Skessuhorn


Skessuhorn - 11.03.2015, Qupperneq 16

Skessuhorn - 11.03.2015, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015 Óskum Golfklúbbnum Leyni til hamingju með 50 ára afmælið Garðavöllur þykir með bestu keppnisgolfvöllum landsins Stórafmæli hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi Golfklúbburinn Leynir fagnar 50 ára afmæli sínu þann 15. mars næstkomandi en á þeim degi árið 1965 komu nokkrir áhugamenn um golfíþróttina saman í fundasal Íþróttahússins við Laugarbraut og stofnuðu Golfklúbb Akraness. Hér verður stiklað á stóru í sögu klúbbsins en ítarlegri samantekt verður aðgengileg á vef klúbbs- ins áður en langt um líður. Það hafa orðið miklar breyting- ar á starfi golfklúbbsins Leynis frá því að 22 aðilar mættu á stofnfund- inn fyrir tæplega 50 árum. Í fyrstu fékk klúbburinn GkA sem skamm- stöfun og bættist í hóp þeirra sex golfklúbba sem fyrir voru á land- inu. Helstu hvatamenn að stofnun golfklúbbsins á Akranesi voru þeir Guðmundur Sveinbjörnsson og Óðinn S. Geirdal. Bæjaryfirvöld höfðu úthlut- að klúbbnum gamalgrónu þriggja hektara túni við austurenda skóg- ræktar bæjarins og voru þar strax gerðar tvær holur og slegin braut milli þeirra og kylfingar voru komnir á kreik. „Leifur Ásgríms- son var formaður á þessum tíma og við fórum þessar tvær par 3 holur á 12-13 höggum og það var vallar- met,“ segir Þorsteinn Þorvaldsson sem var kjörinn formaður klúbbsins árið 1967 og var hann endurkjörinn 13 næstu ár. Ekki er á neinn hall- að þótt fullyrt sé að með krafti sín- um og dugnaði hafi Þorsteinn öðr- um fremur haldið klúbbnum gang- andi og skapað honum smám saman þann sess sem hann nú hefur. Árið1966 fékkst álíka stórt tún til viðbótar vestan þess fyrsta og voru settar út 6 brautir. Þar var kominn fyrsti „alvöru“ golfvöllur Skaga- manna sem snemma fékk nafn- ið Garðavöllur, enda hafði land- ið heyrt undir Garðaprestakall. Klúbburinn var formlega tekinn inn í Golfsamband Íslands 1967, en til þess að verða fullgilt aðildarfélag að GSÍ þurfti klúbburinn að hafa til af- nota „alvöru“ golfvöll. Fyrstu árin voru félagar á bilinu 20 – 40 en í dag eru félagarnir rúm- lega 400 og fjórðungur þeirra eru börn og unglingar. Formleg nafnabreyting árið 1970 Nafni golfklúbbsins var formlega breytt 1970 og varð örnefnið Leynir fyrir valinu enda liggur Garðavöll- ur „í Leyninum“ og Leynislækur- inn við Leynisgrund á upptök sín á svæðinu. Skammstöfunin GkA var einnig vandasöm þar sem að fyrir var Golfklúbbur Akureyrar sem var með þá skammstöfun. Fyrsta golfmót klúbbsins var haldið 1967 og var nefnt Vatnsmót- ið og hefður það verið haldið allar götur síðan. Mótið stóð svo sann- arlega undir nafni – og versta veð- ur sumarsins kom á þeim degi þar sem að rigndi eins og hellt væri úr fötu á keppendur. Haraldarmót- ið fór fyrst fram 1969 og leikið var um farandgrip sem gefinn var til minningar um Harald Böðvarsson. Meistaramót klúbbsins var fyrst haldið 1970. Garðavöllur hefur smám saman verið að taka á sig núverandi mynd. Árið 1969 náðist stór áfangi er sam- þykki fékkst fyrir afnotum á álíka stóru landi og fyrir var vestan 6 holu vallarins. Uppdráttur Hannes- ar Þorsteinssonar af 9 holu velli var samþykktur árið 1969 og hafist var handa við leik á þessum velli sum- arið 1972. Árið 1977 fékkst enn meira land og völlurinn var stækk- aður enn frekar árið 1978. Árið 1982 var framtíð Garðavallar tryggð þeg- ar völlurinn var samþykktur í aðal- skipulag Akraneskaupstaðar. Hugmyndin að stækkun Garða- vallar í 18 holur fór á skrið árið 1988 og árið 1994 tókust samning- ar við Akraneskaupstað um land- nýtingu og kostnaðarþátttöku bæj- arfélagsins. Árið 1995 voru núver- andi 1., 