Skessuhorn


Skessuhorn - 11.03.2015, Qupperneq 20

Skessuhorn - 11.03.2015, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015 Í Grunnskóla Grundarfjarðar voru ný felliborð tekin í notkun í janúar. Það voru Lionsklúbbur Grundarfjarðar og Kvenfélagið Gleym mér ei sem gáfu skólanum sitt hvort borðið en skól- inn keypti svo tvö borð og hafa þau komið að góðum notum. Áður þurftu börnin að borða hádegismatinn inni í skólastofunum hvert við sitt borð. Nú snæða allir saman frammi og myndast mun skemmtilegri stemning á mat- málstímum. Gerður Ólína Steinþórs- dóttir skólastjóri segir þetta breytingu til batnaðar og hafi góð áhrif á börn- in. Af þessu tilefni voru meðlim- um í Lionsklúbbnum og Kven- félaginu boðið til hádegisverðar fimmtudaginn 5. mars. Þar fengu gestir dýrindis snitsel auk þess að sjá hversu vel þessi borð reynast en bæði börn og fullorðnir eiga auðvelt með að sitja við nýju hús- gögnin. Einnig er mjög handhægt að brjóta borðin saman og geyma nota þarf plássið í annað. Að mál- tíð lokinni fór Gerður Ólína með hópinn í skoðunarferð um skól- ann. tfk Í byrjun febrúar kom heim eftir tæplega sjö ára námsdvöl í Lond- on ung Skagakona, Marella Steins- dóttir. Marella er nú lærður tísku- ljósmyndari og hyggst stunda þá grein ljósmyndunar eins og mark- aðurinn býður upp á. Það verður þó almennari ljósmyndun sem hún verður aðallega í á næstunni þar sem hún hefur ráðið sig til starfa í fyrir- tæki foreldra sinna, Steins Helga- sonar og Elínar Svavarsdóttur, í Römmum og myndum á Akranesi. Þar er nú í undirbúningi að bjóða upp á fjölbreyttari þjónusta en áður. Passamyndir hafa verið tekn- ar þar um árabil en nú segir Mar- ella að ætlunin sé að koma þeirri myndatöku í stafrænt form jafn- framt því að bjóða upp á almenna ljósmyndun í stúdíói og hágæða út- prentun mynda og fleira efnis að þörfum viðskiptavina. „Ég var farin að leita mér að vinnu í Reykjavík en pabbi stoppaði mig af og foreldrar mínir vildu að ég kæmi hingað og sinnti þessum verkefnum. Það er ágætt að hafa einhvern sem passar upp á mann,“ segir Marella glöð í bragði. Bæði komin með vinnu Marella fór til London ásamt sam- býlismanni sínum Valgeiri Sigurðs- syni sem einnig er frá Akranesi. Hann var einnig í námi í London, fyrst í hljóðupptökutækni og síð- an í vefforritun. Valgeir fékk síð- an vinnu í London sem forritari hjá auglýsingafyrirtæki. Hann fékk að halda þeirri vinnu þótt þau flyttu til Íslands. „Við erum ótrúlega glöð með það að vera bæði komin með vinnu. Það eru nú ekki allir ný- komnir úr námi svona heppnir eins og við. En Valgeir hlýtur að vera mjög góður á sínu sviði fyrst hann fékk að halda vinnunni og starfa hérna heima. Mér skilst að það hafi ekki gerst í fyrirtækinu sem hann vinnur hjá áður að starfsmenn séu að vinna á milli landa. Nú er að byrja nýr kafli í lífinu finnst mér. Lífið blasir við okkur og við erum búin að ákveða að gifta okkur í sumar. Vonandi fáum við núna gott sumar,“ segir Marella og brosir. Tískuljósmyndunin ekki gullgröftur Marella segist svo sem ekki hafa verið full sjálfstrausts þegar hún sótti um í ljósmyndaskólanum en samt sloppið í gegnum inntöku- prófið. „Það kom í ljós að marg- ir voru í svipuðum þankagangi og ég, vissu kannski ekki alveg hvað þeir voru að fara út í. Ég var búin að gera mér ákveðnar hugmyndir, þegar ég byrjaði, að tískuljósmynd- urum væru allir vegir færir. Einn kennarinn slökkti fljótlega þær von- ir. Hann sagði að það gæti tekið fólk mörg ár að vinna sig upp í að hafa lifibrauð af tískuljósmyndun. Hann hafi þurft að vinna í mörg ár með ljósmynduninni á lámarks launum í leikfangaversluninni Hamleys til að hafa í sig og á. Síðan hefði hann verið svo heppinn að einn vin- ur hans komst í yfirmannsstöðu á tískublaði og þar opnaðist leið. Það þarf sem sagt að hafa sambönd til að slá í gegn í tískuljósmyndun. Ég varð því að endurmeta stöðuna og gera ráð fyrir því að þurfa að sinna almennri ljósmyndun í meira mæli, þótt vissulega vonist ég til að fá verkefni í tískuljósmyndun.