lét smíða bátinn upphaflega var afi þeirra beggja. Þannig bjarga afkomendurnir þeim menningararfi sem felst í þessum gamla trébáti. „Það er seinlegt að gera svona bát upp og erfiðast þegar maður byrjar að vita hvar á að stoppa. Maður verð- ur að ákveða hvar eigi að hætta að rífa til að setja nýtt í staðinn. Bátur- inn er samt ótrúlega vel farinn. Hon- um hefur verið haldið vel við. Það fer þó að minnka það tré sem var upp- haflega í honum,“ segir Ásgeir Árna- son tréskipasmiður. Telur Íslendinga hafa staðið sig illa Ásgeir er einn af síðustu starfandi tréskipasmiðum landsins. „Ég veit ekki annað. Ég útskrifaðist 1989 sem tréskipasmiður í plankasmíði. Ég veit ekki um neinn sem hefur út- skrifast eftir það. Stéttin mun deyja út ef það verður engin endurnýjun. Það er áhugi meðal yngra fólks að læra þessa iðn en það skortir fjár- magn.“ Þrátt fyrir þetta eru mörg verkefni sem menn gætu tekist á við. Mörg dæmi eru þó um að báta sem hefði mátt bjarga hafa verið látnir grotna niður og eyðileggjast. Kútter Sigur- fari á Akranesi er kannski eitt besta dæmið um það, en þau eru mörg fleiri. „Íslendingar hafa staðið sig mjög illa í að varðveita gömul tré- skip og –báta. Það má aðeins finna örfá undantekningadæmi um dugn- að og myndarskap svo sem Húna II sem gamlir karlar sameinuðust um að bjarga. Samt er þónokkuð af tré- bátum eftir í landinu. Það mætti al- veg bjarga miklum verðmætum enn. Það er ekki orðið of seint. Það er líka synd að láta þessa verkþekkingu tapast,“ segir Ásgeir Árnason. mþh Happafleytan Kári SH gengur í endurnýjun lífdaga Ásgeir Árnason stendur í Kára SH þar sem báturinn er nú til uppgerðar í húsakynnum Skipavíkur í Stykkishólmi. Kári SH á vagni í Maðkavík í Stykkishólmi, sennilega árið 2008. Farið á Kára SH út í Elliðaey árið 1988. Elstur karlmannanna er Jónas Pálsson sem lét smíða Kára á sínum tíma. Dagbjört Níelsdóttir eiginkona hans er frammi í stafni með barnabarni þeirra, Braga Páli Sigurðssyni. Með þeim er svo Jón Einarsson tengdasonur þeirra og afi Braga Páls. Jón er faðir Sigurðar Páls sem á Kára SH í dag og hann er faðir Braga Páls. Sigurður Páll Jónsson nýkominn úr góðum línuróðri á Kára SH til hafnar í Stykkishólmi árið 1995. Fermingar á Vesturlandi Fermingarblað Skessuhorns kemur út miðvikudaginn 18. mars 2015 með fjöl- breyttu efni tengdu fermingum. Fermingarblaðið er eitt af vinsælli sér- blöðum Skessuhorns. Auk hefðbundinnar dreifingar er það sent öllum fermingar- börnum á Vesturlandi. Sala auglýsinga er hjá markaðsdeild Skessuhorns í síma 433-5500 og á netfangið palina@skessuhorn.is Panta þarf auglýsingar til birtingar í fermingarblaðinu í síðasta lagi 13. mars nk.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.