2., 3. og 4. braut vallarins teknar í notkun. Alls voru 11 holur á vellinum allt fram til ársins 2000 þegar allar 18 holurnar voru tekn- ar í notkun. Varð 18 holur árið 2000 Völlurinn var formlega opnaður sem 18 holu völlur árið 2000 og Ís- landsmótið í höggleik fór fram á vellinum árið 2004 þar sem að Birg- ir Leifur Hafþórsson fagnaði sigri í karlaflokki en hann var þá genginn í raðir GKG. Ólöf María Jónsdóttir úr Keili sigraði í kvennaflokki. Garðavöllur þykir í dag á með- al bestu keppnisvalla landsins, fjöl- breyttur og fallegur, með eftir- minnilegu landslagi sem hefur verið mótað með árunum. Mikill fjöldi af glompum hefur verið eitt af kenni- leitum Garðavallar allt frá upphafi og fjöldi þeirra er vel yfir 60. Núverandi félagsaðstaða var tekin í notkun árið 1978 og leysti af hólmi gamla klúbbhúsið sem keypt var árið 1969. Það hús var fyrsta fólks- bílastöðin á Akranesi, síðar segla- saumaverkstæði, og flutt á vallar- svæðið þar sem nú er endi 1. braut- ar og breytt í golfskála. Þessi 25 fer- metra skáli þjónaði sínu hlutverki með sóma þangað til að íbúðarhúsið í Grímsholti var keypt með dyggri aðstoð Akranesbæjar og það tekið í notkun sem félagsheimili sama ár. Veturinn 1981 var húsið endur- nýjað innanstokks og allt frá þeim tíma hafa margvíslegar breytingar verið gerðar. Margar hugmyndir eru til um stækkun á núverandi klúbb- húsi og má þar nefna að byggja ofan á húsið útsýnispall eða jafnvel aðra hæð. Árið 2005 á 40 ára afmælisári klúbbsins voru uppi hugmyndir um að byggja nýtt klúbbhús á þeim stað þar sem 9. flötin er í dag. Nýtt æfingaskýli var tekið í notk- un þann 3. júlí árið 2004 og fékk mannvirkið nafnið Teigar. Skýlið er við æfingasvæði vallarins og er það mikið notað – enda er það upplýst og hægt að slá þar fram eftir hausti og eitthvað fram eftir vetri þeg- ar aðstæður leyfa. Flatarmál Teiga er tæplega 200 fermetrar og und- irstöðurnar eru steinsteyptar. Þessi aðstaða hefur gjöbreytt æfingaað- stöðu félagsmanna og gesta. Ný og glæsileg vélageymsla Vélafloti Leynis hefur stækkað mik- ið á þeim tíma frá því að klúbbur- inn var stofnaður. Gamli herbragg- inn í Skógræktinni var notaður í mörg ár en það húsnæði var langt frá því að vera fullnægjandi. Árið 2011 var gerður samstarfssamning- ur við Akraneskaupstað um bygg- ingu á nýrri vélageymslu. Hafist var handa við bygginguna fljótlega eftir undirritun samningsins og var skemman tekin í notkun fyrir ári. Nýja vélageymslan er rúmlega 500 fermetrar. Mannvirkið gjör- breytir allri geymsluaðstöðu fyrir þann vélakost sem Leynir á. Þar er einnig verkstæði til að viðhalda vél- um og aðstaða fyrir starfsmenn sem vinna við golfvöllinn. Yfir vetrar- tímann hefur vélageymslan verið nýtt sem æfingaaðstaða fyrir félags- menn og æfingar afrekshópa. Ný- lega var tekinn í notkun fullkominn golfhermir sem hefur vakið mikla lukku hjá félagsmönnum. Eftir stækkun Garðavallar í 18 holu keppnisvöll hafa öll helstu golfmót GSÍ verið haldin á Garða- velli frá árinu 2000 fram til dagsins Axel Fannar Elvarsson slær fyrsta högg á 3. teig á Eimskipsmótaröðinni 2014. Ljósm. seþ. Heiðursmennirnir Gunnlaugur Magnússon, Óðinn Geirdal og Þorsteinn Þorvalds- son. Ljósm. Ljósmyndasafn Akraness. Valdís Þóra Jónsdóttir er tvímælalaust fremsti kylfingur félagsins um þessar mundir. Ljósm. seþ. Guðmundur Sigvaldason hefur verið framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Leynis á Akranesi síðastliðin tvö ár. Hér er mynd úr safni Skessuhorns frá því Þórður Emil formaður Leynis og Guðmundur skrifuðu undir ráðningarsamning í marsbyrjun 2013. Sjáumst í sumar! Golfklúbbur Borgarness

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.