“ Yndislegt að vera komin heim Þau áttu þó að vera mun færri árin út í London en þau urðu hjá þeim Marellu og Valgeiri. „Það er al- veg yndislegt að vera komin heim,“ segir Marella. „Við erum svo heim- kær við Valgeir að það kom okkur eiginlega á óvart hvað við vorum lengi úti. Þegar við fórum út vor- ið 2008 áætluðum við að vera úti tvö til þrjú ár. Við vorum meira að segja að tala um að það væri samt leiðinlegt að við yrðum farin heim áður en Ólympíuleikarnir yrðu í borginni 2012. Svo hittist það svo skemmtilega á að við bjuggum í næsta nágrenni við Ólympíuþorp- ið. Við meira að segja drifum okkur á einn leik með íslenska handbolta- landsliðinu. Þeir voru þá að spila við heimamenn í liði Bretlands. Ég held að fæstir sem voru að horfa á leikinn hafi vitað hvað hand- bolti væri, en hrifust samt mjög að íþróttinni. Þetta var mjög lærdóms- ríkur tími í London og vonandi að sú reynsla sem við öðluðust þar eigi eftir að nýtast okkur vel hérna heima,“ segir Marella. Nú tekur við hjá henni að vinna að því að koma upp aðstöðu fyrir aukna þjónustu hjá fjölskyldufyrirtækinu Römmum og myndum við Skólabraut á Akra- nesi. þá Fjölbrautaskóli Vesturlands mun á haustönn á þessu ári bjóða upp á afreksíþróttasvið fyrir nemendur sem stundað hafa afreksíþróttir um nokkurt skeið og vilja hafa aukið svigrúm til áframhaldandi ástund- unar samhliða námi til stúdents- prófs. Skólinn hefur í nokkur ár verið í samstarfi við Knattspyrnu- félag ÍA og Sundfélag Akraness þar sem nemendur sækja æfingar að morgni dags áður en kennsla hefst og fá metnar til eininga. Með til- komu nýs afreksíþróttasviðs stend- ur til að festa það samstarf betur í forminu auk þess að bjóða afreks- mönnum í öðrum íþróttagreinum upp á samskonar möguleika. Þær íþróttir sem nemendum stendur til boða að iðka innan afreksíþrótta- sviðs næsta vetur eru knattspyrna, sund, golf, körfubolti, keila og bad- minton. Þjálfarar á vegum ÍA munu sjá um æfingar en umsjón með verkefninu verður í höndum Fjöl- brautaskóla Vesturlands. Dröfn Viðarsdóttir áfangastjóri segir í samtali við Skessuhorn að sviðið muni einkum henta nem- endum á bóknámsbrautum. Náms- fyrirkomulagið segir hún verða með þeim hætti að nemendur af- reksíþróttasviðs taki hefðbundna stúdentsbraut en fá afreksæfing- ar metnar til eininga í stað íþrótta- áfanga og frjálsra valáfanga. „Einn- ig munu nemendur á afreksíþrótta- sviði ljúka stúdentsprófi með fleiri einingar en aðrir,“ bætir hún við. Rúmlega 30 nemendur sækja þær æfingar sem þegar eru í boði í sam- starfi Fjölbrautaskóla Vesturlands og ÍA og vonast Dröfn eftir góðri aðsókn að hinu nýja afreksíþrótta- sviði á komandi vetri. Næstkomandi haustönn kem- ur til framkvæmda stytting á námi til stúdentspróf og verða þá allar stúdentsbrautir þriggja ára nám í stað fjögurra áður. „Þær stúdents- brautir sem í boði verða eru félags- fræðabraut, náttúrufræðabraut og opin stúdentsbraut. Á opnu stúd- entsbrautinni verður hægt að velja á milli nokkurra sviða; tónlistar- sviðs (í samstarfi við Tónlistarskól- ann á Akranesi), tungumálasviðs, viðskipta- og hagfræðisviðs auk op- ins sviðs þar sem nemendur geta byggt upp sitt eigið nám með að- stoð náms- og starfsráðgjafa,“ segir Dröfn. „Áfram verður boðið upp á fjölbreytt nám á iðn- og verknáms- brautum í málm-, raf- og tréiðn- greinum. Að auki geta nemend- ur stundað nám á sjúkraliðabraut, starfsbraut fyrir fatlað nemend- ur og brautabrú ætlaða nemendum sem ekki uppfylla inntökuskilyrði þeirra brauta sem þeir vilja sækja. Öflugt nám ætlaða fullorðnum er í boði þar sem kennsla fer fram utan dagvinnutíma. Námsleiðir þar eru sjúkraliðabraut, vélvirkjun, húsa- smíði og húsgagnasmíði,“ bætir hún við. Nemendur Fjölbrautaskóla Vest- urlands eru um fimm hundruð tals- ins nú á vorönn og hefur fækkað lítillega frá því árið áður. Ein skýr- ing á því er að 86 nemendur út- skrifuðust frá skólanum í desemb- er síðastliðnum. Við vonumst auð- vitað eftir góðri aðsókn, bæði nem- enda í almennan dagskóla og full- orðinna í dreifnám en það má ætla að með styttingu náms til stúdents- prófs fækki nemendum í framtíð- inni,“ segir Dröfn að lokum. kgk Nýkomin heim að loknu námi í tískuljósmyndun Marella Steinsdóttir nýútskrifað að hefja störf í Römmum og myndum á Akranesi. Patrick Jens Scheving Þorsteinsson liggur makindalega og les í bók. Nýtt afreksíþróttasvið við Fjölbrautaskóla Vesturlands Vigdís Erla Sigmundsdóttir djúpt sokkin í heimalærdóm. Starri Reynisson gluggar í bók á bókasafni skólans. Þeir Ingi Sigurður Ólafsson og Elvar Sigurjónsson nýta eyðu til lærdóms á sal skólans. Haldið upp á ný hús- gögn í skólanum

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.